Morgunblaðið - 09.03.1983, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.03.1983, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Eimskip fær nýjan Bakkafoss afhentan EIMSKIPAFÉLAG íslands mun um miðjan marzmánuð taka við nýju skipi, sem gefið hefur verið nafnið Bakkafoss, og mun skipið koma til landsins seinni hluta mánaðarins, samkvæmt upplýsing- um í fréttabréfi Eimskips. Bakkafoss, sem áður hér City of Oxford, er 1.599 brúttórúm- lesta gámaskip og er systurskip City of Hartlepool, sem félagið hefur á tímaleigu. Bakkafoss er leigður á svo- kallaðri þurrleigu til þriggja ára með kaupheimild, og kemur skipið í stað Mare Garant, sem verið hefur í Ameríkusiglingum að undanförnu. Skipstjóri verð- ur Þór Elísson og yfirvélstjóri Ásgeir Sigurjónsson. Rúmt ár er liðið síðan eldri Bakkafoss félagsins var seldur. Það skip var smíðað árið 1970 og gat flutt um 130 gámaeiningar. Eimskip keypti skipið árið 1974, en það var orðið of lítið og óhagkvæmt í rekstri. Staða þjóðarbúsins út á við 1970—1982 (meðalgengi hvers árs) f m. kr. Long crlcnd lán Stutt vöru- kaupalán o. fl ógrciddur Gjaldcyris- útflutningur staða Nettóstaða við útlönd Verg þjóðar- framlciðsla Slaða i hlutfalli við VÞF (%) Long Ncttó- crlcnd lán staóa Grciðslu- byrði 1 % af útfl - tekjum (1) (2) (3) (4) (5) (6) (7> (8) (9) 1970 -115.1 -172 7.6 32.6 -92.0 431.8 26.6 21.3 11.2 1971 -145.0 -19.0 7.0 47.8 -109.1 549.6 26.4 19.9 10,0 1972 -172.5 -20.1 10.6 55.3 -126.7 684.2 25.2 18.5 11.4 1973 -226.1 -34.2 21.8 67.0 -171.5 966.3 23.4 17.8 9.1 1974 -337.9 - 49.8 25.7 16.2 -345.9 1 410.8 23.9 24.5 11.2 1975 -672.8 -66.4 42.6 -30.4 -727.1 1 928.2 34.9 37.7 14.2 1976 -898.5 -97.5 59.9 -3.9 -940.0 2 659.6 33.8 35.3 13.8 1977 -1 205.5 -146.1 89.2 56.7 -I 205.8 3 814.8 31.6 31.6 13.7 1978 -1 944.3 -237.5 160.4 173.2 -1 848.2 5 776.0 33.7 32.0 13.1 1979 -2 909.5 -435.9 246.2 396.0 -2 703.2 8 460.0 34.4 32.0 12.8 1980 -4 617.1 -768.9 395.0 759.0 -4 232.0 13 288.0 34.7 31.8 14.1 1981 -7 527.0 -1 065.0 627.0 1 517.0 -6 448.0 20 534.0 36.7 31.4 16.4 19*42') -14 700.0 -2 100.0 960.0 1 260.0 -14 580.0 31 000.0 47.4 47.0 24.5 I) Bráðabirgdatölur Hcimild: Scðlabanki íslands Erlend lán: Greiðslubyrðin úr 16,4% 1981 í 24,5% árið 1982 Hlutfall langra erlendra lána af þjóðar- framleiðslu úr 36,7% í f TÖFLU þessari er stada þjóðar- búsins á árabilinu 1970—1982 rakin í stórum dráttum og er miðað við meðalgengi hvers árs. Töfluna er að finna í skýrslu um ríkisfjármálin 1982. Eins og glöggt má sjá á töflunni hefur staðan farið verulega versn- andi að ýmsu leyti. Nægir þar að nefna, að greiðslubyrði af erlend- um lánum í hlutfalli af útflutn- ingstekjum tók mikið stökk upp á við á síðasta ári, eða fór úr 16,4% í 24,5%. Hlutfall þetta var yfir- leitt á bilinu 10—14%, ef árið 1973 47,4% á síðasta ari er undanskilið, en þá var hlutfallið 9,1%. Þá má nefna, löng erlend lán, sem hlutfall af vergri þjóðar- framleiðslu. Það hlutfall tók mikið stökk upp á við á síðasta ári, þegar það komst í 47,4%, en hafði verið 36,7% árið 1981. Þetta hlutfall var framan af á bilinu 23—27%, en tók síðan smá kipp yfir 30% markið og fór hægt og sígandi í 36,7% á árinu 1981, en tók síðan umræddan kipp á síðasta ári. Er þetta hlutfall af mörgum talið vera komið að hættumörkum. „Tölvur og hugbúnaður“ er yfirskrift tölvusýningar Félags tölvunarfræðinema FÉLAG tölvunarfræðinema við Háskóla íslands hefur ákveðið að efna til tölvusýningar í Tónabæ helgina 18.—20. marz nk., og hefur sýningin fengið yfirskriftina „Tölvur og hugbúnaður", að sögn Ágústs Guðmundssonar og Snorra Guðmundssonar, sem unnið hafa að undirbúningi sýningarinnar. Þeir félagarnir sögðu að liðið væri nær eitt og hálft ár frá síð- ustu tölvusýningu, sem var sýn- ingin „Skrifstofa framtíðarinnar". „Það er því fyllilega kominn tími til að efna til annarrar sýningar, ekki síst með hliðsjón af þeirri öru þróun, sem á sér stað í tölvuheim- inum. Það er í raun bráðnauðsyn- legt til að geta fylgzt með,“ sögðu þeir félagar. „Á sýningunni, sem 12—13 stærstu tölvufyrirtæki landsins munu taka þátt í, verður lögð áherzla á að sýna hugbúnað fyrir íslenzkan markað, þ.e. kynnt verða sérstaklega íslenzk forrit, en þau erlend, sem eftir á að breyta, verða látin víkja. Það ætti því að skapast tækifæri til að skoða það nýjasta og áhugaverð- asta í þessum málum á sýning- unni,“ sögðu þeir Ágúst og Snorri. Sýningin verður opnuð föstu- daginn 18. marz nk. klukkan 16.00 og verður opið þann daginn til klukkan 22.00. Síðan verður sýn- ingin opin laugardag og sunnudag frá 13.00-22.00. Boeing hefur ákveðið að hætta framleiðslu á 727 Arftakinn, 757, er mun eyðslugrennri og tæknilega fullkomnari BOEING-flugvélaverksmiðjurnar bandarísku, sem eru þær stærstu í heimi, hafa ákveðið að hætta fram- lciðslu á Boeing-727 vélunum, sem AÐALFUNDUR Eimskipafélags fs- lands verður haldinn í Súlnasal Hót- el Sögu mánudaginn 21. marz nk. og hefst klukkan 14.00 samkvæmt upp- lýsingum í frétUbréfi Eimskips. Á dagskrá aðalfundarins eru venj- uleg aðalfundarstörf samkvæmt lög- um félagsins. Þá er tillaga um út- gáfu jöfnunarhlutabréfa, aukningu hlutafjár og innköllun eldri hluta- bréfa. Þá verður liður um önnur mál. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu eru mest seldu flugvélar fyrr og síð- ar. „Tæknin hefur einfaldlega yfir- bugað þessa framleiðslu," sagði tals- maður fyrirtækisins á dögunum, vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngu- miðar að aðalfundinum verða af- hentir hluthöfum og umboðs- mönnum þeirra á skrifstofu fé- lagsins frá 14. marz. Á síðasta ári varð nokkur sam- dráttur í flutningum Eimskips, aðallega þó í útflutningi, vegna minnkandi útflutnings á sjávaraf- urðum. Heildarsamdráttur flutn- inga var um 12%. þegar þessi ákvörðun var kynnt blaðamönnura. Boeing tekur ekki við fleiri pöntunum, og síðustu vélarnar verða afhentar nýjum eigendum í september 1984. Þá verður vænt- anlega búið að framleiða um 1.832 vélar og hefur ekki verið framleitt meira af neinni farþegaþotu nú- tímans og hafa vélarnar reynzt frábærlega vel. Boeing-727 vélarnar voru fyrst kynntar árið 1963 og mest var pantað á einu ári, 1965, þegar fé- lagið fékk 193 pantanir. Á síðasta ári voru pantanir svo komnar niður í 11, enda Boeing-fyrirtækið þá búið að kynna arftaka Boeing 727, sem hefur hlotið nafnið Boeing-757. Talsmaður Boeing sagði, að Boeing 757 væri mun eyðslugrennri en Boeing 727, auk þess sem hún væri að sjálfsögðu öll mun fullkomnari tæknilega og þyrftu ekki nema tveir menn að stjórna henni í stað þriggja áður. Talsmaður Boeing sagði að fyrirtækismenn væru sannfærðir um að Boeing 757 og reyndar Boeing-767 myndu seljast mun meira en Boeing 727, þar sem þar færu mun fullkomnari og hlut- fallslega ódýrari vélar. Aukin viðskipti Japana og Kín- verja á árinu JAPÖNSK stjórnvöld lýstu því nýverið yfir, að útflutningur Jap- ana til Kína myndi aukast á þessu ári, en ekki væri ljóst hversu mikið. Sömuleiðis myndu Japanir kaupa meira af Kínverj- um á þessu ári en því síðasta. Gjaldþrotum fjölgaði um 30% í Kanada í janúarmánuði GJALDÞROTUM fjölgaði um lið- lega 30% í janúarmánuði sl. í Kanada samkvæmt upplýsingum þarlendra yfirvalda. Alls var um 3.367 gjaldþrot vitað, borið saman við 2.601 gjaldþrot í janúarmánuði í fyrra. Gjaldþrot einstaklinga voru samtals 2.539, borið saman við 1.842 á árinu 1982, eða fjölgaði um 38% og gjaldþrot fyrirtækja voru 828, eða hafði fjölgað úr 759, eða um 9,1%. Aðalfundiir Eimskips verður 21. marz nk. Um 12% samdráttur heildarflutninga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.