Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983
47
Von um sigur er bundin
við að smitberum fækki
— eftir Halldór
Kristjánsson
Umræða sú um áfengismál sem
SÁÁ hefur komið af stað í Morg-
unblaðinu er harla gagnleg. Þessi
mál ber að ræða af alvöru. Eg mun
ekki ræða hér hvort alkóhólismi sé
sjúkdómur eða ekki. Karp um það
getur orðið fánýtt. Hitt vitum við
að það er rétt sem Þórarinn Tyrf-
ingsson læknir sagði í Mbl. um
daginn: „Sá sem aldrei neytir
áfengis verður ekki alkóhólisti."
Þess vegna er það bull að hver
sem er geti orðið alkóhólisti. Það
verður enginn nema hann leggi sig
í þá áhættu að venja sig á neyslu
áfengis. Og þess þarf enginn.
Menn eru mjög á villigötum ef
þeir halda að ekkert illt hljótist af
áfengisneyslu annarra en alkóhól-
ista. Það mun sönnu nær að drjúg-
um meira sé það ólán sem hlýst af
drykkju annarra. Dæmi þess ætti
ekki að þurfa að nefna sérstak-
lega.
Menn finna til með ofdrykkju-
manninum og margir þeirra eru
svo brjóstumkennanlegir að
mannleg eymd verður naumast
átakanlegri annars staðar. En er
sá ekki aumkunarverður sem á
gáleysisstund ölvunar veldur
óbætanlegu slysi? Þarf nokkra
upptalningu hér?
Hvað sem um alkóhólisma er að
segja, skulu menn varast að
ímynda sér að það sé ekki nema
hluti mannfólksins sem hafi
ástæðu til að varast áfengi, — ein-
hver minnihluti, sem beri í sér
meðfæddan sjúkdóm.
Sérstök ástæða er til að minna á
grein Skúla borgarlæknis nýlega
þar sem hann ræðir um linnulaus-
ar umsóknir um dvöl á meðferð-
Halldór Kristjánsson
„Menn eru mjög á villigöt-
um ef þeir halda að ekkert
illt hljótist af áfengisneyslu
annarra en alkóhólista. Það
mun sönnu nær að drjúgum
meira sé það ólán sem hlýst
af drykkju annarra.“
arstofnunum drykkjumanna. Nið-
urstaða hans er sú að sennilega
bætist árlega við þúsund nýir
alkóhólistar hér á landi.
Það má eflaust deila um tölur,
en hitt er víst, að meðan óbreyttir
drykkjusiðir haldast, bætast
hundruð manna árlega við þann
hóp sem hjálpar þarf vegna áfeng-
isástríðu. Aldrei hefur biðlistinn
verið lengri en nú eftir 6 ára starf
SÁÁ. Hér er ekki nema eitt ráð til
varnar. Það er að breyta drykkju-
siðunum, drekka minna. Hætta að
drekka.
Þetta er augljós staðreynd sem
ætti að vera öllum ljós og hafin
yfir allan ágreining.
En tölum ögn meira um sjúk-
dóma. Við erum stolt og glöð yfir
þeim sigrum sem unnir hafa verið
yfir berklaveikinni. Það er til
fyrirmyndar.
Það voru byggð berklahæli
sunnan lands og norðan. Þar
fengu menn hjúkrun og aðhlynn-
ingu og margir bata. En þetta
þótti ekki nóg. Það var heidur ekki
nóg. Hælin stóðu alltaf full og
voru orðin fjögur eða fimm.
Þá var farið að kanna hverjir
væru smitaðir og hverjir væru
smitberar. Sóknin beindist eink-
um að þvf að fólk smitaðist ekki.
Og þá var sigur unninn.
Hvað myndu læknar álíta um
árangur í baráttunni við berkla-
veikina ef fólk með smitandi
berkla hefði unnið í öllum skólum
og á öllum barnaheimilum?
Við getum líka nefnt taugaveiki.
Hún gaus upp hér og þar og var
hættuleg. Lengi vel var mönnum
þetta ráðgáta og ímynduðu sér að
sýkillinn lifði áratugum saman í
jörðu og því var reynt að setja
uppkomu veikinnar í samband við
jarðrask. Svo varð mönnum ljóst
að til voru sýkilberar sem aldrei
kenndu sér neins af taugaveiki en
sýktu aðra.
Og hvað var þá gert?
Smitberarnir voru gripnir hvar
sem þeir fundust og einangraðir.
Dæmi voru þess að þeir væru ár-
um saman geymdir á sjúkrahúsi
þar sem þeir biðu dauða síns.
Ekki veit ég hvort einhverjum
þeirra datt í hug að mögla og segj-
ast vera betur gerðir en aumingj-
arnir sem ekki þyldu að fá tauga-
veikisýkilinn í sig.
Þarna sjáum við hvernig unnið
er þegar mönnum er alvara.
Breyttir þjóðfélagshættir valda
því að nú er hættulegra en nokkru
sinni fyrr að venjast áfengi. Það
er vegna þess að tilefni og tæki-
færi eru miklu fleiri en áður var.
Fjöldi frídaga, meiri fjárráð, auk-
ið þéttbýli og greiðari samgöngur
valda því. Maður fær 30 gesti, tek-
ur þeim vel og veitir þeim áfengi.
En gjöf skal gjaldast og þegar
hann heimsækir þessa vini sína
finnst þeim sómi sinn liggja við að
veita eins vel og hann. Endur-
gjaldið er því 30 samkvæmi með
áfengi.
Hér við bætist að unglingar fara
fyrr en áður að temja sér hætti
fullorðinna. Því heyrist oft frá
þeim að þeir krefjist skemmti-
staða þar sem þeir séu frjálsir að
því að neyta áfengis að vild sinni.
Þeir vilja veitingastaði eins og
pabbi og mamma.
Baráttan við áfengissýkina
heldur áfram. Hælin fyllast, eins
og berklahælin forðum, meðan
þúsund nýir þurfa hælisvistar á
hverju ári. Von um sigur er bund-
in við það að smitberunum fækki.
Hvenær verður það?
Hér skal engu spáð um framtíð-
ina. Hins vegar skal reynt að
halda í þá von að þeim fjölgi sem
vinna að þessum málum af fullum
heilindum. Það er tvöfeldni að
um samtímis því að reynt er að
sýkja sem flesta. Skiljanlegt kann
að vera að menn reyni að friða
samvisku sína með því að styðja
hæli fyrir þá sem þeir smita af
alkóhólismanum, en slík vinnu-
brögð eru tvöfeldni og óheilindi ef
miðað er við þjónustu við heilbrigt
líf.
Er það ekki heilbrigt líf sem við
viljum sækjast eftir og vinna
fyrir?
Stjórnmálafélög Önundarfjarðar:
Mótmæla hugmyndum
um jafnt vægi atkvæða
Flateyri, 6. mars.
SíTJORNIR félaga allra stjórnmála-
flokka í Önundarfirði geróu eftirfar-
andi ályktun 6. marz sl.:
Hafna framlögðu frumvarpi
til stjórnskipunarlaga, sem nú liggur
fyrir Alþingi, í núverandi formi.
— Mótmæla hugmyndum um
jafnt vægi atkvæða, þar sem enn-
fremur ber að líta á jafnt vægi
byggða.
— Benda á að misvægi atkvæða
réttlætist m.a. af því að stefnumörk-
un og undirbúningur lagasetningar
fer iðulega fram utan þingsala, þar
sem áhrifavald íbúanna í nágrenni
Alþingis er sterkur þáttur.
— Telja forsendur fyrir aukinni
valddreifingu óundirbúna og ómót-
aða, og aðeins setta fram til að reyna
að sætta dreifbýlisfólk við réttinda-
skerðingu.
— Fallast á breytta reglu við út-
hlutun þingsæta I kjördæmum, en
telja höfuðatriði að hvert kjördæmi
ráði að fullu kjöri sinna fulltrúa.
— Vara við því að frekari sam-
þjöppun valds á suðvesturhorninu
leiði til óeiningar, sem valda mun
óbætanlegum skaða.
— Skora á Vestfirðinga og dreif-
býlisfólk víða um land að snúast til
varnar gegn frekari réttindaskerð-
ingu með fundarsamþykktum og
fleiri aðgerðum.
— Skora á alla þingmenn að fella
frumvarpið. Stöndum vörð um þjóð-
ríkið ísland.“
Undir þetta rita stjórn Alþýðu-
bandalagsins Önundarfirði, stjórn
A lþýðuflokksfélags önuodarfj arðar,
stjórn Framsóknarfélags Önund-
arfjarðar og stjórn Sjálfstæðisfélags
Önundarfj arðar.
EFG
íslendingar sigur-
sælir í Finnlandi
Skák
Karl Þorsteins
í borginni Turku-Ábo í Finn-
landi var haldið dagana 18.—21.
febrúar sl. norrænt skólaskák-
meistaramót.
Keppendum var skipt niður í
flokka eftir aldri og mátti hver
þjóð senda tvo þátttakendur í
hvern flokk. íslendingar fylltu
sinn kvóta og sendu 10 þátttak-
endur auk Olafs H. ólafssonar
sem var fararstjóri. 10 þátttak-
endur tefldu i hverjum flokki og
voru tefldar 6 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Tímatakmörk
voru 1% klst. á 40 leiki og hálf-
tími til að klára. Er skemmst frá
því að segja að íslendingarnir
urðu mjög sigursælir á mótinu
og hlutu sigurvegara í tveim
flokkum auk þess sem þrir
þeirra hrepptu annað sætið i
flokkum sínum. Samanlagt
hlutu íslensku keppendurnir
einnig langflesta vinninga allra
þjóðanna svo yfir nógu er að
gleðjast. En víkjum þá að úrslit-
unum:
A-flokkur (17—20 ára)
Karl l>orsteiii8 5 v. af 6 mögulegum
Klvar (lUAmundsNon 412 v.
Jan Nielsen Danmörk 3'/i v.
B-flokkur (15—16 ára)
llenrik Danielsen Danmörk 5 v.
Ilalldór G. Einarsson 4''i v.
Stefan Sanden Svíþjód 3'/2 v. (19,5 stig)
Arnór Björnsson 3Vi v. (17,5)
(-flokkur (13—14 ára)
Kikhard Winsnes Svíþjóð 4'/2 v. (17,5)
Lars Bo Hanssen Svíþjóð 4' j v. (16,5)
Davíó Ólafsson 3Vi v.
hröstur hórhallsson 3 v.
D-flokkur (11—12 ára)
Jan Snrensen Danmörk 4' 2 v. (18,0)
Joni Andersson Svíþjóó 4'/2 v. (17,5)
Magnús Örnólfsson 2'/2 v.
Arnaldur Loftsson 2 v.
K flokkur (10 ára og yngri)
llannes H. Stefánsson 6 v.
I'röstur Árnason 5 v.
Gabriel Bakk Svíþjóó 3'/i v.
í A-riðli var keppnin um efsta
sætið hálfgert einvígi á milli
okkar Elvars. Ég byrjaði með
tapi í fyrstu umferð gegn
Ohlsson frá Svíþjóð og var ætíð
spölkorn á eftir Elvari uns við
mættumst í næstsíðustu umferð.
Þá lagði ég hann að velli og
tryggði mér efsta sætið með
vinningi yfir Alm (Svíþjóð) í síð-
ustu umferð. Elvar mátti bíta i
það súra epli að hljóta annað
sætið eftir að hafa haldið forust-
unni framan af.
Daninn Danielsen vann B-riðil
all ósannfærandi. T.d. felldi
hann Arnór á tíma í dauðri jafn-
teflisstöðu, auk þess sem heppn-
isstimpill var yfir sigri hans
gegn Halldóri. Halldór hélt uppi
sóma íslands í þessum riðli með
að hreppa annað sætið. Hann
tapaði aðeins fyrir baunanum og
gerði jafntefli við Arnór en vann
aðra. í skákum hans fór yfirleitt
allt í háaloft og var undarlegt að
ef hann fékk verri stöðu út úr
byrjuninni vann hann ætíð en
náði annars aðeins jafntefli eða
tapaði. Arnór lenti í 3.-5. sæti
og er það viðunandi árangur ef
tekið er tillit til óheppni hans í
skákinni við Danielsen.
Sigurvegari í C-riðli varð
Winsnes frá Svíþjóð. Davíð
Ólafsson varð þriðji og fékk 3'/2
vinning. Þresti Þórhallssyni
tókst ekki að endurtaka afrek
sitt frá í fyrra er hann sigraði í
D-flokki og hlaut nú 3 vinninga.
íslensku keppendunum í
D-riðli tókst aldrei að blanda sér
í toppbaráttuna enda við ofurefli
að etja. Magnús hreppti að lok-
um 2% vinning en Arnaldur
hlaut 2 vinninga.
í E-riðli sýndi Hannes fá-
dæma öryggi og vann allar skák-
ir sínar sex að tölu, sá eini í öllu
mótinu. Yfirspilaði hann oft
andstæðinga sína eftir öllum
kúnstarinnar reglum og þarfn-
ast nú aðeins tækifæra til að
tefla við sterkari menn. Þröstur
lenti í öðru sæti vinningi á eftir
Hannesi. Hann er greinilega
einnig mikið efni, en full fljótfær
t.d. í skák sinni við Hannes, er
Karl Þorsteins
hann fórnaði manni á rangan
hátt og tapaði.
Að lokum koma lítil sýnishorn
af taflmennsku sigurvegaranna.
Hvítt: Karl Þorsteins
Svart: J. Hvamme Noregi
Sikileyjarvörn
I. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
Bb4?! (Öruggari leikur er 5. —
d6.) 6. e5 — Rd5, 7. Bd2 — Rxc3,
8. bxc3 — Be7, 9. Dg4 ( í stað
peðaveikleika á drottningar-
væng hefur hvítur góð sóknar-
færi á kóngsvæng og verður því
að tefla hvasst.) 9. — 0-0,10. Bd3
(Svartur hefur ágæt færi fyrir
skiptamuninn eftir 10: Bh6 — g6,
II. Bxf8 - Bxf8.) 10. - f5?! (10.
- d6.) 11. exf6 — Bxf6, 12. Rf3!
(Svartur má ekki fá tækifæri til
að ná miðborðinu með 12. — e5
og 13. - d5.) 12. - e5,13. Rg5 -
e4?? (Besti leikur svarts hefði
verið 13. — h6 þó hvítur standi
mun betur eftir 14. Rh7! í stað-
inn misreiknar hann sig illilega.)
14. Dxe4! (Svarti varð nú ljóst að
hann tapar drottningunni eða
verður mát eftir 14. — He8, 15.
Bc4+ — Kf8, 16. Rxg7++ eða 15.
— Kh8,16. Rf7 - Kg8,17. Rxd8+
Hann reyndi því í staðinn:) 14.
— g6, 15. Rh7 og svartur gafst
upp. Hann verður að minnsta
kosti þrem peðum undir.
Hvítt: Hannes H. Stefánsson
Svart: Kjeil Simonsen Noregi
Phildor-vörn
1. e4 — e5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — g6 (Leikaðferð
sem Larsen hefur oft notað.) 5.
Bc4 — Bg7, 6. 04) — Rf6, 7. Rc3 —
0-0, 8. f4 (8. Be3 ásamt 9. f3 kom
einnig vel til greina.) 8. — c5?
(Svartur tapar nú d6-peðinu að
óþörfu. Traustur leikur og góður
var 8. — Rc6.) 9. Rb5! — Re8, 10.
e5 — a6, 11. Rxd6 — Rxd6, 12.
Dxd6 — Dxd6, 13. exd6 — Bf5,14.
Bd5 (Hvíta staðan er unnin, en
nú fer hann að flækja taflið fyrir
sér að óþörfu. 14. Rd5 — Bxc2,
15. Rb6 - Ha7,16. Be3 hefði ver-
ið einfaldara.) 14. — Ha7. 15.
Be4? (Hræðilegur leikur sem
tapa ætti manni. Betra var t.d.
15. Be3 — b6, 16. Ra4. Svartur
leikur þó betur 15. — Rd7 og
ekki er alveg ljóst hvernig hvítur
kemst áfram. Ástæðan fyrir af-
leik þessum er væntanléga sú að
Hannes hafði þegar unnið mótið
hvernig sem þessi skák færi og
hefur orðið helst til kærulaus).
15. — Bxc3, 16. Bxf5 — Bxb2?
(Svartur geldur hvíti í sömu
mynt!) Eftir 16. - Bd4+, 17. Khl
— gxf5 ynni hann einfaldlega
mann.) 17. Bxb2 — gxf5, 18. Hf3!
— Rd7? (Svartur leikur sig nú í
mát, en staðan var gjörtöpuð,
t.d. 18. - Rd7, 19. Hel.) 19. Hg3
mát.