Morgunblaðið - 23.03.1983, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1983
43
söknum vinar í stað og biðjum all-
ar góðar vættir að styrkja Hólm-
fríði og börn þeirra og venslafólk
allt.
Genginn er göfugur maður.
Hjálmar Ólafsson
Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi starfaði sem kennari við
Flensborgarskólann í hartnær
aldarfjórðung. Hann var áhuga-
samur og ósérhlífinn kennari, sem
lagði mikla alúð við starf sitt. Á
kennarastofunni var hann góður
félagi, sem eignaðist yfirleitt vin-
áttu samstarfsmanna sinna. Að
leiðarlokum votta ég Hólmfríði og
dætrunum dýpstu samúð mína,
gamalla samkennara og skólans
sem stofnunar, um leið og ég
þakka framlag Þórodds til mennt-
unar- og skólamála í Hafnarfirði.
Kristján Bersi Ólafsson
Það var fyrir fimm árum að ég
kynntist fyrst Þóroddi Guð-
mundssyni og Hólmfriði Jónsdótt-
ur, afa og ömmu eiginkonu minn-
ar. Frómt frá sagt tóku þau hjónin
á móti þessum kornunga kærasta
dótturdóttur sinnar eins og þar
væri stórhöfðingi á ferð. Slíku við-
móti gleymir maður seint, enda
hefur leiðin síðan ósjaldan legið i
Hafnarfjörðinn, heim á hlýlegt
heimili þeirra. Þar var maður
kysstur í bak og fyrir af afa Þór-
oddi, síðan leiddur til stofu þar
sem margt skemmtilegt var skraf-
að yfir kaffi og kökum. Oftar en
einu sinni kom það þó fyrir að
Þóroddur var að heiman þegar
okkur bar að garði; hafði hann þá
í hressingarskyni brugðið sér í
sund, eða var á sinni daglegu
gönguför, því enn var hann léttur
á fæti þó væri kominn á áttræðis-
aldur. Ekki er heldur langt síðan
ég hitti hann keikan á árvissri
göngu frá Keflavík, en hann var
löngum baráttumaður fyrir
sjálfstæði þjóðar sinnar.
Það sem ég hef lesið eftir skáld-
ið Þórodd frá Sandi hefur um leið
kynnt mér betur manninn. Varla
eru það mörg skáld sem hafa ort
svo vönduð og ljúfmannleg kvæði,
og líka átt þessa þætti í jafn rík-
um mæli í eigin lífi og Þóroddur
Guðmundsson.
í þessum fátæklegu orðum votta
ég eftirlifandi eiginkonu Þórodds,
Hólmfríði Jónsdóttur, og dætrum
þeirra, Þorbjörgu og Guðrúnu,
mína dýpstu samúð.
Sveinn Yngvi Egilsson
Kveðja frá Norræna félaginu
í Hafnarfirði
f
Þegar Magnús Gíslason, sem þá
var framkvæmdastjóri Norræna
félagsins, boðaði til sín nokkra
Hafnfirðinga vorið 1958 til þess að
athuga um stofnun deildar í Hafn-
arfirði, mun erindi hans hafa ver-
ið vel tekið og framkvæmd þess
gengið snurðulaust uns að því kom
að fá einhvern til þess að taka að
sér formennsku í hinni nýstofnuðu
deild. Eftir nokkrar vangaveltur
urðu lyktir þær, að einn fundar-
manna var fenginn til þess að
hringja í Þórodd Guðmundsson,
sem þá var kennari í Flensborg-
arskóla. Munu fundarmenn hafa
talið Þórodd hafa áhuga á nor-
rænum málefnum, sem átti m.a.
rætur sínar að rekja til þess, er
hann stundaði nám í Noregi og
einnig var hann þekktur fyrir fé-
lagsmálastörf islenskra rithöf-
unda, þar sem hann hafði gegnt
formennsku í félagi þeirra. Er
ekki að orðlengja, að Þóroddur lét
til leiðast að taka við formennsku
deildarinnar og gegndi hann því
starfi sleitulaust í 21 ár. Þóroddur
Guðmundsson átti því í upphafi
stærstan þátt í að móta starfsemi
Norræna félagsins í Hafnarfirði
og er það dómur þeirra, sem til
þekkja, að vel hafi tekist. Frá upp-
hafi var félagsmönnum boðið upp
á kvöldvökur með menningarlegu
sniði og á hinn bóginn var sam-
starf við vinabæi Hafnarfjarðar í
Danmörku, Noregi, Svíþjóð og
Finnlandi. Auk vinabæjamótanna,
sem haldin eru með tveggja ára
bili, leiddu margvísleg samskipti
vinabæjanna til þess, að heimili
þeirra Hólmfríðar og Þórodds
varð að einskonar „ræðismanns-
skrifstofu", þar sem höfð var
milliganga um útvegun skólavist-
ar í lýðháskólum Norðurlanda og
tekið á móti og greitt fyrir nor-
rænum gestum. Allir stjórnar-
fundir deildarinnar voru haldnir á
heimili þeirra hjóna og auk þess
var Þóroddur boðinn og búinn að
taka sæti í sambandsstjórn Nor-
ræna félagsins og að sitja fjölda
sambandsþinga sem fulltrúi
Hafnarfjarðardeildarinnar. Fyrir
farsæl og mikil störf að málefnum
Norræna félagsins var Þóroddur
kjörinn fyrsti heiðursfélagi Hafn-
arfjarðardeildarinnar árið 1980 og
sama ár kaus sambandsstjórn
hann einnig heiðursfélaga.
Mér er engin launung á því, að
ég tel að það hafi verið viturleg
ákvörðun að sækjast eftir Þóroddi
Guðmundssyni til þess að taka að
sér formennsku Hafnarfjarðar-
deildarinnar í upphafi. Þar með
var þessi viðkvæmi kvistur, sem
deildin var þá, komin í hendur
manns, sem af sinni viturlegu alúð
og samviskusemi var tilbúinn að
hlúa að honum enda lét árangur
ekki standa á sér. Þóroddur var
stórhuga fyrir hönd norrænnar
samvinnu á öllum sviðum og gerði
sér ljósa grein fyrir gildi hennar
fyrir okkar litla land. Kurteis
framkoma hans og alúð aflaði
honum margra vina innan lands
og utan og ég veit, að margir nor-
rænir gestir munu sakna vinar í
stað, þegar vinabæjamót verður
haldið í Hafnarfirði á þessu
sumri. En enginn má sköpum
renna og eftir eigum við minning-
una um góðan og vammlausan
dreng, sem gott var að kynnast,
minningu, sem lýsir eins og leiftur
um nótt liðins tíma.
Fyrir hönd Norræna félagsins í
Hafnarfirði sendi ég Hólmfríði og
öllum aðstandendum innilegar
samúðarkveðjur Þóroddi, vini
mínum, bið ég blessunar Guðs.
Vilhjálmur G. Skúlason.
Kveðja frá Eiðum
„Hér á ég heima og orna mér
við yl af brennandi logum.
I*ótt foldin húmblæju faldi sér
og frjósi á eflum og vogum,
þótt feli þokurnar fell og hól
og fjúki á torförnum leiðum
þá flnnst mér alltaf að sumarsól
signi skólann á Eiðum.“
Þannig hefst ljóð Þórodds
skálds frá Sandi er hann orti til
Eiðamanna 1938 og birt var í Við-
ari, tímariti héraðsskólanna sem
hann þá ritstýrði. Þau Þóroddur
og Hólmfríður Jónsdóttir, kona
hans, gerðust heimafólk á Eiðum
er Þóroddur réðist þangað sem
kennari 1935 og þar fæddust þeim
hjónum dæturnar tvær, Þorbjörg
og Guðrún. Á Eiðum dvelja þau í
níu ár eða þangað til þau eru
kvödd til skólastjórastarfa vestur
í Reykjanes 1944.
Þegar Þóroddur verður kennari
við Alþýðuskólann á Eiðum, var
ekki annað sýnna en að ævidagar
þess skóla væru senn taldir, hann
stóðst einfaldlega ekki samkeppn-
ina við sams konar skóla sem á
þessum árum voru reistir víða um
land, búnir þægindum sem Eiða-
skóli hafði ekki, svo sem rafmagni
og heitum laugum. Það var því
ekki lítils virði að fá til starfa við
skólann jafn fjölhæfan og vel
menntaðan kennara og Þóroddur
var. Sem að líkum lætur um af-
skekktan skóla í strjálbyggðu um-
hverfi urðu kennarar skólans að
kenna fleiri greinar en gátu talist
sérstakar kjörgreinar þeirra. Til
marks um fjölhæfni hins nýja
kennara má nefna að í hlut hans
kom að kenna eftirtaldar greinar:
íslensku, ensku, náttúrufræði,
heilsufræði, eðlisfræði, bókhald og
skrift, en Þóroddur hafði óvenju
fagra rithönd.
Allar þessar greinar kenndi
Þóroddur af stakri samviskusemi
sem var honum eðlislæg, og náði í
greinum þessum prýðilegum
árangri. Kjörgreinar hans voru þó
íslenska og grasafræði. Við ís-
lenskukennsluna naut sín óvenju-
legur málmekkur og djúpstæð
þekking á íslensku máli og ís-
lenskum bókmenntum. Alls þessa
verður vart í ljóðum hans og ekki
síður í bráðsnjöllum þýðingum.
Þóroddur var óvenjulegur nátt-
úruunnandi og umgekkst íslenska
náttúru eins og helgidómur væri.
Þessa tilfinningu skynjuðu
nemendur hans í náttúrufræði-
tímunum, einkum þó grasafræð-
inni. Það hef ég eftir nemendum
frá Eiðum að margir náttúru-
fræðitímar Þórodds séu þeim
minnisstæðir einkum þó grasa-
fræðitímarnir. Hann hafi opnað
svo augu þeirra fyrir dásemdum
íslenskrar náttúru að aldrei
gleymist.
Ef slíkir kennarar eru ekki
kennarar af guðsnáð, kann ég ekki
að skýra það hugtak.
Eiðaskóli hjarði af, og í því sam-
bandi stendur hann í mikilli þakk-
arskuld við þórodd kennara. Hann
leiðbeindi um gróðursetningu
fyrstu lerkitrjánna sem gróður-
sett voru í hinum nýja Eiðaskógi
og þar ber vöxtulegur birkilundur
nafn hans, en hann gróðursetti
lund þennan með sundnámskeiðs-
unglingum óbeðinn, eitt vorið.
I þau níu ár er við vorum sam-
tíma á Eiðum, minnist ég ekki að
snurða hafi komið á það sambýli,
var þó oft þröngt búið.
Prúðmennska og umgangskurt-
eisi Þórodds var óbrigðul, alúðar-
framkoma frú Hólmfríðar brást
ekki og litlu stúlkurnar þeirra,
Óda og Dúrra, eins og þær voru
nefndar gælunöfnum, voru öllu
heimilisfólki til ánægju og yndis-
auka.
Á þessari kveðjustundu sendum
við Sigrún, og ég leyfi mér að
segja annað heimilisfólk á Eiðum
þessi sambýliskór, þeim mæðgum,
frú Hólmfríði, Þorbjörgu og Guð-
rúnu svo og fjölskyldum þeirra,
innilegar samúðarkveðjur og
þakkir fyrir samveruna á Eiðum.
Megi guð blessa okkur minningu
hins ágæta Eiðamanns, Þórodds
Guðmundssonar skálds frá Sandi
og sólin signa skólann okkar
Þórarinn Þórarinsson fyrrv.
skólastjóri á Eiðum.
Fjölbrautaskólinn á Akranesi:
Heimavist fyrir 64 nemendur reist
Akranesi, 17. marz.
EINS og fram hefur komiö var fyrsta
skóflustunga að fyrirhugaðri heima-
vistarbyggingu við Fjölbrautaskólann á
Akranesi tekin 5. mars sl. Heimavist-
arbyggingin verður tvflyft hús, alls um
1250 fm. Þar verður rúm fyrir 64 nem-
endur í tveggja manna herbergjum.
Hreinlætisaðstaða verður í hverju
herbergi. í húsinu verður einnig sér-
stök íbúð gæslumanns.
Húsið verður byggt úr steinsteypt-
um einingum sem hannaðar voru
vegna byggingar á verknámshúsum
Fjölbrautaskólans sem tekin voru í
notkun síðastliðið haust. Tæknilegan
undirbúning verksins annaðist Verk-
fræði- og teiknistofan sf. á Akranesi,
arkitekt hússins er Magnús ólafsson
en umsjón með framkvæmdum hef-
ur Baldur Ólafsson.
Þjónustuaðstaða, svo sem mötu-
neyti og setustofa, mun verða í við-
byggingu sem fyrirhuguð er við eldri
hluta skólahúsnæðisins. I Fjöl-
brautaskólanum eru nú 520 nemend-
ur í reglulegu framhaldsnámi. Auk
þess eru 85 nemendur í öldungadeild
skólans og 17 nemendur í meistara-
námsskóla sem tók til starfa nú um
áramót. I 9. bekk grunnskóla, sem er
til húsa í Fjölbrautaskólanum, eru
nú 73 nemendur.
Við skólann stunda 180 utanbæj-
arnemendur nám. Um 120 þeirra eru
af Vesturlandi en 60 koma víðsvegar
af landinu. Núverandi heimavist
skólans, sem er til húsa í fyrrverandi
prestssetri, rúmar aðeins 18 nem-
endur. Hafa aðrir utanbæjarnem-
endur orðið að leigja sér húsnæði
víðsvegar um bæinn. Er bygging
hinnar nýju heimavistar því afar
brýn. Fyrirhugað er að hún verði
fokheld haustið 1983. J.G.
SVAR MITT
eftir Billy Graham
Hvað um hassið?
Sérfræðingar segja, að hassið sé tiltölulega meinlaust og
ósannað sé, að þau skaði líkamann. Ættum við ekki að leyfa
fólki að nota það og hætta öllu fjasi?
Eg er ekki sérfræðingur varðandi hass, en eg hef
gefið gaum að ungu fólki, sem notaði eiturlyf, bæði í
San Fransiskó og New York. Þegar þessir svokölluðu
„sérfræðingar" kveða upp úrskurð um þetta út-
breidda nautnalyf, minnast þeir aldrei á þau alvar-
legu, skaðvænlegu áhrif, sem þau hafa á notendur.
Þeir láta undir höfuð leggjast að skýra frá því, að
þau hindra andlegan þroska og valda því, að ungt
fólk fer hundruðum saman „út fyrir garðinn", þó að
þjóðfélagið vildi hjálpa þeim, ef það gæti. Þeir geta
þess aldrei, hvernig hass stuðlar að því að fólk
stendur í stað; það heldur unglingum á „æðislegum
ævintýra-aldri“, og kemur í veg fyrir, að þeir verði
fulltíða menn, sem axla ábyrgð fullorðins fólks.
Að sjálfsögðu ber þess að geta, að undirrót þess,
að fólk fer að nota hass, er sálræn og andleg. Ef hass
hefði verið notað á mínum heimaslóðum, þegar eg
var unglingur, getur verið, að eg hefði prófað það. Eg
var eins og aðrir æskumenn: Mér fannst mig vanta
eitthvað. En þegar eg fann Jesúm Krist, hvarf þessi
tómleiki. Eg held því ekki fram, að öll vandamál hafi
verið úr sögunni, en Guð gaf mér kraft og einbeitni
til að takast á við þau.
Þetta er ein helzta ástæðan til þess, að eg stend
fyrir trúboðsferðum um allan heim. Eg álít, að
æskumenn láti sér ekki lynda að búa við tómleika og
tilgangsleysi eins og sumir fullorðnir gera. Þeir vilja
finna lífi sínu grundvöll. Sumir vonsviknir æsku-
menn snúa sér að eiturlyfjum. Aðrir komast að raun
um, að það veitir þeim kjölfestu og tilgang að fylgja
Jesú Kristi. Já, enda sagði hann: „Eg er kominn til
þess að þeir hafi líf og hafi nægtir."
24. lánsúthlutun
Fjárfestingarsjóðs
stórkaupmanna
stendur nú yfir. Umsóknareyðublöð liggja frammi á
skrifstofu Félags íslenzkra stórkaupmanna, Húsi
verzlunarinnar, sími 10650 og 27066.
Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk.
Fjárfestingarsjóður stórkaupmanna.
Látið ykkur líöa vel á meö-
göngutímanum, tækifæris-
belti, tækifærisnærbuxgr,
mjólkurgjafabrjóstahöld.
Viöurkenndar
gæðavörur.
Laugavegi 26, sími 13300.