Morgunblaðið - 06.03.1983, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
Ástæðulaust
að vera hræddur
við dáleiðslu
Spjallað við dávaldinn Frisenette og hæfileikar hans reyndir
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir virðist ómögulegt aó loka munninum.
Frisenette stendur viö gluggann á hótelherbergi sínu og
furöar sig á þeim ótrúlegu möguleikum sem íslensk
veörátta býður upp á. — „Ég gæti best trúað aö hann
færi að rigna aftur. Annars er ég nú farinn aö þekkja
þessa veöráttu ykkar eftir heimsóknir mínar hingað.
Það er merkilegt hvað veðrið hérna getur breyst á
stuttum tíma ... “ — Hann er þægilegur í viðmóti og
alls ekkert dularfullur, eins og sumir gætu kannski
haldið þar sem þekktur dávaldur á í híut. í hugum
okkar, sem teljum okkur vera „venjulegt fólk“ eru
dávaldar forvitnileg fyrirbæri enda búa þeir yfir þeim
ótrúlegu hæfileikum að geta náð valdi yfir hugsun fólks
og fengiö það til að gera nánast hvað sem er. Forvitni
og löngun til að kynnast þessum manni og dáleiðslu-
hæfileikum hans nánar rak okkur á fund hans og í
eftirfarandi samtali segir Frisenette nánar frá sjálfum
sér.
Frá einni skemmtun Frisenette í Háskólabíói nú í vikunni. (Ljósm. Mbi. rax.)
»Ég er fæddur í Danmörku en
foreldrar mínir fluttu til Banda-
ríkjanna þegar ég var fimm ára.
Ég hef því lengst af verið banda-
rískur ríkisborgari en hef nú feng-
ið danskan ríkisborgararétt og er
fluttur aftur til míns gamla föð-
urlands, þar sem ég ætla að eyða
ellinni. Hvernig það atvikaðist að
ég fór út í skemmtiiðnaðinn má
segja að það hafi verið fyrir til-
viljun. Þegar ég var um tvítugt
fékk ég mikinn áhuga á töfra-
brögðum og byrjaði þá að reyna
alls konar brellur sem áhugamað-
ur. Smátt og smátt þróaðist þetta
áhugamái mitt og 25 ára gamall
gerðist ég atvinnumaður í töfra-
brögðum."
Hafðirðu einhverja sérstaka fyrir-
mynd úr þessum bransa, — ein-
hvern úr fjölskyldunni kannski?
„Nei, það hefur enginn úr minni
fjölskyldu lagt fyrir sig töfrabrögð
eða dáleiðslu. Pabbi var að vísu
starfandi píanóleikari og tengdist
þannig skemmtiiðnaðinum og það
hefur ef til vill ráðið einhverju um
það að ég vildi verða skemmti-
kraftur. En að öðru leyti fór ég
þarna inn á braut sem var óþekkt
í minni fjölskyldu."
Alkóhól er óvinur þinn
„Ég var um þrítugt þegar ég
byrjaði á dáleiðslunni. Ég hef allt-
af haft mikinn áhuga á dulrænum
fyrirbrigðum og ekki síst þeim
sem tengjast mannshuganum og
hinni ótrúlegu fjölbreytni f
mannlegri hugsun. Dáleiðsla kem-
ur inn á það svið. Góður vínur
minn frá Indlandi kom mér á
bragðið. Hann var læknir og
kenndi mér undirstöðuatriðin."
Var erfitt að læra dáleiðslu?
„Já, ég neita því ekki, sérstak-
lega í byrjun á meðan ég var að ná
valdi yfir sjálfum mér. Það er
grundvallaratriði að menn hafi
stjórn á eigin hugsunum áður en
þeir fara að stjórna hugsun ann-
arra. En ég var heppinn því þessi
indverski vinur minn var mjög
góður kennari. Eitt af því sem
hann sagði við mig var þetta:
Haltu þig frá alkóhóli. Alkóhól er
óvinur þinn og ef þú byrjar að
drekka missir þú vald yfir sjálfum
þér og ef þú getur ekki stjórnað
sjáifum þér getur þú ekki stjórnað
öðrum. Og þú getur heldur ekki
einbeitt þér eins og nauðsynlegt er
við dáleiðsluna. — Ég hef fylgt
þessum ráðum vinar míns. Ég get
að vísu tekið glas af léttu víni en
sterka drykki bragða ég aldrei.
í fyrstu fór ég mér hægt í dá-
leiðslunni og stundaði hana bara
sem áhugamaður þar til ég taldi
mig hafa náð góðum tökum á
þessu og vissi nákvæmlega hvað
ég var að gera. Síðan hef ég verið í
þessum bransa sem atvinnumað-
ur.“
Og þú hefur ferðast víða í sam-
bandi við starfið?
„Já, ég hef flækst um allan
heim. Þó hef ég aldrei komið til
Rússlands eða Kína. Það er ýms-
um erfiðleikum háð að fara sem
skemmtikraftur til þessara landa
auk þess sem almenningur þar
skilur ekki ensku og það er alltaf
erfitt að koma fram þar sem eng-
inn skilur mann, jafnvel þótt túlk-
ur sé við hendina. En það er fyrst
og fremst Evrópa og Ameríka sem
hefur verið starfsvettvangur
rninn."
Er einhver munur á því hversu
fólk er móttækilegt fyrir dáleiðslu
eftir þjóðerni?
„Fólk er mjög misjafnlega mót-
tækilegt fyrir dáleiðslu, en það fer
þó ekki eftir þjóðerni. Að vísu er
hægt að finna mun á fólki eftir því
hverrar þjóðar það er og það
ræðst þá af siðum, venjum og
jafnvel uppeldi í hverju landi. Það
er til dæmis mjög auðvelt að dá-
leiða Ameríkana. Þeir hafa mjög
gaman af að koma upp á svið og
taka þátt í leiknum og þeir líta á
þetta sem leik til að hafa gaman
af. Að þessu leyti eru þeir ef til
vill svolítið barnalegir. En þeir
koma yfirleitt upp á svið með
jákvæðu hugarfari sem er afar
mikilvægt í þessu. íslendingar eru
líka tiltölulega auðveldir viðfangs
og yfirleitt jákvæðir. Þeir vilja fá
góða skemmtun út úr þessu og eru
ófeimnir við að koma upp á svið.
En eins og ég sagði er fólk mis-
jafnlega móttækilegt. Flestir sem
koma upp á svið vilja láta dáleiða
sig og það er mjög mikilvægt.
Sumir eru hræddir við að reyna og
til er fólk sem kemur beinlínis
með því hugarfari að vinna á móti
mér. Þeir hugsa kannski með sér
að réttast sé að fletta ofan af þess-
ari vitleysu eða hafa vantrú á
þessu einhverra hluta vegna. Slíkt
fólk er ekki hægt að dáleiða. Ef
einhver segir við sjálfan sig: Ég vil
ekki láta dáleiða mig, — þá getur
enginn dáleitt hann.“
Dáleiðsla getur
ekki skaðað neinn
Við spyrjum nú Frisenette
hvort hann muni eftir einhverju
sérstöku atviki frá ferli sínum og
hvort hann hafi einhvern tíma
lent í því að missa tökin á við-
fangsefninu.
„Mér hafa aldrei orðið á nein
mistök í dáleiðslunni enda er það
ekki hægt. Annað hvort dáleiðir
þú manninn eða ekki og það geta
ekki orðið nein mistök. Hins vegar
gerðist ýmislegt þegar ég var í
töfrabrögðunum, en það er nú orð-
ið svo langt síðan. En auðvitað
hefur margt spaugilegt komið
fyrir á dáleiðslusýningunum og
það er í rauninni rauði þráðurinn í
gegnum allar sýningarnar. Þetta
er jú fyrst og fremst skemmtun
sem fólk á að hafa gaman af.“
Er eitthvert bragð (trick) sem þú
heldur meira upp á en önnur, eitt-
hvað sem kemur best út á sýning-
um?_
„Ég vil ekki tala um „trick“ í
þessu sambandi. Það var í töfra-
brögðunum. En í dáleiðslunni er
ekki um nein brögð að ræða. Hún er
miklu merkilegra fyrirbrigði. Fólk er
svo misjafnt frá einni sýningu til
annarrar að maður veit aldrei fyrir-
fram hvernig þetta verður eða hvaða
atriði kemur best út. Ég hef stund-
um látið fólk drekka glas af vatni og
sagt því að uppáhaldsvínið þeirra sé
í glasinu. Vín fer misjafnlega í fólk
og sumir verða drukknari en aðrir.
Sumir verða ofurölvi og heimta
meira vín en aðrir fara að dansa og
syngja. Þannig er þetta misjafnt eins
og mennirnir eru margir.“
Hvað er það raunverulega sem
gerist við dáleiðslu?
„Ég hef oft verið spurður þess-
arar spurningar en hef aldrei get-
að svarað henni. Enginn getur út-
skýrt hvað það raunverulega er
sem gerist í hugum fólks við dá-
leiðslu. Fólk sem hefur einu sinni
verið dáleitt vill gjarna koma aft-
ur til að reyna að komast til botns
í hvað raunverulega gerðist. Menn
verða oft hissa þegar þeim er sagt
eftir á hvað þeir gerðu undir dá-
leiðsluáhrifum og þeir spyrja
sjálfa sig: Hvað gerðist? Ég veit
ég gerði þetta, en hvers vegna
gerði ég það? — Og svo koma þeir
aftur til að fá svar við þessu en
eru samt engu nær.
Ég vil að það komi skýrt fram,
að það er engin ástæða til að vera
hræddur við að láta dáleiða sig.
Þetta getur ekki skaðað neinn og
enginn verður veikur af því að láta
dáleiða sig.“
Við segjum nú Frisenette frá
því hvernig Jody breyttist í Júlíus
gamla í gamanmyndaþættinum
„Löðri“ en dávaldurinn hlær bara
og hristir höfuðið:
„Slíkt er óhugsandi. Segjum
sem svo að ég myndi dáleiða þig og
segja þér að þú værir hundur og
þín viðbrögð yrðu eftir því, — þú
færir að gelta og hegða þér eins og
hundur. Síðan dytti ég niður dauð-
ur og spurningin er þá hvort þú
hagir þér eins og hundur það sem
eftir er ævinnar. Svarið er nei.
Eftir nokkrar mínútur verður þú
orðinn þú sjálfur aftur. Um leið og
hugur minn hættir að vinna hef ég
ekki vald yfir hinum dáleidda
lengur. Það er engin hætta á að
menn „festist" í dáleiðslunni og
hvernig sem á það er litið er engin
ástæða til að óttast það að vera
dáleiddur því að það getur ekkert
farið úrskeiðis. Þetta gildir að
sjálfsögðu aðeins þegar fagmenn
eiga í hlut. Fúskararnir eru stór-
hættulegir.
Við spyrjum nú Frisenette að
því hvort dávaldur geti samt sem
áður ekki breytt hugsunarhætti
manna og jafnvel hegðan eftir að
viðkomandi hefur verið vakinn úr
dásvefninum:
„Það er hægt að vissu marki ef
viðkomandi vill það sjálfur. Ég get
hjálpað fólki til að líða betur og ef
við tökum minnimáttarkennd sem
dæmi, get ég losað fólk við hana.
Hið sama má segja um slæma siði
svo sem reykingar og drykkju. Ég
get hjálpað þér til að hætta að
reykja ef þú vilt það sjálfur.
Reyndar hef ég nú þegar hjálpað
mörgum til að hætta að reykja og
þar á meðal nokkrum hér á landi.
En í sumum tilfellum þarf fólk að
koma nokkrum sinnum ef árangur
á að nást. Það var til dæmis einn
náungi úti í Kaupmannahöfn sem
kom sex sinnum áður en hann
hætti alveg. Hann reykti þrjá
pakka á dag og í hvert sinn, sem
hann kom, hafði hann minnkað
við sig reykingarnar þar til hann
hætti alveg. Eftir að ég flutti til
Danmerkur hafa læknar stundum
sent til mín sjúklinga sem hafa
orðið að hætta reykingum en ekki
getað það af sjálfsdáðum. Mér
hefur tekist að hjálpa mörgum
þeirra en þó ekki öllum. Það lætur
nærri að árangurinn sé um 80%.“
Á sýningum notast þú eingöngu
við karlmenn. Hvers vegna kallarðu
aldrei konur upp á svið? Er erfiðara
að dáleiða þær?
„Nei, það er alveg sama hvort
um er að ræða konur eða karla. En
ástæðan fyrir því að ég notast ein-
göngu við karlmenn á sýningum er
fyrst og fremst sú að ég vii ekki
láta konur gera sig að fíflum fyrir
framan fullt af fólki. Það er annað
með strákana, þeim er í flestum
tilfellum alveg sama. En það er
hætt við að konan verði að athlægi
í bænum. Auk þess eru þessi atriði
fremur sniðin fyrir karlmenn en
kvenfólk.“
Einhverra hluta vegna barst
talið nú að stjórnmálum og trú-
Ekki er annað að sjá en gestir skemmti sér vel á dáleiðslusýningum
Frisenette.
0