Morgunblaðið - 09.03.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MARZ 1983
55
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 11—12
FRÁ MÁNUDEGI
fc* TIL FÖSTUDAGS .
Verkaði á mig sem allsherjaráróð-
ur gegn þessum frönsku fiugtækjum
Áfáat ÁafeiraM, akrifar
„Htidradi Velvakandi
Taiavert befur borift & gafnrýni
|á fréttaatofur útvarps og sjón-
I varps rikisfjölmiftianna sem vilja
| kenna aig vift hlutleysi. Ég hef
I ekki blandaft mér í þessa umræftu
þótt oft hafi mig langaö til, en
\ eftir kastljós sjónvarpsins sl.
| fOstndaemWvAM ÓUfnr
ar fréttamannsins. Flest af þvl
sem flugrekstrarstjórinn sagfti um
getu þyrlanna. einkum miftaft vift
aftrar þyrlur. voru staftlausir staf-
ir Einnig þau orft hans aft fram-
leiftendurnir sætu uppi meft
hundruft óseldra þyrla af þessan
tegund og öftrum. Þeir sem eitt-
hvaft vita og fylgjast meft flugmál-
um. vita auftvitaft betur, þvl
plataft ráftamenn; þetta
bragft á háifu framleiftendanna til
aft kynna þyrlurnar hér sér aft
koetanaftarlausu. Eftir því sem ég
kemst nsest áttu framleiftendurnir
ekki hlut aft máli, heldur eru þetU
herþyrlur, sem hingaft eru komnar
aft ósk islenzkra stjórnvalda.
Þátturinn um þyrlurnar verkafti I
Hver má fjalla um
hvað í fjölmiðlum?
Olafur Sigurðsson skrifar:
„í Velvakanda á fimmtudag
birtist grein eftir Ágúst Ásgeirs-
son, þar sem farið er hörðum orð-
um um Kastljóssþátt, sem ég sá
um. Ef við fréttamenn hjá Ríkis-
útvarpinu eltum ólar við allt það,
sem um okkur er sagt, gerðum við
lítið annað, en oftast er þó mökum
okkar haldið utan við þá umræðu.
Það gerir Ágúst Ásgeirsson ekki,
og tel ég því nauðsynlegt að svara
honum.
Full ástæða er til að benda hon-
um á, að atvinnustarfsemi eigin-
konu er ekki sjálfkrafa atvinnu-
starfsemi eiginmanns. Ef það
skyldi hafa farið framhjá honum
er rétt að hann viti að í landinu
gilda jafnréttislög, sem tryggja
báðum kynjum rétt til athafna, án
tilverknaðar hins. Einnig þarf
Ágúst Ásgeirsson að vita það, að
konur starfa nú í fjölda atvinnu-
greina, sem áður voru eingöngu í
höndum karla.
Það er bæði ólöglegt og ósiðlegt
að atvinna annars hjóna bindi
hendur hins. f þessu landi er fjöldi
heimila, þar sem hjón vinna störf,
sem hugsanlega geta rekist á störf
hins, á einn eða annan hátt. Það
þýðir ekki að annaðhvort hjóna
verði að láta af sínu starfi. Ef
Ágúst telur það ámælisvert, lifir
hann á rangri öld í röngu landi.
Til að skýra þetta betur fyrir
Ágústi skulum við taka hugsan-
legt dæmi: Segjum að Ágúst hefði
fyrir einu og hálfu ári gifst konu,
sem átt hefði trillubát og hefði
umboð fyrir fyrsta flokks trillu-
báta frá Noregi. Ætti það að þýða
að hann mætti ekki fjalla um trill-
ur og trilluútgerð í Morgunblað-
inu?
í landi, þar sem allir eru frænd-
ur, rekast blaðamenn og frétta-
menn stanslaust á kunningja, vini
og nána ættingja í sínum störfum.
Ef við ættum að falla frá öllum
þeim málum, sem þeim tengjast,
yrði oft lítið um fréttir. Til dæmis
hagar þannig til á fréttastofu
Sjónvarps, að nær allir starfs-
menn eiga maka, sem tengst getur
mikilvægum fréttum. Ég vona að
við Ágúst getum verið samtaka
um að láta ekki persónuleg tengsl
eða áhugamál villa okkur sýn.
Ég mun halda áfram að skrifa
um flugmál og samgöngumál, eins
og ég hef gert í mörg ár, án tillits
til þess að kona mín hefur starfað
á því sviði.
Það er svo önnur saga að grein
Ágústs ber þess öll merki að hann
hafi ekki séð þáttinn. Hér með býð
ég honum að sjá hann, hvenær
sem er, sér til glöggvunar.
í grein sinni segir Ágúst meðal
annars: „... dró ólafur fram ýmsa
aðila, sem fundu frönsku þyrlun-
um allt til foráttu...“ Og hvaða
menn voru það? Steingrímur Her-
mannsson, samgönguráðherra,
sem fagnaði komu þyrlanna og
taldi heimsóknina hina gagnleg-
ustu. Gunnar Bergsteinsson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, sem
fagnaði því að þyrlunotkun væri
kynnt svo rækilega fyrir lands-
mönnum. Þorsteinn Þorsteinsson,
flugvélaverkfræðingur, sem tók í
sama streng. Flugmaður franskr-
ar þyrlu, sem þótti veðrið skárra
en hann átti von á. Og loks Árni
Yngvason flugrekstrarstjóri, sem
lýsti áhyggjum af missi á við-
skiptum. Hvorki hann né aðrir
sögðu eitt hnjóðsyrði um franskar
þyrlur, eins og Ágúst heldur fram.
Eftir því sem Ágúst „kemst
næst“, eru þyrlurnar komnar
hingað „að ósk íslenskra stjórn-
valda“. Ef Ágúst hefði séð þáttinn,
sem hann fjallar um, hefði hann
komist nær staðreyndum málsins,
þar sem Steingrímur Hermanns-
son skýrði frá því að boð hefði
borist frá frönskum stjórnvöldum,
sem íslensk stjórnvöld hefðu þeg-
ið.
Ég vil að lokum þakka Ágústi
fyrir að skrifa grein sína undir
nafni. Það er meira en gert var í
Tímanum. Það er þó öllu verra, að
Elías Snæland Jónsson, ritstjóri
Tímans, sá ekkert athugavert við
nafnlausar aðdróttanir, þegar ég
ræddi við hann. Nafnlaus skrif af
þessu tagi eru rógur, þar til ein-
hver hefur manndóm til að ljá
þeim sitt nafn. Skrif Tlmans eru
því ekki svara verð.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sagt var: Ekki veit ég hvernig
þetta hefur gengið fyrir sig.
Rétt væri: Ekki veit ég hvernig þetta hefur gengið.
Eða:... hvernig þetta hefur gerst.
Eða:... hvernig þetta hefur orðið.
Dave Allen
á skjáinn
Jón G. Theodórs skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég er einn af þeim sem velt hafa
því fyrir sér, hvort ekki væri
mögulegt, að sjónvarpið hæfi að
nýju sýningar á þáttum, sem áttu
miklum vinsældum að fagna hér
fyrir nokkrum árum. Á ég þar við
þættina með hinum bráðfyndna
íra, Dave Allen.
Vænti svars.
Kær kveðja."
Staðlaus
aðdróttun
Guðmundur Magnússon, umsjón-
armaður Helgar-Tímans, skrifar:
„Laugardaginn 5. mars sl. birt-
ist I Velvakanda Morgunblaðsins
bréf þar sem Helgi Vigfússon
fjallar um grein mína „Er líf að
loknu þessu?“ í Helgar-Tímanum
26.-27. febrúar. Kveður hann höf-
undinn „einhvern einstakling, sem
ekki þorir að segja til nafns síns“.
Hér er um staðlausa aðdróttun að
ræða, og hlýt ég að furða mig á því
að umsjónarmaður Velvakanda
skuli ekki hafa bent bréfritara á
hið rétta. Grein mín í Tímanum er
merkt stöfunum „GM“ eins og
annað sem ég skrifa í blaðið, en
fullt nafn mitt og starfsheiti er að
finna í „haus“ blaðsins á hverjum
degi. Slíkar merkingar á greinum
tíðkast á öllum dagblöðum hér á
landi — þ.á m. Morgunblaðinu.
Helgi Vigfússon er dóni ef hann
biðst ekki afsökunar á ummælum
sínum. Ég trúi ekki öðru en að
ritstjórar Morgunblaðsins ljái af-
sökunarbeiðni hans rúm hér í
blaðinu.
Virðingarfyllst."
Spor í
rétta átt
Sigríóur Jónsdóttir skrifar:
„Velvakandi.
Sannarlega veitir ekki af að
reyna að draga úr aldagömlum
fordómum gagnvart geðsjúkdóm-
um. Þættir sjónvarpsins um þessi
efni eru spor í rétta átt. Sérstakar
þakkir vil ég flytja hinum frábæra
stjórnanda þáttanna, Maríönnu
Friðjónsdóttur.
Þarna voru á ferðinni þættir,
sem ástæða væri til að endursýna.
Kveðjur."
Þökk fyrir
góða Skon-
rokksþætti
Halldóra Tómasdóttir skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Ég vildi gjarnan koma á fram-
færi innilegum þökkum mínum til
Eddu Andrésdóttur og Þorgeirs
Ástvaldssonar fyrir góða Skon-
rokksþætti með von um að þau
sjái sér fært að endurflytja lagið
Time með Culture Club. Ennfrem-
ur væri gaman að sjá eitthvað með
Yazoo.
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna."
(SLENSHA ÓPERAN
FRUMSÝNIRIIAAARS
Mimó
Óperetta eftir:
GILBERT & SULLIVAN
íslensk þýöing:
RAGNHEIÐUR H. VIGFÚSDÓTTIR
Leikstjóri:
FRANCESCA ZAMBELLO
Leikmynd og Ijós:
MICHAEL DEEGAN OG SARAH CONLY
STJÓRNANDl
GARÐAR CORTES
ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM
BRDSTU!
MYNDASÖGURNAR
Víkuskammtur afskellihlátri