Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
45
og eftirstöðvar
á 9-12 mán.
VHS
VIDEOTÆKI
Verð frá kr. 31.160.-
HLJÐMBÆR
en
• -
UPioNccn
HLJOM*HEIMIUSaSKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
ÚTSÖLUSTAÐIR: Portið. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi —
Verls Inga. Hellissandi — Patróna. Patreksfiröi — Seria. Isafiröi —
Sig Pálmason. Hvammstanga — Alfhóll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri —
Radíóver. Húsavik — Paloma. Vopnafirói — Ennco. Neskaupsstaö —
Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar. Egilsslóöum — Djúpið. Djúpavogi —
Hornbær. Hornafiröi — KF Rang Hvolsvelli — MM, Selfossi —
Eyjabær. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn. Grindavík — Fataval. Keflavík
Seltjarnarnes:
Fræðslu- og
umræðukvöld
fyrir foreldra
unglinga
FélagsmálaráA Seljtarnarnes-
bæjar stendur fyrir fræðslu og um-
ræðukvöldum dagana 8., 15. og 22.
mars nk., fyrir foreldra unglinga.
Fræðslu- og umræðukvöld verða
haldin í sal Tónlistarskólans við
Suðurströnd og hefjast kl. 20.30
hvert kvöld.
Fjallað verður um ýmis málefni
sem snerta unglinga, samskipti
þeirra og foreldra, t.d. verða flutt
erindi um vímuefni, kynfræðslu,
líkamlegar og tilfinningalegar
breytingar á unglingsárunum o.fl.
Fyrirlesarar verða: Magnús
Ingimundarson, yfirkennari, Ingi-
björg Sigmundsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri, Þuríður Jónsdóttir, fé-
lagsráðgjafi og Þorgeir Magnús-
son, sálfræðingur.
Þátttökugjald er kr. 150 — fyrir
hjón og kr. 100 — fyrir einstakl-
inga.
Þátttaka tilkynnist á skrifstofu
félagsmálastjóra, Ueilsugæslu-
stöðinni við Suðurströnd, fyrir 7.
mars nk.
hans við leikritin. Hvert bindi
verður um 500 bls. að stærð. Haf-
steinn Guðmundsson ræður útliti
bókanna.
Eiríkur Hreinn sagði m.a. um
þessar þýðingar Helga:
„Þýðingar Helga Hálfdanarson-
ar á leikritum Shakespeares eru
meira bókmenntaafrek en auðvelt
er að gera sér í hugarlund og vafa-
lítið mesta þýðingarafrek sem
unnið hefur verið á Islandi. Magn-
ið er geysimikið, samtals 4000 bls.,
og ágæti þýðinganna hefur enginn
dregið í efa, enda hafa leikhús-
menn orð á því hversu meðfæri-
legir textar Helga eru á leiksviði."
Karamazovbræðurnir í
þýðingu Gunnars
Arnasonar frá
Skútustöðum
Þá hefur verið ákveðið að gefa
út í þessum bókaflokki Kara-
mazov-bræðurna eftir Dostojevsk-
ij í þýðingu Gunnars Árnasonar
frá Skútustöðum. Eiríkur Hreinn
sagði að þetta mikla rússneska
skáld hefði hingað til verið und-
arlega vanræktur á íslandi. Kara-
mazov-bræðurnir eru síðasta og
mesta verk Dostojevskijs og kom
upphaflega út árið 1880. íslenska
útgáfan verður að öllum líkindum
í þremur bindum og er ráðgert að
gefa út fyrsta bindið á næsta ári.
Gunnar Árnason þýddi Kara-
mazov-bræðurna fyrir aldarfjórð-
ungi af ensku, en seinni tvö bindin
af þýðingunni glötuðust svo ekkert
varð af útgáfu. Gunnar þýddi
seinni tvö bindin aftur nýlega, og
þá af ensku.
Nokkur fleiri verk eru í undir-
búningi, en þau eru ekki það langt
á veg komin að unnt sér að skýra
frekar frá þeim nú.
AB gefur út nýjan bókaflokk:
Úrvalsrit heimsbókmenntanna
Almenna bókafélagið hefur hafið
útgáfu á nýjum bókaflokki undir
heitinu „Urvalsrit heimsbók-
menntanna". í flokkinn verða ekki
teknar aðrar bækur en viðurkennd
bókmenntaverk, sem áhrif hafa
haft, eða hafa, á heimsbókmennt-
irnar. Verkin í flokknum verða
mismunandi að stærð og útliti, en
öll einkennd með sameiginlegu
merki fyrir bókaflokkinn.
Á blaðamannafundi sem Al-
menna bókafélagið boðaði til sagði
Eiríkur Hreinn Finnbogason að
ekki væri búið að taka ákvörðun
um endanlega stærð bókaflokks-
ins og yrði það ekki gert að sinni.
Eiríkur sagðist búast við að 2—4.
bækur bættust í flokkinn á ári, og
væri ætlunin að vanda til útgáf-
unnar eftir fremsta megni, bæði
hvað snerti þýðingar og frágang.
Sagði Eiríkur að félagið gerði sér
vonir um að þessi bókaflokkur
verði bæði merkt og áhrifamikið
framlag til íslenskra bókmennta
og íslenskrar menningar.
Don Kíkóti í þýöingu
Guðbergs Bergssonar
Fyrsta ritið í þessum flokki er
Don Kíkóti eftir Cervantes de
Saavedra í þýðingu Guðbergs
Bergssonar. Don Kíkóti hefur,
eins og kunnugt er, haft geysimik-
il áhrif á bókmenntir síðari tíma,
bæði leikrita- og sagnagerð.
Verkið mun koma út í 8 bindum og
eru þrjú þeirra þegar komin út og
tvö bætast við á þessu ári. Síðan
er gert ráð fyrir að 6. og 7. bindi
komi út 1984 og 8. bindið 1985.
Hvert bindi er rúmiega 200 bls. i
DIN-broti. Guðbergur hefur unnið
að þýðingunni undanfarin ár og
ekki notið til þess nokkurra
styrkja. Og hann mun vera eini
nútímamaðurinn sem hefur þýtt
verkið í heild sinni.
Don Kíkóti kom upphaflega út í
tveimur bindum 1605 og 1615. Síð-
Aðeins
Þessi mynd var tekin á blaðamannafundi sem AB boðaði til í þeim tilgangi að kynna nýjan bókaflokk, Úrvalsrit
heimsbókmenntanna. Frá vinstri: Jóhannes Nordal, Gunnar Árnason frá Skútustöðum, Guðbergur Bergsson og
Eiríkur Hreinn Finnbogason.
an hefur sagan verið gefin út i
fjöldamörgum útgáfum víða um
lönd og eru margar þeirra breytt-
ar á ýmsa vegu, sleppt úr, dregið
saman, jafnvel svo mikið að úr
verða aðeins ágrip af sögunni.
Guðbergur þýðir eftir frumútgáf-
unni og er þessi íslenska útgáfa
algerlega óstytt.
Leikrit Shakespeares
í þýðingu Helga
Hálfdanarsonar
Næsta stórvirkið í þessum bóka-
flokki er leikrit Shakespeares í
þýðingu Helga Hálfdanarsonar.
Þetta mikla verk mun koma út í 8
bindum og er fyrsta bindið þegar
komið út, en í framtíðinni er gert
ráð fyrir að eitt bindi komi út á
ári.
Helgi hefur nú lokið við að þýða
öll leikrit Shakespeares, 37 að
tölu. f fyrsta bindinu ritar Helgi
inngangsorð um Shakespeare og
samtíð hans, og síðan fylgja
hverju bindi ítarlegar skýringar
• Þú eignast SHARP VHS
VIDEOTÆKI
• Þú verður þinn eigin myndastjóri
0 Velur hvaða mynd þú horfir á
— og hvenær
• Þarft ekki að láta þér leiðast
einhæft sjónvarpsefni
• Hoppaðu á þetta tilboð —
þaó gefst ekki betra.
Höföar til
.fólksíöllum
starfsgreinum!