Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 40
L 40 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 Kínverskir réttir um helgina Laugardags- og sunnudagskvöld Fyrir þá sem kunna aö meta fisk: Fjöl- breytt úrval sjávarrétta, meöal annars okkar margumtalaöa flsksúpa. --^MWv^--- Hádegisjazz í Blómasalnum Hótel Loftleiöir fara nú af stað með skemmtilega skammdegis skemmtun fyrír alla fjölskylduna. Sambland af morgun- og hádegisverði með léttri og lifandi tónlist. „ J AZZ FYRIR ÞÁ SEM EKKERT GAMAN HAFA AF JAZZ!" Þeir sem koma og leika í sunnudagshádeginu að þessu sinni: KM KVARTETTINN Kristján Magnússon og félagar Hressið upp á sunnudagstilveruna með léttum jazz og Ijúffengum réttum í Blómasalnum. Við byrjum kl. 12 á hádegi. Verö kr. 250.- Borðapantanir í símum 22321 og 22322. Verið velkomin Hin sívinsæla hljómsveit RAGNARS BJARNASONAR LEIKUR FYRIR DANSI Nýja enska ölstofan er á sínum stað Þar er á boostólum úrval Ijúffengra smárétta sem eru framreiddir á augabragdi og renna Ijúflega niður með „gildismiðinum" góöa. Munið sólarkvöldið í Súlnasalnum nk. sunnudagskvöld. GLÆSILEGUR SÉRRÉTTASEÐILL Hinir frábæru Cherokee indí- ánar fara á kost- um meo báli og brandi. Aöems rúllugjald 45 kr. Borðapantanir í síma 20221 frá kl. 4 í dag. ___••••••• ItlYI DORM 11 K»\l,\0l I) 13. mars FERÐA MIÐS ¦ i Egilsstaðir: Fundur um jafnrétti milli landshluta EgilsstöAuni, 10. mars. Menningarsamtök Héraðsbúa gengust fyrir almennum fundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum síð- astliðinn sunnudag um jafnrétti milli landshluta. Frummælandi á fundinum var Pétur Valdimarsson frá Akureyri. Fundurinn var allvel sóttur og umræður almennar að framsöguerindi loknu. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Fundurinn lýsir óánægju sinni með það, hve seint stjórnarskrár- nefnd skilaði skýrslu um endur- skoðun stjórnarskrárinnar og þá fljótfærnislegu afgreiðslu, sem þessu stórmáli er ætluð, og að mestu án almennrar umræðu. Þá átelur fundurinn þau vinnu- brögð að telja meira vægi atkvæða á landsbyggðinni eina misréttið, sem þörf er á að leiðrétta. Fundur- inn bendir á að höfuðborgarsvæð- ið nýtur umfram aðra landshluta, margs konar forréttinda, sem einnig þarfnast leiðréttingar ásamt eðlilegri valddreifingu í þjóðfélaginu. Meginhlutinn af gjaldeyristekjum þjóðarinnar verður til úti á landsbyggðinni og því eiga íbúar þar fullan rétt á sambærilegri þjónustu og íbúar Reykjavíkursvæðisins. Ennfremur telur fundurinn að fjölmiðlar hafi fjallað einhliða og jafnvel villandi um málið, þar sem sjónarmið annarra landshluta en höfuðborgarsvæðisins hafi lítið komið fram. Fundurinn skorar á þingmenn Austurlands og aðra þingmenn landsbyggðarinnar að vinna að því að breytingum á kosningalögun- um verði frestað og gefinn tími til almennrar umræðu um þær og aðrar stjórnarskrárbreytingar. Þá álítur fundurinn svokallaða skoðanakönnun, sem fram fór á höfuðborgarsvæðinu, ólýðræðis- lega og hreina misnotkun á því hugtaki." — Ólafur Aöalstræti 9, sími 28133 — 11255 Skrúfudag- ur Vélskól- ans er í dag ÁRLEGUR kynningar- oe nemenda- mótsdagur Vélskóla íslands — Skrúfudagurinn — er nú haldinn há- tíðlegur í nítjánda sinn laugardaginn 12. mars kl. 14—17. Þennan dag gefst væntanlegum nemendur og vandamönnum þeirra kostur á að kynnast nokkr- um þáttum skólastarfsins. Nem- endur verða við störf í verklegum deildum skólans og veita þeir upp- lýsingar um kennslutækin og skýra gang þeirra. Auk þess halda þeir sýningu á kennslubókum og öðrum kennslugögnum. Nemendur Vélskólans eru að búa sig undir hagnýt störf í þágu framleiðsluatvinnuvega þjóðar- innar og er því að vænta að marga, bæði yngri og eldri, fýsi að kynnast því með hvaða hætti þessi undirbúningur fer fram og hvern- ig búið er að nemendum. Skólinn telur mikilvægt 'að halda tengslum við fyrrverandi nemendur og álítur það vera til gagns og ánægju fyrir báða aðila. Kaffiveitingar verða á vegum félags vélstjórakvenna, Kvenfé- lagsins Keðjunnar, í matsal Sjó- mannaskólans frá kl. 14. Að Skrúfudeginum standa þess- ir aðilar: Skólafélagið, Kvenfélag- ið Keðjan, Vélstjórafélag íslands og Vélskóli fslands. (FrétU(ilk)'nning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.