Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
„Guðinn,
sem brást“
Arthur Köstler skýrir frá
reynslu sinni af kommúnisma
VARLA hefur nokkur annar rit-
höfundur náö að lýsa eöli komm-
únismans betur en Arthur Köstl-
er. í bókinni „Guðinn, sem
brást“, segir hann ásamt fimm
öðrum andans mönnum frá för
sinni á fund kommúnismans og
afturhvarfí sínu. Þessir menn sáu
kommúnismann fyrst í fjarska —
alveg eins og menn á undan þeim
sáu frönsku byltinguna 130 árum
áður — eins og draumsýn Guðs-
ríkis á jörðu og helguðu um skeið
krafta sína til þess að vinna í auö-
mýkt að sigri þess. Að sama skapi
urðu vonbrigði þessara manna
þeim mun sárari og viðbrögð
þeirra sterkari og áhrifameiri, er
þeir uppgötvuðu eðli kommún-
ismans og sneru við honum bak-
inu. En gefum Köstler sjálfum
orðið:
„Það var grundvallarregla í
aga kommúnistaflokksins, að
þegar flokkurinn var búinn að
ákveða að taka vissa stefnu
gagnvart einhverju máli, varð
hvers konar gagnrýni á þá
ákvörðun spellvirki og frávik.
Að nafninu til voru umræður
leyfðar, áður en ákvörðun var
tekin. En þar sem allar ákvarð-
anir koma að ofan, eins og af
himnum, án þess að fulltrúar
óbreyttra flokksmanna séu
hafðir með í ráðum, hafa hinir
síðarnefndu engin áhrif á
stefnuna eða hina minnstu
möguleika til að láta í ljósi
Arthur Köstler
skoðanir sínar á henni. Af hinu
sama leiðir, að flokksstjórnin
er jafnframt svipt öllum mögu-
leikum til að kynna sér hag
fjöldans."
Og á öðrum stað í sömu bók
segir Köstler ennfremur: „í
ríki, þar sem allri útgáfustarf-
semi er haldið uppi af hinu
opinbera, verða ritstjórar, út-
gefendur og listgagnrýnendur
vitanlega hluti af stétt opin-
berra starfsmanna. Þeir frægja
rithöfunda sína eða ræna þá
mannorðinu eftir því, hvað
þeim er skipað að gera í hverju
tilfelli — útgefendur með því að
gefa út risaupplög af nýrri bók
rithöfundar eða með því að
fleygja öllum hinum eldri verk-
um hans í sorptunnuna; gagn-
rýnendur með því að kalla hann
nýjan Tolstoy eða gerspillt,
heimsborgaralegt sníkjudýr
eða hvort tveggja með fárra
mánaða millibili."
Köstler dvaldist um eins árs
skeið í Sovétríkjunum
1932—1933 og lýsir dvöl sinni
þar m.a. með þessum orðum:
„Almúgamaðurinn í Sovétríkj-
unum veit mæta vel, að það er
ekki minni hætta fólgin í því að
sjást á tali við útlending en að
snerta líkþráan mann. Þeir,
sem fengust til að tala við mig í
veitingahúsum og járnbraut-
arklefum, notuðu hin viður-
kenndu vígorð úr ritstjórnar-
greinum Pravda. Það hefði
mátt halda, að þeir væru að
þylja utanaðlærðar setningar
úr tungumálakveri. En mér
fannst þetta harla gott — heil-
brigt tákn byltingarsinnaðs aga
og bolsévískrar árvekni. Ég sá
merki hinnar skelfilegu hung-
ursneyðar í Úkraínu veturinn
1932—1933, aragrúa tötrum
klæddra fjölskyldna, sem báð-
ust ölmusu á járnbrautarstöðv-
unum. Konurnar lyftu börnum
sínum upp að klefagluggunum,
sveltandi börnum með spóa-
leggi, stór höfuð, sem voru eins
og á liðnum líkum, og með út-
blásna maga. Þau voru eins og
fóstur, sem geymd höfðu verið í
vínanda. Þarna voru líka gaml-
ir menn og gægðust kalnar tær
út ur gauðslitnum inniskóm
þeirra. Mér var sagt, að þetta
væru kúlakar þeir, ser hefðu
veitt viðnám, þegar ákveðið var
að taka upp samyrkjubúafyr-
irkomulagið og lét ég mér þá
skýringu nægja: Þetta voru
fjandmenn þjóðarinnar, sem
vildu heldur gerast beininga-
menn en vinna fyrir sér.“
í lok frásagnar sinnar segir
Köstler: „Ég hef aðeins getið
þess í eftirmála flokksvistar
minnar, hvernig ég hélt dauða-
haldi í síðustu leifar gatslitinn-
ar hugsjónar, af því að slík
hegðun var einkennandi fyrir
hið andlega hugleysi, sem
vinstri menn eru enn haldnir.
Þeim, sem komast undir álög
þjóðsögunnar um Sovétríkin,
gengur eins illa og sækist eins
seint að fá lækningu og þeim
mönnum, sem falla fyrir eitur-
lyfjum. Eftir hina „glötuðu
helgi" í draumaríkinu, langar
menn ákaflega til að fá sér
dropa, jafnvel þótt hann sé
þynntur með vatni og seldur
undir öðru nafni. Og það er
alltaf til fjölbreytt úrval nýrra
vörumerkja á hinum svarta
hugsjónamarkaði Kominforms.
Það selur vígorð eins og leyni-
vínsali svikið áfengi og því
hrekklausari, sem viðskiptavin-
urinn er, því hættara er honum
við því að láta blekkjast, verða
fórnarlamb þeirrar hugsjóna-
ólyfjanar, sem seld er undir
vörumerki friðar, lýðræðis,
framfara eða hvað það er allt
kallað."
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir WALTER GOODMAN (N.Y. Times)
Spender og Louis Fischer, auk
Köstlers, segja allir sína sögu af
vonbrigðum sínum vegna komm-
únismans.
Jafnvel þótt Köstler hafi sagt
skilið við kommúnistaflokkinn í
hreinsununum 1938, þá gaf hann
ekki upp alla von vegna Sovét-
ríkjanna og það jafnvel, þegar
vináttusáttmáli nazista og
kommúnista var gerður 1939.
Eins og hann sagði sjálfur síðar:
„Ef þú ert giftur hóru þá breytir
það engu, þó að þú vitir, að hún
sé hóra og að hún sefur hjá hin-
um og þessum. Þú segir við sjálf-
an þig í hvert skipti: „Að
minnsta kosti sefur hún ekki hjá
þessum."
Arthur Köstler —
leitandi hugsjónamaður
— sem reyndi ad vekja menn til um-
hugsunar um eðli hins sovézka einræðis
„Ég vil ekki tala um stjórnmál," sagði Arthur Köstler við blaðamann á
árinu 1976, áður en sá síðarnefndi hafði haft nokkurt tsekifæri til þess að
spyrja einnar einustu spurningar. „Ég mun ekki veita nein pólitfsk viðtöl
framar," hélt hann áfram, „sökum þess að það mun samt líta út eins og
hluti af þeirri baráttu, sem ég kvaddi fyrir löngu, þótt þú skrifir eins og
engill. Ég vil afmá þann merkimiða, sem á mig var límdur.“
Síðasta aldarfjórðunginn,
sem Köstler lifði, skrifaði
þessi rithöfundur, sem lýsti
sjálfum sér sem „fyrrverandi
hermanni frá hinum mörgu
orrustuvöllum Evrópu", hvort
heldur í hernaðarlegum eða hug-
sjónalegum skilningi, lítið um
stjórnmál, en fyrir heila kynslóð
andkommúnista, er hann eftir
sem áður hinn mikli lúðraþeytir
síns tíma.
Fyrir þá jafnt sem fyrir
marga aðra verður hann alltaf
maður athafnanna, leitandi
menntamaður, hinn fjölhæfi rit-
höfundur, sem í bókunum
„Myrkur um miðjan dag“ og
„Guðinn, sem brást" og fjöl-
mörgum blaðagreinum, fyrir-
lestrum og viðtölum, reyndi að
vekja athygli vestrænna
menntamanna á eðli hins sov-
ézka einræðis.
Köstler leit alltaf á sjálfan sig
sem vinstri mann. Frásögnum
hans af hinum ömurlegu stað-
reyndum kommúnismans var
beint til þeirra, sem fallið höfðu
fyrir kommúnistískum hugsjón-
um líkt og hann sjálfur á þeim
árum, sem fasisminn þrammaði
um götu þvera í Evrópu, en voru
ófúsir eða megnuðu ekki að
hrista af sér hlekki sannfær-
ingar sinnar.
I ritdómi sínum um „Myrkur
um miðjan dag“ — hina áhrifa-
miklu skáldsögu um gamla bols-
évikann Rubashov, sem er látinn
játa á sig glæpi, sem hann aldrei
framdi — segir George Orwell:
„Hversu bráðsnjöll, sem þessi
skáldsaga er, þá felst þó gildi
hennar sennilega mest í túlkun
hennar á „Moskvujátningunum",
því að þær eru ritaðar af manni
með nána þekkingu á starfsað-
ferðum einræðisins. Það sem þó
vakti mesta skelfingu við þessi
réttarhöld, var ekki sú stað-
reynd, að þau skyldu eiga sér
stað — augsýnilega verður ekki
hjá slíku komizt í einræðisþjóð-
félagi — heldur hinn ákafi vilji
vestrænna menntamanna til
þess að réttlæta þau“.
Köstler þurfti ekki annað en
að grafa niður í eigin reynslu til
þess aðskilja hugsunarhátt
þeirra, sem neita að viðurkenna
staðreyndir, ef þær eru ekki í
samræmi við trú þeirra. Þannig
ritar hann síðar um reynslu sína
í Sovétríkjunum: „Hin nauðsyn-
lega lygi, hinn nauðsynlegi róg-
ur, hin nauðsynlega skelfing lýð-
sins, hin nauðsynlega fjöldaút-
rýming allra andstæðinga og
fjandsamlegra stétta, hin nauð-
synlega fórn á heilli kynslóð í
þágu þeirrar næstu; allt kann
þetta að virðast hryllilegt, en
það var samt auðvelt að meðtaka
það á ferð sinni eftir einstigi
trúarinnar."
Dýrkeypt reynsla
Þetta var dýrkeypt reynsla.
Köstler þjónaði kommúnista-
flokknum í 7 ár og það jafnvel á
meðan nánir vinir hans urðu
ógnarstjórn Stalins að bráð.
Hann lýsir þessum árum í bók-
inni „Guðinn, sem brást", sem er
safn áhrifamikilla ritgerða, þar
sem þeir Richard Wright, Ignaz-
io Silone, Andre Gide, Stephen
I „Guðinn, sem brást", skýrir
Köstler ekki frá neinum nýjum
uppljóstrunum varðandi stjórn-
arhætti Stalins. Fjöldadráp á
Kulökkum, sáttmáli nasista og
kommúnista, alþjóðleg vélráð
Komintern, allt þetta voru engin
leyndarmál.
Það, sem Köstler hjálpar öð-
rum til að skilja, er hvernig hug-
sjónaríkt fólk gat neitað að
draga einföldustu ályktanir af
svo blóðugri sögu, hvernig þetta
fólk gat fundið skýringu á
ógnaratburðum og fyrirgefið
misgerðir í hinu fyrirheitna
landi sínu, sem voru miklu verri
en það fordæmdi í heimalandi
sínu.
Köstler lýsir þessu m.a. þann-
ig í „Guðinn, sem brást": „Rödd
okkar brann af réttlátri reiði, er
við fordæmdum gallanna í rétt-
arkerfi lýðræðisríkjanna, en við
voru þögul, er félögum okkar var
útrýmt án réttarhalda og dóms í
þeim löndum, sem voru undir
stjórn kommúnista.
Eftir síðari heimsstyrjöldina
efndi Köstler til herferðar fyrir
því, sem hann kallaði „sjálfræði-
legri afvopnun" en var einfald-
lega áskorun um ritfrelsi og
ferðafrelsi í Sovétríkjunum.
Hann fann fyrir þörf til þess að
berjast gegn áframhaldandi að-
dráttarafli kommúnismans á
menntamenn. Ennfremur starf-
aði hann með Orwell og öðrum
samsinna menntamönnum að
því að koma á fót andkommún-
istískri stofnun, er skyldi, þegar
fram liðu tímar, verða vettvang-
ur fyrir menningarfrelsi. Hlaut
hann stuðning til þess frá mörg-
um frjálslyndum mönnum á
Vesturlöndum.
Þau málefni, sem Köstler
varði kröftum sínum til, eru enn
til staðar. Hann heldur áfram að
fræða okkur og verk hans munu
eftir sem áður hafa mikil áhrif
og bergmála í framtíðinni.