Morgunblaðið - 06.03.1983, Side 44

Morgunblaðið - 06.03.1983, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983 fleytu þeirra að ströndum Indó- nesíu. Tangarsókn gegn trúarbrögðum í San José í Kaliforníu hafa Nguyen Cong Hoan og aðrir víet- namskir innflytjendur þar um slóðir endurbyggt gamalt hús og gert að búddamusteri. Enda þótt hann vinni sem rafeindatæknir og börnin hans sitji á laugardags- morgnum fyrir framan sjónvarps- tækið og horfi á teiknimyndasöfn, þá virðist hugur hans ennþá mest bundinn við þá daga á styrjaldar- árunum, þegar friðarhreyfing búddista undir hans stjórn var virk í andspyrnunni gegn Saigon- stjórninni. „Eins og önnur samtök stjórn- arandstæðinga var búddistahreyf- ingin orðin þreytt á hinu lang- vinna stríði í landinu og vildi um fram allt koma á friði,“ segir Hoan til skýringar. „Bandaríkin höfðu stutt ríkisstjórnir, sem voru siðferðilega spilltar og höfðu alls ekkert samband við almenning í þorpum og bæjum landsins. Aðal- viðfangsefni okkar var að losa landið við Thieu. Margir gengu í þjóðfrelsishreyfinguna (þ.e. Viet Cong) aðeins af því að þeim fannst að allt hlyti að vera betra en Thieu. í áróðri sínum sögðu hinir kommúnísku þjóðfrelsismenn, að þeir lofuðu réttlátri sameiningu í þjóðfélagi okkar, sameiningu alls Víetnam, og kommúnistarnir lof- uðu friði, réttlæti, lýðræði, sjálf- stæðu fullvalda ríki og betra lífi þjóðinni til handa. Svo var látið heita að þjóðfrelsishreyfingin, Viet Cong, væri alþýðubandalag, samtök margra hópa í þjóðfélag- inu. Við gerðum okkur alls ekki ljóst, að í raun og veru var aðeins einn hópur við völd í þjóðfrels- ishreyfingunni — það er að segja Kommúnistaflokkurinn. Skömmu eftir „frelsun" Suður- Víetnam," segir Hoan, „réðust kommúnistar opinskátt til atlögu gegn öllum trúarsamtökum í land- inu. Flestir hinna þekktustu trú- arleiðtoga í Víetnam, sem barizt höfðu hvað ákafast gegn styrjald- arrekstrinum, voru fangelsaðir, eignir kaþólsku kirkjunnar og búddamustera voru gerðar upp- tækar, pagóður og kirkjur van- helgaðar, og leikmönnum var gert ókleift að sækja guðsþjónustu." Fáeinum musterum, stjórnað af „handbendum kommúnista”, var leyft að starfa áfram, að sögn Hoan, til þess að láta allt líta bet- ur út á yfirborðinu. Eftir fall Saigon í hendur kommúnista, snéri Hoan aftur til heimilis síns úti á landi í Suður- Víetnam og tók aftur upp kennslu. Þegar hann kom til sinnar heima- byggðar, var honum skýrt frá því, að um 700 manns hefðu verið líf- látnir í heimahéraði hans á fyrstu tíu dögunum eftir hina kommún- ísku „frelsun" og þúsundir manna hefðu verið fangelsaðar. Kommúnistar slátra á laun Samkvæmt frásögn Nguyen Tuong Lai, fyrrum yfirmanns leyniþjónustu víetnamskra komm- únista, var um gjörvallt landið komið á fót „dómstólum alþýð- unnar“ og þessar samkundur hafðar á almannafæri. Allir þeir, sem dregnir voru fyrir þessa „dómstóla" voru þegar í stað dæmdir til dauða. Lögreglusveitir kommúnista, sem sjá áttu um af- tökurnar, fengu hins vegar fyrir- mæli um að drepa fólkið á mjög afviknum stöðum, bæði til þess að alþjóðlegir fjölmiðlar kæmust ekki á snoðir um ódæðin og eins til þess að íbúarnir í hinum ýmsu héruðum landsins fylltust ekki viðbjóði á hinni skuggalegu slát- urtíð, sem átti sér stað. Annar fyrrverandi embættismaður víet- nömsku kommúnistastjórnarinn- ar gizkar á, að um tvö hundruð þúsund manns hafi verið líflátnir. Árið 1975 gerðu kommúnistar Nguyen Cong Hoan að „þing- fulltrúa” á þjóðþingi hins sósíal- íska lýðveldis Víetnam. En líkt og aðrir suður-víetnamskir „þing- fulltrúar" á þinginu í Hó Tsjí Minh-borg, var honum aldrei leyft að taka til máls né aðhafast neitt í neinum meiriháttar málum, sem á dagskrá voru, þar sem um það bil tylft kommúnista frá norður- víetnamska flokknum stjórnuðu þinginu og gerðum þess í einu og öllu. Sem fulltrúi á þinginu fór Hoan tvívegis í ferðalög til Norður-Víetnam, þar sem hann hafði aðgang að upplýsingum um hin helztu markmið og verkefni, sem stjórnin hefur á prjónunum svo og stefnu hennar og viðhorf á ýmsum sviðum. Hoan segir, að Ví- etnamar ætli sér ekki að hætta að berjast eftir að þeir hafi náð Laos og Kampútseu á sitt vald með hernaðaraðgerðunum þar. „Á fyrsta fundi þjóðþingsins, sem ég sat í Hanoi,“ segir Hoan, „skýrði Tran Quynh, aðstoðarmaður Le Duan, ritara kommúnistaflokks- ins, mér frá því, að „frelsun" Thai- lands væri næst á dagskrá. Það er söguleg nauðsyn að frelsa Thai- land, og kommúnistaflokkur Ví- etnam ber ábyrgð á að það takist. Á sama þingfundi var okkur af- hent skjal, sem bar fyrirsögnina „Víetnarh — Suðaustur-Asía,“ þar sem farið var orðum að stefnu Kommúnistaflokksins í þá veru að ölast víðtæk yfirráð." Hoan segist hafa ákveðið að flýja land til þess að geta sagt um- heiminum frá ástandinu í föður- landi sínu, Víetnam. Áróðursráðherra komm- únista flúinn til Sviss Nguyen Duc Yen flúði Víetnam með báti frá Hanoi til Hong Kong árið 1979. Hann hafði þá verið meðlimur kommúnistaflokks Ví- etnam í tuttugu ár. Á styrjaldar- árunum var hann áróðursráðherra og heyrði beint undir forsætis- ráðuneytið og stjórnaði auk þess allri fréttamiðlun til erlendra fréttastofa. Núna vinnur sá hinn sami Yen, óaðfinnanlega klæddur maður hátt á fimmtugsaldri, sem frétta- maður fyrir dagblað eitt í svissn- esku sveitahéraði, þar sem hann Hermenn frá Norður-Víetnam halda sigurreifir inn í Hué. og fjölskylda hans býr uppi í ásun- um við rætur Alpafjalla. Á stríðs- árunum heima í Hanoi hafði hann þann starfa að sjá um þýðingar á áróðursefni frá Sovétríkjunum á víetnömsku. „Fáir Vesturlandabú- ar gera sér grein fyrir því,“ segir hann, að mestallar upplýsingar og yfirlýsingar frá Hanoi á þessu tímabili voru komnar beint frá Sovétríkjunum og frá Austur- Þýzkalandi." Sem áróðursráðherra var Yen til skiptis í Moskvu og Hanoi. „í Austur-Evrópu og í Sovétríkjun- um,“ segir hann, „sá ég þess hátt- ar örbirgð og eymd, sem marxism- inn hefur alls staðar valdið. Eftir stríðslok í Víetnam sá ég ná- kvæmlega hið sama gerast í mínu eigin landi. Að mæia þessari þróun í mót þýddi fangelsun eða dauða, an þau urðu örlög margra meðlima flokksins, jafnvel her- manna, sem tekið höfðu þátt í styrjöldinni við Frakka á sínum tíma.“ í júnímánuði 1973 segist Yen hafa séð um 30 eða 40 bandaríska flugliða, sem enn var haldið sem stríðsföngum uppi á hálendinu í Norður-Víetnam. Það var sem sagt tveimur mánuðum eftir að ríkisstjórn Norður-Víetnam hafði sagt, að hún hefði sleppt úr haldi öllum stríðsföngum. „Allt fram á þennan dag,“ bætir Yen við, „hafa þessir menn ekki verið látnir laus- ir. Formaður flokksdeildarinnar í því héraði sagði mér, að sjálf mið- stjórn kommúnistaflokksins í Hanoi hafi látið senda þessa fanga til hans héraðs með þeim fyrir- mælum, að hann ætti að bera ábyrgð á gæzlu þeirra,“ segir Yen. „Menn þessir voru í þrælkunar- vinnu.“ Örlög þessara manna eru enn þann dag í dag í höndum Hanoi- stjórnarinnar. Yen segir, að Han- oi-stjórnin ætli að reyna að nota þessa fanga sem eins konar póli- tíska beitu gagnvart Bandaríkjun- um í samningaumleitunum ríkis- stjórnanna um að koma á aftur stjórnmálasambandi milli Hanoi og Washington. „Slíkt stjórnmála- samband," segir Yen, „yrði hins vegar að teljast til meiriháttar mistaka. Það samkomulag myndi aðeins auðvelda kommúnistum að halda áfram styrjaldarrekstri sín- um gegn öðrum löndum og auka enn á kúgun víetnömsku þjóðar- innar. Bandarísk fjárhagsaðstoð myndi verða notuð til þess að kaupa vopn fyrir og til að útvega víetnamska hernum vistir svo að hann geti ráðist inn í önnur ríki Suðaustur-Asíu. Auk þess myndu Sovétríkin nota Víetnama til þess að reka fleyg tortryggni á milli Bandaríkjanna og Kína.“ Vandlega skipu- lögö blekking Samkvæmt frásögn Nguyen Tu- ong Lai fer andstaðan gegn stjórn- völdum sífellt vaxandi í Víetnam — almennir borgarar sýna and- stöðu sína með því að draga sig út úr allri þátttöku í pólitískri starf- semi flokksins, en fyrrverandi Viet Cong-liðar, fyrrum hermenn í suður-víetnamska stjórnarhern- um og menn úr ýmsum ættbálkum í landinu hafa tekið upp skipu- lagða vopnaða mótspyrnu. Árið 1977 sprengdu andspyrnuhópar þýðingarmiklar eldsneytisbirgða- stöðvar við Long Binh í loft upp — en það voru skemmdarverka- aðgerðir, sem jafnvel Viet Cong- liðum tókst aldrei að koma í kring á stríðsárunum. Yen hefur því við að bæta, að aðgerðum andspyrnu- hópa í Víetnam sé haldið vandlega leyndum af hálfu stjórnvalda. „Starf mitt í Hanoi var m.a. í því fólgið að undirbúa fólk fyrir heimsóknir erlendra fréttamanna frá Vesturlöndum," segir Yen, fyrrverandi áróðursráðherra Hanoi-stjórnarinnar. „Þegar sendinefndir frá Vesturlöndum komu í heimsókn til Hanoi eða til annarra borga í Víetnam, var fólkið undirbúið í tæka tíð varð- andi það, hvernig því bæri að haga sér við slík tækifæri og hvað menn áttu að segja. Jafnvel á götum úti er hinn hversdagslegi raunveru- leiki allur annar en sá sem sýndur er blaðamanni frá Vesturlöndum. Leynilögreglan er alls staðar á ferli. Það er farið með vestræna blaðamenn til fundar við örugga flokksmeðlimi, sem yfirvöld treysta fullkomlega, og þessir trúnaðarmenn kommúnista munu segja nákvæmlega það, sem flokk- urinn hefur sagt þeim að segja, en ekkert annað. Þegar því Vestur- landabúar sjá Víetnama brosa, þá gera þeir sér alls ekki grein fyrir því, að brosið er tákn kurteislegs virðuleika en slíkt bros segir ekk- ert um tilfinningar viðkomandi. Ef vestrænn blaðamaður skýrir frá því, að Víetnamar uni glaðir og ánægðir við sinn hlut, þá veit sá blaðamaður ekkert um Víetnam." Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar Ný 4ra vikna námskeiö hefjast 7. marz Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu herratímar í hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértím- ar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eda meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af vöövabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböö — kaffi og hinir vinsælu sólaríumlampar. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Megrunarnámskeið Nýtt námskeið hefst 28. febrúar. Námskeiöið veitir alhliða fræðslu um holiar lífsvenjur og vel samsett mataræði, sem getur samrýmst vel skipulögðu, venjulegu heimilismataræöi. NÁMSKEIÐIÐ ER FYRIR ÞA: • Sem vilja grennast og koma í veg fyrir að vandamáliö endur- taki sig. / • Sem vilja forðast offitu og það sem henni fylgir. • Sem vilja fræðast um hollar lífsvenjur og vel samsett matar- æöi. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEÐAL ANNARS UM EFTIRFARANDI ATRIDI: • Grundvallaratriði næringarfræöi. • Fæðuval, gerö matseöla, uppskriftir. • Þætti sem hafa áhrif á fæðuval, matarvenjur og matarlyst. • Leiöir til aö meta eigiö mataræöi og lífsvenjur. Upplýsingar og innritun í síma 74204 í dag og næstu daga. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.