Morgunblaðið - 09.03.1983, Side 17

Morgunblaðið - 09.03.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983 49 fólk kann aó meta þessa tónlist. Þannig er þaö alltaf." „Mér finnst rétt,“ sagöi Árni Daníel og greiþ aðeins frammí, „að taka þaö fram, aö viö gleypum ekki „fjútúriö" hrátt eins og svo margir hafa tilhneigingu til aö gera. Tónlistin hjá okkur er ekki „köld“ og fráhrindandi. Við erum heldur ekki aö leika þessa tónlist af ein- hverri skyldurækni. Viö höfum ein- faldlega gaman af þessu. Þetta eru okkur engin trúarbrögö eins og tónlistin vill stundum veröa hjá hljómsveitum.“ — Hefur mannabreytingaskeiö- iö tekiö enda i Q4U? „Þaö er aldrei hægt aö segja fyrir um, en viö erum mjög sátt viö hljómsveitina í þeirri mynd, sem hún er í í dag. Segulbandiö, er 5.—8. meðlimurinn í hljómsveit- inni, allt eftir hvaö þurfa þykir.“ „Ég vil vera eini kvenmaöurinn í bandinu," segir Ellý og hlær. Svip- urinn var hins vegar þess eölis, aö ekki er árennilegt fyrir nokkurn kvenmann aö reyna inngöngu í Q4U. — Er þaö ekki oröiö talsvert hættuspil aö gefa út hljómplötu á þessum síöustu og verstu tímum? „Þaö kann aö vera, en við ætt- um ekki aö þurfa mikiö meira en 600 eintaka sölu til þess aö platan standi undir sér. Viö hljótum aö geta náö því marki meö einhverj- um ráöum. Annars erufn viö fyrst og fremst aö gera þetta fyrir okkur. Okkur finnst ofsalega gam- an aö þessu, en ekki sakaði þaö aö geta hrist aöeins upp í tónllst- arlífinu um leiö. Þaö er einhver hel- vítis stöönun í þessu öllu saman núna. Viö vonumst til þess, aö fólk líti svo á, aö viö höfum eitthvaö nýtt fram aö færa. Þaö vita allir aö ekki gengur aö koma meö útþvælt efni, rétt eins og enginn selur not- aö tyggjó." — Er Q4U þá loksins aö veröa fræg hljómsveit? „Þaö erum viö nú ekki, en viö héldum um tíma, aö viö værum orðin eitthvað meiriháttar. Viö höföum tilhneigingu til aö vera rétt hljómsveit á réttum staö á réttum tíma. Viö vorum t.d. meö í Rokk í Reykjavík og komumst þokkalega frá því, viö áttum nokkuö sæmi- legan þátt á Melarokkinu, en síöan féllum viö flöt á ísafiröi.” — ísafiröi! Hvað kom til að þiö álpuöust þangaö? „ísafjöröur er fínn bær og vlö kunnum ofsalega vel viö okkur þar og eigum þar góöa kunningja. Viö lentum á einhverju egó-flippi í haust og smelltum okkur vestur. Viö vorum nefnilega orðin svo fræg, eöa svo héldum viö a.m.k. Annað kom á daginn fyrir vestan. Viö biöum til miönættis eftir aö einhverjir aörir en boösgestirnir létu sjá sig á tónleikunum okkar, en þegar útséö var um aö einhver utanaökomandi mætti fórum viö bara á fyllirí, sem stóö í tvo daga. Þetta var yndislegur tími og vió fengum þarna gott og ærlegt kjaftshögg. Viö vorum nefnilega ekkert fræg. Við höfum fengiö fullt af kjaftshöggum á ferlinum, en viö eigum eftir aö gefa almennilegt högg frá okkur." __ s§v. Mezzo sækir enn í sig veðrið Mezzoforte fór eíns og mönnum er e.t.v. kunnugt til Bretlands í síðustu viku og tróð upp í Venue, þeim mik- ilsvírta klúbbi, um helgina. Vegur Mezzoforte fer æ vax- andi og fyrir skemmstu bárust okkur fregnir af því, aö eitt laga þeirra væri nú notað sem kynningarlag sérstaks þáttar í skoska útvarpinu. Ekki sakar aö geta þess, aö þátturinn er á dagskrá fjóra daga vikunnar, hálfan annan tíma t senn. Umboösskrif- stofa SATT SATT hefur ákveöiö aö koma á fót umboösskrifstofu til jsess aö annast ráöningar hljómsveita. Er þaö von aö- standenda SATT, aö sem flest- ar hljómsveitir láti skrá sig hjá skrifstofunni. Til þess aö byrja meö veröul- skráningarsíminn 15310 og væntanlega veröur Jóhann G. Jóhansson þar fyrir svörum. Þursaflokkurinn feikifríski. Hann er einn þeirra, sem lagt hefur SATT lið. „Ég get vart annaö sagt, en þetta só hnefahögg í andlit SATT og þessi ákvöröun gerir þaö að verkum, að allt er á huldu um framtíö félagsins," sagöi Jóhann G. Jóhannsson, er Járnsíðpan ræddi viö hann um þá ákvöröun fjármálaráöuneytisins aö hafna beiöni SATT um niðurfellingu söluskatts á skemmtunum, sem haldnar voru í nafni félagsins um fyrri helgi. Hnefahögg í andlit SATT — söluskattur ekki felldur niöur af skemmtunum félagsins um fyrri helgi SATT barst á fimmtudag bréf frá fjármálaráðuneytinu og til þess aö gefa lesendum hugmynd um dæmigerö kerfisvinnubrögö fer svar þess hér á eftir: „Ráöuneytiö vísar til bréfs yöar>~ dagsett þann 15. þessa mánaöar, þar sem beiöst er niöurfellingar á söluskatti af aögangseyri aö veit- ingahúsum helgina 18.-19. febrúar vegna tónleikahalds SATT á þess- um stööum. Samkvæmt 24. töluliö 14. grein- ar reglugeröar nr. 487 1982 er undanþága aðgangseyris af tón- leikahaldi frá söluskatti bundin því skilyröi, aö tónleikarnir séu ekki i neinum tengslum viö annaö skemmtana- eöa samkomuhald. Hefur þetta veriö túlkaö þannig, aö tónleikarnir eigi aö vera algerlega sjálfstæöir. Þó hefur veriö heimiluö undan- þága vegna tónleikahalds í tengsl- um viö dansleiki aö eftirtöldum skilyröum fullnægöum: a) Sérstakir aögöngumiöar séu seldir, þannig aö einn varði tón- leikana og annar dansleikinn. b) Verö aögöngumiöa aö dans- leiknum sé ekki lægra en tíökast á venjulegum dansleikjum í viökom- andi húsi. í þessum tilvikum hefur veriö fallist á undanþágu söluskatts á veröi þess miöa er varöar tónleik- ana. Eigi er fullljóst af bréfi sam- bandsins hvernig þessum atriöum var háttaö á framangreindum sam- komum. Af munnlegum upplýsing- um Jóhanns G. Jóhannssonar viröist þó Ijóst, að framangreind- um skilyrðum hefur ekki veriö full- nægt. Getur ráöuneytiö því ekki oröiö við erindinu.“ „Mér er skapi næst aö halda aö þessir ágætu menn,. a.m.k. ráö- herra, Ragnar Arnalds, hafi hrein- lega ekki lesiö bréfiö, sem viö sendum sérstakega inn meö þess- ari beióni,“ sagöi Jóhann. „i þessu bréfi var skýrt tekiö fram, aö líf SATT gæti oltið á útkomum þess- ara skemmtana. Þaö viröist því, sem ekkert tillit hafi verið tekiö til bréfsins, né þeirrar sérstööu, sem viö bentum á; aó íslenskir popp- tónlistarmenn ættu vió veruiegt at- vinriuleysi aö etja." Dexý's Midnight Runners — Síöari hluti: Þrjóskan í Rowland var eftir allt ekki til einskis. Lagiö Geno komst í 1. sæti smáskífulistans breska þann 3. maí 1980. I kjölfar þessarar velgengni var fyrri breiðskífan, Searching For The Young Soul Rebels, gefin út í júní þetta sama ár. Sú plata hefur af fjöldamörgum veriö talin á meðal bestu „fyrstu platna" til þessa. Við útkomu hennar lýsti Rowland því fjálglega yfir, aö næsta breiðskífa yröi ekki lakari en sú fyrsta. Menn brostu þá í kampinn, en hið sama átti eftir aö koma á daginn. Aödáendur Oexy’s Midnight Runners uröu nefnilega aö gera sér aö góöu aö bíöa í heil tvö ár eftir næstu breiöskífu, Too Rye Ay. Tímann, sem leiö á milli, not- aöi Rowland til að fikra sig áfram og gefa út sannkallaöar gæöa- smáskífur. Meö allar þessar viöurkenningar i pokahorninu viröist ekkert geta komiö i veg fyrir ótakmarkaöan frama Dexy’s Midnight Runners, en þá dundi ógæfan yfir. Þegar veriö var aö taka upp myndbands- atriði viö lagiö „There, There My Dear“ geröist þaö, aö Kevin lenti í rimmu viö keppinaut sinn og hlaut skilorösbundinn fangelsisdóm fyrir vikiö. Er áriö var á enda haföi ekk- ert nýtt komiö frá sveitinni. Popppressan skýröi frá því, aö aörir meölimir flokksins væru orönir þreyttir á yfirgangsseminni í Kevin og til þess aö standa nú undir nafni lét hann gefa út lagiö „Keep 1 Part Two (Inferiority Part One)“ á smáskífu, þvert gegn vilja hinna meðlimanna. Afleiöingarnar létu ekki á sér standa. Lagið fékk ekki náö fyrir augum (eyrum?) hins almenna plötukaupanda og platan seldist sáralítiö. Þótt Rowlands sé ekki getið á plötumiöanum er ekki nokkur vafi á, aö lagiö er undan hans rifjum runniö. Upp úr þessu varö fljótt Ijóst aö breytinga væri aö vænta í sveitinni. Sú varö og raunin. Steve Spooner, J.B. og Pete Williams sögöu allir skiliö viö DMR og gengu til liðs viö hina nýstofnuðu Bureau. Þar með var Big Jim Patt- erson sá eini eftir úr upprunalegu liösskipaninni ásamt Rowland. Því var ekki um annaö aö ræöa en aö endurskipuleggja flokkinn og var þaö gert í snatri. Seb Sheldon, trommari úr Secret Affair, Mickey Billingham/hljómborö, Steve Wynne/bassi, Paul Speare/tenór- saxófónn, Brian Maurice/altsaxó- fónn og Billy Adams/gítar voru nýju meðlimirnir og þar meö var sveitin á ný oröin átta manna. Uppstokkunin gekk þó ekki ai- deilis átakalaust fyrir sig. Rowland haföi þegar hér var komiö sögu komiö sér úr náöinni hjá svo aö segja hverjum einasta blaöamanni poppressunnar með því aö neita að veita viötöl. Hann tjáöi sig ein- vöröungu gagnvart almenningi meö nokkrum hálfsíöu auglýsing- um. Oröalagiö þótti bera veru- legan keim af ómældri sjálfs- ánægju og upphafningu á eigin ágæti. Til aö bæta nú enn um betur sneri Rowland baki viö útgefend- um sínum hjá EMI þótt langur tími væri enn eftir af samningi hans. Áöur en af því varö lét Rowland sig ekki muna um aö senda frá sér enn eina smáskífuna, sem ekki náöi neinum vinsældum. Sú staö- reynd varö honum mikiö áhyggju- efni og þá ekki siður eldheitum stuöningsmönnum hans. Þegar kom fram á áriö 1981 var Kevin farinn aö huga að uppstokk- un í tónlist sinni. Soul-tónlistin skyldi víkja og leitaö á nýjar slóöir. „Irnage" var hlutur sem ekki mátti gleymast og því var gerbreytt. Sveitin tróö nú upp í rauöum anor- ökkum, íþróttabuxum og box- skóm. Samningur viö Phonogram var í augsýn og Rowland dirföist ekki aö taka neina áhættu. Næsta smá- skífa innihélt lagiö Show Me, sem náöi miklum vinsældum, enda sem sniöiö fyrir eyru almúgans. í kjölfar þessa uröu frekari breytingar á liösskipan sveitarinnar. Steve Wynne hætti og Giorgio Kilkenny tók viö bassanum. I nóvember 1981 flutti flokkurinn The Pro- jected Passion Review, sem mikils haföi verið vænst af og beöið eftir, á sviöi í Lundúnum og móttökurn- ar uröu frábærar. Þaö var svo snemma á árinu 1982, aö Kevin Rowland fékk þá hugdettu aö blanda saman soul- tónlist og írskri þjóölagatónlist. Þessi stefnubreyting kraföist breytinga á hljómsveitinni og nú vantaði fiölur. Því voru þau Helen O’Hara, Steve Brennan og Roger MacDuff fengin til liös viö hópinn. Þetta kallaöi á enn eina breyting- una á „image“ og nú var gripiö til þess klæöaburðar, sem flestir kannast nú viö í dag. Samfest- ingar, hálsklútar og vinnuskyrtur voru einkennismerkið. Fyrsta smáskífan meö þessari síöustu liösskipan innihélt lagiö The Celtic Soul Brothers, sem allir töldu fullvíst aö færi rakleiöis á toppinn. En hvaö þaö var, sem olli því nú, varö ekkert úr þeim draum- um. Vonbrigöi Rowlands voru slík, aö hann hugöist um tíma hætta fyrir fullt og allt í tónlistinni. Hann ákvaö þó aö lokum aö Ijúka viö gerö annarrar breiöskifu flokksins og hefur varla séö eftir þeirri ákvöröun. Plötunni var fylgt úr hlaöi meö smáskífunni Come On Eileen og þaö lag sló svo sannarlega í gegn. Haföi hljómsveitin ekki upplifaö viölíka velgengni frá því Geno kom út ... Sagan endurtók sig svo al- gerlega þegar breiöskífan Too Rye Ay leit dagsins Ijós. Hún fikraöi sig upp eftir vinsældalistunum og hætti ekki fyrr en toppnum var náö. Þrátt fyrir þessar miklu vinsæld- ir létu mannabreytingar enn á sér kræla. Hægri hönd Rowlands, ef hægt er aö komast svo aö oröi, Big Jim Patterson ákvaö aö hætta í sveitinni til aö fylgja eigin sólóferli úr hlaði. Þremur vikum síöar hættu Brian Maurice og Paul Speare einnig. Reyndar segja margir, aö sjá hafi mátt þessar breytingar fyrir strax og Rowlantí ákvaö aö breyta nafni sveitarinnar og setja nafn sitt framan viö: Kevin Row- land And The Dexy’s Midnight Runners. Því veröur á hinn bóginn ekki mótmælt, aö þaö er óumdeil- anlega Rowland, sem er potturinn og pannan í öllu saman. Frá því breiöskífan kom út hafa vinsældir DMR aukist dag frá degi. Unglingar hafa margir hverjir tekiö ástfóstri viö flokkinn og veröi Rowland ekki fyrir neinum alvar- legum skakkaföllum á næstunni er ekki óeölilegt aö ætla aö framhald veröi á velgengni hans, þótt tæp- ast veröi hún án nokkurra fórna fremur en til þessa. Echo And The Bunny- men koma til íslands Flest bendir nú til þess, aö breska hljómsveitin Echo And The Bunnymen heimsæki ís- land í byrjun júlí og haldi hér tvenna tónleika. Til stóö aö hljómsveitin kæmi hingaö í janúar, en af óviöráðanlegum orsökum varö ekkert af heim- sókninni. Undanfarna daga og vikur hafa staöiö yfir þreifingar og samningaviöræður viö um- boösmann hljómsveitarinnar og hefur þeim miöaö vel. Fari svo aö hljómsveitin mæti hér galvösk veröur dagurinn að öllum líkind- um 2. júlí. Rætt hefur veriö um aö halda tvenna tónleika í Austurbæjar- bíói sama daginn, en eftir er aö fá staöfestingu Echo And The Bunnymen á því. Líkur eru þó á aö svo verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.