Morgunblaðið - 29.03.1983, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
Peninga-
markadurinn
t-----------------------
GENGISSKRÁNING
NR. 59 — 28. MARZ
1983
Kr. Kr.
Eining Kl. 09.15 Kaup Sala
1 Bandaríkjadollari 21,150 21320
1 Stariingapund 30,849 30,951
1 Kanadadollari 17329 17386
1 Dönsk króna 2,4518 2,4599
1 Norsk króna 2,9247 2,9344
1 Ssensk króna 2^050 38143
1 Finnskt mark 3,8595 3,8723
1 Franskur franki 2,9057 2.9125S
1 Belg. franki 0,4400 03414
1 Svissn. franki 10,1741 103078
1 Hollenzkt gyllini 7,7600 7,7657
1 V-þýzkt mark 8,7100 8,7388
1 itölsk Ifra 0,01462 0,01467
1 Austurr. sch. 13379 13420
1 Portúg. escudo 03147 03154
1 Spénskur peseti 0,1545 0,1551
1 Japansktyen 0,06858 0,08887
1 Irskt pund 27,531 27,622
(Sérstök
dréttarréttindi)
25/03 22,7187 22,7942
r
GENGISSKRÁNING
FERDAMANNAGJALDEYRIS
25. MARZ 1983
— TOLLGENGI í MARS. —
Kr. Toll-
Eining Kl. 09.15 Sala gangi
1 Bandaríkjadoliart 23342 19,810
1 Sterlingspund 34,046 30306
1 Kanadadollari 19,015 16,152
1 Dönsk króna 2,7059 23522
1 Norsk króna 33278 2,9172
1 Saansk króna 3,0957 23004
1 Finnskt mark 43595 33563
1 Franskur franki 3,2068 2,9133
1 Belg. franki 03855 03437
1 Svissn. franki 113288 9,7191
1 Hotlenzkt gyllini 8,5643 73096
1 V-þýzkt mark 9,8127 8,1920
1 hðtak Ifra 0,01614 0,01457
1 Austurr. sch. 1,3662 1,1656
1 Portúg. escudo 03369 03147
1 Spénskur peseti 0,1706 0,1552
1 Japansktyen 0,09776 0,08399
1 írskt pund 30,384 27,604
V
Vextir: (ársvextir)
INNLÁNSVEXTIR:
1. Sparisjóösbækur.............42,0%
2. Sparisjóösreikningar, 3 mán.1*.45,0%
3. Sparisjóðsreikningar, 12. mán. 1)... 47,0%
4. Verötryggöir 3 mán. reikningar. 0,0%
5. Verötryggöir 6 mán. reikningar. 1,0%
6. Ávísana- og hlaupareikningar...27,0%
7. Innlendir gjaldeyrisreikningar:
a. innstæöur í dollurum..... 8,0%
b. innstæöur í sterlingspundum... 7,0%
c. innstæöur í v-þýzkum mörkum.... 5,0%
d. innstæöur i dönskum krónum.... 8,0%
1) Vextir færöir tvisvar á ári.
ÚTLÁNSVEXTIR:
(Veröbótaþáttur í sviga)
1. Vixlar, forvextir.... (32,5%) 38,0%
2. Hlaupareikningar ... (34,0%) 39,0%
3. Afurðalán ........... (293%) 33,0%
4. Skuldabréf ......... (40,5%) 47,0%
5. Vísitölubundin skuldabréf:
a. Lánstími minnst 9 mán. 2,0%
b. Lánstími minnst 2% ár 2,5%
c. Lánstími minnst 5 ár 3,0%
6. Vanskilavextir á mán..............5,0%
Lífeyrissjóðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna rfkiains:
Lánsupphæö er nú 150 þúsund ný-
krónur og er lániö vísitölubundiö meö
lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 2%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstímann.
Lífeyrissjóöur varziunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 84.000 nýkrónur, en
fyrir hvern ársfjóróung umfram 3 ár
bætast viö lániö 7.000 nýkrónur, unz
sjóösfélagi hefur náö 5 ára aölld aö
sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára
sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfi-
legrar lánsupphæöar 3.500 nýkrónur á
hverjum ársfjóröungi, en eftir 10 ára
sjóösaöild er lánsupphæöin oröin
210.000 nýkrónur. Eftir 10 ára aöild
bætast viö 1.750 nýkrónur fyrir hvern
ársfjóröung sem líður. Því er í raun ekk-
ert hámarkslán i sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
byggingavísitölu, en lánsupphæðin ber
2% ársvexti. Lánstíminn er 10 tll 32 ár
aö vali lántakanda.
Lánskjaravísitala fyrlr marz 1983 er
537 stig og er þá miöaö viö vísitöluna
100 1. júní 1979.
Byggingavísitala fyrir janúar er 1482
stig og er þá miöaö við 100 í október
1975.
Handhafaskuldabráf í fasteigna-
viöskiptum Algengustu ársvextir eru nú
18—20%.
Hafliði Helgi Jónsson Eftir snjóflóðin 4 Patreksfirði.
Spúlnik kl. 17.00
Snjór og snjóflóðarannsóknir
Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.00 er
þátturinn Spútnik. Sitthvað úr heirai
vísindanna. Umsjónarmaður dr. Þór
Jakobsson.
— Aðalefnið í þessum þætti
verður spjall um snjó og snjóflóða-
rannsóknir, sagði Þór. — Gestur
minn verður Hafliði Helgi Jónsson,
veðurfræðingur, en hann hefur
sinnt snjóflóðarannsóknum Veð-
urstofunnar undanfarin ár. Hann
skilgreinir í stuttu máli hvað snjór
er, taiar um snjótegundir, segir frá
því hvernig snjór hleðst upp í ýms-
um lögum og nefnir þau skilyrði
sem geta verið varasöm í sambandi
við snjóflóð. Svo segir hann frá
gagnasöfnun, sem farið hefur fram
hér á landi, alveg frá því að Ólafur
Jónsson fór að safna í rit sitt
„Skriðuföll og snjóflóð", getur um
mælingar Sigurjóns Rist og loks
rannsóknir sínar og Helga
Björnssonar. Hafliði greinir einnig
frá þvl, hvar búið er að koma fyrir
mælitækjum til að fylgjast með
snjókomu. Við endum svo á því að
tala um ráðstafanir til að efla
snjóflóðavarnir, en eftir snjóflóðin
vestur á fjörðum hefur verið settur
meiri kraftur í þessa starfsemi,
bæði að því er lýtur að rannsókn-
um og viðleitni til að koma upp
aðvörunarkerfi og finna leiðir til
að verjast snjóflóðum. Auk þessa
verða eins og venjulega einhverjar
stuttar vísindafréttir.
Aó Ijuka npp___________
ritninjíununi kl. 21.40
Gamla testa-
mentið og kenn-
ingar þess
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.40 er
þátturinn Að Ijúka upp ritningun-
um. Umsjónarmaður séra Guð-
mundur Þorsteinsson. Upptöku
stjórnaði Maríanna Friðjónsdóttir.
Rætt verður við Þóri Kr. Þórð-
arson, prófessor, um Gamla
testamentið, kenningar þess um
þjóðfélagsskipan, um upphaf
heimsins, hversu áreiðanlegt það
sé sögulega og hvort nútímamað-
urinn finni einhverja samkennd
eða skyldleikatengsl við þann
veruleik, sem þar er lýst.
Áttu barn? kl. 22.40
„Unglingaframboð“ —
unglingaráðstefna
Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.40 er
þátturinn Áttu barn? Áttundi og síðasti
þáttur um uppeldismál í umsjá Andrés-
ar Ragnarssonar.
— Þetta verður framhald af
sjöunda þættinum, þar sem við byrj-
uðum aö fjalla um unglingamál frá
sjónarhóli unglinganna, sagði Andr-
és. — Fyrst verður viðtal við Róbert
Guðmundsson og Snjólaugu Stef-
ánsdóttur frá unglingaathvarfinu í
Tryggvagötu, en þau áttu uppruna-
legu hugmyndina að „unglingafram-
boðinu" svokallaða. Síðan verður
rætt við Rögnu Sæmundsdóttir og
Þórdísi Ingadóttur um unglinga-
ráðstefnuna í Kópavogi, en þær eru
úr þeim ötula hópi sem stóð fyrir og
stjórnaði ráðstefnunni, jafnframt
því sem þær voru kosnar í nefnd sem
á að fylgja eftir þeim málum sem
rædd voru, svo að árangurinn gufi
ekki allur upp.
Frá unglingaráðstefnunni í Kópavogi. Rætt verður við tvo af forvígismönnum
hennar í þættinum Áttu barn?
Útvarp ReykjavfK
V
ÞRIÐJUDkGUR
29. mars
MORGUNNINN__________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
Gull í mund. 7.25 Leikfimi. 7.55
Daglegt mál. Endurt. þáttur
Árna Böðvarssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: Gunnlaugur Garð-
arsson talar.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Þeir kalla mig fitubollu" eftir
Kerstin Johansson. Jóhanna
Harðardóttir les þýðingu sína
(6).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar.
Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.). „Man
ég það sem löngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér ura þátt-
inn.
11.05 íslenskir einsöngvarar og
kórar syngja.
11.30 Stöðugildi innan íslensku
Þjóðkirkjunnar. Umsjónarmað-
ur: Önundur Björnsson. Rætt
við Hrein S. Hákonarson og
Birgi Ásgeirsson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa
— Páll Þorsteinsson og Þorgeir
Ástvaldsson.
SÍDDEGID_____________________
14.30 „Vegurinn að brúnni" eftir
Stefán Jónsson. Þórhallur Sig-
urðsson lýkur lestri á 2. hluta
bókarinnar (32).
15.00 Miðdegistónleikar. Agustin
Anievas leikur á píanó Meph-
istovals nr. I. eftir Franz Liszt /
Kammersveitin í Stuttgart leik-
ur Serenöðu fyrir strengjasveit
op. 6 eftir Josef Suk; Karl
Miinchinger stj.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 Lagið mitt. Helga Þ. Steph-
ensen kynnir óskalög barna.
17.00 SPÚTNIK. Sitthvað úr
heimi vísindanna. Dr. Þór Jak-
obsson sér um þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn. Um-
sjón: Ólafur Torfason
(RÚVAK).
18.05 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.45 Tilkynningar.
KVÖLDID_________________________
19.50 Barna og unglingaleikrit:
„Með hetjum og forynjum í
himinhvolfinu“ eftir Maj Sam-
zelius — 2. þáttur. (Áður útv.
1979.) Þýðandi: Ásthildur Egils-
on. Leikstjóri: Brynja Bene-
diktsdóttir. Leikendur: Bessi
Bjarnason, Kjartan Kagnars-
son, Edda Björgvinsdóttir, Gísli
Rúnar Jónsson, Margrét H. Jó-
hannsdóttir, Randver Þorláks-
son, Ágúst Guðmundsson, Geir-
laug Þorvaldsdóttir, Guðlaug
M. Bjarnadóttir og Þórir Stein-
grímsson.
20.30 Kvöldtónleikar. „La Folia“,
— tilbrigði eftir Arcangelo Cor-
elli, Manuel Ponce og Sergei
Rachmaninoff. Flytjendur: Ida
Haendel og Geoffrey Parsons
leika á fiðlu og píanó, László
Szendrey-Karper á gítar og
Vladimir Ashkenazy á píanó. —
Kynnir: Knútur R. Magnússon.
21.40 Útvarpssagan: „Márus á
Valshamri og meistari Jón“ eft-
ir Guðmund G. Hagalín. Höf-
undur les (11).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Lest-
ur Passíusálma (48).
22.40 Áttu barn? 8. og síðasti þátt-
ur um uppeldismál í umsjá
Andrésar Ragnarssonar.
23.20 Skíma. Þáttur um móður-
málskennslu. Umsjón: Hjálmar
Árnason.
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
29. mars
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Dýrin í Fagraskógi.
Barnamynd frá Tékkóslóvakíu.
20.50 Endatafi.
Fjórði þáttur. Bresk-bandarísk-
ur framhaldsfiokkur gerður eft-
ir njósnasögunni „Smiley’s
People" eftir John le Carré.
Aðalhlutverk Alec Guinness.
Efni þriðja þáttar: Fyrrum
starfsmaður Smileys, Toby Est-
erhase, vísar honum á félaga
Otto Iæipzigs í Hamborg,
Kretzschmar nokkurn sem þar
rekur næturklúbb. Hjá öðrum
gömlum starfsmanni, Connie,
fær Smiley að vita að Kirov sé
handbendi Karla og að Karla
eigi geðsjúka dóttur sem hann
láti sér mjög annt um. í Ham-
borg fær Smiley staðfest að
myndin af Kirov og Leipzig hafi
verið tekin í næturklúbbi
Kretzschmars. Ostrakova óttast
nýtt tilræði og lokar sig inni í
íbúð sinni.
Þýðandi Jón O. Edwald.
21.40 Að Ijúka upp ritningunum.
Annar þáttur. Rætt verður við
Þóri Kr. Þórðarson prófessor
um Gamla testamentiö, kenn-
ingar þess og sagnfræðilegt
gildi og á hvern hátt það höfði
til nútímamanna.
Umsjónarmaður séra Guð-
mundur Þorsteinsson. Upptöku
stjórnaði Maríanna Friðjóns-
dóttir.
22.05 Falklandseyjavirkið.
Bresk fréttamynd um viðbúnað
Breta á Falklandseyjum og
viðhorf eyjaskeggja.
l*ýðandi Bjarni Gunnarsson.
22.35 Dagskrárlok.