Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 21

Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 29 fltargtmMftfrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, símí 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 15 kr. eintakiö. „Já, þá hrynur allt“ Verðbólguhraðinn stefnir nú í yfir 100% sam- kvæmt útreikningi Seðla- banka íslands. Á árinu 1979 var hann 61%. Þegar ríkis- stjórnin var mynduð í febrú- ar 1980 hét hún því hátíðlega í fyrsta ákvæði stjórnar- sáttmálans að á árinu 1982 yrði verðbólgan orðin svipuð og í helstu viðskiptalöndum íslendinga. 1982 var verð- bólgan hér 61% eins og árið 1979. í helstu viðskiptalönd- um okkar var verðbólgan hins vegar nokkuð undir 10% á árinu 1982. Ríkisstjórninni hefur því gjörsamlega mis- tekist þetta ætlunarverk sitt. Þrátt fyrir þessi augljósu mistök sem stjórnarherrarn- ir verða sjálfir að axla — stjórnarandstaðan hefur ekki stöðvað framgang neinna efnahagsúrræða þeirra — ganga forystumenn Fram- sóknarflokks og Alþýðu- bandalags fram fyrir kjós- endur eins og ekkert hafi í skorist og segjast búa yfir töfraráðum gegn verðbólg- unni, bara þeir fái að vera áfram ráðherrar. Að vísu tala þeir ekki eins mikið um verð- bólguna nú og fyrir kosn- ingarnar 1979 en þeim mun meiri áherslu leggja þeir á það að þeim einum sé treyst- andi fyrir því að atvinna haldist í landinu. Miðað við hin stórfelldu svik í barátt- unni við verðbólguna ættu launþegar alls ekki að treysta þessum mönnum nú, þegar þeir lofa með hástemmdum yfirlýsingum að standa vörð gegn atvinnuleysinu. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði í áramótagrein í Þjóðviljanum, 31. desember 1980, að verð- bólgan gæti hvenær sem er „breyst í enn víðtækari vanda en mælt verður í vísitölum, vanda sjálfstæðs þjóðfélags á íslandi. Hrunið hefði þær af- leiðingar að fólk flýði land — þar með væri einni megin- stoðinni kippt undan sjálf- stæði þjóðarinnar. Verðbólguhraði um eða yfir 100%, eins og í ísrael, hefði sömu afleiðingar. Við skulum gera okkur ljóst að íslend- ingar eru aðilar að alþjóðleg- um samningum, eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem gætu við slíkar kringum- stæður krafist aðgerða. Þar með væri sjálfsforræði þjóð- arinnar ógnað .. “ Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði í samtali við Helg- arpóstinn 13. ágúst 1982: „Maður segir oft við sjálfan sig sem svo, að þetta þýði ekkert, leyfum þeim bara að sullast áfram í 70—80% verð- bólgu — sem hlýtur að leiða til stöðvunar. Þá uppskerum við eflaust hrun verðbólgunn- ar um leið.“ Blaðamaður spyr flokksformanninn: Hrynur þá allt? Og Steingrímur svar- ar: „Já. Þá hrynur allt.“ Þeir Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson hafa þannig kveðið svo fast að orði um hörmulegar af- leiðingar þeirrar stefnu sem þeir og ríkisstjórnin hafa fylgt, að aðrir geta varla haft um það sterkari orð. Báðir tala þeir um hrun, og Svavar segir að sú staða sem mynd- ast hefur undir forystu hans ógni sjálfsforræði þjóðarinn- ar — fólk muni flýja land og alþjóðlegar fjármálastofnan- ir grípa til örþrifaráða til að afstýra enn frekari vanda. Það er dæmalaust að þeir Svavar og Steingrímur skyldu ekki vera búnir að rjúfa stjórnarsamstarfið fyrir löngu, þegar þeir sáu allt stefna í hrun. Þeir gerðu það ekki af því að þeir meta ráðherrastólana jafnvel meira en sjálfsforræði þjóð- arinnar. Hver heldur að þeir yrðu í vandræðum með að kenna öðrum um hrunið og atvinnuleysið að kosningum loknum, ef ráðherrastólarnir væru í sjónmáli? Fái þeir minnstu átyllu munu þeir „bara sullast áfram“ í stjórn- arráðinu. Hjörleifi enn hafnað Allir flokkar nema Al- þýðubandalagið neituðu á þingi að lúta forsjá Hjör- leifs Guttormssonar í samn- ingaviðræðum við Alusuisse og nú hefur Alþýðubandalag- ið einnig hafnað honum ef marka má kosningaplagg flokksins. Þar er því hvergi haldið til streitu að þjóðinni sé ekki borgið eftir kosningar nema Hjörleifur haldi áfram að jagast í Alusuisse. Og á fundi iðnrekenda í síðustu viku kvaddi Hjörleifur þá og iðnaðarmálin. Þeir sem vilja sjávarútvegi vel ættu að vara sig, því að Hjörleifur er tek- inn til við að rita langhunda um þann málaflokk í Þjóð- viljann. Skoðanakönnun Hagvangs um fylgi flokkanna: Stenst erlend- an samanburð — segir Norman Webb ritari Gallup International FYRIRTÆKIÐ Hagvangur hf. hyggst gera sína fyrstu skoðanakönnun um fylgi íslensku stjórnmálaflokkanna í samvinnu við ritara alþjóöasamtakanna Gallup International, Norman L Webb, fyrir næstu alþingiskosningar. 36 fyrirtæki í fimm heimsálfum, sem eru í fremstu röð um gerð skoðanakann- ana, eiga aðild að Gallup International. Norman L Webb, sem nú er staddur hér á landi vegna skoðanakönnunar Hagvangs, var forstjóri Gallup-stofnun- arinnar í Bretalndi frá 1972—1978, en síðan hefur hann verið ritari Gallup International. Blm. Mbl. ræddi við Webb í gær og var hann fyrst spurður um gerð skoðanakönnunar Hagvangs. „Hér er um að ræða sjálfstæða könnun fyrirtækisins sem spannar vítt svið. Hinn stjórnmálalegi þáttur felur t.a.m. í sér spurn- ingar, s.s. um kosningaþátttöku í væntanlegum alþingiskosningum, hvaða stjórnmálamenn njóta mests fylgis og hver séu helztu kosningamálin. Er svo ætlunin að birta niðurstöðurnar u.þ.b. viku fyrir kosningar, svo að tryggt sé að skoðanakönnunin geti ekki þjónað neinum áróðurstilgangi. En það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að skoðanir kjós- enda geta breyst eftir því sem nær dregur kosningum. Því er sá möguleiki fyrir hendi að niður- stöðurnar komi ekki heim og sam- an við úrslit kosninganna. Enda er það reynsla síðustu ára í hinum vestræna heimi, að fólk bregður oftar út af venjunni og greiðir öðr- um flokki atkvæði sitt en í síðustu kosningum, hvort sem orsökin er hraði nútímaþjóðfélags eða ekki. En úrtak þessarar skoðanakönn- unar er 1.000 manns og verður val- ið af handahófi úr þjóðskrá. í Bretlandi, Frakklandi og Þýska- landi hefur sama úrtak verið not- að í skoðanakönnunum og hefur það gefist vel, svo að ég tel enga ástæðu til að ætla að skoðana- könnunin hér standist ekki erlend- an samanburð. — Hvers konar form verður á skoðanakönnuninni? „Þetta er svokölluð „omnibus"- skoðanakönnun, sem gerð er eftir fyrirmynd Gallup-stofnana er- lendis. Er fyrirtækjum gefinn kostur á að taka þátt í henni og hefur t.d. verið rætt við Morgun- blaðið um að það birti niðurstöð- urnar um fylgi flokkanna hér og er það mál nú í athugun. En þó að ef til vill margir aðiljar taki ein- hvern þátt í skoðanakönnuninni gerir Hagvangur samning við sérhvern þeirra um sig, eins og um einkaskoðanakönnun væri að ræða. M.ö.o. hafa þessir aðiljar ekki aðgang að öðrum upplýsing- um í skoðanakönnuninni en þeim sem snerta þá sjálfa; og fram- kvæmdin verður eingöngu á veg- um Hagvangs. Þessi háttur við gerð skoðanakönnunar hefur reynst vel erlendis, enda er kostn- aður samfara henni geysilega mikill, sem dreifist á fyrirtækin. — Annars verður skoðanakönnun- in hér gerð þannig að fólk i Reykjavík og á Reykjanesi verður spurt persónulega, en gegnum síma í öðrum landshlutum." — Fá einhverjir aðgang að upp- lýsingum eftir að niðurstöðurnar liggja fyrir? „Já ég sé þvi ekkert til fyrir- stöðu að gefa stofnunum og fyrir- tækjum kost á að kynna sér niður- stöður skoðanakönnunarinnar t.d. í sambandi við frekari rannsóknir á þessu sviði gegn vægu gjaldi ef samþykki fæst.“ — Hvernig hefur samstarf þitt og Hagvangs verið? „Ég er mjög ánægður með sam- starfið hér. Hagvangsmenn hafa í hyggju að sækja um aðild að Gall- up International og tel ég að möguleikarnir á því séu góðir, þó að það verði ekki fyrr en á árinu 1984. Annars hefur dvöl mín hér verið mér til mikillar ánægju og ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til að hitta Vig- dísi, forseta ykkar, sem var áhugasöm um starfsemi Gallup hér á landi. Enda tel ég t.d. að unnt sé að gera skoðanakönnun um þjóhætti hér áður en langt um líður, eins og gert hefur verið á vegum Gallup í mörgum löndum," sagði Norman Webb að lokum. Norman L Webb, ritari Gallup International, ásamt Ólafí Erni Haraldssyni, framkvæmdastjóra Hagvangs, og Gunnar Maack, ríðgjafi fyrirtækisins. Nokkrir verðlaunahafanna ásamt menntamálaráðherra, fulltrúum menntamálaráðuneytis og fulltrúum Umferðar- ráðs. Verðlaun afhent í teiknimyndasamkeppni menntamála- ráðuneytisins og Umferðaráðs: 400 myndir bárust frá 37 skólum Stefán Þór Bjarnason, Barnaskólanum á Eyrarbakka, sem hlaut 1. verðlaun með verðlaun sín, ásamt menntamálaráðherra, Ingvari Gíslasyni. MorgunblaAiA/Gmilía. VERÐLAUN voru afhent í gær í teiknimyndasamkeppni um umferð- armál, sem menntamálaráðuneytið í samráði við Umferðarráð efndi til meðal 11 ára skólabarna nú í vetur. Þetta er er í þriðja sinn sem sam- keppni sem þessi er haldin, hinar fyrri voru árin 1976 og 1978. Um 400 myndir bárust frá 37 skólum. Nem- endum voru fengin þrjú viðfangsefni að velja um sem hétu: Aðgát í um- ferð, Vetrarfærð, og Á reiðhjóli. Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, afhenti verðlaunin og sagði við það tækifæri að sam- keppnin væri tilraun til að tengja skólann og umferðina nánari böndum, svo að börnin gætu gert sér betri grein fyrir hættum um- ferðarinnar og það kæmi í ljós í myndverkum þeirra hvernig þau sæju þessi mál fyrir sér. Að lokum þakkaði hann öllum þeim sem þátt tóku í keppninni og óskaði þeim til hamingju sem verðlaun hlutu. Tíu verðlaun voru veitt og fóru leikar sem hér segir: 1. verðlaun, Stefán Þór Bjarnason, Barnaskólanum á Eyrarbakka, DBS-reiðhjól, sem Fálkinn hf. gaf til keppninnar. 2. verðlaun, Einar Tómasson, Digranesskóla í Kópavogi, Landið þitt, 3 bindi, sem bókaútgáfan örn og Örlygur gaf til keppninnar. 3. -5. verðlaun: Guðrún Svein- björnsdóttir, Grunnskólanum á Suðureyri, Inga Sólveig Stein- grimsdóttir, Fossvogsskóla I Reykjavík og Svana Bjarnadóttir, Grunnskólanum á Eskifirði og fengu þær í verðlaun Casio-tölvur, sem Casio-umboðið gaf til keppn- innar. 6.—10. verðlaun hlutu: Kristján Þór Finnsson, Kópavogsskóla, Margrét Dögg Halldórsdóttir, Hvassaleitisskóla í Reykjavík, Margrét Valdimarsdóttir, Snæ- landsskóla í Kópavogi, Pétur Björnsson, Dalvíkurskóla og Þorsteinn Halldórsson, Lauga- landsskóla í Holtum. í dómnefnd áttu sæti: Ása Björk Snorradóttir, myndlistarkennari, Guðmundur Þorsteinsson, náms- J stjóri, óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, ómar Ragnarsson, fréttamaður, og Þórir Sigurðsson, | námsstjóri. „Ég gerði mistök“ — sagði Albert Guðmiindsson á kappræðufundinum í gærkvöldi AÐPSPURÐUR lýsti Albert Guð- mundsson því yfir á A-listahátíðinni í gærkvöldi, að hann teldi það hafa ver- ið mistök hjá sér að taka þá afstöðu að verja ríkisstjórn Gunnars Thorodd- sens falli frá upphafi, en hann hafi aftur á móti hætt stuðningi við ríkis- stjórnina, þegar Ijóst var að hann gæti ekki boriö ábyrgð á þeirri stefnu sem hún tók. Orðrétt sagði Albert Guðmunds- son: „Ég tel að ríkisstjórnin hafi gert mikið af mistökum. Ég gerði mistök. Veiztu um einhvern, sem ekki hefur gert mistök?" Albert Guðmundsson neitaði því, að hann bæri einhverja ábyrgð á þeirri upplausn, sem komið hefði í kjölfar myndunar þessarar stjórn- ar, það gerðu þeir sem hefðu haft stjórn og stefnumörkun með hönd- um. Hann hefði ekki á nokkurn hátt haft afskipti af málefnasamningi ríkisstjórnarinnar. Hann sagði einnig aðspurður, að ekkert væri því til fyrirstöðu að sjálfstæðis- mennirnir í ríkisstjórn, Pálmi Jónsson og Friðjón Þórðarson, væru á sama lista og stjórnarand- stæðingar í röðum sjálfstæð- ismanna, enda gengju þessir aðilar nú sameinaðir til kosninga og hefðu allir samþykkt þá stefnuskrá, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði borið fram fyrir kjósendur í þessari kosn- - ingabaráttu. Það vakti athygli á fundinum, að Albert Guðmundsson svaraði því hikandi, hvort hann teldi rétt, að Sjálfstæðisflokkurinn myndaði nýja viðreisnarstjórn með Alþýðu- flokknum. Ástæða hiksins væri sú, sagði Albert, að forystumenn Al- þýðuflokksins væru nú aðrir en á viðreisnarárunum, forystuliðið væri ekki eins sterkt og traustvekj- andi og þá. Jón Baldvin Hannibalsson lýsti því aftur á móti óhikað yfir, að hann teldi að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur ættu að mynda nýja viðreisnarstjórn, fengju þeir hrein- an meirihluta í kosningunum. „Ég held nú að veikleikinn sé öllu meiri hinum megin," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Fjölmenni var á kappræðufundinum í Sigtúni í gærkvöldi. Bush kem- ur í sumar GEORGE Bush, varaforseti Banda- ríkjanna, kemur hingað til lands ( opinbera heimsókn um mánaðamót- in júní og júlí, samkvæmt upplýsing- um sem Mbl. hefur aflað sér. Hann kemur hingað til lands í tengslum við heimsókn til hinna Norðurlandanna, en ekki er enn ljós dagsetning heimsóknarinnar, þar sem ekki er vitað hvort vara- forsetinn kemur hingað á austur- eða vesturleið. Af sömu sökum hefur dagskrá vegna komu vara- forsetans enn ekki verið sett sam- an. George Bush Skýrsla um möguleika til ráðstefnuhalds hér á landi kynnt: Ráðstefnugestir eyða að með- altali fimm sinnum meira en venjulegir ferðamenn Á ÍSLANDI er að finna margar þær aðstæður, sem gera landið eftir- sóknarvert til alþjóðlegs ráðstefnu- halds, en þó þarf að gera úrbætur á vissum þáttum þessara mála ef auka á hlut þeirra í íslenskum ferðamálum. Er þar einkum um gistingu og áhöld til ráðstefnuhalds að ræða, því samkvæmt skýrslunni eru hótel hér á landi ekki álitin vera nægilega vel í stakk búin til að sinna slfkum gestum og fundarhöld- um. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Ferðamálaráð í sam- vinnu við Arnarflug, Ferðaskrif- stofu ríkisins, Félag Islenskra ferðaskrifstofa, Flugleiðir og Sam- band veitinga og gistihúsa hefur látið vinna fyrir sig, af danska ráðgjafafyrirtækinu Scandinavian Consulting Group. Tilgangur skýrslugerðarinnar var að gera út- tekt á möguleikum íslenskra hót- ela, flugfélaga og ferðaskrifstofa á að hefja samkeppni á alþjóðlegum vettvangi, um að halda hér á landi alþjóðlegar ráðstefnur, en tiltölu- lega lítið hefur verið gert hingað tii af hálfu íslenskra aðila til að skipuleggja slíkar ráðstefnur hér á landi. Til að vinna skýrsluna dvöldu hér á landi um vikutíma, fjórir fulltrúar hins danska fyrirtækis og ræddu við forráðamenn fram- angreindra aðila og skoðuðu hér allar aðstæður til ráðstefnuhalds víða um landið. Skýrslan er komin MorguRbUAiA/Emilla. Frá blaðamannafundinum þar sem skýrsla danska ráðgjafafyrirtækisins var kynnt. fram og hér á landi eru nú staddir tveir Danir til að kynna hana. Á blaðamannafundi sem boðað var til, til að kynna niðurstöður skýrslunnar, kom meðal annars fram að meðal ráðstefnugestur eyðir að meðaltali fimm sinnum meira en hinn venjulegi ferðamað- ur. Þá kom fram að viðurgerning- ur og þjónusta á veitingahúsum þykir hér til fyrirmyndar. 1 skýrslunni eru settar fram til- lögur um úrbætur í níu liðum. Þar má meðal annars nefna stofnun ráðstefnuskrifstofu innan Ferða- málaráðs, áætlun á sviði markaðs- og sölumála fyrir tímabilið 1984—1986, endurbætur hótel- herbergja og fundaraðstöðu og prentun ráðstefnubæklings til kynningar á landi og þjóð. Skýrslan verður til nánari um- fjöllunar hjá ofangreindum aðilum áður en ákvörðun verður tekin um frekari aðgerðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.