Morgunblaðið - 29.03.1983, Qupperneq 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
Úrslitakeppnin í 2. deild:
Haukarnir nær öruggir með sæti í 1. deild
ÞRIÐJA lotan í A-riðli 2. deildar karla í handknattleik var leikinn í
Hafnarfirði um sl. helgi. Eftir hana er Ijóst að síöasta lotan sem leikin
verður á Akureyri eftir páska, verður úrslitalota, hrein og bein. Hauk-
arnir eru því sem næst búnir að vinna áer sæti í 1. deild aö ári, en
baráttan um annað sætið er æsispennandi og stendur á milli KA og
Breiðabliks. Breiðablik lók vel í þessari lotu, fengu fimm stig, en
KA-menn voru fremur slakir og fengu aðeins tvö stig. Rennum yfir
úrslit leikja ásamt umsögn um hvern leik.
Breíðablik — Grótta
29:26
Breiöablik tók strax forystu í
leiknum gegn Gróttu á föstu-
dagskvöldið. Leiddu þeir meö
2—4 mörkum allan fyrri hálfleik.
Staöan í hálfleik var 12:9, fyrir
Breiöablik.
Gróttu-menn byrjuöu seinni
hálfleik af miklum krafti og á 34.
mín. var staöan jöfn, 13:13, en þá
kom þrumugóöur kafli hjá UBK og
breyttu þeir stööunni úr 13:13 í
22:14. Þá skyndilega datt allur
botn úr leik Breiöabliks og Grótta
gekk á lagið og skoruöu þeir níu
mörk gegn tveimur á 11 mínútna
kafla og var staöan þá oröin 25:26
fyrir UBK.
í lokin tóku leikmenn UBK leik-
inn í sínar hendur og björguöu
stigunum þar meö fyrir horn.
Lokatölur 29:26 fyrir UBK.
Markahæstir: UBK Björn 13/4,
Kristján 6, Brynjar 5. Grótta:
Sverrir 11/4, Siguröur 6, Jóhannes
3.
Haukar — KA 28:23
KA-menn byrjuöu betur og
komust í 3:0. Höföu þeir síöan for-
ystuna þar til á 23. mín. aö Haukar
komust yfir, 12:11, meö marki Þór-
is Gislasonar. Staöan í hálfleik var
14:13, fyrir Hauka.
Haukarnir komu fremur daufir til
leiks í seinni hálfleik. Þetta nýttu
noröanmenn sér til hins ýtrasta og
náöu yfirhöndinni 18:16 en á 45.
mín. höföu Haukar náð forystunni
enn á ný, 19:18. Á 51. mín. var
staðan jöfn, 21:21, er leikur KA
lagði skyndilega upp laupana og
Haukar sigu framúr. Var sigur
Hauka mjög öruggur og lokatölur
eftir því, 28:23.
Markahæstir: Haukar: Höröur
12/6, Þórir 6, Ingimar 3. KA: Friö-
jón 9/3, Erlendur 6/3, Erlingur 3.
Haukar — Grótta
27:24
Þrátt fyrir aö þaö hafi vantað
þrjá fastamenn í lið Gróttu í leikn-
um gegn Haukum á laugardaginn
voru þeir ekkert aö gefa leikinn
fyrirfram. Hófu þeir leikinn af mik-
illi festu og ákveöni og leiddu þeir
framan af, en Haukarnir hafa yfir
aö ráöa leikreyndu og baráttu-
miklu liði svo fljótlega máttu
Gróttumenn sjá á bak forystunni til
Hauka. Þá tókst Gróttu aö jafna
fyrir leikhlé, 13:13.
Seinni hálfleikur var jafn nær all-
an tímann og mátti varla á milli sjá
hvorumegin sigurinn mundi lenda.
Haukarnir voru þolmeiri og
ákveðnari og á síöustu sjö mínút-
unum tóku þeir forystuna og sigr-
uöu, 27:24.
Markahæstir: Haukar: Hörður
10/5, Guömundur 4, Þórir 5.
Grótta: Jón 6/2, Jóhannes 5, Sig-
uröur 4/1.
Breiðablik — KA 18:17
„Ég vil ekki jafntefli, ég tek vít-
iö.“ Þessi orö sagöist Heimir
Gunnarsson, markvöröur Breiöa-
bliks hafa hugsaö þegar KA-menn
fengu vítakast, þegar leiktíminn
var liðinn gegn UBK. Staöan var
18:17 fyrir Breiöablik og leiktíminn
liöinn, eins og áöur sagði. Flemm-
ing Bevesen fékk þaö erfiöa hlut-
verk að taka vítakastið, en Heimir
markvöröur Blikanna varöi. Loka-
tölur því 18:17 fyrir UBK.
Breiöablik var yfir allan fyrri
hálfleik og alveg fram á síöustu
mínútur og voru svo sannarlega
óheppnir aö hafa ekki sigraö meö
nokkrum mun því þeir voru mun
betri, bæöi í vörn og sókn. Staöan
í hálfleik var 9:5 fyrir UBK.
Markahæstir: UBK: Björn 7/2,
Stefán 5, Aðalsteinn 2. KA:
Flemming 7/3, Kristján 4, Þorleifur
2.
UBK — Haukar 18:18
Þessi leikur var baráttuleikur frá
upphafi til enda, enda fékk hand-
knattleikur aö kenna á því. Mikiö
var um óþarfa pústra og læti. KA-
menn náöu tveggja marka forystu
í byrjun en Breiöablik jafnaði strax
og eftir þaö var jafnt á öllum tölum
allt til leiksloka. Staöan í hálfleik
var jöfn, 9:9.
Breiöabliksmenn uröu fyrir áfalli
fljótlega í fyrri hálfleik, þegar Björn
Jónsson, þeirra bezti maöur
meiddist, og varö aö fara uþp á
slysadeild til þess aö láta sauma
sár sem myndaöist við samstuð
viö einn Haukamann. En Björn er
hraustur og kom hann félögum
sínum til hjálpar í seinni hálfleik.
UBK haföi undirtökin í lokin og
voru alltaf fyrri til aö skora, náöu
þeir 18:17 þegar hálf mínúta var til
leiksloka, en Haukarnir jöfnuöu
rétt fyrir leikslok.
Markahæstir: Kristján 5, Brynjar
5/3, Björn 4/1. Haukar: Höröur
10/4, Þórir 3, Árni 2, Ingimar 2.
Grótta — KA 23:24
KA-menn voru allan tímann
sterkari aðilinn i þessum leik.
Gróttumenn reyndu allt hvaö þeir
gátu til aö ná forystunni en þrátt
fyrir góöa viöleitni tókst þaö ekki.
Forysta KA var 2—4 mörk allt
fram á síðustu mínútur, en þá stök-
uöu þeir á klónni með þeim afleiö-
ingum aö Gróttu tókst nærri því aö
jafna. Annars var þessi leikur slak-
ur, þá sérstaklega varnarleikurinn.
Markahæstir: Grótta: Siguröur
6/2, Hjörtur 5, Jón 4/2. KA: Friö-
jón 6, Erlendur 4/3, Kjeld 5.
Aö loknum þremur lotum í 2.
deild, A-riðli, er staöan þessi:
Haukar 23 14 4 5 551:499 32
KA 23 12 5 6 528:505 29
Breiöablik
23 11 6 6 468:429 28
Grótta 23 9 0 14 514:548 18
Fjóröa og síöasta lotan í þess-
um riöli veröur leikin á Akureyri
eftir þáska.
— íben.
Unglingameistaramót íslands í badminton:
Akurnesingar hlutu 20
gullverðlaun af 24
Unglingameistaramót íslands í
badminton var háð í íþróttahöll-
inni á Akureyri sl. laugardag og
sunnudag. Keppendur voru um
150 víðsvegar af landinu. Flestir
keppendur komu frá Akranesi,
26. Akurnesingar voru mjög sig-
ursælir og hlutu 20 gull af 24.
Mótstjóri var Hallgrímur Árna-
son og stórnaði hann mótinu með
miklum glæsibrag. Hallgrímur
sagðist vera mjög ánægður með
allar móttökur og aðbúnað hér á
Akureyri.
Úrslit í mótinu uröu þessi. i ein-
liöaleik uröu eftirtaldir íslands-
meistarar. I tátuflokki vann Berta
Finnboga ÍA og Vilborgu Viöarsd.
ÍA, 6—11, 11—9, 12—11. I
hnokkaflokki vann Oliver Pálma-
son ÍA Rósant Birgisson ÍA 11—6,
11—0. í meyjaflokki vann Guörún
Gísladóttir ÍA Ásu Pálsdóttur ÍA
11—2, 4—11, 11—8. I sveina-
flokki vann Pétur Lentz TBR Þór-
hall Jónsson ÍA 11—7, 11—3. I
telpnaflokki vann Guörún Júlíus-
dóttir TBR Guörúnu Sæmunds-
dóttir Val 11—6, 11—2. í drengja-
flokki vann Árni Þór Hallgrímsson
ÍA Snorra Ingvarsson TBR 11—5,
15—8.
islandsmeistarar í tvíliöaleik
uröu eftirtaldir. I tátuflokki unnu
Ágústa Andrésdóttir og María
Guömundsdóttir ÍA, Bertu Finn-
bogadóttur og Vilborgu Viðars-
dóttur ÍA 15—9, 15—4. í hnokka-
flokki sigruöu Oliver Pálmason og
Rósant Birgisson ÍA, Birgi Birgis
og Finn Guömundsson UMFS
15—9, 15—10. I meyjaflokki sigr-
uöu Ása Pálsdóttir og Guörún
Gísladóttir ÍA, Hafdísi Böðvars-
dóttur og Fríöu Tómasdóttir ÍA,
15—1, 15—6. í flokki sveina,
Þórhallur Jónsson og Siguröur
Jónsson ÍA, Karl Viöarsson og Jón
Guömundsson ÍA, 15—10, 15—8.
í telpnaflokki sigruöu Guörún Júlí-
usdóttir og Helga Þórisdóttir TBR,
Maríu Finnbogadóttur og Ástu
Siguröardóttur ÍA, 15—5, 15—3.
i drengjaflokki unnu Árni Þór
Hallgrímsson og Ingólfur Helgason
ÍA þá Bjarka Jóhannesson og Har-
ald Hinriksson ÍA, 15—5, 15—6.
íslandsmeistarar í tvenndarleik
uröu eftirtaldir: Tátur og hnokkar.
Oliver Pálmason og María Guö-
mundsdóttir iA unnu Einar Á.
Pálsson og Bertu Finnbogadóttur
WYDHEí
ÁRNI Þór Hallgrímsson, sem ar 15
ára, vann þrann gull á unglinga-
meistaramótinu { badminton um
sl. helgi.
Ert þú búinn að vera lengi í
badminton?
„Ég byrjaði að æfa 6 ára og æfi
4 sinnum í viku, einn og hálfan
tíma í senn.“
Æfir þú fleiri íþróttagreinar?
„Ég æfi Itka fótbolta en ég ætla
að æa badminton áfram og ætla
að verða bestur á íslandi. Ég
keppti í piltaflokki á móti sem var
í vetur þar sem 16 og 17 ára
keppa, og varð annar. Árni Þór
sagöi að lokum að þetta mót
hefði verið mjög skemmtilegt 1
alla staði.
ÍA, 15—0, 15—9. Meyjar og svein-
ar. Þórhallur Jónsson og Ása
Pálsdóttir ÍA Unnu Sigurö Harö-
arsson og Guörúnu Gísladóttir ÍA,
15—10, 13—15, 15—6.
Drengir og telpur. Árni Þór Hall-
grímsson og Ásta Siguröardóttir
ÍA unnu Bjarka Jóhannesson og
Maríu Finnbogadóttur ÍA, 15—7,
15—9.
A8.
"Wjf ") 11 r ''/í m
Jfy I
OLIVER Pálmaaon ÍA varð þre-
faldur íslandsmeistari í badmin-
ton. Oliver er 12 ára og sagðist
hafa byrjað að æfa badminton
fyrir þremur árum. Oliver sagðist
æfa þrísvar í viku, var í handbolta
líka en er nú hættur í honum og
hefur snúið sér eingöngu að bad-
minton. Þegar við spuröum Oliver
um erfiðasta leikinn í mótinu
sagði hann aö hinn bráöefnilegi
Arnar Guðmundsson ÍA, sem er
aöeins 9 ára, heföi verið einna
erfiðastur.
AS.
Baflminlon l
• Guörún Júlíusdóttir og Helga Þórisdóttir TBR.
• .Ágústa Andrésdóttir og María Guðmundsdóttir ÍA.
í TVÍLIOALEIK telpna urðu sigur-
vegarar þær Guörún Júlíusdóttir
og Helga Þórisdóttir TBR, sigruðu
þær Maríu Finnbogadóttur og
Ástu SiguröardótturlA, 15—5 og
15—3.
Og sigraöi Guðrún einnig í ein-
liðaleik. Tókum við þær tali og
byrjuðum að óska þeim til ham-
ingju og spurðum þær síöan hvaö
þær væru búnar að vera í þessu
lengi? Þetta er sjöunda áriö
hennar Guörúnar en fjóröa áriö
hjá Helgu.
Er þetta í þriöja skiptið sem
þær verða fslandsmeistarar sam-
an, áöur 1980,1981 og nú 1983. En
í fyrra töpuöu þær einmitt fyrir
Maríu og Ástu.
Guðrún og Helga æfa stíft fimm
daga vikunnar og síöan eru oftast
mót um helgar. Um áframhaldiö
sögðust þær ætla að halda áfram
og vonandi þessari sigurgöngu.
FH
ÍSLANDSMEISTARAR í tvíliöaleik
í tátuflokki uröu Ágústa Andr-
ésdóttir og María Guömunds-
dóttir, ÍA. Sigruöu þær Bertu
Finnbogadóttur og Vilborgu Við-
arsdóttur IA, 15—9 og 15—4.
Tókum viö þær tali og spuröum
hvort þær hefðu átt von á þessu?
Nei, þetta er í fyrsta skipti sem
við vinnum Bertu og Vilborgu á
móti, svo þetta var mjög ánægju-
legt. Hafið þið verið í þessu lengi
og æfið þið oft? Viö erum búnar
að vera í þessu í 3 ár og við æfum
þrisvar í viku svona klukkustund
í senn, en fyrir mót æfum við
meíra. En hvað um framhaldiö?
Við höldum ótrauöar áfram og
gerum okkar besta, sögðu táturn-
ar aö lokum.
FH
AS.