Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 MORGUNIJLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakið. Rannsóknar krafist Fréttin af því hve litlu sýn- ist hafa munað að flugvél Arnarflugs frá Amsterdam og Orion-vél varnarliðsins á æf- ingarflugi suður af Reykja- nesi lentu í árekstri hefur vakið óhug. Fyrir liggur bráðabirgðaskýrsla Flugmálastjórnar um það sem þarna er talið hafa gerst en endanlegri rannsókn er ekki enn lokið að sögn flugmálayf- irvalda. Mál þetta er þannig vaxið að ekki verður við annað unað en allir þættir þess verði þaulkannaðir og opinberlega skýrt frá niðurstöðum auk þess sem gripið verði til við- eigandi aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt geti endur- tekið sig. Það var fyrir Guðs mildi að ekki fórust tugir manna 15. mars síðastiiðinn þegar fyrir snarræði flug- manna í vél Arnarflugs tókst að koma í veg fyrir árekstur. Fáir hafa haldið því meira á loft en flugumferðarstjórar sjálfir hve störf þeirra eru ábyrgðarmikil, krefjist mikill- ar og vakandi árvekni og eigi því að vera betur launuð en annarra. Þessi barátta flug- umferðarstjóra fyrir bættum kjörum og aðstöðu hefur ekki aðeins verið háð hér á landi heldur um heim allan. Enginn dregur í efa að störf þessara manna séu ábyrgðarmikil og skyldur þeirra eru ótvíræðar, þeim mun brýnna er einnig að fá nákvæma opinbera grein- argerð um hvaðeina sem vekja kann efasemdir um að staðið hafi verið að framkvæmd þessara starfa eins og skyldi. Eftirlitskerfi með fjarskipt- um flugvéla og flugturna er nákvæmt og eiga öll boð sem þar fara á milli að vera til á segulböndum til nánari rann- sóknar í tilvikum eins og þess- um. Þegar þessi bönd hafa verið könnuð og rætt við flugmenn á báðum vélum þarf að skýra frá niðurstöðunum opinberlega. Enginn vafi er á því að regl- ur bandaríska flotans, en flugmenn Orion-vélarinnar eru starfsmenn hans, mæla fyrir um ströng viðurlög ef flugmennirnir brjóta gegn fyrirmælum flugumferðar- stjóra. Forsenda þess að flot- inn geri ráðstafanir reglum samkvæmt er að sjálfsögðu að fyrir liggi staðfest niðurstaða í opinberri rannsókn réttra yfirvalda. Það er á verksviði Péturs Einarssonar, nýskip- aðs flugmálastjóra, að sjá til þess að þannig sé staðið að rannsókn þessa máls að óað- finnanlegt sé. Flugöryggismál á Keflavíkurflugvelli heyra undir flugmálastjóra og undir hans forystu er nauðsynlegt að upplýsa öll málsatvik fyrir opnum tjöldum. Þegar Pétur Einarsson var skipaður í embætti flugmála- stjóra lét hinn pólitíski yfir- maður hans og sá er veitti honum stöðuna, Steingrímur Hermannsson, samgöngu- ráðherra, oftar en einu sinni orð falla á þann veg, að hann skipaði Pétur af því að störf hans fyrir flugmálastjórn hefðu verið „óaðfinnanleg“. Nú er það skylda Steingríms Hermannssonar, æðsta yfir- manns íslenskra flugmála, að tryggja að þannig verði staðið að rannsókn á atburðunum sem urðu í lofti undan suður- strönd íslands 15. mars síð- astliðinn, að ekki falli blettur á það flugöryggiskerfi sem komið hefur verið upp hér á landi. Traust staða Eimskipa- félagsins Eimskipafélag íslands hélt aðalfund á mánudag og þar skýrðu forráðamenn fé- lagsins frá rekstri þess og af- komu á árinu 1982. Miðað við þann tón sem almennt er í þeim sem atvinnurekstur stunda jafnt mikinn sem lít- inn kemur þægilega á óvart, að á síðasta ári skuli rekstur Eimskipafélagsins hafa skilað hagnaði í fyrsta sinn í fimm ár. Þá batnaði einnig eigið fjárhlutfall félagsins á milli áranna 1981 til 1982, hækkaði úr 29% í 34%, sem sýnir enn að vel hefur verið að rekstri félagsins staðið. í skýrslu Halldórs H. Jónssonar, stjórnarformanns, kom fram að miklir flutningar fyrri hluta 1982, góð nýting á skip- um, hagræðing og endur- skipulagning á rekstri hafi ráðið mestu um hina góðu af- komu Eimskipafélagsins síð- asta ár. Af þessum orðum og niður- stöðum reikninga má ráða að á þeim óvissu- og erfiðleika- tímum sem nú eru hafi félagið undir forystu Harðar Sigur- gestssonar, forstjóra, brugðist við með réttum hætti. Þeim fyrirtækjum farnast best hér á landi nú sem huga gaum- gæfilega að innviðum sínum samhliða bættri þjónustu. Ekki er raunhæft að búast við auknum umsvifum í efna- hagsstarfseminni almennt því að boginn hefur þegar verið spenntur til hins ýtrasta og slaka verður á ef menn ætla ekki að brjóta hann. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins kynnt í gær: Breyting með stuðningi Sjálf- stæðisflokksins, eða óbreytt ástand vinstri flokkanna — segir Geir Hallgrímsson STKFNUSKRA Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar var kynnt á blaðamannafundi í gær. Stefnuskráin ber yfirskriftina „Frá upplausn til ábyrgðar“. Á fundinum kynntu stefnuskrána Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson, varaformaður, Albert Guðmunds- son, alþingismaður, efsti maður á lista flokksins í Reykjavík, Matthías Á. Mathiesen, efsti maður á listanum í Reykjaneskjördæmi, Sverrir Her- mannsson, efsti maður á lista flokksins á Austurlandi, Friðjón Þórðarson, efsti maður á Vesturlandi og Þorsteinn Pálsson, sera skipar efsta sæti listans á Suðurlandi. Geir Hallgrímsson sagði á fund- inum að í stefnuskránni væri bent á tvo kosti, annars vegar væri kos- ið um breytingu með stuðningi Sjálfstæðisflokksins og hins vegar um óbreytt ástand með stuðningi við vinstri flokkanna. Geir sagði m.a að efnahagsmál væru höfuð- mál kosninganna, en einnig væri þung áhersla lögð á atvinnumál, orkumál, skattamál, húsnæðismál og samgöngumál. Geir benti á nauðsyn aðhalds hjá hinu opin- bera, að ekki yrði aukið við erlend- ar skuldir og að skráningu gengis ætti að miða við stöðu atvinnuveg- anna. Einnig benti Geir á nauðsyn átaks í húsnæðismálum og að þeir sem væru að byggja sína fyrstu íbúð ættu að fá lán á betri kjörum en aðrir og næmu þau 80% af byggingarkostnaði. Geir var spurður um að hverju stefnt væri með þessari stefnu- skrá. Geir sagði að sjálfstæðis- menn myndu ekki sætta sig við smávægilegan árangur í barátt- unni við verðbólguna, þar þyrfti verulegt átak til að koma verð- bólgunni niður. Friðjón Þórðarson var spurður hvort ríkisstjórnin væri vinstri stjórn og svaraði hann því til að í ríkisstjórninni væru menn úr þremur flokkum. Hann hefði setið Frá blaðamannafundinum í gær. Á myndinni eru frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, frá hægri: Friðjón Þórðarson, Þorsteinn Pálsson, Matthías Á. Mathiesen, Albert Guðmundsson, Geir Hallgrímsson, Friðrik Sophusson og Sverrir Hermannsson. Ljósm. Mbi. KEE. þar sem sjálfstæðismaður og reynt að þoka fram málum þar sem slíkur, og alltaf væri hægt að deila um hvaða flokkar settu mestan svip á stjórnarfarið. Geir Hallgrímsson var spurður hvort fyrirtæki í sjávarútvegi, sem skulduðu mest og talin væru illa rekin, yrðu látin verða gjaldþrota, og svaraði Geir þeirri spurningu þannig, að oft á tíðum risu sterk fyrirtæki á grunni fyrirtækja sem orðið hefðu gjaldþrota og illa hefði verið stjórnað. Ef illa væri stjórnað og af ábyrgðarleysi, þá væri ekki endalaust hægt að setja fé í slík fyrirtæki, en slíkt þýddi ekki að atvinnureksturinn myndi leggjast niður. Einstaklingar, fé- lagasamtök eða starfsmenn gætu tekið yfir slík fyrirtæki og sagði Geir það stefnu Sjálfstæðisflokks- ins að starfsmenn eignuðust hluti í fyrirtækjum. Albert Guðmunds- son sagði að ranglega skráð gengi hamlaði fyrirtækjum reksturinn og að gengislækkun ætti að nægja til þess að koma þeim á réttan kjöl. Ef ríkið hins vegar legði stöð- ugt á skatta og tolla, þá magnaði það verðbólgu. Þarna væri eitt at- riði sem lagfæra mætti. Varðandi lánveitingar til fyrir- tækja, sagði Sverrir Hermannsson að sums staðar væri rekstri ábóta- vant, en benti á að höfuðmein- semdin væri ill stjórnun ofanfrá. Þá sagði Sverrir að nauðsyn væri á að ná verðbólgunni niður fyrir bærilega vexti, því allir sæju til hvers núverandi kerfi leiddi, þar sem vextir kæmu í humátt á eftir verðbólgunni. Ná yrði verðbólgu niður fyrir það stig sem fyrirtæk- in gætu risið undir. Friðrik Sophusson svaraði spurningu um vísitölumál þannig, að kæmist Sjálfstæðisflokkurinn í aðstöðu til, þá myndi hann ekki leggja fram núverandi frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á vísitölukerfinu. Þorsteinn Páls- son benti á að aðilar vinnumark- aðarins ættu að koma sér saman um það, menn ættu að miða við þær aðstæður sem fyrir hendi væru í þjóðfélaginu og semja á eigin ábyrgð. Vegna spurningar um hvort Sjálfstæðisflokkurinn myndi beita sér fyrir innflutningshöftum, sagði Þorsteinn Pálsson, að Al- þýðubandalagið og Framsóknar- flokkurinn stæðu fyrir því að halda útsölu á gengi og rækju með því útlenska atvinnustefnu. Atvinnuhagsmunir fólksins í landinu væru undir því komnir að þessu yrði snúið við og það gerðist ekki nema stefna Sjálfstæðis- flokksins næði fram að ganga. Það myndi efla framleiðsluna og treysta stöðu fyrirtækjanna og gera þau þannig hæfari til að borga sómasamleg laun. Eftir því sem framleiðslan og verðmæta- sköpunin ykjust, þá hefðu fyrir- tækin meiri möguleika á að greiða sómasamleg laun. Menn borguðu ekki laun í landinu nema verð- mætasköpun stæði þar á bak við. Kosningavfirlýsing Sjálfstæðisflokksins við alþingiskosningarnar 23. anríl 1983 Sjálfstæðisflokkurinn kynnti kosn- ingayfirlýsingu sína á fundi með blaðamönnum í gær. Fer hún hér á eftir í heild: Tveir kostir í alþingiskosningunum standa ís- lendingar frammi fyrir tveim kost- um. Þeir geta kosið breytingu með stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn eða óbreytt ástand með stuðningi við vinstri flokkana. Þegar vinstri flokkarnir tóku við stjórn landsins haustið 1978 höfðu þjóðartekjur farið vaxandi og jafn- vægi náðst í viðskiptum við útlönd. Þar munaði miklu um afraksturinn af útfærslu landhelginnar í 200 sjó- mílur, sem sjálfstæðismenn höfðu forystu um. Aflabrögð fóru batn- andi og atvinna jókst í landi. Ávinningurinn af útfærslunni hélt áfram að aukast á næ3tu árum og gat veitt svigrúm til að koma verðbólgunni verulega niður, ef rétt hefði verið staðið að stjórn efna- hagsmála. Nú hefur þetta tækifæri gengið okkur úr greipum, þar sem hámarksafrakstri fiskimiðanna hef- ur verið náð og afli fer minnkandi. í staðinn fyrir festu í atvinnulífi og viðunandi hagvöxt á gengnum góð- ærum hefur efnahagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar verið stefnt í voða. Gjaldeyrissjóðurinn er þverr- andi, eyðsluskuldir vegna langvar- andi viðskiptahalla eru orðnar hættulega miklar og greiðslubyrði af erlendum lántökum háskaleg. Hallarekstur fyrirtækja hefur vald- ið samdrætti í framleiðslu. Lífskjör versna og atvinnuleysi vofir yfir. Langan tíma mun taka að bæta það tjón sem úrtölur og skammsýni í iðnaðar- og orkumálum hafa valdið. Alþýðubandalagið og Framsókn- arflokkurinn biðja þjóðina nú að endurnýja umboð sitt til þess að herða á ofstjórn ríkisvaldsins, sem þrengir að atvinnuvegunum og launafólki. Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaðarmanna skírskota einnig til sósíalisma og ríkisforsjár í stefnuskrám sínum. Sjáifstæðisflokkurinn hefur sér- stöðu í íslenskum stjórnmálum. Sem ávallt áður sækir hann fram í krafti frjálslyndis, einstaklings- frelsis og þjóðlegrar umbótastefnu. í upphafi sjöunda áratugarins beitti hann sér fyrir því að leysa atvinnu- líf landsmanna úr fjötrum milli- færslukerfis, hafta og miðstýringar. Þá fór í hönd eitt mesta framfara- tímabil þjóðarinnar. Nú er aftur svo komið að nauðsynlegt er að hefja endurreisn efnahags- og atvinnulífs en stemma stigu við því upplausn- arástandi sem nú ríkir. íslenska þjóðin verður að taka nýja stefnu. Stefnu ábyrgðar í stað upplausn- ar. Stefnu, sem treystir atvinnu landsmanna með því að leysa at- vinnulífið undan ofstjórn rfkis- valdsins og miðar að því að auka framleiðslu og bæta afkomu heimil- anna. Stefnu, sem leysir úr læðingi at- orku og hugvit einstaklinga og leiðir til nýrra átaka í atvinnuupp- byggingu og hagsældar fyrir þjóð- ina. Leiö Sjálfstæðis- flokksins Verðbólgunni verði náð niður með samstilltu átaki allrar þjóðarinnar. 1. Útgjöld séu ekki umfram af- rakstur þjóðarbúsins, erlendar skuldir aukist ekki og langtíma- lánum sé aðeins varið til arð- samrar fjárfestingar. Fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé tryggt á ný og efnahagslegu jafnvægi náð. 2. Ríkið gangi á undan með því að draga úr eyðslu sinni og skatt- heimtu. 3. Árangur í baráttu gegn verð- bólgu er forsenda þess að full atvinna haldist, sparnaður auk- ist og jafnvægi náist í efna- hagsmálum. Með minnkandi verðbólgu geta vextir orðið jákvæðir en farið þó lækkandi og stuðlað að hjöðnun verð- bólgu, gagnstætt því sem nú er. 4. Skráning gengis sé miðuð við stöðu atvinnuvega og jafnvægi í milliríkjaviðskiptum. 5. Til að tryggja atvinnu fyrir alla og bæta lífskjörin verði atvinnuvegunum sköpuð þau starfsskilyrði, að þeir geti stað- ið á eigin fótum og framleiðsla aukist. Góð afkoma fyrirtækja er forsenda fyrir því, að hér rísi ný arðbær atvinnustarfsemi. 6. Aðilar vinnumarkaðarins komi sér sjálfir saman um kaup og kjör, er samræmist getu at- vinnuveganna. Nauðsyn ber til að finna nýjar leiðir að því markmiði og mun Sjálfstæðis- flokkurinn stuðla að því að skapa skilyrði fyrir slíku sam- komulagi og leggja jafnframt áherslu á, að hagsmuna aldr- aðra og öryrkja sé gætt. 7. Eðlilegt verðlag í landinu sé tryggt með frjálsri verðmynd- un, þar sem samkeppni er næg. Að þessu sé einnig stuðlað með almennri fræðslu um verðlag og samkeppni. Eftirlit og kynn- ingarstarfsemi af hálfu neyt- endasamtaka verði efld, sér- staklega á meðan verðskyn al- mennings er að glæðast á ný. 8. Orkulindir landsins verði hag- nýttar til að leggja grundvöll að nýrri framfarasókn þjóðarinn- ar. Við byggingu orkuvera sé þess gætt að samræmi sé á milli markaðsöflunar fyrir orku og virkjunarframkvæmda. Eignar- aðild að stóriðjufyrirtækjum ráðist hverju sinni af því sem hagkvæmast er og áhættum- innst fyrir þjóðarbúið. 9. Eign fyrir alla er og verður meginmarkmið Sjálfstæðis- flokksins. Því verði einstakling- um gert kleift að eignast íbúðir með viðráðanlegum kjörum. Sparnaður í formi hlutdeildar í atvinnufyrirtækjum verði jafn- gildur öðrum sparnaði. 10. Þeir sem taka efnahagslegar ákvarðanir, beri á þeim ábyrgð hvort sem í hlut eiga hagsmuna- samtök, fyrirtæki, einstaklingar eða stjórnvöld. Bætt lífskjör Um leið og meiri festa skapast í efnahagslífinu vill Sjálfstæðisflokk- urinn beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum til að efla atvinnulífið og bæta lífskjörin: 1. Tekjuskattur á almennar launa- tekjur verði afnuminn, jafn- framt því sem persónufrádrátt- ur nýtist láglaunafólki að fullu. Tekjum hjóna verði skipt á milli þeirra fyrir álagningu skatts. Eignarskattur á íbúðir verði lækkaður. 2. I stað þess að atvinnufyrirtæki greiði í opinbera fjárfest- ingarsjóði, verði heimilað að leggja hluta hagnaðar í eigin fjárfestingarsjóði. 3. Virðisaukaskattur verði tekinn upp í stað söluskatts. Lokið verði við endurskoðun og sam- ræmingu tollskrárinnar og þeir skattar lagðir af, sem litlu máli skipta eða skaða einstakar at- vinnugreinar. 4. Afrakstur fiskstofna og hag- kvæm nýting fiskiskipastólsins haldist í hendur. Átak verði gert til veiða á fleiri tegundum nytjafiska. Verðlagning sjávar- afla fari eftir gæðum en það er forsenda fyrir bættri vöruvönd- un. Stjórnvöld beiti sér fyrir samstarfi sjómanna, útvegs- manna og fiskverkenda í þess- um aðgerðum. Rannsóknir í fiskiðnaði og hafrannsóknir verði efldar í samvinnu við fyrirtækin sjálf og með þátttöku þeirra. Áfram verði haldið að- gerðum til orkusparnaðar við veiðar og vinnslu. 5. Áhersla verði lögð á samstarf við nágrannaþjóðir um að tryggja hámarksafrakstur þeirra fiskistofna sem fara á milli auðlindalögsögu þjóðanna. Landhelgisgæslan fái aukið fjármagn og ný verkefni svo sem við eftirlit og aðstoð við fiskiskipastólinn. 6. Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar- ins verði einvörðungu beitt til þess að jafna sveiflur í verði sjávarafurða en sá var tilgangur hans. Jafnframt verði unnið að því að koma á fót verðjöfnun- arsjóði fyrir útflutningsiðnað. 7. Stefnt sé að því að framleiðsla landbúnaðarafurða verði í sam- ræmi við innanlandsþarfir og nýtanlega erlenda markaði. Heimilt verði að ráðstafa hluta af útflutningsbótafé til að draga úr framleiðslukostnaði og lækka verð á búvörum innanlands. Lögð verði áherzla á nýjungar í vinnslu- og sölustarfsemi land- búnaðarafurða og aðhald sýnt í milliliðakostnaði. Unnið verði að eflingu nýrra búgreina og fjölbreyttara at- vinnulífi í sveitum til að mæta samdrætti sem orðið hefur í hefðbundnum búgreinum. 8. Fiskeldi sé eflt, lífríki í ám og vötnum verndað og stuðlað að sjóeldi og hafbeit í stórum stíl. 9. Samkeppnisaðstaða íslensks iðnaðar sé styrkt og innkaupum opinberra aðila sé að öðru jöfnu beint til innlendra fyrirtækja. Skilyrði séu sköpuð til að endur- nýjun og viðgerð á skipastólnum geti farið fram hér á landi. Lögð sé áhersla á að nýta þau tæki- færi sem innlendur markaður gefur fyrir fiskvinnslutæki, veiðarfæri og rafeindabúnað, jafnframt því sem stuðlað sé að útflutningi í þessum greinum. 10. Samtök framleiðenda og einstök fyrirtæki verði efld til fram- leiðslu- og sölustarfsemi erlend- is. Greitt verði fyrir eðlilegum viðskiptaháttum innanlands og í innflutningsverslun með því að verðmyndun verði frjáls og gjaldeyrisviðskipti greið. 11. Athugun og endurskoðun fari fram á starfsemi opinberra stofnana, þar með talin Fram- kvæmdastofnun, Húsnæðis- stofnun, fjárfestingalánasjóðir og ríkisbankar. Stefnt sé að því að draga úr kostnaði í rekstri, flytja til störf, þar sem það þyk- ir hagkvæmara og forðast >þyn8jandi áhrif opinberra aðila af atvinnulífinu. 12. Heilbrigðis- og tryggingakerfið verði gert einfaldara og hag- kvæmara og dregið úr kostnaði í umsvifum án þess að rýra þá þjónustu sem fyrir er. Sérstak- lega sé hugað að þeim þáttum þar sem þörfin fyrir aukna þjónustu er mest. 13. Starfsemi lífeyrissjóða verði endurskipulögð með það fyrir augum að allir landsmenn njóti verðtryggðs lífeyris og sam- bærilegra lífeyrisréttinda. 14. Staðið verði við fyrirheit um stórátak í varanlegri vegagerð í samræmi við stefnumótun Sjálfstæðisflokksins, samhliða úrbótum í samgöngum í lofti og á sjó. 15. Skipting á verkefnum ríkis og sveitarfélaga sé við það miðuð að stækka umráðasvið sveitar- félaga og draga úr miðstýringu. Sett verði lög sem tryggi rétt sveitarfélaga til að ráða sjálf málum sínum. Skipting tekju- stofna skal vera í samræmi við verkefni hvors aðila. 16. Húshitunarkostnaður verði lækkaður, þar sem hann er óeðlilega hár og orkujöfnun- argjald, sem lagt er á sam- kvæmt sérstökum lögum, verði notað í því skyni, svo sem ætlað var. Eign fyrir alla — átak í húsnæðis- málum Á síðustu misserum hafa almenn- ar húsbyggingar dregist stórlega saman og framkvæmdir færst æ meira yfir á svið verkamanna- bústaða og bygginga á vegum opin- berra aðila. Orsakirnar eru annars vegar versnandi efnahagur og lífskjör, en hins vegar lánsfjár- skortur og beinar aðgerðir stjórn- valda. Sjálfstæðisflokkurinn telur þessa þróun óæskilega og stefnir að því að allir geti eignast og búið í eigin hús- næði. Hann mun beita sér fyrir eft- irfarandi aðgerðum í húsnæðismál- um: 1. Efldir verði tekjustofnar Bygg- ingasjóðs ríkisins svo að almenn íbúðarlán hækki nægilega til þess að almenningi sé kleift að koma sér upp eigin íbúð með þeim lánskjörum, sem staðið verður undir af venjulegum launatekjum. Þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fái 80% lán með betri kjörum en aðrir. 2. Verkamannabústaðakerfið verði bundið við þarfir hinna efna- minnstu er fái nægilega aðstoð til að koma sér upp eigin íbúð. 3. Leiguíbúðum sé markaður ákveðinn rammi innan hús- næðislánakerfisins. 4. Sérstakt átak verði gert í bygg- ingu þjónustuíbúða fyrir aldr- aða og öryrkja. Öldruðum verði auðvelduð eignaskipti á íbúð- arhúsnæði. 5. Sérstakar skattaívilnanir verði veittar þeim einstaklingum sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga. Sú aukning frjáls sparnaðar sem af þessu hlýst sé notuð til að stánda undir aukn- um þörfum húsnæðislánakerfis- ins. Betra mannlíf í umróti þjóðfélags í mótun og þeirri upplausn sem verið hefur í efnahagslífinu er hætt við að gaml- ar dyggðir gleymist og mannleg verðmæti fari forgörðum. Við þessu vill Sjálfstæðisflokkur- inn sporna og leggur áherslu á eftir- farandi stefnuatriði: að treyst verði undirstaða heimila og fjölskyldna. Foreldrum verði gert kleift að skipta með sér uppeldi hinnar ungu kynslóðar sem þau bera ábyrgð á. Til þess þarf að koma á samfelldum skóladegi, auka möguleika á dagvist og koma á sveigjanlegum vinnutíma; að stefnan í mennta- og menning- armálum miði að því að efla sjálf- stæða hugsun og skapandi starf svo að þroski og hæfileikar einstakl- inganna njóti sín. Dregið verði úr miðstýringu í skólakerfinu. að útvarpsrekstur verði gefinn frjáls; að áhrif kvenna í samfélaginu séu aukin og komið á ótvíræðu jafnrétti karla og kvenna; að áhrif kristindóms og kirkju verði aukin í þjóðlífinu; að víðtækt átak verði gert meðal þjóðarinnar gegn áfengis- og eitur- lyfjanotkun; að sérstök áherzla verði lögð á að vernda náttúru landsins, bæta gróð- ur og koma í veg fyrir rýrnun land- kosta og spillingu lofts, láðs og lag- ar; að áfram verði haldið endurskoð- un stjórnarskrár lýðveldisins. í æsku landsins býr framtíð þjóð- arinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill hvetja ungt fólk til heilbrigðs líf- ernis, íþrótta og útilífs með því að bæta skilyrði þess eins og kostur er. Friöur og frelsi Sjálfstæðisflokkurinn fylgir utanríkisstefnu, sem í senn tekur mið af brýnum hagsmunum íslands, nauðsyn samvinnu við aðrar þjóðir og baráttu fyrir friði, mannréttind- um og frelsi þjóða og einstaklinga til að ráða málum sínum án íhlut- unar annarra. Öryggi landsins byggist á aðild þess að Atlantshafsbandalaginu og traustum vörnum samfara auknu íslensku frumkvæði í varnarmálum á grundvelli innlendrar sérþekk- ingar. Það skiptir nú enn meira máli en nokkru sinni fyrr, að endir sé bund- inn á vígbúnaðarkapphlaupið. Eina færa leiðin til þess er samkomulag um gagnkvæma afvopnun undir tryggu eftirliti. Frjáls og opin sam- félög vesturlanda geta því aðeins náð slíku samkomulagi að þau sýni fulla einbeitni í varnarmálum sín- um. Sjálfstæðisflokkurinn minnir á mikilvægi alþjóðasamvinnu um efnahagsmál, sem varðar íslend- inga meira en flestar aðrar þjóðir. Eitt af meginmarkmiðum íslenskr- ar utanríkisstefnu er því að vinna gegn hvers konar hömlum á frjáls- um viðskiptum þjóða í millum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að staðið verði á verði um fyllstu réttindi íslands innan auð- lindalögsögunnar og réttindi ís- lands á hafsbotnssvæðunum utan hennar verði tryggð svo sem alþjóðasamningar frekast heimila. Bjartari framtíð Við fslendingar höfum öll skilyrði til að geta búið vel í landi okkar. Það er gjöfult og gott og fámennið ætti að gera okkur auðveldara en milljónaþjóðum að hafa stjórn á eigin málum. Síðustu misserin hafa verið erfið, verðbólgan æðir áfram, svo að hvorki einstaklingar né fyrir- tæki geta gert áætlanir fram í tím- ann. Það hefur leitt til ringulreiðar í fjármálum, sljóvgað siðgæðisvit- und og valdið ranglæti og óþolandi mismunun. Það dregur úr sjálfs- bjargarhvöt, framleiðsla minnkar en lífskjör versna. Þetta hefur dreg- ið úr trausti manna á stjórnarfar- inu og undirstöðu þess, þingræðinu. í slíkum jarðvegi blómstra sundr- ungaröfl og lausung vex. Við íslendingar stöndum nú frammi fyrir miklum vanda í efna- hagsmálum. Sagan kennir okkur, að á örlagatímum hefur þjóðin borið gæfu til að standa saman og takast á við örðugleikana, ef henni er veitt styrk forysta. Á þetta leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu um leið og hann gengur frá stefnumörk- un sinni fyrir komandi alþingis- kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn vill beita nýjum ráðum við stjórn landsins. Þau munu stuðla að jafn- vægi og festu og leysa framtak ein- staklinga úr læðingi. Með sameig- inlegu átaki sigrumst við á erfið- leikunum. Sjálfstæðisflokkurinn höfðar einn flokka til allra stétta og getur í trausti þess leitt þjóðina frá upp- lausn til ábyrgðar. Leið þjóðarinnar til bjartari framtíðar er leið Sjálfstæðisflokks- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.