Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983
Þjóðarsátt um stjórnarskrármálið:
• •
Onnur lausn leiðir til sundrungar þjóðarinnar
— eftir Sigurð Helga-
son, bœjarfógeta
Þjóðarsáttin mikla
Mikið er rætt og ritað um
endurnýjun stjórnarskrár þessa
dagana og snúast umræður um
kjördæmaskipunina. Allt er þetta
bæði eðlilegt og gott, enda er
stjórnarskrármálið til umræðu á
Alþingi okkar. Það er öllu þó
verra, að það virðist vera hug-
mynd margra að hægt sé á nokkr-
um dögum á Alþingi að afgreiða
grundvallarlög þjóðarinnar og
gera á þeim verulegar breytingar.
Er slíkt fráleitt og gagnstætt
vinnubrögðum við setningu
stjórnarákvæða, enda snerta þau
hornstein lýðræðisins. Núverandi
stjórnarskrá var þjóðinni gefin
1874 af Kristjáni 9. Danakonungi
og síðan hefur staðið til að endur-
nýja hana, en þrátt fyrir margar
tilraunir ekki tekist fyrr en nú að
fram hafa komið tillögur frá
stjórnarskrárnefnd um nokkuð
verulegar breytingar, sem nú eru
til umræðu á Alþingi þjóðarinnar.
Enda þótt núverandi stjórnarskrá
hafi reynst að mörgu leyti vel,
enda var hún sniðin eftir frjáls-
lyndustu og bestu stjórnarskrám
þeirra tíma, þá sveið þjóðinni allt-
af að hún var ekkert spurð um
gerð hennar og hafði engin áhrif á
setningu hennar. Slíkt slys má
ekki endurtaka sig í svipaðri
mynd, enda væri það okkur til
ævarandi skammar.
Við setningu núverandi stjórn-
arskrár eigum við að gera þær
breytingar, sem reynslan hefur
sýnt að þörf er á, taka inn í hana
ný ákvæði, með hliðsjón af reynslu
okkar og annarra þjóða og um-
fram allt að sameina þjóðina um
breytingar en ekki að sundra
henni. Þessi hugmynd um hroð-
virknisleg vinnubrögð hefur þegar
ruglað þjóðina og spillt andrúms-
loftinu og sjáum við sýnishorn af
slíkum vinnubrögðum þessa dag-
ana. Sett eru á svið „alþýðurétt-
arhöld" og í blöðum og fjölmiðlum
birtist efni, sem hefur þegar klofið
þjóðina í hatrammar fylkingar.
Þjóðin í heild hvar sem er á land-
inu verður að rísa upp og fordæma
slík vinnubrögð, enda bera þær
keim af því þjóðskipulagi, sem við
íslendingar höfum ekki aðhyllst
fram til þessa.
í Morgunblaðinu þann 3. mars
sl. ritar Jón Steinar Gunnlaugs-
son, lögfræðingur, grein sem hann
nefnir „Þingmenn á löggjafar-
þinginu eru fulltrúar fyrir fólk,
ekki fyrir tré eða akra“ og mun
þetta vera tilvitnun í merkan
Hæstaréttardóm í Bandaríkjun-
um. Skal hún rædd nokkuð nánar.
Það væri einmitt gott og heppilegt
að við tækjum til fyrirmyndar,
hvernig grundvallarlög Banda-
ríkjanna voru sett eftir miklar
umræður meðal þjóðarinnar og
svo giftusamlega tókst til að enn í
dag eru þau lög nefnd þar í landi
„Þjóðarsáttin mikla", en þá tókst
að sameina þjóðina í eina heild.
Gagnkvæm virðing
og samstarf
Fyrir stofnun Bandaríkjanna,
höfðu þegar orðið til nokkur
sjálfstæð ríki með mismunandi
uppruna, menningu og fólksfjölda.
Nauðsynlegt var að þau sameinuð-
ust til þess að þau yrðu áhrifarík
heild öllum þegnunum til góðs. En
mikil tortryggni ríkti þeirra á
milli og hræðsla hvert við annað,
sem þurfti að yfirvinna. Kom
þetta mest fram hjá minni ríkjun-
um í garð þeirra stærri, eins og
svo oft vill verða og við íslend-
ingar þekkjum svo vel. Farsæl
niðurstaða fékkst samt, eins og við
öll þekkjum og skal í grófum
dráttum eitt atriði rakið. Löggjaf-
arþing þeirra er í tveimur deild-
Sigurður Helgason
„Algjört jafnrétti at-
kvæöa hef ég alltaf talið
fjarstæöu miðað við nú-
verandi aðstæður. Hef
ég gjarnan vitnað til
Norðmanna, en þeir
hafa viðurkennt að tvö
atkvæði í Osló jafngiltu
einu atkvæði í Finn-
mörk. Norðmenn viður-
kenna þennan aðstöðu-
mun milli íbúa eftir því
hvar þeir búa. Ekki er
mér kunnugt um neinar
óánægjuraddir frá
Oslóbúum vegna þessa,
enda þótt þetta misvægi
sé samþykkt í stjórn-
arskrá landsins.“
um, sem kosið er til sérstaklega,
öldungadeild og fulltrúadeild. I
öldungadeildinni, sem er talin öllu
valdameiri þó mikið jafnræði ríki
milli deildanna, er skipuð tveimur
fulltrúum hvers ríkis án tillits til
íbúatölu, en sum ríki þar eru
margfalt fjölmennari en önnur. I
fulltrúadeildina eru valdir full-
trúar með hliðsjón af fólksfjölda,
en þó er smæstu ríkjum tryggður
lágmarksfjöldi fulltrúa. Tilvitnun
Jóns Steinars í bandarískt þjóð-
skipulag er einmitt gagnstætt
þeim sjónarmiðum, sem hann síð-
ar byggir röksemdir sínar á og því
sjá allir að ekki stendur þar nein
heil brú eftir. Nú skyldi einhver
lesandi ályktá sem svo, hvað kem-
ur okkur íslendingum við stjórn-
kerfi annarra þjóða? Vissulega má
halda slíku fram með vissum rétti,
því að einmitt gamla Alþingi ís-
lendinga var sú fyrirmynd lög-
gjafarþings, sem önnur lýðræðis-
ríki hafa byggt sína stjórnskipan
á að verulegu leyti. Það er þó fróð-
legt þegar nánar er athugað, að
einmitt gamla Alþingi okkar var
byggt á þjóðarsátt sterkra ein-
staklinga, ætta og landshluta.
Höfum í huga að goðorðin skiptust
eftir fjórum landshlutum, án til-
lits til íbúafjölda á þeim tíma. Á
sama grundvelli var landinu skipt
í fjögur sjálfstæð ömt, sem höfðu
verulega sjálfstjórn, þegar við
fengum sjálfstæði aftur frá Dön-
um, en síðar voru þau lögð niður
og stjórnarráð fyrir allt landið
sett á stofn í Reykjavík. Þannig
byggðist grundvöllur þjóðskipu-
lagsins hér á landi á fjórum nokk-
uð sjálfstæðum landshlutum, sem
unnu saman sem ein heild. Meðan
gagnkvæm virðing og samstarf
stóðst í raun, efldist hagur þjóðar-
innar, en við röskun þess glataðist
sjálfstæðið á skömmum tíma.
Sagan skal ekki rakin nánar, enda
þótt mikla reynslu mætti af henni
draga og er bæði nauðsynlegt og
hollt að hafa hana í huga þegar
fjallað er um grundvallarlög þjóð-
arinnar og þá um leið framtíðar-
skipan þjóðfélagsins.
Landshlutasamtökin
ber að efla
Það munu vera um 15—20 ár
síðan landshlutasamtökin voru
stofnuð hér á landi. Valdsvið, fjár-
ráð og sjálfstæði þeirra er mjög
þröngur stakkur skorinn og til
þeirra er ekki kosið beinni kosn-
ingu. Uppbygging þessara sam-
taka er mismunandi á veg komin,
en þeim er ekki tryggður í löggjöf
réttur til að takast á við aðkall-
andi verkefni. Nefnd hefur verið
sett á laggirnar að endurskoða
sveitarstjórnarlögin og hefur hún
sent frá sér fyrstu niðurstöður. Að
mínum dómi eru fyrirliggjandi
niðurstöður ekki markverðar og
m.a. lítið sem ekkert tekið á
grundvelli landshlutasamtakanna,
en mál þessi verða áfram til um-
ræðu hjá sveitarstjórnarmönnum.
Að þetta mál er tekið fyrir sér-
staklega er að meðai vestrænna
lýðræðisríkja hefur þróunin hin
síðari ár stefnt að því að stórefla
sjálfstjórn héraðanna og lands-
samtaka þeirra. Til þeirra er kosið
beinni kosningu og til þeirra færð
völd og fjármagn. Hluti af starfs-
sviði stjórnarráðanna er færður
til slíkra samtaka, löggjöf við það
miðuð að hluti af stjórnar-
farslegum völdum sé afhentur við-
komandi umdæmum og reynt með
stórfelldum ráðstöfunum að efla
atvinnulíf viðkomandi byggðar-
laga og efnahagslegt sjálfstæði
þeirra. Fróðlegt og gagnlegt er að
kynna sér stefnu Norðmanna í efl-
ingu fylkjanna undanfarin ár.
Fylkisþingið getur ráðstafað fjár-
munum og skattlagt og gert út um
málefni héraðsins, eins og löggjöf
ákveður á hverjum tfma. Fylkis-
þingin geta tekið stjórnarfarsleg-
ar ákvarðanir og geta veitt upp-
lýsingar sem hjá okkur er falið
stjórnarráðinu. Einnig eru þau
málsvarar fylkjanna, eins og lög
gera ráð fyrir. Tilsvarandi ráð-
stafanir hafa aðrar Norðurlanda-
þjóðir gert til eflingar sjálfs-
stjórnar héraðanna. Rétt er að
benda á að bæði Þjóðverjar og
Andstæðingar Sjálfetæðis-
flokksins fagna framboði
- eftir Einar K.
Guðfinnsson,
Bolungarvík
Flestir virðast sammála um að
mikið upplausnarástand ríki í
þjóðmálum okkar. Er nánast sama
hvert litið er. AIls staðar blasa við
merki upplausnar og agaleysis.
Afleiðing þessa ástands hefur á
síðustu vikum birst mönnum með
ótvíræðum hætti í skoðanakönn-
unum, sem benda til þess að æ
fleiri kjósendur eigi erfitt með að
gera upp við sig hvaða stjórn-
málaafli þeir vilji fylgja.
Angi óvissuástandsins eru auð-
vitað þau sérframboð sem skotið
hafa upp kollinum. Til þeirra er
vitanlega stofnað við ólíkar inn-
byrðis aðstæður. En skoðun mín
er sú að rótleysi stjórnmálanna nú
um stundir hafi skapað þann jarð-
veg er sérframboðin spruttu úr.
Því hefur nú verið lýst yfir að
fram verði borinn listi „óánægðra
sjálfstæðismanna" á Vestfjörðum
við komandi alþingiskosningar.
Ætlun mín er ekki sú að ræða til-
drög þess framboðs nú. Fremur
hyggst ég dvelja örlítið við eina af
meginröksemdum þeim sem for-
ráðamenn sérframboðsins hafa
uppi, til réttlætingar gjörða sinna.
Vafasöm
rökfærsla
Því er haldið fram af fyrirsvars-
mönnum sérframboðsins að mikil
óánægja sé meðal sjálfstæð-
ismanna á Vestfjörðum, vegna
þess að ekki var viðhaft prófkjör,
er framboðslistinn var ákveðinn.
Stórir hópar sjálfstæðismanna
hyggist af þeim sökum ekki kjósa
lista flokksins; ýmist muni þeir
sitja heima, ellegar styðja aðra
framboðslista. Til þess að koma í
veg fyrir þetta sé sú leið ein fær að
efna til sérframboðs og ná þannig
til þeirra óánægðu.
Þetta er vitanlega ákaflega
nýstárleg kenning, svo ekki sé nú
meira sagt — svona í bili. Henni
er hins vegar haidið fram í fullri
„Enginn vafi er á því
að þessir andstæðingar
Sjálfstæðisflokksins
fagna því nú mjög að
sundrungar gætir meðal
vestfirskra sjálfstæð-
ismanna. Sundrungin er
vatn á þeirra myllu og
gefur þeim vonir um að
þeim megi takast að
fella annan mann
Sjálfstæðisflokksins og
taka sæti hans. Það
væri vissulega ömurlegt
til þess að vita ef sér-
framboð „óánægðra
sjálfstæðismanna“ nú
yrði til þess að fleyta
fulltrúa Alþýðubanda-
lagsins á Vestfjörðum
inn á þing.“
alvöru. Því er eðlilegt að ræða
hana í alvöru.
Áður en lengra er haldið, er ekki
úr vegi að nema nokkuð staðar við
sjálfa rökfærsluna. Ég hyggst að
sinni láta forsenduna — að mikil
óánægja sé ríkjandi með uppstill-
ingaraðferðina — liggja á milli
hluta. Á hinn bóginn liggur auð-
vitað í augum uppi að sú ályktun
sem sérframboðssinnar draga af
sinni eigin forsendu orkar mjög
tvímælis. Jafnvel þó það kynni að
vera rétt (sem þó er ekki skoðun
mín), að mikil óánægja ríkti með
uppstillingaraðferðina, þá er ekk-
ert sem segir okkur það að sér-
framboð geti á nokkurn hátt sleg-
ið á þá óánægju.
En þó svo að sérframboðssinn-
um hafi orðið illa hált í rökleiðsl-
unni, er það þó hátíð miðað við þá
dæmalausu röksemd að sérfram-
boð geti eflt Sjálfstæðisflokkinn.
Væri manni hinn minnsti hlátur í
huga við núverandi aðstæður þá
væri þessi fullyrðing sérfram-
boðssinna drepfyndin.
Tekið undir sjónar-
mið Sigurlaugar
Að afloknum síðustu alþingis-
kosningum fóru fram miklar um-
ræður innan Sjálfstæðisflokksins,
um stöðu flokksins og hvaða lær-
dóm mætti draga af niðurstöðum
kosninganna. Þó svo að flokkurinn
hafi bætt stöðu sína frá kosning-
unum á undan voru menn engu að
síður óánægðir með að árangurinn
skyldi ekki verða meiri. Ekki síst í
ljósi þess að ríkisstjórn vinstri
flokkanna sem verið hafði við völd
frá sumarmánuðum 1978, reyndist
sundruð og getulaus óráðsíu-
stjórn. Ég hygg það varla ofmælt
að flestir hafi verið þeirrar skoð-
unar að sérframboð sjálfstæð-
ismanna í tveimur kjördæmum
hafi dregið mjög úr árangri
flokksins. Flokkurinn kom ekki
fram sem sameinuð heild. Sér-
framboðin endurspegluðu bresti í
flokknum og gáfu kjósendum þá
mynd að hver höndin væri upp á
móti annarri. Þessar röksemdir
heyrðust meðal annars í miðstjórn
Sjálfstæðisflokksins. Einn mið-
stjórnarmanna lagði á þetta sér-
staka áherslu, svo sem fram kem-
ur í fundargerðum frá þessum
tíma. Var það Sigurlaug Bjarna-
dóttir, — sú hin sama og nú telur
það verða Sjálfstæðisflokknum tii
sérstakrar bjargar að tefla fram
sérframboði í Vestfjarðakjör-
dæmi!
í þágu Alþýðu-
bandalags og
Framsóknarflokks
í alþingiskosningunum árið
1979 fékk Sjálfstæðisflokkurinn
tvo kjördæmakjörna menn á Vest-
fjörðum. Var það eina kjördæmið
utan Reykjavíkur og Reykjaness
þar sem það gerðist. Annars stað-
ar fékk flokkurinn einvörðungu
einn kjördæmakjörinn mann.
Andstæðingar flokksins á Vest-
fjörðum munu nú sem fyrr gera
allt sem í þeirra valdi stendur til
þess að fella annan mann Sjálf-
stæðisflokksins úr kjördæma-
kjörnu sæti. Við síðustu alþingis-
kosningar háðu annar maður á
lista Framsóknarflokksins og
fyrsti maður á lista Alþýðubanda-
lagsins harða baráttu um þingsæti
á Vestfjörðum. Fóru leikar svo að
framsóknarmaður var kjörinn en
frambjóðandi Alþýðubandalags-
ins, Kjartan ólafsson, sem verið
hafði alþingismaður, féll.
Enginn vafi er á því að þessir
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins fagna því nú mjög að sundr-