Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1983 13 dagblaðið Tíminn verið þar í fyrsta sæti. Hin síðari ár hefur hins vegar hallað undan fæti fyrir Tímanum, en útbreiðsla DV hefur hins vegar aukizt. Hefur DV tekizt að komast inn í það tómarúm, sem Tíminn hefur skilið eftir sig á landsbyggðinni, einkum í „fram- sóknarkjördæmum" austan- og NA-lands. Eitt af því, sem mér finnst at- hugavert við könnun Sam- bands íslenzkra auglýsingastofa, er að ekki skyldi vera spurt um, hve langur tfmi fer í lestur hvers blaðs. Auðvitað hlýtur það að skipta höfuðmáli, hve lengi og ít- arlega menn lesa blaðið sitt. í janúar 1980 lét Morgunblaðið Hagvang, sama aðila og annaðist könnunina fyrir auglýsingastof- urnar, gera könnun á því hvernig menn læsu Morgunblaðið. Um helmingur lesenda blaðsins, eða 49,9%, lásu blaðið í 20 mínútur eða lengur á degi hverjum. „Auk þess taldi enginn," segir í skýrslu Hagvangs, „að hann læsi eða liti venjulega ekki í Morgunblaðið og einungis um 1% að lesturinn næði ekki 5 mín. daglega." Þar sem þessar upplýsingar liggja ekki fyrir um hin blöðin, finnst mér þessi könnun ekki marktækur samanburður á auglýsingagildi Morgunblaðsins annars vegar og svo hinna blaðanna. Aeins árs afmæli sameiningar Dagblaðsins og Vísis tók DV upp á því að birta á forsíðu blaðs- ins tölur yfir „prentuð eintök". Þeir, sem fylgzt hafa með þessum upplagstölum Dagblaðsins Vísis hafa tekið eftir því að á mánudög- um hækkar þessi tala talsvert. Þetta stafar af því, að á mánudög- um er DV eitt um markaðinn. DV byggir og að stórum hluta á lausa- sölu, eins og raunar kemur fram f könnuninni. Sérstaða Morgun- blaðsins er hins vegar fólgin í því, að það er nánast eingöngu selt tií áskrifenda. Meðalupplag Morgun- blaðsins í febrúarmánuði siðast- liðnum var 45.650 eintök. Sem dæmi um það má nefna, að VG f Osló, sem eingöngu er selt í lausasölu, prentaði síðastliðið haust um 294 þúsund eintök, en gaf upp sem daglegt upplag um 245 þúsund eintök. Þetta þýðir að blaðið prentar 50 þúsund eintök umfram sölu. Hvers vegna, má spyrja? Ástæðan er sú, að þegar blað er selt í lausasölu, er það keypt á þessum stað í dag og öðr- um á morgun. Til þess að vera ör- uggt um, að kaupandi geti gengið að blaðinu vísu, þar sem honum hentar hverju sinni, er verulegu magni dreift umfram sölu. Nú hefur hlutfall áskrifenda í sölu DV áreiðanlega aukizt frá þvf sem áður var, en engu að síður er um verulega lausasölu að ræða, sem væntanlega lýtur svipuðum lögmálum og hjá VG í Osló. Til viðbótar má geta þess, að prentað upplag segir litla sögu um raun- verulegt upplag, þar sem 500—1500 blöð, sem teljari prent- vélar telur, skemmast og fer aldrei út úr húsi. Eins og áður segir, fór könnun Sambands íslenzkra auglýs- ingastofa fram í nóvember og des- ember. Allan októbermánuð og fram í miðjan nóvember safnaði Dagblaðið Vísir áskrifendum með áskrifendagetraun, þar sem vinningur var Opel Kadett að verðmæti 180 þúsund krónur. Hann var dreginn út 15. nóvember og hlaut hann heppinn Kópa- vogsbúi. Dagblaðið Tíminn, sem eins og önnur blöð hefur fjallað um könnun auglýsingastofanna, segir í leiðara síðastliðinn þriðju- dag „Tíminn er í sókn samkvæmt þessari könnun þrátt fyrir að hún hafi verið gerð áður en áskrif- endagetraun Tímans komst í full- an gang, en hún hefur skilað á annað þúsund nýjum áskrifendum síðustu mánuðina." BENIDORM 1983: 13, APR., 11. MAÍ, 1. JÚNÍ. 22. JÚNÍ. 13. JÚLÍ, 3. & 24. ÁGÚST, 14. SEPT., 5. OKTÓBER Pátkaferð 30. mars Styttiö veturinn á strönd Benidorm. Hinn þægilegi vorblær og gróandi vorsins heill- ar íbúa Evrópu sem streyma til Benidorm um páskana. Þessi ferö er fimmtán dagar og kostar frá 11.900 í studio-íbúö. Dag- flug. Ferö eldri borgara Sérlega þægileg fjögurra vikna ferö, ætl- uö eldri borgurum á veröi þriggja vikna feröa. Brottför: 13. apríl, 28 dagar. Hjúkr- unarfræöingur veröur meö í feröinni. Verö: 12.900 (studio-íbúö) einnig dvaliö á hótelum meö fæði. Dagflug. Farnar veröa tíu feröir í sumar í beinu leiguflugi (dagflug) til Benidorm. Fjöl- breytt gisting, ibúöir eöa góö hótel meö fæði. Margir veröflokkar og sérstök FM-greiöslukjör. 30. marz (páskaferö), 13. apríl, 11. maí, 1. og 22. júní, 13. júlí, 3. og 24. ágúst, 14. sept. og 5. okt. Ferða- kynning í Þórscafé sunnudagskvöld. FERÐA MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI 9 S. 28133 Leitin ad kettinum sem hvarf heldur áfram Kattardrama hjá fjölskyldu einni í einbýiishúsi nokkru rétt norðan við Borlánge er orðið að stórmáli og fylgist hálf sænska þjóðin spennt með fjölskyldunni og kettinum. Húseigandinn, Tommy Eng- ström, kveðst ekki þola ástandið öllu lengur, þar sem fjölskyldan er niðurbrotin. Síðan 3. janúar sl. hefur kötturinn verið lokaður einhvers staðar inni í húsinu. Þann dag heyrðist nefnilega fyrsta veinið og málmið í kisu, en enginn veit hvaðan það kom. Engström-fjölskyldan hefur reynt allt sem í hennar valdi stendur til að finna köttinn. Greð hafa verið göt í þak og veggi í kjallara og leitað í skúmaskotum með sporhundi, auk þess sem húsið hefur verið Ijósmyndað með „varmaljós- myndavél". Á fimmdag (10. febrúar) rufu tveir múrarar gat á arininn, en án árangurs. 1 gær var svo hluti af veröndinni graf- inn upp. Margir efast um að nokkur köttur sé inni lokaður í húsinu og gerir það máliö enn óþægi- legra, segir einn úr fjölskyld- unni. Köttinn verður að finna því ef hann deyr, þá verður óbúandi í húsinu fyrir rotnun- arlykt. Það eru allir sammála um. Föstudaginn 11. febrúar rannsökuðu tveir tæknifræð- ingar húsið með háþróuðu tæki, einhvers konar slöngusjóngleri. Það er útbúnaður, sem hægt er að sjá með fyrir horn inn í dimma afkima. Þessi tilraun gaf engan árangur. Sama dag flutti fjölskyldan úr húsinu, uppgefin og þreytt eftir allt tilstandið. Húseigandinn sagðist hafa þurft að útvega sér leynisíma eftir að hafa fengið u.þ.b. 5.000 símtöl síðustu vikurnar. Fólk hefði hringt á öllum tímum sólar- hrings. Sem sérlegir ráðgjafar í katt- arleitinni hefur fjöldi spámanna og -kerlinga stigið fram í dags- ljósið. Fyrir utan sjónvarps- menn, tryggingamatsmenn, sér- fræðinga, fréttamenn, ljósmynd- ara og aðra forvitna var sérlegur „dýraumboðsmaður" kominn á staðinn til að stjórna leitinni persónulega. Tryggingafélag eitt hefur greitt útgjöldin vegna leitarinn- ar að týnda kettinum, eða um 25.000,- sænskar til þessa, en föstudaginn 11. febrúar var hætt við frekara niðurrif á húsinu. En um sjöleytið sama dag heyrðist enn einu sinni kattarvein. „Ein- mitt hérna við svefnherbergis- vegginn. Það voru ekki nema nokkur fet á milli okkar." Svo sagði síðasta vitnið. I dag, laug- ardaginn 12. febrúar, heldur leit- in að kettinum áfram og þá eru 42 dagar síðan fyrst heyrðist í kisu með lífin 9. Magnús Brynjólfsson, Ippsolum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.