Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 42

Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 Nguyen Tuong Lai, fyrrum yfirmaður allrar leyni- þjónustu hinna kommúnísku Viet Cong-skæruliða- samtaka í Víetnam, fylgdi konu sinni og börnum yfir ótrausta bambus-hengibrúna, sem strengd var yfir fenjasvæðið við ströndina í Rach Gia, Víetnam, en fjöl- skrúðugur hitabeltisgróðurinn þekur landið á þessum slóð- um, allt í sjó fram. Á þessari stundu færði hann sér í nyt þau mörgu laumubrögð, sem hann hafði lært í tuttugu og eins árs hernaði Viet Cong-skæruliða mitt inni í frumskóg- inum, brögð sem svo oftsinnis höfðu orðið þeim til lífs. Þannig kunni hann að fela skugga fólksins, sem þarna var á ferli í tunglsljósinu, með því að gæta þess að skuggarnir féllu á bólverk bryggjunnar. Enginn varð þeirra var. Eftir að hafa lyft síðasta barninu upp í bátinn, leysti hann hljóðlega landfestar skektunnar, sem tók að reka hægt til hafs. Átján manns, ömmur, afar, fullorðnir og börn hnipruðu sig saman í þessum litla árabáti. Allir um borð skyggndust óttaslegnir um eftir sovézk-smíðuðu eftir- litsskipunum frá víetnamska sjóhernum. Ef þau næðust, myndi það þýða annað hvort áralanga þrælkunarvinnu í fangabúðum eða þá dauðadóma. Það bætti ekki úr skák fyrir fólkið, að einmitt á þessum slóðum er mikið af sjó- ræningjum á sveimi, sem ráðast af mestu grimmd á varn- arlaust flóttafólk, láta greipar sópa um allt fémætt, sem þeir fá hönd á fest, drepa karlmennina og hafa konur og börn á brott með sér sem þræla. Ömmurnartvær, há- aldraðar konur, báðust fyrir háum rómi að Guð og góðar vættir veittu þeim vernd og öryggi á þessari háskaför. Lai var sjálfur milli vonar og ótta um, hvort þeim tækist undankoman. Þetta var að haustlagi, árið 1979. A1 Santoli: Viet Cong-tíóar flýja unnvörpum til Vesturlanda Frá því Bandaríkjamenn hurfu frá Víetnam árið 1975, hefur næst- um því ein milljón Víetnama flúið land í misjafnlega traustum bát- um. Talið er, að um helmingur þessa fólks hafi á slíkum örvænt- ingarfullum flótta látið lífið á hafi úti. Það sem vekur furðu manna á Vesturlöndum er, að fjöldi þessara flóttamanna — mörg þúsund manns, að áliti talsmanna flótta- fólksins — voru áður Viet Cong- liðar og meðlimir Kommúnista- flokks Víetnam. Þessir heldur óvenjulegu flótta- menn, sem hingað til hefur verið gefinn lítill gaumur, hafa setzt að í Thailandi, Hong Kong, Malaysíu, Sviss, í París og í Bandaríkjunum. Hér á eftir fara viðtöl við hátt- setta Viet Cong-liða og kommún- istaforsprakka, sem telja má glögg dæmi um menn af þessu tagi, er flúið hafa Víetnam. I máli þeirra koma fram eftir- farandi upplýsingar um hvernig ástandið er orðið í Víetnam á þeim 7 árum, sem liðin eru frá valda- töku kommúnista árið 1975. ★ Þúsundir land.smanna---- þeirra á meðal fyrrverandi Viet Cong-liðar — hafa verið fangelsaðir, sendir til „endurhæfingabúða“ kommúnista eða þá teknir af lífi. Þar að auki er sem óðast verið að senda um 500.000 Víetnama til vinnubúða í Síberíu í náinni sam- vinnu við Sovétmenn. ★ Mikið magn af hrísgrjónum, ræktuðum i Víetnam, af gúmii og öðrum hráefnum eru árlega flutt út til Sovétríkjanna, þótt sultur sverfi að Víetnömum heima fyrir og at- vinnu- og efnahagslif landsins sé á hraðri niðurleið. ■k Frelsi til trúariðkana hefur ýmist verið heft algjörlega eða takmarkað mjög, eignir kirkju og mustera verið gerðar upptækar, helgir dómar sví- virtir. ★ Bandarískir flugliðar hafa sézt i nauðungarvinnu í Norður-Víetnam, allmörgum mánuðum eftir að stjórn- völd í Hanoi lýstu því yfir, að búið væri að sleppa öllum stríðsföngum. Þessir menn eru ennþá í Víetnam. ★ „l)omino-kenningin“, sem eitt sinn var svo mjög dregin í efa, virð- ist vera í fullu gildi. Kommúnistar i Víetnam hafa nú uppi áform um að „frelsa" einnig Thailand, eftir að þeir hafa náð Kampútseu og Laos á sitt vald. Nguyen Tuong Lai, fjölskylda hans og vinir höfðu heppnina með sér. Eftir að hafa hrakist um á hafi úti í nærri því vikutíma á litla bátnum sínum, komust þau loks til flóttamannabúða á Bi- dong-eyju í Malaysíu. Þar var Lai fenginn sá starfi að aðstoða við að yfirheyra aðra hermenn úr röðum kommúnista og flóttamenn, sem talizt höfðu til hinna hærra settu meðlima Kommúnistaflokksins, en þess háttar menn eru stöðugt að koma til Bidong-eyju. í tvö löng ár beið fjölskylda Lais eftir að fá að flytjast frá flóttamannabúðun- um til framtíðar-búsetu í öðru landi. Núna býr fjölskyldan í litl- um fjallabæ í Sviss, og Lai er tek- inn til við að læra tungu heima- manna og tekur auk þess ökutíma. Alla sína ævi hafði hann verið hermaður. Fjórtán ára að aldri gekk hann í lið með Viet Minh, sem börðust við Frakka á fenja- svæðunum í Mekong-óshólmanum, heimahéraði Lais. Eftir að Frakk- ar höfðu verið gjörsigraðir við Dienbienphu, var Lai fengið það verkefni að skipuleggja and- spyrnuhreyfingar víðs vegar á ós- hólmasvæðunum. Árið 1959 hafði hann þegar klifrað upp í efsta Bátafólkiö, flótta- mennirnir frá Víetnam, hættir lífi og límum hundruðum þúsundum saman fremur en að þjást undir stjórn kommúnista í heimalandi þeirra. Talid er aö tugir þúsunda barna, kvenna og karla hafi farist á flóttanum, margir af völdum sjóræn- ingja. þrep mannvirðinga flokksins og var nú kominn í hóp þeirra, sem mynduðu innsta hringinn í Kommúnistaflokki Víetnam. Á fyrstu árum Vietnam-styrjaldar- innar hafði hann með höndum stjórn Viet Cong-skæruliðahópa, og eftir að hafa sannað hreysti sína og hæfni, var hann sendur í herskóla í Sovétríkjunum og í Hanoi. Því næst aftur á sínar heimaslóðir til þess að taka þátt í bardögum við bandaríska herliðið. Lai er mjög hávaxinn maður, sem bar höfuð og herðar yfir liðsmenn þeirra herflokka, sem hann átti að innræta skilyrðis- lausa hlýðni og óttaleysi — en þeirra verkefni töldust nær alltaf til hinna hættulegustu og blóðug- ustu í stríðinu. Meðan á Tet- sókninni stóð árið 1968, þar sem Viet Cong-liðar guldu gífurlegt af- hroð, voru það herflokkar undir stjórn Lais, sem fóru fremstir til sjálfsmorðs-árásanna á Bien Hoa-flugvöllinn. Eftir það var Lai fenginn starfi í aðalstöðvum þjóðfrelsishreyf- ingarinnar (Viet Cong), sem stað- settar voru á hinu stríðshrjáða landsvæði við landamæri Kamp- útseu; var Lai útnefndur yfirmað- ur leyniþjónustu Viet Cong, svo og gagnnjósnadeildarinnar. Árum saman fór hann mest huldu höfði um frumskógana og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.