Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 ?ósiufinK\ er kom'iAa!" Ast er ... * ... að finna til sælu þegar þú hugsar til hans. TM Raa. U S Pat Ott -aN rlghts reservxf ©1982 Los Angetes Times Syndicate Kina ráðiö við líkþornum, vinur minn, er að ganga ekki í of þröng- um skóm. I*ú átt að blása í flautuna! HÖGNI HREKKVISI „ ERU TVEIR eins/" Jöfnun húshitunarkostnaðar: Nefiidarálit en ekki frumvarp Birgir ísleifur Gunnarsson skrif- ar: „í dálki Velvakanda laugardag- inn 5. mars sl. er birt símtal við Nínu Þórðardóttur, þar sem fram kemur, að nú liggi fyrir Alþingi „frumvarp um jöfnun á hitakostn- aði landsmanna, sem hefur í för með sér, ef samþykkt verður, skattlagningu á hitaveitu Reyk- víkinga. Að þessu stendur m.a. Birgir ísl. Gunnarsson auk Karv- els Pálmasonar." Síðar segir í greininni: „Þess vegna finnst mér það hart, að Birgir Isleifur, sem er þingmaður Reykvíkinga, skuli standa að þessu frumvarpi." Hér er um mikinn misskilning að ræða, sem ég tel mér skylt að leiðretta. Fyrir Alþingi liggur ekkert frumvarp um þetta efni, hvorki frá mér né öðrum. Hins- vegar hafa þingmenn fengið í hendur nefndarálit frá sérstakri nefnd, sem iðnaðarráðherra skip- aði, sem skyldi gera tillögur um hvernig jafna skyldi húshitunar- kostnað í landinu. Ein af tillögum þessarar nefndar er sú að leggja nýjan skatt, orkuskatt, m.a. á Hitaveitu Reykjavíkur. Þetta nefndarálit gerði ég sérstaklega að umræðuefni á Alþingi og mót- mælti öllum hugmyndum um að leggja orkuskatt á Hitaveitu Reykjavíkur og kvaðst myndu berjast gegn því á Alþingi. Hinsvegar benti ég á, að fyrir tveimur árum hefði Alþingi sam- þykkt sérstakt orkujöfnunargjald, sem nota átti til að jafna orku- kostnað í landinu. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar tekið þær tekjur, sem þetta gjald gefur af sér, til almennra nota ríkissjóðs. Ég er Svana Jörgensdóttir skrifar: Er ég las Velvakanda í gær, 6.3. ’83, spurði ég sjálfa mig, hvað vekti eiginlega fyrir Guðrúnu Á. Símonar með þessum skrifum sín- um um Sigurð Björnsson, fram- kvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitar fslands! Allir vita, sem eitthvað hafa fylgst með óperuflutningi, og þá Sigurður Björnsson einnig, að allt- of lítið hefur verið gert fyrir þenn- an hóp unnenda. Nú þegar loksins rofar til í þess- um efnum, hvort sem verk eru flutt í konsertformi eða á sviði, rýkur sú óperusöngkona okkar, sem mest hefur barist fyrir óperu- flutningi, fram á sviðið til þess eins að níða þessa viðleitni niður. Ég var ein af þeim, sem vildi að við notuðum okkar söngfólk í allar þeirrar skoðunar að ekki komi til greina að leggja á nýja skatta í þessu skyni. Vonast ég til að þessar skýr- ingar leiðrétti þennan misskilning um mína afstöðu til þessa máls.“ uppfærslur svo framarlega að söngvarar væru til í hlutverkin, og stóð þar af leiðandi með Guðrúnu Á. Símonar á sínum tíma. Guðrún Á. Símonar virðist ekk- ert hafa þroskast eða lært af þess- um erfiðleikum sínum. Hún vill auðsjáanlega nú, að haldið sé áfram því sem hún barðist mest á móti hér áður fyrr. Við sem erum unnendur góðrar tónlistar höfum fengið alltof lítið að heyra í Sigelinde Kahman, og grun hef ég um að þar sé um að kenna tengslum hennar við Sigurð Björnsson. Svona smáborgaraskrif, sem Guðrún Á. Símonar lætur frá sér fara, eru eingöngu lítilsvirðing fyrir hana sjálfa og er það miður. Virðist ekkert hafa þroskast eða lært af þessum erfiðleikum Þessir hringdu . . . Væri búinn að borga gjaldið Sjónvarpsnotandi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Það er furðuleg auglýsing sem sjónvarpið birtir æ ofan í æ um þessar mundir, til þess að minna á greiðslu afnotagjalda. Auglýsingin minnir einna helst á bruðl, of mikla yfirbyggingu og offitu, og verkar e.t.v. öfugt við það sem henni er ætlað. Ég væri a.m.k. búinn að greiða þetta gjald, ef hún hefði ekki verið. Stöðva verður veiðiheimildir til Norðmanna og Færeyinga Auðunn Auðunsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég veit ekki hvort menn hafa almennt gert sér grein fyrir, að það var hrein tilviljun, að upp komsut úthafslaxveiðar Færey- inga um daginn. Það var fyrst og fremst því að þakka, að Eldborg- armenn frá Hafnarfirði höfðu augun opin og létu Morgunblaðið vita. Annars hefði þetta ekki uppgötvast. Beiðni Portúgala um fiskveiðiheimild við ísland er bein afleiðing af fiskveiðisamn- ingum okkar við Færeyinga, Belga og Norðmenn. íslenskur þjóðarhagur er nú það slæmur miðað við afkomu a.m.k. Norð- manna og Færeyinga, að þegar í stað ber að stöðva veiðiheimildir til þeirra. Hér á landi er verið að stofna til aukabúgreina, m.a. fiskrækt- ar og þá aðallega laxeldis með því að sleppa gönguseiðum í haf- ið. Og þegar laxinn skilar sér eftir árið sem sex punda fiskur og eftir tvö ár helmingi stærri, þá taka Færeyingar hann fyrir utan landhelgina okkar. Meðan því fer fram, hljóta allir íslensk- ir skattborgarar að mótmæla því að verið sé að sleppa þessum fiki í hafið, a.m.k. fyrir norðan og austan. Að vísu geta þeir haldið áfram að sleppa, sem hafa gam- an af því að gefa öðrum, en það verða þeir að gera á sína ábyrgð. Og ég mótmæli því, að íslenskur almenningur sé látinn standa undir kostnaði við slík heimsku- pör. Það var viðtal við einhvern fisktæknifræðing í útvarpinu og mér þótti furðulegt að heyra, að maðurinn kunni ekki að beygja orðið fiskur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.