Morgunblaðið - 23.03.1983, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
37
Sextugur:
Sr. Hannes Guð-
mundsson, Fellsmúla
fremst að þakka hagkvæmni í inn-
kaupum, sem kemur til vegna hins
mikla fjölda íbúða sem er í bygg-
ingu hjá Byggung hverju sinni.
Samkvæmt upplýsingum Byggung
kostar 3ja herb. íbúð 81 fm full-
búin, ásamt sameign, en án gólf-
efna rúmar 743 þúsund krónur,
eða um 260 þúsund krónum lægra
verð en fyrir sambærilega íbúð í
verkamannabústöðunum. Við
samning greiða menn um 7. hluta
kaupverðs og fjórum mánuðum
síðar svipaða upphæð en síðan
mánaðarlega upphæð sem flest
ungt fólk við vinnu ætti að geta
borgað. Húsnæðismálalán færi þá
beint inn í byggingaframkvæmdir.
Við framreikning á verði verka-
mannabústaða og Byggung-íbúða
er ekki ólíklegt að munurinn verði
100—150 þúsund krónur Byggung
í vil.
Eldavélin helmingi ódýrari
Þorvaldur Mawby,
framkvæmdastjóri Byggung,
nefndi fróðlegt dæmi um ha-
gkvæmni af því að géta pantað inn
vörur fyrir fyrirtækið í miklu
magni, vegna mikils fjölda íbúða í
byggingu. Eldavél, sem út úr búð í
Reykjavík kostar um 9 þúsund
krónur, kostar hjá Byggung aðeins
helming af því verði. Hann efaðist
um að það borgaði sig fyrir menn
að standa upp fyrir höfuð í „einka-
byggingabasli", við timburhreins-
un og naglaútdrátt, þegar þeir
borguðu síðan yfir 4 þúsund krón-
um meira fyrir sömu gerð af elda-
vél og Byggung-menn rekast á
þegar þeir snúa í fyrsta skipti
lyklinum að fullbúinni íbúð. Þann-
ig sagði Þorvaldur að mætti nefna
mun fleiri dæmi, sem bentu til
þess að stórlega megi spara í
byggingakostnaði ef byggingafyr-
irtæki fengju stærri úthlutanir, og
tók Gunnar S. Björnsson bygg-
ingameistari í sama streng.
Lág lán til kaupa
á cldra húsnæöi
Möguleikar ungs fólks til kaupa
á eldra húsnæði eru hins vegar
mjög takmarkaðir og það heyrir
undir kjark og áræði ef ungt fólk
birtist á fasteignasölu í dag. Hús-
næðisstofnun veitir aðeins helm-
ing af því láni sem veitt er til ný-
bygginga ef sótt er um lán á fyrstu
íbúð og 75% íbúðarverðs greiðast
yfirleitt upp á fyrsta ári. Erlendur
Kristjánsson sölumaður fjallaði
um þennan þátt á ráðstefnunni og
sýndi dæmi af algengum kauptil-
boðum í dag. Þar er ekki óalgengt
að 850 þús. króna íbúð, 2 herb., 60
fm, sé keypt þannig að greiddar
séu um 100 þúsund krónur annan
hvern mánuð, en auðvitað er tölu-
verður mismunur á kauptilboðum.
Þessar upplýsingar gefa hins veg-
ar til kynna að verulega erfitt sé
fyrir ungt fólk að fjármagna kaup
á eldra húsnæði — og kemur þá
enn upp krafan um hærri lán frá
lánastofnunum.
Eign handa öllum —
á auðveldan hátt
Hvernig viljið þið auka mögu-
leika ungs fólks til íbúðakaupa?
„Eins og ég minntist á áður, þá
var lánshlutfallið komið upp í 42%
árið 1972 í tíð Viðreisnarstjórnar-
innar, sem við sjálfstæðismenn
leiddum. Nú er lánshlutfallið
12-13% af staðalíbúð. Það þarf
því engin töfrabrögð til þess að
koma okkur aftur á sömu braut og
við vorum áður. Það þarf vilja og
menn til þess að framkvæma.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
á Alþingi hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu, þar sem stefnt
er að því að lánshlutfallið verði
80% af íbúðarverði. Hugmyndin
er að stefna að þessu marki á
næstu 5 árum. Þetta er augsýni-
lega svo hátt mark að gagngera
endurskoðun þarf á húsnæðis-
málakerfinu, til þess að það geti
orðið að raunveruleika og það er
fullur vilji hjá okkur til þess að
framkvæma þá endurskoðun. Þor-
valdur Garðar Kristjánsson al-
þingismaður, Gunnar S. Björnsson
byggingameistari og Erlendur
Kristjánsson hafa unnið ásamt
öðrum mjög ötullega að endur-
skoðun á þessu kerfi og hugmynd-
um okkar ungra sjálfstæðismanna
hefur verið mjög vel tekið af þeim.
Ég tel að við getum nokkuð auð-
veldlega náð því marki að lán til
þeirra sem byggja í fyrsta sinn
verði 50—60% af íbúðaverði en
þar að auki þarf að koma til al-
hliða uppstokkun á byggingakerf-
inu.
Hægt að ná lánshlut-
fallinu í 45—60%
í hverju eru hugmyndir ykkar
um hærri lán fólgnar?
Við teljum að með frjálsu sam-
starfi við lífeyrissjóðina í landinu
verði alls hægt að lána þaðan sem
svarar 20—25% af íbúðarverði.
Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna
hafa fullan skilning á vanda ungs
fólks varðandi íbúðakaup en hér
þarf aðeins að vinna bug á and-
stöðu stjórnvalda, sem hafa viljað
stefna að því að ríkið skammti öll
lán úr hirslum sínum og það virð-
ist vera mat vinstri manna að
„frjálst samstarf" geti ekki leitt
til neins nema ills.
Við teljum að bankarnir geti
tekið við mun stærra lánahlut-
verki varðandi íbúðakaup en þeir
gera nú. Við höfum hugmyndir um
að fólk geti stofnað reikning þar
sem föst upphæð sé lögð inn reglu-
lega og á móti þeirri upphæð komi
lán bankans, sem að lokum gæti
numið um 10—20% af íbúðarverði.
Við teljum einnig nauðsynlegt
að ákveðið sé visst hlutfall af fjár-
lögum til íbúðabygginga, þannig
að fjárlög ríkisins og þarfir hvers
tíma varðandi fé til húsbygginga
haldist í hendur. Þessi aðferð gæti
tryggt stöðugar lánveitingar í stað
happa og glappa aðferðar sem nú
ríkir. Við erum hér að ræða um
10—20% af verði staðalíbúðar.
Þannig gætum við alls náð láns-
hlutfallinu í 45—60%.
Lækka fbúðaverð samfara
hækkun lánshlutfalls
I Ég hef enn ekki nefnt þann
þáttinn, sem þó getur sparað hús-
byggjendum verulegt fé, en það er
stöðvun á kostnaðarsömum milii-
færslum fjármagns í húsnæðis-
kerfinu og aðgerðir sem miða að
því að stórlækka byggingakostn-
að. Staðreyndin er sú að stöðugar
tilfærslur á fjármagni milli sjóða,
eins og nú tíðkast, skapa mikinn
kostnað, sem auðvelt væri að
minnka verulega með ákveðinni
hagræðingu.
Hitt atriðið sem ég nefndi varð-
ar lækkaðan byggingakostnað. Ég
hef áður minnst á dæmi Byggung,
þar sem sparaðar voru um 4 þús-
und krónur fyrir húsbyggjand-
anna með kaupum á einni eldavél
— en dæmið gæti verið mun
stærra og almennara. Með nægu
lóðaframboði og magnúthlutunum
til byggingafyrirtækja, geta fyrir-
tækin gert mun hagkvæmari inn-
kaup og byggt hagkvæmar. Bygg-
ingatækni fleygir fram og með því
að stuðla að því að við fáum að
fylgjast með og þróa nýja tækni er
ljóst að byggingakostnaðinn má
lækka verulega. Þá má enn fremur
nefna hugsanlegt samstarf bygg-
ingaaðila um innkaup, bæði hvað
varðar byggingaefni og-tæki. Allt
þetta gæti þýtt verulega lækkun
byggingakostnaðar, þ.e. íbúða-
verðið lækkar verulega á sama
tíma og lánshlutfallið hefur verið
hækkað.
Með þessu móti getum við stuðl-
að að því að allir, sem vilja, eignist
íbúð á auðveldan hátt. Þetta eru
engir draumórar en vissulega
þurfum við á mönnum að halda,
sem vilja færa þessa leið að mark-
inu. Því miður eru það aðeins
sjálfstæðismenn sem virðast
skilja nauðsyn á stórkostlegu
átaki í húsnæðismálum þótt við
eigum eflaust eftir að heyra annað
nú fyrir kosningar. Síðasti áratug-
ur hefur kennt okkur það, að það
er sama hvaða vinstri flokkur það
er, allir stefna þeir húsnæðismál-
um í blindgötur. Og fimmti flokk-
urinn, flokkurinn hans Vilmund-
ar, virðist fylgja þessum flokkum
fast á eftir á blindgötugöngunni,"
sagði Árni Sigfússon, formaður
Heimdallar, að lokum.
Hvert hérað hefur sín sérkenni í
landslagi, náttúrufari og mannlífi.
Landslagið heldur sinu svipmóti
nær óbreyttu um aldir og árþús-
undir. Náttúruöflin togast á, eyða
og græða, rífa niður og byggja
upp. Mannlífið er alltaf nýtt,
endurnýjast með hverri kynslóð.
í Rangárþingi er landslag
stórbrotið og fjölskrúðugt og
glíma náttúruaflanna einatt hörð
og tilþrifamikil. Mannlífselfan líð-
ur fram í jafnari straumi, kynslóð
af kynslóð. Þó gætir þar einnig
flúða og fossa og engin aldan er
eins. Hekla, Eyjafjallajökull og
Tindafjöll setja sinn hátignarleg
svip á héraðið. Tíð eldsumbrot
hafa ógnað fyrir landi og að baki
byggðar. En í þessari umgerð
þrífst mannlíf og menning í
blómlegum sveitum. Þar leggja
allir sitt af mörkum, hver á sínu
sviði — en sumir setja þó meiri
svip á samtíð og samfélag en aðr-
ir. Einn af þeim, sem það gera, svo
eftir er tekið, er séra Hannes Guð-
mundsson í Fellsmúla, sem er sex-
tugur í dag, 23. mars.
Sr. Hannes er fæddur þennan
dag árið 1923 vestur í Kanada,
sonur Guðmundar Guðmundsson-
ar verkamanns og konu hans
Elísabetar Jónsdóttur. Hann
fluttist heim til íslands árið 1925
og ólst upp í Reykjavík hjá móð-
ursystur sinni, Guðrúnu Jónsdótt-
ur. Hann var bankaritari og síðar
gjaldkeri í Útvegsbanka Islands í
Reykjavík árin 1939—1948. Stúd-
ent varð hann frá Menntaskólan-
um í Reykjavík árið 1950 og guð-
fræðiprófi lauk hann frá Háskóla
íslands vorið 1955. Hann fékk
veitingu fyrir Fellsmúla í Rang-
árvallaprófastsdæmi frá 4. júlí
1955 og var vígður 10. sama mán-
aðar. Þar hefur hann verið sókn-
arprestur síðan. Á árunum
1942—1955 var sr. Hannes í safn-
aðarráði Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík og einkaritari fjárveit-
inganefndar Alþingis árin
1950—1953. Aukaþjónustu hafði
hann í Kirkjuhvolsprestakalli um
skeið 1972 og aftur 1978. Sr. Hann-
es var formaður Kirkjukórasam-
bands Rangárvallaprófastsdæmis
á árunum 1973—1977. Hann var i
þjóðhátíðarnefnd Rangárvalla-
sýslu árið 1974 og í prófastsdæm-
isráði Rangárvallaprófastsdæmis
hefur sr. Hannes átt sæti frá
stofnun þess árið 1978.
Eins og sjá má af þessu stutta
yfirliti um starfsferil sr. Hannes-
ar, þá hefur hann nú í nær þrjá
tugi ára markað spor og mótað
svip mannlífsins meðal safnaða
sinna og héraðsbúa allra. Hann
hefur víða komið við og oft verið
til ráða kvaddur og þá helzt er
mikið þótti við liggja að með reisn
væri á málum tekið.
Prestsstarfið og þjónustan í
kirkjunni hefur þó jafnan átt hug
hans allan og önnur störf hans
mótazt af því. Þetta á ekki sízt við
um þátt hans í sönglífi og öðrum
menningarmálum í héraðinu. Þar
vill hann sem annars staðar halda
hátt hinu kristna merki. Sr.
Hannes hefur ekki talið eftir sér
neina fyrirhöfn, hvorki erfiðar
ferðir né vökur, sem þessum störf-
um fylgja í víðlendu héraði þar
sem búsannir kalla að daginn
langan, en menningar- og félags-
störf eru unnin á síðkvöldum og
heimferðin tekur fram á nóttina
fyrir þá sem lengst eiga að sækja.
Fellsmúli er þannig í sveit settur,
í fjallasal nær Heklurótum, að
drjúgur vegur og tafsamur getur
orðið í lágsveitir, ekki sízt um vet-
ur í misjafnri færð. En fögur er
þar fjallasýn á björtum vornótt-
um. Ut um austurgluggana á stof-
unni prestsins gefur að líta svip-
aða sýn og þá er Kristján X. kon-
ungur sá úr stofuglugga Klemens-
ar á Sámsstöðum, til austurjökla,
og hreifst svo af, að hann gaf heila
rúðu úr völdu gleri í gluggann og
lét fjarlægja pósta og annað, sem
skyggt gæti á þá dýrðarsýn sem
þarna blasti við honum. Þessi
gluggi er síðan nefndur konungs-
gluggi. Sr. Hannes á líka næmt
fegurðarskyn og kann að meta
fjallatign og fjallafrið. Hann hef-
ur unað sér öll þessi ár við aðstæð-
ur, sem ýmsir munu vilja kenna
við fásinni og jafnvel einsemd. En
hlutföllin milli Guðs og manns eru
hin sömu í fámenni og fjölmenni.
Gildi þjónustunnar við Guð fer
ekki eftir höfðatölu manna.
Sr. Hannes hefur ekki bundið
hugann við ytri aðstæður, hvorki
góðar né slæmar. Hann hefur
horft hærra. Hann á nefnilega
sinn konungsglugga. Það er hans
trúarsýn. Þar skyggir ekkert á
mynd frelsarans, konungsins
Krists. Um þetta vitnar hann
sjálfur í Kristnum hugvekjum,
sem nýlega voru gefnar út: „Einn
er sá, sem fæddist þessari jörð,
Drottinn Jesús Kristur. Enginn
gat sannað á hann synd og svik
voru ekki fundin i munni hans.
Hann bjó yfir því valdi, sem Guðs
er, vegna þess að hann var hugur
Guðs og hugsun, sjón, heyrn og
tunga Guðs mönnum til bjargar.
Þú átt að gerast maður hans.
Flytja gleðiboðskapinn um Guð,
hvar sem þú megnar ... “ Og
þetta hefur sr. Hannes sjálfur
staðfest með lifsstarfi sínu. Auð-
vitað hefur hann átt sínar erfiðu
stundir eins og aðrir og við and-
streymi að etja af ýmsu tagi. En
óbugaður hefur hann staðið sinn
vörð og þjónað söfnuðum sinum í
trú og auðmýkt fyrir Guði.
Á þessum tímamótum í lífi sr.
Hannesar í Fellsmúla vil ég, fyrir
mína hönd og annarra samstarfs-
manna hans í Rangárvallapró-
fastsdæmi, flytja honum hugheil-
ar árnaðaróskir og innilegar þakk-
ir fyrir mikilvæg störf og drengi-
legan myndugleika í sókn og vörn
fyrir málstað kirkjunnar. Þakkir
skulu honum einnig færðar fyrir
gestrisni, alúð og höfðingsskap,
sem við svo oft höfum fengið að
njóta á fallegu og smekkvíslega
búnu heimili hans. Þar er gott að
koma og eiga stundir uppörvunar
og hugarléttis — því að sr. Hann-
esi er sú list lagin að gleðjast með
glöðum og hryggjast með hrygg-
um. Auk þess er hann samræðu-
snillingur og notalegur húmoristi.
Á þessum sextugasta afmælis-
degi sínum verður sr. Hannes í
samfélagi presta, kirkjukóra og
kirkjugesta úr prófastsdæminu og
tekur þátt í kvöldmessu í Hábæj-
arkirkju, hátíðarmessu á Hér-
aðsvöku Rangæinga. Það er hon-
um ljúft hlutskipti og verðugt á
þessum heiðursdegi. Megi honum
áfram gifta veitast og góðra
manna hylli og blessun Guðs.
Sváfnir Sveinbjarnarson
Séra Hannes Guðmundsson í
Fellsmúla er fæddur 23. mars 1923
í Kanada. Foreldrar hans voru
Guðmundur Guðmundsson og
Elísabet Jónsdóttir. Á barnsaldri
fluttist hann með þeim til íslands
og ólst að mestu upp í Reykjavík.
1950 lauk hann stúdentsprófi og
1955 guðfræðiprófi frá Háskóla Is-
lands. Á unglings- og skólaárum
stundaði séra Hannes margvísleg
störf. Níu ár starfaði hann hjá Út-
vegsbanka íslands og þrjú ár var
hann einkaritari fjárveitingar-
nefndar Alþingis. Mikinn þátt tók
hann í starfi kristilegra félaga í
Reykjavík á þessum árum og var
m.a. lengi í safnaðarráði
Fríkirkjusafnaðarins. Þann tí-
unda júlí árið 1955 tók Hannes
Guðmundsson prestsvígslu til
Fellsmúlaprestakalls í Rangár-
vallaprófastsdæmi. Því kalli hefur
hann þjónað síðan og við þann
stað verður hann ávallt kenndur.
Þar finnst okkur, sem til þekkjum,
að hann hafi unnið og muni vinna
sitt ævistarf.
Á sextugsafmæli séra Hannesar
rifjast margt upp í hópi vina hans
og sóknarbarna. Ohætt er að full-
yrða að þarfur maður hefur hann
verið í Rangárþingi þessi ár. Tón-
listarmenntun hans hefur komið
að gagni í samstarfi og viðhaldi
krikjukóranna og oft hefur séra
Hannes verið kvaddur til nokkurr-
ar forystu á hátíðastundum í
Rangárþingi, vegna kunnáttu
sinnar og ótvíræðra hæfileika á
sviði félagsmála. Ávallt hefur
þungamiðja starfa hans þó verið
starfið í hans eigin söfnuðum. í
prestsþjónustu sinni hefur hann
verið árvakur og nærgætinn. Það
þekkja sóknarbörn hans best og
meta, og ætla ég ekki að lýsa því
nánar fyrir þeim. Ég þori þó að
segja fyrir þeirra munn, að ekki
hefur séra Hannes reynst þeim
vera eigingjarn maður.
Ég gat þess fyrr, að á sextugs-
afmæli séra Hannesar rifjaðist
margt upp. Það er vegna þess að
hann hefur víða komið við og einn-
ig vegna þess að hann er ekki ein-
faldur eða auðskilinn persónu-
leiki. Undir heimsborgaralegu fasi
og framgöngu býr að vísu heims-
borgari, en einnig næmar tilfinn-
ingar og nokkuð viðkvæm lund,
sem í falsleysi segir við Drottinn,
„Tala þú herra, þjón þinn heyrir".
Bak við glettni og gamanyrði dag-
legs lífs, býr alvara og trúarlegt
innsæi þess anda, sem rækir það
að leita uppbyggingar í návist
guðlegra leyndardóma. Séra
Hannes er þannig maður nokk-
urra innri átaka, átaka sem hann
sparar sig ekki í frekar en nokkru
því sem hann tekur sér fyrir hend-
ur. Slíka menn er lærdómsríkt að
þekkja. Trúarvitnisburður þeirra
verður skír og sterkur, enda
prófaður í eldi fyrrnefndra átaka.
Ekki er heldur nokkur vafi á að
séra Hannes stendur framarlega í
röð íslenzkra prédikara.
Séra Hannes er trygglyndur
maður og hollur vinum sínum og
vandabundnum. Um það get ég vel
borið eftir áratuga vináttu hans
við foreldra mína og allt þeirra
fólk. Þegar við á afmælisdeginum
minnumst hans, vaknar þakklæti
okkar fyrir það allt, og veit ég að
þannig hugsa margir til hans í
dag. Um leið og við óskum honum
til hamingju með afmælið, biðjum
við Guð að varðveita hann til
nýrra átaka við þau þörfu verk-
efni, sem hugur hans stendur til.
Sigurður Sigurdarson, Selfossi.
Hljómleikar
á Borg
HUÓMLEIKAR verða í Veitinga-
húsinu Borg, kl. 22 fimmtudág. Þar
koma fram hljómsveitirnar Tappi
tíkarrass og Vigga viðutan. Enn-
fremur verða óvænt atriði.
Wterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!