Morgunblaðið - 29.03.1983, Qupperneq 1
48 SIÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
73. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Lech Walesa í ræðu í Gdansk á sunnudag:
„Sá tími kemur að við
berum sigur úr býtum"
(>dansk; 28. mars. AP.
„SÁ TIMI kemur, að við berum sigur úr býtum,“ sagði Lech Walesa
á fundi með 600 stuðningsmönnum Samstöðu, sem efnt var til eftir
að guðsþjónustu iauk í Gdansk í gær, pálmasunnudag. Gaf Walesa í
skyn, að hann myndi verða viðstaddur þegar réttarhöld yfir meðlim-
um Samstöðu hæfust. Walesa hefur lítið sést opinberlega undan-
farnar vikur.
Guðsþjónustan í Gdansk var
haldin til þess að biðja fyrir
þeim meðlimum Samstöðu,
sem enn eru í fangelsi. At-
höfnin var sögð mjög áhrifa-
mikil, þar sem hinir 3.000
kirkjugestir sögðu við hvert
hinna 102 nafna, sem prestur-
inn las upp, „veitið honum
frelsi."
Stjórnvöld 1 Póllandi hafa
harðneitað því, að Jóhannesi
Páli páfa II hafi verið meinað
að heimsækja Gdansk á ferð
sinni, sem verður farin í
sumar. Vestrænir fréttamenn
segja yfirvöld ekki hafa þorað
að hafa Gdansk inn í ferða-
áætlun af ótta við óeirðir.
Stjórnvöld segja kirkju-
leiðtoga aldrei hafa farið fram
á, að páfi heimsækti Gdansk.
Andrej Konarski, einn með-
lima Samstöðu, sem verið hef-
ur í felum frá því í desember
1981, gaf sig í dag fram við
yfirvöld. Frekari staðfesting á
þessum fregnum fékkst er
hann kom fram í sjónvarpi í
dag. „Það verður hver að
ákveða fyrir sig,“ sagði Kon-
arski er hann spurður að því
hvort hann vildi hvetja aðra
Samstöðumenn í felum til að
gefa sig fram.
Fundur de Cueilar og Andropov í Moskvu:
Viðræður sagðar
uppbyggjandi
Simamynd AP.
Lech Walesa á fundinam f Gdansk á sunnudag.
Mo.skvu, 28. mars. AP.
JAVIER Perez de Cuellar, aöalrit-
ari Sameinuöu þjóöanna, kom til
í fangelsi fyr-
ir lauksúpugerð
Berlín, 28. mars. AP.
ÞAÐ ER hreint ekki sama hvar
menn hita sér súpuspón í Berlín.
Það fékk austurrískur flakkari,
sem nú situr nú í steininum í Berl-
ín fyrir brot á lögum um opinbert
velsæmi, að reyna um helgina.
Flakkaranum varð það á, að
leggja skaftpott sinn yfir eldinn
eilífa, sem logar á litlu torgi í
Berlín, og tók til við lauksúpu-
gerð. Nærstaddir vegfarendur
voru ekki sáttir við hegðun
flakkarans og létu lögregluna
vita og þar með var súpudraum-
urinn úti.
Eldur þessi var tendraður af
Theodor Heuss, forseta Vestur-
þýska sambandslýðveldisins frá
1949-1959, og er honum ætlað að
brenna þar til þýsku rfkin sam-
einast á ný.
Moskvu í gær og hitti Yuri Andro-
pov, leiðtoga Sovétmanna, aö máli
í dag. Ræddu þeir m.a. ástandið í
Afganistan og öörum heimshlut-
um, þar sem ókyrrð hefur veriö.
Ekki var gefin út nein yfirlýsing
aö umræðunum loknum, en þetta
er í fyrsta sinn sem de Cuellar á
viðræður viö sovéskan leiðtoga.
Að sögn Tass var fundur
þeirra Andropov og de Cuellar
„mjög uppbyggjandi" og vin-
gjarnlegur tónn í viðræðunum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa reynt
að koma á málamiðlun í Afgan-
istan, en orðið lítt ágengt. Sov-
étmenn eru nú taldir hafa yfir
100.000 hermenn þar í landi.
Sovétstjórnin heldur því statt
og stöðugt fram, að herinn hafi
verið kvaddur til Afganistan að
beiðni stjórnarinnar í Kabúl, til
þess að stemma stigu við upp-
gangi skæruliða, sem sagðir eru
hafa verið þjálfaðir í Kína.
Rúmlega 3 milljónir Afgana hafa
flúið land, aðallega til Pakistan,
frá því átök brutust út í landinu.
Frétt í útvarpinu í Beirút:
Atta Israelum skipt
fyrir 1.000 PLO-menn
Beirút og Tel Aviv, 28. mars. AP.
SKÝRT VAR frá því í útvarpi í Beirút í dag, að fangaskipti ísraela og PLO
myndu eiga sér staö í Túnis nú á allra næstu dögum. Sagði í fréttinni, að
flutningur fanga beggja aðila til Túnis væri hafinn. Samkvæmt þessari fregn
áttu fsraelar að fá 8 menn í skiptum fyrir um 1000 Palestínumenn, sem þeir
hafa haldið fóngnum.
ngi
Yfirvöld í fsrael báru fréttina
strax til baka er hún var borin
undir þau og slíkt hið sama gerðu
talsmenn PLO, sem sögðu samn-
ingaviðræður enn eiga langt í
land.
Talsmaður Bruno Kreiskys,
kanslara Austurríkis, sagðist ekki
hafa heyrt af þessum skiptum, en
Kreisky hefur frá því í febrúar-
byrjun reynt að hafa milligöngu í
samningum um fangaskipti. Neit-
aði talsmaðurinn að staðfesta
fregnina eða bera hana til baka.
Enn hefur ekkert komið fram,
sem skýrt getur skyndileg veikindi
um 300 skólabarna, aðallega
stúlkna, í bænum Jenin á vestur-
bakka Jórdanár. fsraelar og Pal-
estínumenn saka hvorir aðra um
að hafa eitrað fyrir börnin.
Að -sögn ráðuneytisstjóra ísra-
elska heilbrigðisráðuneytisins
hafa rannsóknir 15 sérfræðinga
leitt í ljós, að ekki hafi verið um
beina eitrun að ræða, heldur er
hallast að því að einhvers konar
lofteitrun hafi verið valdur veik-
indanna.
Framámenn í hópi Palestínu-
manna á Vesturbakkanum ásaka
ísraelsk yfirvöld um að hafa ekki
brugðist nógu snarlega við fregn-
um um veikindi bamanna. Fyrstu
börnin hafi veikst fyrir réttri
viku, en ekkert hafi verið aðhafst
fyrr en hundruð stúlkna veiktust á
laugardag.
Philip Habib, sendimaður
Bandaríkjastjórnar í Miðaustur-
löndum, kom í dag til Beirút eftir
viðræður við ísraelska ráðamenn í
Jerúsalem. Sagði hann engan
árangur hafa orðið af fundi hans
og ekkert miðaði enn í átt til sam-
komulags í deilunni um brott-
flutning erlendra hermanna frá
Líbanon.
Eitt fórnarlamba eitrunarinnar í Jenin fhitt á brott.
Simamynd AP.
Yfir Atlantshafið
fyrir rúm 3 þúsund
Skýrt var frá því í London Times
um helgina, að bandaríska flugfé-
lagið People Express, hefði í
hyggju að bjóða upp á fiugferðir
yfir Atlantshafið í sumar á aðeins
100 sterlingspund, eða sem svarar
rúmlega 3.000 krónum íslenskum.
Hefur félagið þegar fengið bráða-
birgðasamþykkt bandarískra
fiugmálayfirvalda fyrir þessari
áætlun sinni.
People Express-flugfélagið
hefur þegar lækkað verð á inn-
anlandsleiðum í Bandaríkjunum
verulega og hyggst nú færa út
kvíarnar. Hefur það nú ákveðið
að bjóða upp á áðurnefndar flug-
ferðir á milli Newark-flugvallar
í New York og Gatwick-flugvall-
ar í Englandi.
Búist er við snörpum deilum á
milli Breta og Bandarfkjamanna
vegna þessa verðs, sem er langt
undir því, sem önnur flugfélög
hafa boðið. Talið er víst að Brit-
ish Airways og önnur þekkt
flugfélög leggist eindregið gegn
samþykkt á þessu verði, en þau
eru núna loks að rétta aðeins úr
kútnum eftir Laker-ævintýrið.