Morgunblaðið - 23.03.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
3
Gleymdi for-
setinn Hver-
gerðingum?
Ilveragerdi, 22. marz.
FORSETINN, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, hefur verið á ferö ura
Suðurland síðustu daga eins og
komið hefur fram í fjölmiðlum.
Hér í Hveragerði heyrast háværar
óánægjuraddir vegna þess að for-
setinn hafi farið hjá garði og ekki
heilsað upp á aðdáendur sína hér,
sem eflaust eru margir.
Að vísu kom forsetinn hingað
í mjög snögga heimsókn í lok
árs aldraðra og heilsaði upp á
vistmenn á dvalarheimilinu
Ási. En almenningur í Hvera-
gerði verður að láta sér nægja
að dást að forsetanum á mynd,
en mörgum þykir það ekki nóg.
Þeir vilja hitta hana í eigin
persónu og lái þeim hver sem
vill. En spurningin er: Gleymd-
umst við eða hvað?
— Sigrún
Framboðslisti
Bandalags jafn-
aðarmanna
í Reykjavík
FRAMBOÐSLISTTI Bandalags jafnaðar-
manna í Reykjavfk var ákveðinn í fyrra-
kvöld. Hann skipa eftirtaldir:
1. Vilmundur Gylfason, þingm.,
Haðarstíg 2, Reykjavík.
2. Kristín S. Kvaran, fóstra,
Einilundi 9, Reykjavik.
3. Stefán Benediktsson, arkitekt,
Bauganesi 9, Roykjavík.
4. Jónina Leósdóttir, háskóianemi,
Fálkagötu 17, Reykjavík.
5. Helgi Jóh. Guðmundsson, vélstj.,
Þrastarhólum 6, Reykjavík.
6. ögmundur Kristinsson, prentari,
Dalalandi 12, Reykjavik.
7. Guðni Baldursson, form. Samt. 78,
Flyðrugranda 2, Reykjavík.
8. Lára Hanna Einarsd., skrifst.m.,
Álagranda 8, Reykjavík.
9. Þorsteinn Bergm. Einarss., verkfr.,
Kleppsvegi 130, Reykjavík.
10. Lilja Gunnarsdóttir, bankamaður,
Barmahlíð 24, Reykjavík.
11. Magnús Finnbogason, húsasmiður,
Grjótagötu 12, Reykjavík.
12. Marinó Birgisson, bakari,
Barmahlíð 24, Reykjavík.
13. Ragnar Guðmundsson, kerfisfr.,
Þúfuseli 6, Reykjavík.
14. Helga Vilmundardóttir, verkakona,
Stelkshólum 6, Reykjavík.
15. Sigurjón Þorbergsson, útgefandi,
Vatnsendabletti 165, Reykjavík.
16. Sonja Berg, húsmóðir,
Dragavegi 11, Reykjavík.
17. Ágúst Einarsson, útgerðarmaður,
Barðaströnd 29, Seltjarnarnesi.
18. Sigríður Ólafsd., innheimtustj.,
Stóragerði 20, Reykjavík.
19. Erlendur Sæmundsson, húsvörður,
Sólheimum 27, Reykjavlk.
20. Amalía Sverrisdóttir, skrifstofum.,
Daialandi 10, Reykjavík.
21. Bolli Þór Bollason, hagfræðingur,
Klyfjaseii 8, Reykjavík.
22. Jóhann Vilbergsson, lagermaður,
Laugavegi 41A, Reykjavík.
23. Valdimar U. Valdimarsson, sagnfr.,
Kleppsvegi 66, Reykjavík.
24. Heiga G. Guðmundsd., forritari,
Barónsstíg 63, Reykjavfk.
Listi Alþýðu-
flokksins í Austur-
landskjördæmi
GENGIÐ var frá framboðslista Alþýðu-
flokksins f Austurlandskjördæmi um
helgina. Ilann skipa eftirtaldir:
1. Guðmundur Árni Stefánsson, rit-
stjóri, Hafnarfirði.
2. Hallsteinn Friðþjófsson, form.
verkalýðsfél. Seyðisfirði.
3. Björn Björnsson, bóndi, Norðfirði.
4. Egill Guðlaugsson, bóndi, Egils-
stöðum.
ö.Gunnar Skarphéðinsson, rafveitu-
stjóri, Fáskrúðsfirði.
6. Stefanfa Jónsdóttir, húsmóðir, Nes-
kaupstað.
7. Helgi Háifdánarson, fulltrúi, Eski-
firði.
8. Katrfn Guðmundsdóttir, húsmóðir,
Eskifirði.
9. Ormar Árnason, bóndi, Egilsstöð-
um.
10. Erling Garðar Jónasson, tækni-
fræðingur, Egiisstöðum.
Fyrírpáska
ferNóí
i hörku samkeppní
við hæntimar!
Páskaeggin frá Nóa og Síríus, - eggín hans Nóa,
hafa ýmislegt fram yfir þau „páskaegg" sem hænumar
eru að kreista úr sér þessa dagana. Eggin hans Nóa fást í 6 stærðum,
þau eru fagurlega skreytt og búin til úr hreinu súkkulaði.
Þau hafa líka mun fjölbreyttara innihald en egg keppinautarins,
t.d. bijóstsykur, karamellur, konfekt, súkkulaðírúsínur og kropp,
að ógleymdum málshættinum.
Þrátt fyrir þessa kosti mælum við ekki með eggjunum
hans Nóa í bakstur, ofan á brauð eða með beikoni!
Eggin hans Nóa eru gómsæt, - og úr hreínu súkkulaðí!
•íf
Wx \A- ^
JMOÍ
s
-Á, J'Sk Jk,
^