Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri:
Pólitísk fundahöld eiga ekki
að eiga sér stað í skólum
„ÉG TEL að pólitísk fundahöld í skólum hafi ekki og eigi ekki að eiga sér
stað. Hvað þetta mál varðar vil ég ekki tjá mig um,“ sagði Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, er Morgunblaðið ræddi við hann
um pólitískan fund Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubandalagsins, í
Iðnskólanum í síðustu viku. Morgunblaðið skýrði frá þessum fundi í frétt á
þriðjudag og kom þar fram að fundurinn var ekki haldinn með leyfi skóla-
stjóra.
„Pólitísk fundahöld eiga sér yfir-
leitt ekki og alls ekki stað í skólum,
en mér er ekki kunnugt um, að um
þetta séu einhverjar reglur. Þetta
eru bara óskráð lög. Hins vegar
man ég eftir því, að einhvern tím-
ann fengu nemendur og skólayfir-
völd á Laugarvatni fulltrúa allra
stjórnmálaflokka í heimsókn til
þess að ræða við sig. Fundir í skól-
um eiga sér yfirleitt ekki stað
nema að höfðu samráði við skóla-
stjóra og orki eitthvað tvímælis
hvað þáð varðar, hafa þeir vafa-
laust samráð við menntamálaráðu-
neytið. Þetta eru höfuðdrættirnir í
þessum málum, en ég man ekki eft-
ir neinum ákveðnum reglum um
þetta öðrum en þeim, að skóla-
stjórn og skólanefnd eru herrar
hússins," sagði Birgir ennfremur.
Geir Hallgrímsson á fundi á Akureyri annað kvöld:
Frá upplausn
til ábyrgðar
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
efnir til almenns stjórnmálafundar
á Akureyri, fimmtudagskvöldið 24.
mars kl. 20.30 í Sjallanum. Á þess-
um fundi flytur formaður Sjálfstæð-
isflokksins, Geir Hallgrímsson,
ræðu sem hann nefnir „frá upplausn
til ábyrgðar". í ræðu sinni mun
formaður Sjálfstæðisflokksins fjalla
um stefnu flokksins í komandi al-
þingiskosningum, stöðu flokksins í
kosningabaráttunni, framtíð flokks-
ins og þá erfiðleika sem að baki eru.
Ennfremur mun Geir Hallgrímsson
í ræðu sinni fjalla um andróðurinn
gegn stjórnmálaflokkum og stjórn-
málamönnum og hvað við tekur að
loknum kosningura.
(Frétutilkynning)
Geir Hallgrímsson
Vorhugur í veiðimönnum
Ljósm.: Emilía.
Cam Siegler, kunnur bandarískur stangaveiðimaöur, er staddur hér á landi og sýndi hann fluguköst í gær við
syðstu Tjörnina í Reykjavík. Þó illa viðraði til flugukasta, létu áhugasamir stangaveiðimenn það ekki á sig fá og
mættu og fylgdust með Bandaríkjamanninum. Enda er skammt þar til veiðitímabilið byrjar, því sjóbirtingsveið-
in hefst 1. apríl, þó ekki megi merkja það af náttúrunni. En þó veðráttan sé óblíð um þessar mundir, er
greinilega kominn vorhugur í veiðimenn.
Lausafjárstaða innlánsstofnana batnaði í febrúar:
Verulega hefur sigið
á ógæfuhliðina í marz
Framsókn í Norðurlandi vestra:
Fellt með sex atkvæðum gegn
þremur að göngumenn fái B6
Á FUNDI stjórnar kjördæmis.sambands Framsóknarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra, sem haldinn var í gær, var tillaga þess efnis að mótmæla því við
yfirkjörstjórn, að listi „göngumanna" fengi listabókstafina BB, og að hann fengi
með því að bjóða fram í nafni Framsóknarflokksins, samþykkt með sex atkvæð-
um gegn þremur.
Tillagan var borin fram vegna þeirra styður lista flokksins í kjör-
beiðni göngumanna um að fá að nota dæminu. Göngumenn munu einnig
listabókstafina BB. Hún var sam- hafa leitað heimildar framkvæmda-
þykkt með sex atkvæðum gegn stjórnar Framsóknarflokksins, en
þremur. Tveir af þeim þremur, sem hún hefur úrskurðarvald í málinu.
voru á móti, eru göngumenn, en einn
LAUSAFJÁRSTTAÐA innlánsstofn-
ana batnaði verulega í febrúarmán-
uði sl. samkvæmt upplýsingum
Morgunblaösins. Staðan var nei-
kvæð um 479 milljónir króna í
febrúarlok og hafði batnað um 356
milljónir króna frá janúarlokum,
þegar hún var neikvæð um 836 millj-
ónir króna.
í marzmánuði hefur síðan veru-
lega sigið á ógæfuhliðina að nýju,
þótt ekki liggi fyrir nákvæmar töl-
ur þar að lútandi. Þar kemur helzt
til verulega versnandi gjaldeyris-
staða, eftir að hún hafði batnað í
febrúar.
Aðalástæðurnar fyrir batnandi
lausafjárstöðu bankanna í febrú-
armánuði eru annars vegar meira
jafnvægi í inn- og útlánum en ver-
ið hefur um langt skeið og hins
vegar vegna verulega bættrar
gjaldeyrisstöðu, sem kemur m.a.
fram í hagstæðum vöruskiptajöfn-
uði. Vöruskiptajöfnuður lands-
manna var hagstæður um 260,6
milljónir króna í febrúar, en hann
var neikvæður um liðlega 196,2
milljónir króna á sama tíma í
fyrra. Vöruskiptajöfnuðurinn hef-
ur reyndar verið verulega óhag-
stæður um langt skeið.
Plata Mezzoforte í
17. sætið f Bretlandi
„Þetta er einkar ánægjuleg þróun,
en stökkið var vissulega meira en ég
hafði átt von á. í stöðunni tel ég
raunhæft að ætla, að Mezzoforte
komist inn á „topp-10“ með litlu
plötuna. Þrátt fyrir velgengni litlu
plötunnar er ég þeirrar skoðunar, að
Efstu menn Kvennalistanna:
Ekki hægt að afvopna ísland
nema afvopnað sé á fleiri stöðum
— segir SigríÖur Dúna Kristmundsdóttir Reykjavík
„VIÐ LÍTUM svo á að spurningin snúist ekki eingöngu um dvöl okkar í
hernaðarhandalagi eða dvöl hers hér á landi, heldur einnig um líf eða
dauða. Við teljum að ógnarjafnvægi tryggi ekki friðinn, en ég held að það
sé ekki hægt að afvopna ísland nema það sé afvopnað á fleiri stöðum í
einu. Það er okkar skilningur. Við leggjum höfuðáherslu á að fá umræðu
um þetta mál og fá upplýsingar um það hvernig þessu er varið, þannig að
fólk geti velt þessu fyrir sér og tekið afstöðu á þeim grundvelli,“ sagði
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, efsti maður á Kvennalistanum í Reykja-
vík, en Mbl. spurði efstu konurnar á framboðslista Samtakanna um
framboð kvennalista, sem boðið hafa fram í Reykjavík, Reykjanesi og
Norðurlandi eystra þeirrar spurningar, hvert álit þeirra væri á veru
íslands í NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin.
Sigríður Dúna sagði einnig: „Á
meðan herinn er á landinu vilj-
um við að það verði strangt eft-
irlit með honum. Við viljum að
stjórnvöld skýri frá því á hverj-
um tíma, án þess að draga nokk-
uð undan, hvað herinn er að gera
hér. í þriðja lagi viljum við ekki
aukin umsvif hans hérlendis, því
aukin umsvif hvar sem er í
heiminum auka vígbúnaðar-
kapphlaupið og það viljum við
með öllu móti stöðva.“
„Skárra að vera í NATO en
hinu bandalaginu.“
„Mér finnst æskilegt, að unnt
væri að leggja niður bæði NATO
og Varsjárbandalagið. En meðan
þau eru bæði til finnst mér þó
skárra að vera í NATO en hinu
bandalaginu," sagði Kristín
Halldórsdóttir, efsti maður á
kvennalistanum í Reykjanes-
kjördæmi.
Hún sagði einnig: „Mikilvæg-
ast er að hvetja ráðamenn
Bandarikjanna, Sovétríkjanna
og annarra kjarnorkuvelda til
víðtæks samkomulags um sam-
drátt í vígbúnaði. íslensk stjórn-
völd verða að taka einarða af-
stöðu gegn vígbúnaði, því
ógnarjafnvægið leiðir ekki til ör-
yggis að mínu mati. Takmarkið
er: Afnám allra hernaðarbanda-
laga, afvopnun og friður. Fyrir
mér er það blátt áfram spurning
um líf eða dauða barnanna
okkar
Aðild íslands að NATO og
samningurinn um dvöl hersins
þurfa auðvitað að vera í stöðugri
endurskoðun, og ég tel afar mik-
ilvægt, að íslenskt efnahagslíf sé
óháð veru hersins," sagði Kristín
Halldórsdóttir að lokum.
Viljum taka þátt í
friðarsamtökum.
„Við viljum ekki aðild fslands
að hernaðarbandalögum yfir-
leitt, hver svo sem þau eru. Við
erum andvígar öllum hernaðar-
bandalögum," sagði Málmfríður
Sigurðardóttir, efsti maður
Kvennalistans i Norðurlands-
kjördæmi eystra. Hún var þá
spurð hvernig hún vildi tryggja
öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar.
„Við viljum að rödd íslands sé
rödd friðar fyrst og fremst. Við
viljum taka þátt í friðarsamtök-
um og álítum að það sé vænleg-
ast til þess að friður haldist, að
konur fái að láta til sín heyra,
því þeirra markmið er friður í
heiminum."
Málmfríður var í lokin spurð
að því, hvort þær myndu beita
sér fyrir úrsögn okkar úr NATO
og brottför hersins, ef þær
fengju aðstöðu til þess. Hún
svaraði: „Það er ekki þar með
sagt að það sé það fyrsta á
stefnuskrá okkar. Það er svo
margt sem þarf að taka tillit til í
þessu sambandi og við ætlum
ekki að fara fram með neinu
offorsi, það er margt fleira sem
við þurfum að taka á.“
stóra platan verði langlífari á vin-
sa ldalistum," sagði Steinar Berg fs-
leifsson, forstjóri Steina hf., er
Morgunblaðið ræddi við hann í
gærkvöld.
Litla plata Mezzoforte með lög-
unum Garden Party og Funk Suite
No. 1 stökk upp um heil 12 sæti á
smáskífulistanum, úr 29. í 17. sæt-
ið. Er tæpast á því nokkur vafi, að
þátttaka hljómsveitarinnar í
þættinum Top of the Pops sl.
fimmtudag á þar stóran þátt að
máli. Þá er ekki síður eftirtektar-
vert að fylgjast með frama breið-
skífunnar Surprise.Surprise. Hún
fór úr 43. sætinu í það 28.
„Það, að Mezzoforte er jafn
vinsæl og raun ber vitni í Bret-
landi gerir það að verkum, að út-
gefendur plötunnar í V-Þýska-
landi, Hollandi, Frakklandi,
Belgíu, Ítalíu, Spáni, S-Afríku og
Japan, þar sem þegar er búið að
ganga frá samningum, leggja sig
enn frekar fram við kynningu og
sölu á henni,“ sagði Steinar enn-
fremur.
f spjallinu við Steinar kom
fram, að búið er að ganga frá 7
vikna tónleikaferðalagi Mezzo-
forte um Bretlandseyjar í sumar.
Áður hafði ætlunin verið að halda
í 4 vikna ferðalag, en eftirspurnin
var slík að bæta þurfti við fjölda
tónleika og var þó ekki hægt að
verða við óskum allra.
„Lokatónleikarnir verða í Dom-
inion í London, og það er Capital-
útvarpsstöðin, sem stendur fyrir
þeim í samvinnu við aðra aðila.
Þetta er okkur veruleg viðurkenn-
ing, því stöðin ætlar aðeins að
standa fyrir fernum tónleikum í
sumar. Rod Stewart og Spandau
Ballet eru tvær hinna, sem verða
viðurkenningarinnar aðnjótandi,“
sagði Steinar Berg.