Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 46

Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983 Pálmar Sigurðsson körfuboltamaður: „Ég hef alltaf verið stoltur af því að vera Gaflari" Hafnarfjörður hefur löngum verið þekktur sem handboltabær en á næsta vetri munu Haukar leika I úrvalsdeildinni í körfubolta. Aðal stjarnan í liðí Hauka er hinn tvítugi landsliðsbakvöröur Pálmar Sigurðs- son, sem hefur staðið sig frábærlega vel í vetur. Einar Bollason, fyrrverandi landsliösþjálfari og núverandi þjálfari Hauka, gaf honum þau ummæli að Pálmar væri tvímælalaust efnilegasti bakvörður sem komið hefur síðan Jón Sigurðsson kom fram. í Pálmari sæi hann verðugan arftaka Jóns í íslenskum körfubolta. Pálmar hefur leikið 7 landsleiki, 3 landsleiki meö 21 árs og yngri og 18 unglingalandsleiki fyrir ísland. Alls hefur hann unnið 9 titla með yngri flokkum Hauka. í vetur hefur Pálmar skorað að meðaltali 28,6 stig í leik og fyrir stuttu, á móti Þór, skoraöi Pálmar hvorki meira né minna en 50 stig og var með 80% skotnýtingu í leiknum. Ummæli blaðanna voru t.d. á þessa leið: „Pálmar skaut Þór á bólakaf.“ Áhorfendur komu til þess að sjá McField hjá Þór en fengu í staðinn að sjá Pálmar í banastuöi.“ Á Pálmari hefur ekki borið mikið hingað til. Hann hefur haldið tryggðum við sitt féiag, en Haukarnir hafa alltaf leikið í neöri deildum körfubolta. En þeir sem til þekkja vita hvað býr í þessum unga og efnilega leikmanni. Nú þegar Haukar hafa tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni má búast við því að stjarna Pálmars fari fyrst að skína fyrir alvöru. Verður fróðlegt aö fylgjast með því hvernig hann spjarar sig í hinni hörðu úrvalsdeildarkeppni næsta vetur. Okkur þótti því vel við hæfi að spjalla viö þennan efnilega leikmann. Hvað getur þú sagt okkur um uppvaxtarár þín og fyrstu kynni af íþróttum? Ég fæddist 7. febrúar 1963 i Reykjavík en stuttu síöar fluttu for- eldrar mínir, Sigurður Þorsteins- son og Hanna Pálmadóttir, til Hafnarfjaröar. Þar ólst ég síðan upp og hef alltaf veriö stoltur af því aö vera gaflari. Mín fyrstu kynni af íþróttum? Ja. Ég byrjaði eins og allir aörir sem smápolli aö sparka bolta, einnig var ég í handbolta, var í marki! Eitthvað kom ég líka viö í frjálsum íþróttum á þessum árum. Þaö var svo ekki fyrr en ég var orðinn 12 ára aö ég komst í kynni viö körfubolta. Kynntist hon- um í leikfimitíma hjá Ingvari Jóns- syni, þeim frábæra þjálfara. Til þess aö gera langa sögu stutta þá féll ég algerlega fyrir körfuboltan- um, fékk bakteríuna. Svo þegar ég var 16 ára komst ég í drengja- landsliðið og hætti þá alveg í öör- um íþróttum og hef síðan einbeitt mér aö körfunni. Minnisstæðir leikir? Þegar ég var í drengjalandsliö- inu 1979 kepptum viö á Evrópu- móti unglinga í V-Þýskalandi. Fyrsti leikurinn var á móti heima- mönnum. Viö vorum hreinlega rassskelltir, töpuöum meö 72 stiga mun, 108—36. Hæsti maöurinn hjá okkur var 193 sm á hæö en meðalhæðin hjá þeim var 197 sm. Einnig man ég sérstaklega eftir tveimur leikjum á móti ÍBK í 2. flokki árið ’80. í því liöi voru m.a. Jón Kr., Axel Nikulásson og Viöar Vignisson, sem nú gera garöinn frægan í úrvalsdeildinni. Ef viö heföum tapað fyrri leiknum heföi ÍBK orðið meistarar en viö unnum meö einu stigi og þvi varö aö fara fram hreinn úrslitaleikur á milli okkar. Viö unnum aftur með einu stigi eftir gífurlega spennandi leik, ég var satt aö segja ein tauga- hrúga eftir leikinn. Nú stundar þú nám á uppeld- isbraut í Flensborgarskóla. Hvernig gengur að samrýma námið og körfuboltann? Þaö gengur en karfan tekur al- veg gífurlegan tíma. Eitt áriö lék ég meö 3. flokki, 2. flokki og meist- araflokki, auk þess var ég í unglingalandsliöinu sama ár. Þaö ár lá viö aö ég hætti alveg náminu en þetta hafðist nú allt einhvern veginn af, þó meö vissum skakka- föllum, segir Pálmar og hlær. Hvernig er það, færö þú aldrei leiö á körfubolta? Aldrei, sé ekki eftir einni einustu mínútu sem ég hef eytt í körfubolt- ann. Auk þess hef ég alltaf haft frábæra félaga meö mér í liöinu og þjálfara sem hafa stutt vel viö bak- iö á mér þegar á móti hefur blásiö. Ef ég hef ekki spilað körfubolta í smátíma, þá klæjar mig hreinlega í fingurna eftir aö snerta bolta. Hver hefur haft mest áhrif á þinn körfuboltaferil? Ingvar Jónsson, honum get ég aldrei fullþakkaö alla aöstoöina sem hann hefur veitt mér í gegnum árin. Þaö er hann sem er maöurinn á bak viö þetta Haukalið sem nú er komiö í úrvalsdeildina. Einar tel ég hiklaust vera besta íslenska þjálf- arann. Þrátt fyrir aö Einar sé oft harður húsbóndi er hann frábær. • Pálmar Sigurðsson Ein klassísk spurning. Ert þú hjátrúarfullur? Já og nei. Ef ég er ekki í peysu númer 4 þá kemur hreinlega á mig. Finnst ég alls ekki ná aö sýna mitt rétta andlit. Nú varst þú í Bandaríkjunum um síðustu jól. Hvað fannst þór um körfuboltann þar? Þeir háskólar sem viö kepptum viö voru af smærri gerðinni og vor- um viö síst verri en þeir. En síöan sáum viö nokkra leiki hjá bestu há- skólunum og guö hjálpi okkur ef viö heföum þurft að keppa á móti þeim. Hvað finnst þér um erlendu leíkmennina hór á landi? Þeir hafa tvímælalaust iyft körfuboltanum upp og aukið vin- sældir hans hér á landi. En nú er spurning hvort aö þetta sé ekki fariö aö ganga einum of langt. Allir peningar félaganna fara í þá og þaö viröist vera tilviljun hvort þeir kunni að þjálfa eöa ekki. Mér finnst þaö frábært hjá (R-ingum að ráöa Dooley. Þaö er maður sem kann sitt fag og á örugglega eftir aö skila sér fyrir yngri flokkana hjá þeim. Einnig hefur Dooley unniö mikiö og gott starf fyrir íslenskan körfuknattleik i heild. T.d. á túrner- ingum hjá flokkunum í vetur hefur hann alltaf verið tilbúinn aö hjálpa öörum liðum. Aö sjálfsögöu eftir leiki. Hver er besti körfuknattleiks- maður á islandi? Jón Sigurösson, hann er og var sá besti. Pétur Guömundsson er einnig frábær en þaö er varla hægt aö bera þessa leikmenn saman. Þeir leika svo gerólíkar stööur á vellinum. Af hverju hefur þú aldrei skipt um félag? Hefur þig aldrei langað til þess að komast í sviðsljósið, í úrvalsdeildina? Mér hefur alltaf liöið vel með mínum félögum. Þetta eru allt strákar sem ég hef alist upp meö. Viö höfum gengiö í gegnum yngri flokkana saman og veriö óvenju sigursælir. Ég tel aö viö höfum uppskorið eins og viö höfum sáö, nú þegar viö erum komnir í úr- valsdeildina. Einnig hefur alltaf veriö góöur mórall í félaginu og frábær stjórn alltaf stutt vel viö bakið á okkur. • Tveir mótherjar sækja að Pálmari en hann lætur þá ekki ná til knattarins. • Einar Bollason óskar Pálmari til hamíngju er hann tók við verölaun- unum fyrir 2. flokk Hauka í íslandsmótinu í körfuknattleik, en Pálmar er fyrirliði liðsins. Haukar eiga mjög efnilegan 2. flokk í körfuknattleik. Hvernig líst þér á aö spiia í úr- valsdeildinni næsta vetur? Þetta er langþráö verkefni og viö hlökkum mikið til aö takast á viö þaö. Viö erum meö ungt liö, meöalaldurinn er aöeins 19 ára í liöinu. Takmark okkar næsta vetur er aö halda sér uppi, allt umfram þaö veröur plús fyrir okkur. Framtíðin? Fæst orö hafa minnsta ábyrgö! Ég stefni aö því aö Ijúka námi. Einnig er ýmislegt í bígerð. En ég mun halda áfram aö spila körfu- bolta þangaö til ég dett niöur. I.H.Þ. Watson fljótastur í Long Beach Grand Prix NORDUR-írinn John Watson sigr- aði á sunnudaginn í Long Beach Grand Prix-kappakstrinum. Watson, sem oröinn er 36 ára gamall, þykir mjög snjall í því að komast fram úr keppinautum sín- um. Hann var aftarlega í upphafi keppninnar á sunnudag en tókst að tryggja sér sigur. I fyrsta kappakstrinum á tíma- bilinu — í Brasilíu fyrir tveimur vik- um — komst hann úr 16. sæti í 2. sæti en síöan varö hann aö hætta keppni vegna vélarbilunar. Watson, sem ekur McLaren- bifreiö, var 27,993 sek. á undan Niki Lauda (einnig á McLaren) í mark á sunnudag. Þriöji var Frakk- inn Rene Arnoux á Ferrari Turbo. „Ég skipulegg þetta ekkert fyrir- fram,“ sagöi Watson eftir keppnina um þaö hvernig hann braust fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum. „Þetta bara gerist," sagöi hann. „Sjálfur vil ég helst byrja fremst, þá þarf ég ekki aö fara fram úr öllum hinum." Staöan eftir tvær keppnir er þessi: Niki Lauda, Austurríki 10 Nelson Piquet, Brasilíu 9 John Watson, N-lrlandi 9 Keke Rosberg, Finnlandi 6 Jacques Laffite, Frakklandi 6 Rene Arnoux, Frakklandi 4 Lendl aftur á sigurbraut TÉKKINN Ivan Lendl sigraði um helgina á Cuore-mótinu í Mílanó á Ítalíu. Þessi tennisstjarna haföi ekki unniö keppni í þrjá mánuði og var farin að óttast um framtíð sína í íþróttinni. Hann fékk 70.000 dollara (um 150.000 ísl. kr.) í verölaun en sagöi aö peningar og stig í keppninni skiptu ekki mestu máli. „Þaö var mikilvægt aö sigra eftir þau mót undanfariö þar sem ég varð fyrir miklum vonbrigöum meö frammi- stööu mína,“ sagöi Lendl í samtali viö AP. Lendl sigraði lítt þekktan Suöur-Afríkubúa, Kevin Curran, 5_7, 6—3 og 7—6, og stóö viður- eign þeirra í 2 klst og 20 mín. Eftir þennan sigur er Lendl efst- ur í stigakeppni Volvo Grand Prix- keppninnar. Breitner f rá í mánuð PAUL Breitner, hinn 31 árs gamli fyrirliði Bayern MUnchen, veröur frá vegna meiðsla í einn mánuð. Hann meiddist í leiknum gegn Hamburger á laugardaginn eftir að hafa gert eina mark Bayern í leiknum. Breitner varö fyrir því óhappi aö togna í hné og læri hægri fótar og veröur hann í gifsi næstu daga. Læknir Bayern-liösins sagöi frétta- mönnum aö ef sár Breitners gréru eins fljótt og búist væri viö ætti hann aö geta leikiö meö síöasta hluta keppnistímabilsins. Breitner hafði ákveðiö aö hætta aö leika meö Bayern eftir þetta tímabil. • Paul Breitner

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.