Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 38

Morgunblaðið - 23.03.1983, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983 íslenska Flugsögufélagið Flugminja- sýning í haust Flug Umsjón Gunnar Þorsteinsson Um mitt sumar árið 1977 var íslenska flugsögufélagið stofnað. Markmiðið með stofnun þess var að stuðla aö varðveislu sögu og minja flugs á íslandi. Félagar eru nú um 300 talsins. Flugsíðan ræddi við formann félagsins, Einar L. Gunnarsson, um starfsemina. „Það sem fyrst kemur upp í huga minn er, að á þessu starfsári keyptum við tvo samliggjandi hluta í flugskýli, svonefndum Fluggörðum, og þar með var hús- næðismálum félagsins borgið í bili. Einnig eigum við húsnæði við Auðbrekku í Kópavogi." Ólafur Stefánsson flugumsjónarmaður hjá Flugleiðum sést hér taka á móti flugáætlun úr tölvunni fyrir flug FÍ 615 Keflavík-New York. Eins og sjá má á myndinni er þetta langur strimill, enda á honum fjölmargar upplýsingar varðandi þetta flug. Ljósm. Mbl. Kristján Einarsson. „Getum gert flugáætlanir fyrir hvaða flugvél Flugleiða hvar sem hún er stödd í veröldinni á fimm mínútum“ — segir Svavar Eiríksson deildarstjóri flugrekstrareftirlits Flugleiða Flugleiðir hafa um nokkurt skeið tölvuunnið fjugáætlanir fyrir DC-8 flug- vélar félagsins sem fljúga á flugleiðunum milli íslands og Ameríku. Svavar Eiríksson deildarstjóri Óugrekstrareftirlits Flugleiða sagði að félagið tengd- ist fullkominni tölvumiðstöð í Los Angels hjá Continental-flugfélaginu. „Við notfærum okkur þessa þjónustu eingöngu þegar um lengri flugleiðir er að ræða eins og á milli Islands og Ameríku og vegna Air India flugsins sem við flugum áður. Þetta er unnið þann- ig að flugumsjónarmaður, sá sem undirbýr komandi flug gefur tölv- unni upp skráninganúmer vélar- innar, áætlaða þyngd, varaflugvöll og varaeldsneyti. Tölvan hefur upplýsingar um viðkomandi flug- vél þ.e.a.s. hinar ýmsu þyngdir vélarinnar, eldsneytiseyðslu og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Síðan reiknar tölvan út svokallað miniplan og er hún stundum beðin að reikna út tvö til þrjú mismun- andi miniplön sem flugumsjónar- maðurinn ber síðan saman við há- loftaveðurkort og veðurspár. Þeg- ar þessu er lokið er beðið um enda- lega flugáætlun og kemur hún prentuð úr sérstökum prentara sem er tengdur tölvunni. Þá liggur fyrir flugáætlun eða leið sem er hagkvæmust, sparar eldsneyti og síðast en ekki síst tíma. Um þetta snýst náttúrulega allt, að spara peninga og tíma.“ Þá sagði Svavar að tölvan gæti einnig gefið nýjustu upplýsingar um veðurfar og spár á flugleiðinni. Ef veður breytist mjög mikið með- an flugvélin er á leiðinni er mögu- leiki á því að fá breytta flugáætl- un og j)á að sjálfsögðu miðað við nýjustu forsendur. Tölvan er einn- ig með allar reglugerðir og reglur frá opinberum flugmálayfirvöld- um og flugvélaframleiðendum sem varða flugöryggi. „Það er augljóst að forgangsregla í flugrekstri er öryggi." „Jafnframt þessum tvöfalda til- gangi að tryggja öruggustu og hagkvæmustu leiðina þá er tölu- verður beinn sparnaður. Eldsneyt- iskostnaður lækkar. Það er líka mjög mikilvægt og sparar stór fé að komast frá brottfararstað til ákvörðunarstaðar á sem skemmst- um tíma, því það þýðir færri flug- stundir bæði fyrir áhöfn og flug- vél. Þá má nefna það að beinn kostnaður við undirbúning hverr- ar flugáætlunar lækkar, því áður fyrr var þetta allt reiknað út í höndunum." Aðspurður sagði Svavar að fé- lagið hefði ekki í hyggju að taka upp þessa tækni vegna Evrópu- flugsins. Flugleiðirnar væru það stuttar að það væri aðeins í und- antekningartilfellum að víkja þyrfti frá stystu mögulegu leið og þá helst ef eitthvað væri að veðri. A þessum flugleiðum er notast við staðlaðar flugáætlanir eða „Wind component flight plans". „Að hafa aðgang að þessu tölvu- Svavar Eiríksson hjá Flugleiðum. Ljósm. Mbl. Emilia Björg Björnsdóttir. kerfi býður okkur upp á ýmsa notkunarmöguleika. Ég get nefnt sem dæmi að á meðan Flugleiðir voru í þessu Air India flugi gátu flugmenn okkar haft samband við Flugumsjón hér í Reykjavík og beðið um flugáætlun fyrir flug sem þeir voru að leggja upp í, en höfðu einhverra hluta vegna ekki tilbúna áætlun. Við skulum segja að þeir hafi verið staddir í Bombay á Indlandi og ætlað til Hong Kong. Þá gaf flugumsjónar- maður hér í Reykjavík tölvunni nauðsynlegar upplýsingar um fyrirhugað flug á leiðinni Bombay-Hong Kong og bað líka um að afrit af prentaðri flugáætl- un yrði sent á flugvöllinn í Bombay. Á sama tíma og áætlunin kom hingað heim, gátu flugmenn- irnir rifið afritið af prentara aust- ur í Bangkok og haldið í loftið. Þannig má segja að'við getum gert flugáætlun fyrir hvaða flugvél Flugleiða hvar sem hún er stödd í veröldinni á fimm mínútum," sagði Svavar Eiríksson að lokum. — Hvaða árangur hefur náðst í varðveislu íslenskrar flugsögu þann tíma sem félagið hefur starf- að? „Fimm ár er stuttur tími, en þó höfum við unnið við viðgerðir og endursmíðar á þrem flugvélum. Fyrst unnum við að björgun NORTHROP N3PB-flugvélar úr Þjórsá. Vélin var síðan endur- byggð af starfsmönnum NORT- HROP vestur í Bandaríkjunum. Sú vél kom hingað til lands og var hér til sýnis áður en hún var af- hent Norðmönnum til varðveislu. Björgun þessarar flugvélar vakti mikla athygli, jafnt utan lands sem innan. Næsta stóra verkefnið var endursmíði flugvélarinnar TF-ÖGN, en vélin er sú fyrsta og eina sem bæði var hönnuð og smíðuð hér heima. Þriðja vélin sem við höfum verið að vinna við er WACO YKS-6, sams konar flugvél og fyrstu vélar Flugfélags íslands (þess er síðast starfaði), en þær hétu Örn og Haförn. Það eru nokkrir félagar úr Flugsögufé- laginu búsettir á Akureyri, sem eru að gera vélina flughæfa. Fyrst ég er farinn að minnast á Akur- eyringa, þá vil ég geta þess, að Flugfélag Norðurlands gaf félag- inu BEECHCRAFT D-18, sem bar einkennisstafina TF-JMO og var mikið notuð í flugi hér innanlands um skeið. Vegna húsnæðisleysis stóð vélin úti í töluverðan tíma, en nú loksins er hún komin undir þak og verður í geymslu, því auðvitað er full ástæða til að varðveita slíka flugvél." — Hvað er framundan hjá fé- laginu? „Aðalfundur verður haldinn í þessum mánuði, eða þann 24. mars. Ef við lítum til lengri tíma, þá er ætlunin að halda flugminja- sýningu í haust, líklega í ágúst eða september. Það veltur þó á því, hvernig gengur að gera WACO- vélina flughæfa, því við höfðum hugsað okkur að henni yrði flogið frá Akureyri til Reykjavíkur í tengslum við sýninguna. Við myndum reyna að safna saman flugvélahlutum og alls konar minjum sem við vitum að eru í eigu einstaklinga. Þá má hugsa sér að hafa á svona sýningu elstu einka- og svifflugvélarnar." — Fyrir tæpum tveimur árum var haldin flugminjasýning. Hvernig gekk hún? Flug í Mosfellssveit Sl. laugardag hélt Flugklúbbur Mosfellssveitar, FKM, aðalfund. Flugsíðan ræddi við einn stjórnar- manna, Jón Jónasson tannlækni, og innti hann eftir fréttum af fundin- um. „Á fundinum var mikill hugur í mönnum og það voru einkum tvö mál sem helst voru rædd. Það var ákveðið að reyna að sækja um leyfi til starfrækslu flugskóla og festa kaup á Piper Cub eða einhverri sambærilegri vél. Við höfum ráð- fært okkur við Loftferðaeftirlitið í þessu sambandi og ég held að ég megi segja að við uppfyllum þau skilyrði sem yfirvöld setja um starfrækslu flugskóla. í beinu framhaldi af þessu máli urðu mikl- ar umræður um framtíð þeirrar starfsaðstöðu sem við höfum útbúið okkur, þ.e.a.s. 500 metra flugbraut og tæplega 400 fermetra flugskýli sem tekur 4—5 flugvélar. Nýlega veitti sveitarstjórn Mosfellshrepps klúbbnum bráðabirgðastarfsleyfi til fimm ára vegna þess að svæðið þar sem flugbrautin liggur var þá ekki inni í skipulagi sveitarfélags- ins. Nú liggja hins vegar fyrir drög Jodel Dr-250 í flugtaki á Tungubökkum. Esjan í baksýn. Ljósm.: Steindór Hálfdánarson að skipulagi og í þeim er ekkert að finna um flugvallarmálin, en í þeim er m.a. að finna hugmyndir um golfvöll og smábátaaðstöðu. Þetta finnst okkur flugáhugamönnum óréttiátar aðfarir, því við höfum þegar reist skýlið og lagt flugbraut- ina. Á fundinum var ákveðið að senda sveitarstjórninni greinargerð um stöðu flugsins í Mosfellssveit, jafnframt með þeirri ósk að fá að vera þarna í framtíðinni með okkar starfsemi eins og hingað til.“ — Hvers vegna viljið þið endi- lega vera með starfsemina þarna uppfrá þegar stór flugvöllur eins og Reykjavíkurflugvöllur er stutt frá? „Við viljum einfaldlega vera hérna í Mosfellssveit vegna þess að flugvöllurinn er alveg við bæjar- dyrnar. Það tekur flesta okkar að- eins fimm mínútur að skreppa niður á völl, en ef við þyrftum að fara til Reykjavíkur, þá tæki það okkur lágmark einn klukkutíma að komast til og frá flugvellinum í bíl. Hérna uppfrá hefur líka skapast mjög heimilislegur andi og hefur það þjappað klúbbfélögum vel sam- an.“ — Þegar þið lögðuð flugbrautina, áttuð þið í deilum við hestamenn og margir íbúanna í nágrenninu töldu, að með tilkomu brautarinnar yrði stöðugur straumur flugvéla og þar af leiðandi mikil truflun. Hvernig hafa þessi mál þróast? „Fyrst eftir að brautin var tekin í notkun urðu smá árekstrar við hestamenn, en við lítum svo á að það sé allt liðin tíð og deilurnar hafi íognast útaf af sjálfu sér. Hvað hitt atriðið varðar, þá höldum við því fram, að flugumferðin hafi ekki raskað ró íbúanna eins og svo margir óttuðust. Við settum í upp- hafi reglur um flugumferð við völl- inn og var aðaltilgangurinn með þeim að beina umferðinni frá íbúð- arhverfunum þarna í kring. Flug- brautin er einkabraut og þar af leiðandi óskráð og á slíkum braut- um mega ekki nærri allar flugvélar lenda. Þurfa þær að hafa sérstaka tryggingu, svokallaða utanvalla- tryggingu, sem t.d. kennsluvélarnar hjá flugskólunum í Reykjavík hafa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.