Morgunblaðið - 06.03.1983, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. MARZ 1983
47
Við bjóöum þér þrjár mismunandi
samstæður úr þessari línu,
á hreint ótrúlegu verði:
Frá kr. 24.800.-
eða útb. kr. 6000 og afg. á 6 mán.
HUOMBÆR
mmw '—
ÚTSÖLUSTAÐIR: Portið. Akranesi — KF Borgf Borgarnesi —
Verls Inga, Hellissandi — Patróna, Patreksfiröi — Sería. Isafirði —
Sig. Pálmason. Hvammstanga — Alfhóll. Siglufiröi — Cesar. Akureyri
Radíóver. Húsavík — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. Neskaupsstað —
Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar. Egilsstööum — Djúpiö. Djúpavogi -
Hornbær. HornafirÖi — KF Rang Hvolsvelli — MM. Selfossi —
Eyjabær. Vestmannaeyjum — Rafeindavirkinn, Grindavík —
Fataval, Keflavík.
HLJOM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGOTU 103 SIMI 25999-17244
alveg, þannig að þeir myndu ekk-
ert eftir á og væri það einkum í
þeim atriðum þar sem viðkomandi
væru látnir gera eitthvað sem þeir
myndu ekki gera undir venju-
legum kringumstæðum. Það var
hins vegar óþarfi í mínu tilfelli.
Frisenette sneri sér síðan að
reykingameðferðinni, en hún fólst
í því að hann talaði til mín og
benti mér á eitt og annað varðandi
reykingar. Hann sagði m.a. að mér
myndi þykja vont að reykja fram-
vegis og jafnvel fá velgju og finn-
ast ég vera eins og sjóveikur ef ég
fengi mér reyk. Ég skal játa að ég
hafði ekki mikla trú á að þessar
fortölur myndu duga mér. Og
jafnvel í miðju kafi hætti ég að
einbeita mér að því sem dávaldur-
inn var að segja en fór að hugsa
með mér að þetta væri í rauninni
það sama og ég hefði sagt við
sjálfan mig í mörg ár. Það væri
því óþarfi að láta einhvern útlend-
ing segja sér bað sem maður vissi
fyrir. Ég freistaðist til að fá mér
sígarettu þegar ég kom út í bíl, en
svo einkennilega vildi til að mér
fannst hún vond og mér leið hálf
illa á eftir.
Síðan og þar til þessar línur eru
skrifaðar hefur mig ekki langað í
sígarett’u, en tíminn er að vísu
ekki langur. En eins og Frisenette
sagði er óvíst að þessi meðferð
gagnist mér til lengdar. Ég væri ef
til vill einn þeirra sem þyrftu að
koma oftar en einu sinni og lítið
mætti bregða út af til að þessi
meðferð kæmi fyrir lítið. Maður
verður því bara að sjá til.
Skemmtiiðnaðurinn
kvaddur
Áður en ég kvaddi Frisenette
spurði ég hann að því hvers vegna
hann hefði ákveðið að koma aftur
til íslands, þar sem hann hafði
lýst því yfir í haust að hann væri
hættur að koma fram:
„Já, það er satt, ég hafði ákveðið
að hætta og var hættur. En ég
hafði fengið hvatningu héðan um
að koma aftur og svo hitti ég Jör-
und úti í Kaupmannahöfn og það
varð að ráði að ég kæmi einu sinni
enn og héldi nokkrar sýningar. Og
það verður líka það allra síðasta
sem ég geri sem skemmtikraftur.
Ég mun hins vegar halda áfram að
taka á móti fólki og hjálpa því ef
ég get. Ég hef ákveðið að síðasta
sýningin mín hér, sem verður
jafnframt alfarið sú síðasta, verði
haldin til styrktar fötluðum börn-
um. Hver einasta króna sem kem-
ur inn fyrir þá sýningu verður sett
í umslag og það afhent viðkom-
andi spítala hér á Islandi. Þannig
vil ég kveðja skemmtiiðnaðinn og
þennan bransa sem ég hef helgað
alla mína starfskrafta. Ég löfaði
líka konunni minni áður en ég fór,
að þetta yrði allra síðasta sýn-
ingarferðin."
— Sv.G.
arbrögðum og í framhaldi af því
spyrjum við Frisenette hvort hann
trúi á líf eftir þetta líf.
„Það er erfitt að svara svona
spurningu. Ég hef sett mér þá
reglu að ræða aldrei stjórnmál eða
trúarbrögð í viðtölum því ég vil
forðast að særa tilfinningar ann-
arra. Fólk hefur rétt til að hafa
sínar skoðanir í friði án þess að
aðrir séu að þröngva sínum skoð-
unum upp á það. Ég kýs því að
svara þessu ekki.“
sér undir dáleiðsluáhrifum eins og
ég hafði gert. Hann sagði það ekki
vera og færi það eftir eðli atrið-
anna hversu djúpt viðkomandi
væru svæfðir. í sumum tilfellum
væri nauðsynlegt að svæfa menn
Undir dáleiðslu-
áhrifum Frisenette
Okkur Morgunblaðsmönnum lék
nú hugur á að kynnast nánar dá-
leiðsluhæfileikum Frisenette af
eigin raun. Ragnar Axelsson
ljósmyndari hafði að vísu reynt
hæfileika hans áður, er Frisenette
læknaði hann af flughræðslu er
hann var hér á ferð sl. haust. Und-
irritaður hafði hins vegar áhuga á
að reyna aðferð Frisenette til að
hætta að reykja og var það mál
auðsótt. Til að fá aðeins meira út
úr þessari reynslu var ákveðið að
Frisenette fengi mig til að gera
eitthvað sérstakt áður en reyk-
ingameðferðin hæfist, svona rétt
til að sannreyna fyrirbrigðið dá-
leiðslu.
Frisenette lét mig fyrst horfa á
ákveðinn blett í loftinu og sagði
mér að einbeita mér að þeirri
hugsun að ég væri að detta aftur
fyrir mig. Þetta gerði hann til að
prófa hversu móttækilegur ég
væri. Ég stóðst prófið og Frisen-
ette sagði mér nú að setjast. Hann
talaði stöðugt til mín og varð tíð-
rætt um einbeitingu hugans án
þess þó að ég muni orðaskipti í
smáatriðum. Síðan sagði hann
mér að rétta út handlegginn og
jafnframt endurtók hann stöðugt
að handleggurinn myndi stífna
meira og meira þar til svo væri
komið að ég gæti ekki beygt hann.
Ég var mjög vantrúaður á þetta
þar sem ég var með fullri meðvit-
und og í rauninni fannst mér að ég
væri alls ekki dáleiddur. Ég hafði
búist við að falla í „trans" og vita
hvorki í þennan heim né annan en
þess í stað var mér alveg ljóst
hvað var að gerast. Ég taldi því að
mér yrði ekki skotaskuld úr því að
beygja handlegginn, en þá gerðist
það ótrúlega að hann var blý-
fastur.
Ég skal játa að mér brá nokkuð
við þetta enda kom þetta mér
mjög á óvart og ég trúði því varla
að ég gæti ekki beygt handlegginn.
En hvernig sem ég reyndi virtist
það gjörsamlega ómögulegt.
Handleggurinn stóð stífur út í
loftið og honum varð ekki haggað.
Síðan losaði Frisenette mig úr
þessum viðjum og ég gat beygt
handlegginn eins og áður. Frisen-
ette lét mig nú hvílast um stund
því hann sá að mér var nokkuð
brugðið. Síðan lét hann mig reyna
að hella vatni á milli glasa sem
reyndist mér ómögulegt og loks
bað hann mig að opna munninn og
sagði að hvernig sem ég reyndi að
loka honum tækist það ekki. Þvert
á móti myndi hann opnast meir og
meir. Og það gekk eftir, — ég
reyndi að klemma saman skoltana
með öllum tiltækum ráðum en
þess í stað opnaðist munnur minn
meira og meira þar til Frisenette
skarst í leikinn.
Að láta dáleiða sig er vissulega
einkennileg reynsla en þó hafði ég
búist við öðru. Ég spurði því Fris-
enette hvort menn vissu alltaf af
flö ÞIONEER1B3
ÍÖVÉ9&
Svart/gyllta X-G línan
3»aara
Handleggurinn var stífur og honum varð ekki haggað.