Morgunblaðið - 23.03.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
31
inni í Jerúsalem, er starfsmaður í
dómsmálaráðuneytinu, en lang-
flestir geta stundað vinnu hér.
Shifra á fjögur börn, yngsti
sonurinn Josuah er heima, 2ja
ára, hin eru í skólanum. Húsin
eru öll eins að utan, en síðan get-
ur hver fjölskylda innréttað þau
að vild. í þeim eru 2—3 rúmgóð
herbergi og eldhús. Shifra segir
okkur, að eftir að hún flutti til
ísraels, hafi ýmsir úr fjölskyldu
hennar í Bandaríkjunum tekið sig
upp og komið þangað og tekið sér
bólfestu í landinu. — Ég hef fund-
ið mikla ánægju í að vera hér og
finnst ég verulega fá eitthvað gott
út úr lífinu, segir hún — sam-
skipti okkar við Arabana í
grenndinni? Þau eru ekki mikil.
Þeir eru hérna allt í kring og
framan af léku krakkarnir sér
saman, en svo þurfti PLO auðvit-
að að komast með puttann í það.
Svo að nú reynum við bara að láta
hvern annan í friði. Það fer
kannski bezt á þvi. Jú, það kostaði
vissulega átak á sínum tíma að
setjast hér að. Sérstaklega af því
að það gekk svo seint að fá löglega
heimild til þess. Við komum
hingað um helgar, höfðumst við í
jórdönskum hermannabragga og
unnum að því að reyna að brjóta
upp landið, byggja yfir smáiðnað
og fleira mætti telja. Oft og einatt
vorum við fjarlægð með valdi. Það
var ekki fyrr en stjórnvöld þótt-
ust sjá að okkur væri alvara —
þetta væri ekki nein grilla og
sérvizka að hljóðið fór að breyt-
ast. Börnin okkar verða ekki fyrir
neinu teljandi aðkasti hér. Við ér-
um að vísu í grennd við Ramallah
þar sem oft hefur verið ákaflega
ókyrrt, en við áreitum engan að
fyrra bragði, viljum bara fá að
lifa hér í friði og vera okkur þess
þó vitandi, að við erum útverðir,
ef til átaka kemur. En þá erum
við líka reiðubúin.
Snjórinn lá eins og kaldur feld-
ur yfir hrjóstrugu landi Samaríu
þegar við héldum áfram. Það var
satt að segja heldur betur léttir
að komast niður í Jórdandalinn,
keyra meðfram Galileuvatni og
borða Pétursfisk í Tiberias. Gafny
segir mér að einhverju sinni hafi
ferðamaður komið að þeim stað
þar sem sagt er að Jesús hafi
gengið á vatninu. Hafi hann beðið
ferjumann að fara með sig yfir.
Ferjumaðurinn tók því vel en
setti upp mikið fé fyrir, svo að
ferðamanninn rak í rogastanz og
spurði, hvort það gæti verið að
það kostaði þessi ósköp. — Þú
verður að athuga, að það var hér
sem Jesús gekk á vatninu, sagði
ferjumaðurinn lymskulegur á
svip.
— Ég er ekki hissa á því, sagði
ferðamaðurinn. — Það hefur eng-
inn venjulegur maður efni á því
að fara hér yfir á bát.
Svo fékk ég mér vatn í krús, þar
sem Jóhannes skírði Jesúm og síð-
an héldum við til næturdvalar á
kibbutizinum Ayelet Hashahar.
Shifra Blass með Josuah
Frá Ofra.
texti: Jóhanna Kristjónsdóttir
F| Hafnarfjöröur
— kjörskrá
Kjörskrá fyrir Hafnarfjörö vegna alþingiskosninga,
sem fram eiga aö fara 23. apríl 1983 liggur frammi
almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni, Strandgötu
6, Hafnarfirði, alla virka daga nema laugardaga frá
22. mars til 8. apríl nk. kl. 9.30—15.30.
Kærur vegna kjörskrár skulu hafa borist skrifstofu
minni fyrir 8. apríl nk.
Hafnarfiröi, 18. mars 1983.
Bæjarstjóri.
Þrýstimælar
Allar stærðir og gerðir
■LlLL
SöyoUðQiygjQjKí1
Qj&OUSæOOT) &
Vesturgötu 16, sími 13280
Wterkurog
kl hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Bladburóarfólk
óskast!
Vesturbær Austurbær
Granaskjól Grettisgata 36—98
Seilugrandi Hverfisgata 63—120
• Þessa einstæöu samstæöu er nú
hægt aö eignast meö aöeins 4.000 kr.
útborgun og afganginn á næstu 6 mán.
Verö kr. 18.500 . stgr.
HLJOMBÆR
HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
ÚTSÖLUSTAÐIR: Portiö, Akranesi — KF Borgf Borgarnesi —
Verls. Inga. Hellissandi — Patróna, Patreksfiröi — Sería. Isafiröi —
Sig. Pálmason, Hvarfimstanga — Alfhóll, Slgluflröi — Cesar. Akureyri —
Radíóver, Húsavfk — Paloma. Vopnafiröi — Ennco. NeskaupsstaÖ —
Stálbúöin. Seyöisfiröi — Skógar, Egilsstööum — Djúpiö, Djúpavogi —
Hombær. Homafiröi — KF. Rang. Hvolsvelli — MM. Selfossi —
Eyjabaer. Vestmannaeyjum — Rafeindavlrkinn. Grindavík —
Fataval, Keflavík.