Morgunblaðið - 29.03.1983, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.03.1983, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 Rvíkurborg gefur Styrkt- arfélagi vangefinna 1,5 millj. kr. til vistheimila Reykjavíkurborg hefur gefið Styrktarfélagi vangefinna 1,5 milljónir króna vegna bygginga fjögurra raðhúsa félagsins í Suðurhlíðum. Jafnframt hafði borgarstjórn áður samþykkt að gefa félaginu eftir gatnagerðargjöld vegna húsanna, en sú upphæð nemur samtals 496 þúsundum króna, þannig að framlag borgarinnar til styrktarfélagsins nemur tæpum tveimur milljónum króna. Raðhúsin, sem styrktarfélagið hyggst reisa, eru við Víðihlíð 5—11. Eitt þeirra er hugsað sem skammtíma dvalarheimili fyrir þroskahefta, og verður rekið í samvinnu við Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar, en þrjú þeirra sem sambýli. Albert Guðmundsson, forseti borgarstjórnar, afhenti Styrkt- arfélaginu framangreinda upp- hæð á 25. ára afmæli félagsins sl. miðvikudag, og hófust fram- kvæmdir við raðhúsin samdæg- urs. „Framlag borgarinnar er okkur ómetanlegt," sagði Tómas Sturlaugsson, framkvæmda- stjóri Styrktarfélags vangef- inna, í samtali við Mbl. í gær. „Vegna þessa erum við bjartsýn á að gera megi húsin öll fokheld fyrir haustið," sagði Tómas. Verð hjá okkur verið uppá við — segir Ragnar Halldórsson forstjóri ÍSAL „VIÐ fáum hækkanir á álverði ekki jafnóðum því við þurfum að afgreiða gamlar pantanir, en verðið hefur ver- ið uppávið hjá okkur,“ sagði Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL í sam- tali við Mbl. Ragnar var spurður um hvort undanfarin verðlækkun á áli hefði haft áhrif á fyrirtækið, en ál- verð hefur lækkað úr 1350 dollurum í 1200 á nokkrum vikum. Ragnar gat þess að þeir hefðu ekki náð hámarksverði þegar það tók að lækka. Ragnar sagði að ÍS- AL hefði verið að fá pantanir upp í 1200 dollara verðið, en lítið um hærra. Hins vegar kvaðst Ragnar vona að verðið lækkaði ekki meira en orðið væri. MorgunblaAtt/Emilfa. Reynir Hugason við spilakassana nýju. íslenzkir tölvuspila- kassar á markaðinn HAFIN er framleiðsla á tölvuspila- kössum á vegum Tölvubúðarinnar, og að sögn Reynis Hugasonar eru íslenzku kassarnir margfalt ódýrari en samskonar kassar innfluttir. „Við notum í þetta venjulegar heimilistölvur og sjónvörp, en framleiðum stýribúnaðinn sjálf- ir. Að útliti eru þessir kassar svipaðir þeim útlendu kössum, sem fluttir hafa verið inn. Þessir kassar eru hugsaðir í sjoppur, leiktækjasali, félagsheimili og þess háttar. Það sem okkar kassar hafa fram yfir innflutta kassa er að þeir eru ódýrari og auðvelt er að skipta um leiki í þeim, allt og sumt sem þarf að gera er að opna tækið og stinga öðrum leik í. Það getur hver og einn gert, og hægt er að gera það daglega ef mönnum sýnist svo. Hægt er að fá hjá okkur ýmsa leiki og eru þeir tíu sinnum ódýr- ari en innfluttu leikirnir, sem kosta milli 15 og 30 þúsund. Við erum með um 20 leiki á boðstól- um núna, en getum auðveldlega bætt fleirum við. Kassinn hjá okkur kostar 60 þúsund í dag. Þá erum við með aðra gerð af kössum í smiðum. Þeir eru með innbyggða 10 leiki, sem notand- inn getur valið um á stjórnborði kassans. Þessir kassar eru með miklu flóknari leikjum, þar sem marga takka þarf til að stýra. í þessum kössum má til dæmis hefja júmbó-þotu á loft eða lenda henni, og stunda kafbátahernað með öllu tilheyrandi, sjónpipu, sónarhljóðum og þess háttar,“ sagði Reynir að lokum. Framkvæmdastjóri Listahátíðar: Bjarni Ólafsson hlaut stöðuna BJARNI Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Listahátiðar 1 Reykjavík, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Þorkatli Sigur- björnssyni, formanni framkvæmda- stjórnar Listahátíðar. Framkvæmdastjórnin kom sam- an í gær, mánudag, og samþykkti hún að ráða Bjarna til starfans, en hann er fyrrverandi framkvæmda- stjóri Kaupstefnunnar. Fimm eiga sæti í framkvæmdastjórn Lista- hátiðar. Auk Bjarna sóttu þessir um stöð- una: Áslaug Ragnars, Bryndis Schram, Guðbrandur Gislason, Júlíus Vífill Ingvarsson og Stein- þór Ólafsson. Stúlka fyrir bíl EKIÐ var á 11 ára gamla stúlku á Álfabakka rétt fyrir klukkan 17 á sunnudag. Stúlkan mun ekki hafa slasast alvarlega að sögn lögreghi. Slysið vildi til með þeim hætti, að stúlkan hljóp norður yfir Álfa- bakka. Hún var flutt i slysadeild Borgarspítalans. FJÖCURRA VKNA FEIWSS?; A ÞRtGGJA VIKNAVERÐI Vorferð eldri borgara Ferðamiðstöðin hefur undanfarin vor efnt til sérstakra ferða fyrir eldri- borgara. Að þessu sinni er þessi ferð 28 dagar/fjórar vikur á sama verði og þriggja vikna ferðirnar. Hjukrunarfræðingur verður með í ferðinni. Styttið veturinn og njótið vorsins á besta sumarleyfisstað Spánar — Beniaorm. Fjökkyldirferð Frítt fyrir bömin Auðvitað er fjölskyldufólki boðið að taka þátt í þessari vorferð og til þess að bæta þetta verðtilboð (fjögurra vikna ferð á þriggja viku verði) ojóðum við nú frítt far fyrir börnin.Góðar íbúðir eða hotel með fæði. FMR- Ferðatón FERÐAMIÐSTÖÐIN býður upp á sérstök FM—ferðalán sem byggj- ast á innlángreiðslum mánaðarlega fram að brottför, og síðan jöinum afborgunum í tiltekinn tíma eftir að heim er komið. Kynntu þér þessi hagkvæmu greiðslukjör og staðgreiðsluafsláttinn. FERÐAMIÐSTÖÐIIM AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.