Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983
45
undir skýrslu þessari. Vill nú ekki
Morgunblaðið upplýsa landsmenn
með því að birta myndir af alnöfn-
unum báðum, Gunnari Thorodd-
sen forsætisráðherra og Gunnari
Thoroddsen formanni stjórn-
arskrárnefndar?
Börnin taka völdin
Ein er sú grein sem margir láta
líta svo út að sé sjálfsögð og verði
að vera samþykkt fyrir þingrof í
vor. Hún er um lækkun kosninga-
aldurs úr 20 í 18 ár. Ég er sann-
færður um, að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem nú eru á
aldrinum 18 og 19 ára telur sig
ekki hafa mótað sér nógu ákveðn-
ar skoðanir til þess að geta greitt
atkvæði í þingkosningum. Nefndin
hefur, þrátt fyrir langan starfs-
feril, ekki látið gera neina könnun
á þessu fremur en öðru. Hvers
vegna þarf að þröngva upp á fólk
réttindum sem það ekki vill?
Nefndarmenn virðast því ætla að
feta í óheillaspor „frændþjóða" á
þessu sviði sem öðru. Ef eitthvað
gildir í útlöndum, þá er sjálfsagt
að apa það eftir er viðkvæðið nú
sem fyrr. Og hafa menn hugleitt
að í kjölfar lækkaðs kosningaald-
urs kemur lækkaður áfengisaldur?
Ekki að það skipti sköpum fyrir
fólk á aldrinum 18—19 ára, heldur
fara óðum að hægjast heimatökin
hjá grunnskólaunglingum að
verða sér úti um dreitil. Það hygg
ég að yrðu varanlegust áhrif þess-
arar vanhugsuðu breytingar á
kosningaaldri, en kannski ástand-
ið sé orðið svo slæmt að þetta
breyti engu. Og ekki verður séð að
hér vaki neitt fyrir stjórnarskrár-
nefnd annað en skinhelgi ein, því
kjörgengi til forseta er látið hald-
ast óbreytt við 35 ár. Þannig er til
dæmis enginn úr þingflokki
Bandalags jafnaðarmanna kjör-
gengur til forseta. Hvað er það
sem gerir menn hæfa til þess að
gegna embætti ráðherra, en ekki
embætti forseta? Vænti ég þess að
þingmenn láti ekki óþolinmóða
framagosa úr flokkum sinum villa
sér sýn í þessu máli.
Enginn má breyta
neinu nema við
Hér á undan hefur verð minnzt
á það, sem margir segja helztu
ástæðu fyrir tillögum um breyt-
ingar á stjórnarskrá nú, að menn
vilji reisa sér ævarandi minnis-
varða. Raunar ætti þeim sem lesið
hafa tillögurnar að vera ljóst að
heldur verður sá minnisvarði lítill
og ómerkilegur. Ekki er þó þar
með sagt, að hann sé ekki vel við
almennings, að Alþingi sé svo best
skipað að það sé nokkurs konar
samnefnari mannfélagsins bæði
hvað menntun og reynslu snertir í
hinum ýmsu greinum þjóðfélags-
ins. Þeir sem þessa skoðun hafa
eiga ábyggilega eftir að verða
fyrir vonbrigðum á næstu árum,
ef svo heldur sem horfir með skip-
an Alþingis. í þessu sambandi er
manni ofarlega í huga, hversu
hörmulega konum gengur á hinum
pólitíska vettvangi hér á landi. Á
því fyrirbæri kann ég enga skýr-
ingu og hef enga patentlausn, þó
finnst mér að sökin sé mikið
þeirra og þær verði fyrst og
fremst sjálfar að leysa vandamál-
ið. Hin svokölluðu kvennaframboð
held ég að séu hreint víxlspor, sem
að sjálfsögðu leysir engan vanda.
Mér finnst eðlilegt að íslenskar
konur kynni sér betur starfsað-
ferðir kynsystra sinna erlendis,
sem náð hafa margföldum árangri
á við þær á hinum pólitíska vett-
vangi. En nóg um það.
Það má ljóst vera að þótt þing-
mannatala dreifbýliskjördæm-
anna sé fallandi, þá á fólkið í þeim
kjördæmum það ennþá nokkuð
undir sjálfu sér, hver áhrif þess
verða á Alþingi. Þrátt fyrir það
finnst mér tími til kominn að fólk
út um land leiti eftir meira valdi f
sérmálum sínum. Hvort okkur
verður betur stjórnað eftir jöfnun
kosningaréttarins veit ég ekki, en
held að það hljóti sem áður að
fara eftir því, hverjir veljast til
þingsetu.
I.axainýri, 23. febrúar 1983.
Vigfús B. Jónsson.
hæfi. Attugasta og þriðja grein
tillagna nefndarinnar skýtur stoð-
um undur minnisvarðakenning-
una. Þar er lagt til að um sér-
hverja breytingu á stjórnar-
skránni skuli fara fram þjóðar-
atkvæðagreiðsla. Þetta á þó ekki
við um tillögur núverandi nefndar,
heldur einungis um þær tillögur
sem seinna kunna að vera sam-
þykktar. Hér er með öðrum orðum
verið að gera breytingar á stjórn-
arskránni í framtíðinni mun erfið-
ari en nú. Ekki fæ ég séð með
hvaða rétti Alþingi getur sam-
þykkt slíka grein. Lítill hópur, þ.e.
einfaldur meirihluti Alþingis,
gæti samkvæmt þessu sett stjórn-
arskrá án beins samþykkis kjós-
enda, en ekki má breyta henni
nema með samþykki meirihluta
kjósenda. Ef slíkt fær staðizt,
mætti þá ekki alveg eins ákveða að
stjórnarskránni verði ekki breytt
nema með samþykki allra kjós-
enda? Mér virðist að þar sem lýð-
ræði ríkir, sé ekki hægt að setja
lög sem ekki má breyta nema með
auknum meirihluta (eða í þessu
tilfelli meirihluta kjósenda) nema
með samþykki jafnstórs meiri-
hluta (hér meirihluta kjósenda).
Vilji menn endilega setja slíka
grein í stjórnarskrá, verður sam-
kvæmt leikregium lýðræðisins að
leggja tillögurnar undir þjóðar-
atkvæði. En hér virðist hugsunin
vera eins og víða annars staðar ít
tillögum nefndarformanns: Besta
stjórnarformið er að ég ráði öllu,
en þegar því sleppir er lýðræðið
kannski skást.
Ármann snýr aftur
Ein síðasta grein tillagna
'nefndarinnar fjallar um kosningu
svonefnds ármanns Alþingis.
Hlutverk ármannsins á að vera að
gæta réttar óbreyttra borgara
gagnvart kerfinu. Heldur virðist
það skjóta skökku við að vilja ein-
falda mönnum viðskipti við
stjórnkerfið með því að stækka
það.
En rökfimin virðist sízt hafa
háð nefndarmönnum hér fremur
en víðar. Burtséð frá því að engin
þörf virðist á slíkum fulltrúa í
stjórnarskrá, heldur ætti fremur
að kosta kapps að einfalda stjórn-
arfarið og setja varnagla til þess
að gæta réttar almennings, hljóm-
ar stöðuheiti fulltrúans heldur til-
gerðarlega. Að vísu ber heitið ár-
maður Alþingis brageyra nefnd-
armanna fagurt vitni, en spurn-
ingar vakna um hvaðan nafngiftin
sé komin. Því er fljótsvarað. Hér
mun vera vísað til Armanns á Al-
þingi, tímarits Baldvins Einars-
sonar. Ármann þessi var ævaforn
bergþurs er ræddi við menn um
landsins gagn og nauðsynjar.
Skyldi þarna leynast minnisvarð-
inn óbrotgjarni, listilega falinn?
Sú spurning vaknar þó hvaða
skyldur nútímamenn eigi við
Ármann þennan. Eitt af yfirlýst-
um markmiðum nefndarinnar er
að færa málfar í nútímalegri bún-
ing. Væri þá ekki eðlilegra að
nefna þennan tengilið þjóðarinnar
við kerfið Albert Alþingis?
Benedikt Jóhannesson
FUOT
KRAFTUR
m
I
Nýi flotteinninn frá Hampiðjunni heítir KRAFTFLOT.
Fléttuð er kápa úr kraftþræðí
utan um flotköggla, bæði kúlur og sívalninga.
Um tvær gerðir Kraftflots er því að velja.
Teinninn er lipur í notkun,
hann hringast vel vegna Iögunar flotanna og þolir
allt að 250 faðma dýpi.
Uppdríf hans er 5-6 kg og slitstyrkur 3 tonn*.
*Við hvetjum menn þó eindregið til að
hlífa teininum við svo miklum átökum, því annars
geta flotin aflagast og misst við það nokkuð af flothæfi sínu.
HAMPIÐJAN