Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
„Það hefði verið ólíkt þægilegra líf að fara
bara aftur heim til Bandaríkjanna, lifa þar
hefðbundnu og þægilegu og mjög lítt gjöfulu
lífi. Ég kom hingað sem skiptinemi fyrir um
átta árum, kynntist mannsefni mínu fljótlega og
við vorum uppfull af áhuga á að brjóta nýtt land
í Samaríu eða Júdeu. Ég hafði verið þetta ár á
kibbutz og enda þótt það sé bæði lærdómsríkt
og spennandi í sjálfu sér, dugði það ekki. Svo að
við leituðum eftir því að koma á stofn þessari
byggð hér ásamt nokkrum öðrum fjölskyldum.
Það leyfi var ekki auðfengið, þessi staður yrði
náttúrlega fyrir árás ef Jórdanir réðust til atlögu
á Vesturbakkanum.“
Þetta segir Shifra Blass, ung
húsmóðir í landnemabyggðinni
Ofra, sem er skammt fyrir norðan
Jerúsalem, spottakorn frá hinum
fræga Allon-vegi, sem er kenndur
við Yigal heitinn Allon fyrrver-
andi aðstoðarforsætisráðherra
með meiru. Landnemabyggðirnar
á Vesturbakkanum, sem ísraelar
tala jafnan um sem Júdeu og
Samaríu hafa verið umdeildar um
langar tíðir og þarf ekki að orð-
lengja um það. Eftir sex daga
stríðið, þegar ísraelar náðu Vest-
urbakkanum fóru hópar að setj-
ast að og byggja sér lítil þorp á
hinum óhrjálegustu stöðum, oft
uppi á fjallstindum, þar sem í
fljótu bragði var ekki ljóst hvað
væri hægt að rækta né starfa.
Fólkið í þessum landnemabyggð-
um hefur töluvert aðra afstöðu til
ræktunar en kibbutznikkarnir,
því að margt af því er í sértrúar-
hópum eins og Gush Enim og hef-
ur ekki litið á það sem megin-
skyldu að rækta landið, heldur
vera fyrst og fremst útverðir, ef
til árása kæmi. Eftir Camp David
samkomulagið varð málið enn
viðkvæmara en áður, þar er talað
um takmarkaða sjálfsstjórn Ar-
aba á Vesturbakkanum í fimm ár
og menn fengu ekki séð, hvernig
slíkt yrði framkvæmt, ef Gyð-
ingar væru þá komnir með tugi
eða jafnvel hundruð þúsunda íbúa
yfir á Vesturbakkann oft í nábýli
við Arabana.
En þeir búa hvergi saman, Ar-
abar og Gyðingar, það er rétt með
herkjum að þeir geta að nafninu
til búið saman í múraborginni í
Jerúsalem, en í sérstökum og af-
mörkuðum hverfum. Meira að
segja í bæjum eins og Nazareth,
sem alltaf hefur verið á umráða-
svæði ísraels frá því landið fékk
sjálfstæði; þar er þetta litla bæj-
arfélag bersýnilega tvískipt, og
nokkur spölur á milli. Þeir reyna
að umbera, en ekki rétt meira en
það takist, hvað sem öllu tali út á
við líður.
Við höfðum lagt af stað frá
Jerúsalem, stefndum til norðurs
og það hafði eins og venjulega
þessa daga, snjóað um nóttina.
Við ókum í gegnum mörg Araba-
þorp á leiðinni, þar var allt með
Snjórinn yfir öllu
„Þetta er gjöfult
og erfítt líf ‘
Tyllt niður tá í landnemabyggðinni Ofra í Samaríu
kyrrð en Aaron Gafny leiðsögu-
maður minn segir að oft og einatt
sé skotið á ísraelsku bílana eða
þeir grýttir.
Ofra er lítil byggð sem kúrir
utan í heldur nöturlegri fjalls-
hlíðinni. Þar búa nú um 95 fjöl-
skyldur og flestir hafa atvinnu
sína á staðnum. Shifra Blass sem
er fjögurra barna móðir og vinnur
ekki utan heimilis nema hún leys-
ir af á barnaheimilinu segir:
— Ofra er fyrsta byggðin í
Samaríu. Var reist fyrir átta ár-
um. Það var Shimon Peres þáver-
andi varnarmálaráðherra, sem á
endanum kvað upp úr með það.
Mikil andstaða var gegn því að
hópurinn settist hér að. En við
höfðum fengið augastað á Ofra;
margt kom til, við vorum ekki að
taka land frá neinum, og við vild-
um að byggðin yrði reist sem
varnarstöð og við ættum sögulegt
... en í Jórdandal var hlýtt og notalegt
tilkall til landsins. Nú eru hér litl-
ar landnemabyggðir út um allt, en
það kostaði verulegt átak að koma
þessu í gegn. Alls geta 250 fjöl-
skyldur komið hingað og á næst-
unni verður farið að reisa fleiri
hús fyrir fjölskyldur, sem hafa
sýnt vilja á að koma hingað. Eftir
að Likudbandalagið komst til
valda hefur engin fyrirstaða verið
á því að koma upp byggðum og
mikill stuðningur almennings
hefur verið örvandi. Við vitum að
Gush Enim hópurinn var ekki alls
staðar vel þokkaður og aðferðir
hans eru umdeildar. Sem betur
fer hafa flestir forystumenn hans
skilið, að valdbeiting og yfirgang-
ur er ekki rétta leiðin og því hefur
verið horfið algerlega frá henni
og samningaleiðin reynd til
þrautar. Að vísu er allt önnur af-
greiðsla á málum landnema-
® byggðanna nú en var, svo að það
var engin þörf að kvarta.
— Jú, að sumu leyti er þetta
erfitt líf. En það býður upp á að
maður takist á við erfiðleikana, ég
hef á tilfinningunni, að við séum
að gera eitthvað merkilegt —
hreinlega skapa eitthvað nýtt,
rétt eins og rithöfundur skrifar
bók eða málari gerir mynd. Ofra
er ekki glæsilegur staður, veit ég
vel. En við höfum komið ýmsu af
stað hér. í byggðinni er trésmíða-
verkstæði, vélsmiðja, tölvu-
skrifstofa, ljósmyndastofa. Hér er
verið að gera tilraunir með kjúkl-
ingarækt. Við höfum skóla,
banka, verzlanir og barnaheimili,
“ svo að það er ekki ástæða til að
sækja margt út fyrir byggðina.
Maðurinn minn vinnur að vísu
Kibbutzinn Morgunstjarnan. Eftir Allonvegi til Ofra ,