Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 33 gráðu í bókmenntum og haldið til Toronto þar sem hún vonar að bíði hennar glaumur stórborgarinnar, kennarastaða og álitlegur maður. Unga konan, sem er um þrítugt, er ekki fyrr stigin inn fyrir dyr há- skólans í Toronto að þrír karl- menn taka að keppa um hylli hennar. Armstrong, nemandi, yrk- ir til hennar ástarljóð, John Truman, samkennari, hrasar á eldhúsgólfi í ölvímu í heimboði hjá Willy og yfirgefur hana í leiðu skapi og þá er kominn á staðinn Archie, prófessor við háskólann, ekkjumaður rúmlega sextugur, sem tekur að sýna henni áhuga. Hann kennir stúlkunni ýmis und- irstöðuatriði í kökubakstri og ást- in fer að dafna. Prófessorinn biður stúlkunnar og allt sýnist ætla að taka farsæla stefnu eða þar til vinurinn verður bráðkvaddur þeg- ar hann bregður sér í ferðalag frá Toronto til Florida til systur sinn- ar. Dapurlegur endir og slæmur. Ég hefði viljað sjá veglega brúð- kaupsveislu, mikið af blóma- körfum og freyðandi kampavín á borðum. Sunnudagur 6. mars: Sigmar B. Hauksson stjórnaði þætti í útvarpinu sem hét „Kaup- mannahöfn — París Norður- landa", og var sendur út klukkan tvö eftir hádegi. Sverrir Hólm- arsson, menntaskólakennari, sem dvelur í vetur við nám í Kaup- mannahöfn, sagði frá menningar- lífi í þessari ljúfu borg við sundin, frá leikhúslífi og jazzlífi sem er með miklum blóma í borginni og eru það ekki ný tíðindi fyrir okkur Vernharð Linnet. Fyrir tæpum áratug sáum við í Höfn marga stórsnillinga jazzins og urðum fyrir slíkum áhrifum nótt eina að við munum aldrei gleyma því er Dexter Gordon, tenórsaxófónleik- ari, lék ásamt hljómsveit af vöru- bílspalli í miðborginni og gerði allt vitlaust, og menn og dýr í nágrenni tóku þátt í gleðinni. Bent Chr. Jakobsen, sendikenn- ari við Háskóla íslands, spjallaði um byggingarlist í Kaupmanna- höfn, bjórkrá, vaxmyndasafnið, Kristjaníu og Istedgade, þar sem pútnahúsin eru á hverju götuhorni og viðskiptin sögð mikil. Einn af leiðtogum sælkera á ís- landi, Jónas Kristjánsson, rit- stjóri DV, flutti skemmtilegt er- indi um veitingahúsarekstur í Kaupmannahöfn. „Spunarokkur- inn" er ekki langt frá járnbrauta- stöðinni. Úrvalsmatsölustaður að dómi Jónasar, á matseðli ofnsoðin lúða í appelsínusósu, franskir ostar og annað lostæti. Jónas'er lítið fyrir hamborgara og pizzur. Þegar hann dvelur í Kaupmanna- höfn leitar hann uppi staði sem selja stórsteikur og eru með vín á boðstólum sem sælkerar geta sætt sig við. Þátturinn um Kaupmannahöfn, París Norðurlanda, var góður, bæði áheyrilegur og fróðlegur. Mánudagur 7. mars: Ungur maður, Þorvaldur Þor- valdsson, trésmiður, sem af og til skrifar kjallaragreinar i Dag- blaðið-Vísi og á það ömurlega áhugamál að stofna kommúnist- aflokk á íslandi, var með erindi í útvarpi fyrir miðnætti og fylgdi því draugagangur. Erindið kallaði hann „í minningu Stalíns". Þor- valdur nefndi þennan harðstjóra og illmenni „fjallaörninn", og er það ekki ósniðug nafngift. Fjalla- ernir eru grimmir fuglar sem leggjast á dýr og skepnur og myrða. Þorvaldur þarf endilega að koma því í verk að þýða útvarpser- indið fyrir vini sína í Albaníu. Pilturinn er haldinn frumlegu ofstæki. Þjóðskjalasafnið eða önn- ur álíka söfn ættu að verða sér úti um segulbandsspóluna með út- varpserindi Þorvalds trésmiðs þannig að komandi kynslóðir fái að kynnast hinu kostulega erindi. Marxistar á íslandi hafa eignast nýjan leiðtoga. Þriðjudagur 8. mars: Nýr bresk-bandarískur fram- haldsmyndaflokkur í sex þáttum, gerður eftir samnefndri njósna- sögu John le Carrés um George Smileys, byrjaði klukkan tuttugu fjörutíu. Fyrsti þáttur, „Teflt til sigurs", var spennandi frá upphafi til enda. Bretar hafa lengi verið þekktir fyrir gerð frábærra sakamála- þátta og þessi þáttur er ekki síðri mörgum sem áður hafa verið sýndir hér í sjónvarpinu. Alec Guinness í hlutverki Smileys spæjara er minnisstæður. Hann er í fremstu röð leikara sem uppi hafa verið og snilldartúlkun hans í fjölmörgum hlutverkum ógleym- anleg. Miðvikudagur 9. mars: „Áfangar", tónlistarþáttur í umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar, hef- ur verið á dagskrá útvarpsins í nokkur ár eða síðan á miðjum átt- unda áratugnum. Þættir þeirra fé- laga eru ávallt athyglisverðir. Umsjónarmenn eru vel að sér um tónlist. í þessum þætti, sem hófst klukkan átta um kvöldið og stóð yfir í rúman hálftíma, voru kynnt- ar ýmsar nýjar plötur, rokkmúsík og framúrstefnujazz voru aðallega á dagskrá og spilað lag af óút- kominni plötu hljómsveitarinnar Þeys sem væntanleg er á markað með vorinu. Ólafur Ormsson Helgi Már Haraldsson og Jóna Guðrún Ásgeirsdóttir við nýja bflinn sem ætlaður er sem leigubíll fyrir fatlað fólk í hjólastól. Síminn er 71215 og nú hafa fatlaðir fengið leigubfl SKYNDIFERÐIR fatlaora heitir fyrirta-ki sem Helgj Már Haraldsson og Jóna Guðrún Asgeirsdóttir hafa nýlega stofnað. Er hér um að ræða sérstakan leigubflaakstur sérhæfðan fyrir fatlað fólk í hjólastól. Þau hafa keypt hingað bíl af gerðinni Volks- wagen Microbus og gert á honum breytingar. Hefur hann nú verið út- búinn með festingum fyrir tvo hjóla- stóla og sætum fyrir fylgdarfólk og rennibraut og breiðar hurðir auð- velda akstur inn og út úr bifreiðinni. „Fyrirmyndina sækjum við til Kaupmannahafnar og Stokkhólms þar sem hliðstæð fyrirtæki eru starfrækt," sögðu þau Jóna og Helgi í viðtali við Mbl. „Það sýndi sig að á almennum leigubílastöðv- um gáfust bílstjórar upp á að sinna slíkum akstri samhliða al- mennum leiguakstri og voru Framboðslisti Vöku til stúdentaráðs Óli Björn Kárason, viðskiptafræði. Stefanía Óskarsdóttir, lögfræði. Karl Konráð Andersen, læknisfræði. Stefán Kalmansson, viðskiptafræði. Páll Björnsson, sagnfræði. Rúna Hauksdóttir, lyfjafræði. Jakob Bjarnason, verkfræði. Brynjar Nielsson, lögfræði. Halldóra Kristjánsdóttir, lögfræði. Ómar Benediktsson, viðskiptafræði. stofnsett sérhæfð fyrirtæki til að veita fötluðu fólki þá þjónustu, sem opinberir aðilar veittu ekki. Hér hefur verið starfandi á veg- um Reykjavíkurborgar ferðaþjón- usta fyrir fatlaða í fjögur ár, og höfum við bæði verið þar starf- andi frá upphafi. Hefur hún breytt allri aðstöðu fatlaðs fólks við að komast leiðar sinnar, reglu- legar læknisferðir, þjalfun og fleira. Það tók nokkurn tíma áður en fólk gerði sér þann möguleika ljósan og voru aðeins farnar 90 ferðir fyrsta mánuðinn, nú eru farnar 120 ferðir á dag og alls voru farnar 20.000 ferðir á síðasta ári. Þegar ferðaþjónustan hófst var til dæmis aðeins einn einstakl- ingur keyrður í vinnu á dag en nú eru farnar 50 ferðir á dag með fatlað fólk í vinnu eða í skóla. Verð á ferðum ferðaþjónustunn- ar er það sama og fargjöld stræt- isvagna og þarf að panta ferðir með dags fyrirvara, og fyrir helg- ar þarf að panta á föstudegi. Það er ljóst að þessi fyrirvari getur komið sér illa fyrir fatlað fólk í hjólastólum sem vill fara eitthvað án fyrirvara. Það er þessvegna sem við höfum hætt störfum hjá ferðaþjónustunni til að geta aukið möguleika fatlaðs fólks á ferðum. Við munum starfa sem leigubíll og er taxti okkar 15% hærri en venjulegra leigu- bíla, það er 10% lægra en ef leigu- bílastöðvarnar mundu keyra svona bíl á sértaxta sínum. Við viljum koma á framfæri þakklæti til félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra fyrir góða og skilningsríka fyrirgreiðslu i formi styrks, einnig sýndi samgönguráð- herra skilning með veitingu leyfis fyrir fyrirtækinu." Skyndiferðir fatlaðra eru til húsa í Leirubakka 22. Pöntunar- sími er 71215 verður í talstöðvar- sambandi við bifreiðina. Þeim fötluðu bifreiðaeigendum sem þurfa á ferðum eða aðstoð að halda er bent á FR-númerið er 6636. Símatími er 7.30—21.00 mánu- daga til fimmtudaga, en um helg- ar frá 7.30 og fram á nótt, fyrir fatlaða sem eru í heimsóknum, á skemmtistöðum eða eru seint á ferðinni af öðrum orsökum eru. Skyndiferðir fyrir fatlaða munu góðfúslega veita þjónustu utan þessa tíma ef beðið er um. Bókamarkaðurinn ll ^^ Góóarbækur ÉJlWilfíWS Gamalt verð HÚSGAGNAHÖLLINNI, ÁRTÚNSHÖFÐA Opió í dag, kl 9 -18 næst síóasti dagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.