Morgunblaðið - 09.03.1983, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983
43
í grein Ingólfs Skúlasonar segir: „Alþingismenn töldu að ráðherrar, þing-
menn og opinberir starfsmenn hefðu ámóta áhrif og ættu svipaðan þátt í
ákvörðun. En opinberir starfsmenn töldu, að ráðherra hefði mest áhrif, en
þingmenn og opinberir starfsmenn hefðu svipuð áhrif á ákvörðunina.“
greina. í þessu sambandi hefðu
niðurstöður vandaðrar kostnaðar-
nytjagreiningar verið athyglis-
verðar.
Annað dæmi um ákvörðun um
fjárfestingu eru kaup Landhelg-
isgæslunnar á TF-SIF. Ferill
þeirra kaupa var mjög umdeildur
og kaupin voru knúin fram af mik-
illi snilld. Ýmsum bolabrögðum
var beitt gagnvart fjárveitinga-
valdinu, til að vélin yrði keypt, en
þó var gerð kostnaðarnytjagrein-
ing á því, hvaða vél hentaði best.
Þetta er merkilegt samband
óæskilegra og æskilegra vinnu-
bragða.
í samtali við forstöðumenn
stofnana kom fram nokkur
óánægja með störf alþingis við
fjárveitingar. Einn þeirra nefndi
sem dæmi að stofnun hans hefði
nauðsynlega þurft að kaupa
ákveðin tæki vegna starfsemi
sinnar. Yfirmenn hans hefðu sam-
þykkt kaupin, og beðið hefði verið
um ákveðna upphæð í þessu skyni.
Umrædd tæki kostuðu um 80.000
kr., en þegar fjárlög höfðu verið
samþykkt, vr einungis veitt 60.000
kr. til tækjakaupanna. í þessu til-
viki var þá ekki hægt að kaupa
tækin samkvæmt fjárlögum, en
hann brá á það ráð að kaupa tæk-
in þrátt fyrir það og lét „senda"
reikninginn.
Það virðist vera talsverð til-
hneiging hjá þingmönnum til að
dreifa fjárveitingum á fjölda at-
riða, sem þýðir oft á tíðum að
framkvæmdir dragast á langinn
og verða óhagkvæmari en annars.
Áætlunum er breytt og fjármagni
til fjárfestingar er dreift í því
skyni að viðurkenna hugmyndir,
gefa ákveðnum hugmyndum
möguleika og til að tjá mikilvægi
hugmynda, þ.e. að láta sem flesta
fá eitthvað.
verkið fékk góða dóma og þegar
Williams tefldi fram „A street-
car named desire" tveimur árum
síðar, var hann orðinn heims-
frægur. Það verk hefur hlotið ís-
lenska þýðingu og heitir „Spor-
vagninn girnd“. Fleiri urðu
heimsfrægir á þessu verki, það
varð einnig hinn ungi og óþekkti
leikari sem fór með aðalhlut-
verkið, Marlon Brando.
Næstu tíu árin eða lengur leið
varla það ár á Broadway að ekki
væri sýnt nýtt geysivinsælt leik-
rit eftir Williams, „Cat on a hot
tin roof“, „The rose tatoo“ og
fleiri mætti nefna og úr flestum
voru gerðar kvikmyndir í Holly-
wood með frægum leikurum.
En eftir Sporvagninn fór strax
að halla undan fæti, aldrei aftur
náði Williams jafn góðri blöndu
af ljóðrænum og melódramatísk-
um þáttum sem jafnan skipuðu
öndvegi í verkum hans. Verkin á
eftir „Sporvagninum" voru mjög
góð framan af, það er alltaf erf-
itt að fylgja eftir meistaraverki,
en svo komu verkin „Last Sum-
mer“ og „Baby Doll“, og þau voru
gagnrýnd harðlega fyrir klæmni.
Williams gerði verkin fyrst og
fremst til kvikmyndagerðar og
umtalið varð einungis til að auka
aðsóknina.
En Williams var greinilega
kominn inn á nýjar brautir.
Hann var mjög frægur, skipaði
háan sess í samkvæmislífinu og
var iðulega í slúðurdálkunum.
Leikkonur á borð við Vivian
Leigh, Anna Magnani og Bette
Davis vildu ólmar fá að spjara
sig í kvenhlutverkum Williams
sem þóttu sérstaklega mikil-
fengleg.
En þó Williams tæki þátt í
dansinum af miklum krafti, virt-
ist hann þola það illa. Þegar
leikhúsin á Broadway fóru síðan
smám saman að hafna verkum
hans fór hann að ráða minna við
sinnið. Það varð eins og verkin
hans fram að því, rambaði á
milli þunglyndis og gleði. Hann
ritaði verkið „The milktrain
doesn't stop here anymore"
horfði upp á það koðna niður,
endurskrifaði það án þess að
breytti nokkru um viðtökurnar,
fékk taugaáfall og hóf lyfja-
neyslu. Hann reyndi að komast á'
blað á ný með því að rita mjög
opinskáar æfiminningar og tí-
undaði í þeim kynvillutilhneig-
ingar sínar. Ekkert gekk.
Bestu verk Tennessee Willi-
ams þóttu, og þykja, frábær. En
hann var talandi dæmi um bylt-
ingarmanninn sem skilinn er
eftir af þeim sem hann hvatti til
dáða á sínum tíma og dreif með
sér í nýrri stefnu. Leiðtoginn
sem ruddi brautina, en svo komu
aðrir og sögðu: „Nú skal ég, nú
get ést*1*
(Byggt á NY Times, AP
og fleiru.)
Svo virðist sem nokkurt aðhald
skorti í ákvörðunartöku, ef gæta á
hagsmuna heildarinnar og stefna
að hámörkun þeirra. Áðurnefnd-
um lögum um opinberar fram-
kvæmdir var að nokkru ætlað að
gegna því hlutverki, m.a. með
ákvæðum um skilamat. í skila-
mati skal gerð grein fyrir því,
hvernig framkvæmdir hafa tekist
miðað við áætlun og hliðstæðar
framkvæmdir. Talsverður mis-
brestur mun vera á, að það sé gert,
þó lög mæli fyrir um að það sé
gert. Svo virðist sem stjórnmála-
legan vilja skorti til að matið sé
framkvæmt, en ekki er ljóst, hvort
lögin eru sniðgengin á einhvern
hátt, eða hvort um lögbrot er að
ræða. Skilamat hlýtur að vera
mikilvægur þáttur í traustri
ákvörðunartöku stjórnmálamanna
og lykill þess, að hægt sé að forð-
ast endurtekningu ef mistök
verða. Einnig er það grundvöllur
þess, að hægt sé að kalla til
ábyrgðar þá sem að óvandaðri
ákvörðunartöku standa. Ábyrgð er
einn sá þáttur sem hvað best
tryggir vönduð vinnubrögð, og er í
eðlilegu sambandi við alla ákvörð-
unartöku. Annað atriði, ekki síður
mikilvægt, er athugun á því,
hvernig áætlanir hafi staðist og
hvernig megi bæta úr í áætlana-
gerðinni, sem liggur til grund-
vallar ákvörðuninni.
f fyrrgreindri athugun kemur
fram mismunur á áliti þingmanna
og opinberra starfsmanna á þýð-
ingu kunningskapar í ákvarðana-
töku. Það var áberandi, hversu
þingmenn töldu að kunningskapur
hefði mikil áhrif, og jafnframt, að
opinberir starfsmenn töldu hann
áhrifalítinn. Þingmenn töldu að
menn leituðu jafnvel fremur til
þingmanna sem þeir könnuðust
við, en að flokkaskipan skipti
máli, þó að algengast væri að
þetta færi saman. Það er þó erfitt
að greina áhrif kunningskapar frá
áhrifum þrýstihópa, þar sem full-
trúar þrýstihópa eru oft góðir
kunningjar ákveðinna þingmanna,
sem þeir hafa þá oftast samband
við. Þingmenn töldu að almennt
væri mjög auðvelt að komast í
samband við þá, og gæti svo að
segja hver sem væri náð tali af
þeim, en aðilar reyndu yfirleitt að
hafa samband við nokkra þing-
menn, þegar reyna ætti að hafa
áhrif á ákveðið mál, oft í tengslum
við kunningskap.
Bæði þingmenn og opinberir
starfsmenn voru sammála um
mikil áhrif frá afstöðu kjósenda
og almenningsáliti. Þegar leitað
var eftir svörum um, hvar afstaða
kjósenda og almenningsálit kæmi
helst fram, kom í ljós, að fjölmiðl-
ar hefðu mikið að segja, en oft
yrðu menn að meta slíkt sjálfir, en
einnig höfðu menn nokkurt álit á
þeim skoðanakönnunum sem gerð-
ar hafa verið í seinni tíð. Sumir
töldu að virkja mætti skoðana-
kannanir frekar en gert hefur ver-
ið í því skyni að meta frekar al-
menningsálitið, þó fara yrði var-
lega í þessu efni. Hins vegar komu
í ljós efasemdir um, að þorri fólks
hefði aðstöðu eða getu til að gera
sér grein fyrir heildarmynd
ákveðinna mála, og talið var að
þröngsýni gæti gætt í einstökum
málum.
Ýmis stjórnmálaáróður er til
þess fallinn að skapa tiltekin við-
horf og jafnvel að villa fólki sýn
og að móta almenningsálit sem
hliðhollt er tilteknum málstað.
Afstaða kjósenda er þó í öllum til-
fellum mikilvæg með tilliti til
stöðu stjórnmálamanna í kosning-
um, og viðleitnin er því ýmist í þá
átt að móta það eða að leita sam-
ræmis við það. Ákvarðanataka er
því gjarnan í samræmi við þetta
álit og afstöðu, þótt ekki sé það
einhlítt.
Fleiri atriði mætti benda á sem
áhrifaþætti á ákvarðanatöku í
stjórnmálum, en í fyrrgreindri at-
hugun komu ofangreind atriði
sterkast fram. Hér er um að ræða
geysilega spennandi viðfangsefni,
og verður fróðlegt að fylgjast með
frekari athugunum á því.
RAWLPLUG
Allar skrúfur,
múrfestingar,
draghnoð og
skotnaglar
fmm
'tn—iin* «. .-.-
V---' pSST
g SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR
SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033