Morgunblaðið - 29.03.1983, Síða 30
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
Faöir okkar. + ÓLAFUR GUTTORMSSON,
Stýrimannastíg 3,
er látinn. Dætur hins látna.
t
Eiginmaður minn,
ODDUR A. SIGURJÓNSSON,
fyrrverandi akólaatjóri,
Hólagötu 24, Veatmannaeyjum,
lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja, aöfaranótt 26. mars. Útförin fer
fram frá Landakirkju, laugardaginn 2. apríl kl. 17. Þelm sem vildu
minnast hans er vinsamlega bent á sjúkrahús Vestmannaeyja.
Fyrir mína hönd, barna okkar, tengdabarna og barnabarna,
Megnea Bergvinedóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
TORFI GUÐBJÖRNSSON,
skrifstofumaöur,
Barmahlíö 40,
veröur jarösunginn í dag kl. 13.30 frá Dómkirkjunni.
Rósa Jónatansdóttir,
Helga Torfadóttir, Anton Bjarnason,
Rósa Antonsdóttir, Birna Antonsdóttir.
Torfi Guðbjörnsson
— Minningarorð
Fæddur 5. desember 1907
Dáinn 18. mars 1983
Deyr fé, deyja frændur
deyr sjálfur ié sama;
er orAstír deyr aldregi
hveim er sér gódan getur.
Þessi sígildi hluti úr Hávamál-
um varð efstur í huga á dögunum
þegar mér var tilkynnt að Torfi
hefði lokið lífsgöngunni. Minn-
ingarnar komu í hugann ein af
annarri, atburðir úr barnæskunni
þar sem Torfi var í einu af aðal-
hlutverkunum. Ýmis skapgerðar-
einkenni hans, svo sem að því er
virtist takmarkalaus þolinmæði
og ljúfmennska ásamt næmni á
marga þætti barnssálarinnar
gerði það að hann verkaði eins og
segulafl á alla af yngri kynslóð-
inni. Hann var óþreytandi þegar
yngsta fólkið átti í hlut, hvort sem
um var að ræða að gerast fylgdar-
maður í þrjúbíó, jólaskemmtanir,
tívolíferðir eða aðrar skoðunar-
ferðir um krákustíga tilverunnar.
Ferðirnar niður að höfn voru
óteljandi þar sem ekki var látið
hjá líða að sýna okkur skipin bæði
utan og innan. Alls staðar átti
hann kunningja, sem aðstoðuðu
við að fræða smáfólkið um þessa
hlið mannlífsins.
Torfi Guðbjörnsson var fæddur
5. desember 1907 og foreldrar
hans voru Jensína Jensdóttir hús-
móðir og Guðbjörn Guðbrandsson
bókagerðarmaður í Reykjavík.
Systkini hans voru sex og er nú
aðeins einn bróðir á lífi. Maðurinn
með ljáinn hjó stórt skarð í þessa
fjölskyldu á ungdómsárum Torfa
og sjálfur komst hann ekki áfalla-
laust í gegnum þau heldur. Þessi
lífsreynsla virtist gera það að
verkum að síðar taldi hann aldrei
að veikindi væru til að hafa orð á
og þrátt fyrir ýmis áföll fullyrti
hann að ekkert amaði að, þótti lít-
il ástæða til að fjölyrða um slíkt.
Það sama varð reyndin í síðustu
legunni, aldrei heyrðist æðruorð,
honum leið að eigin sögn alltaf
prýðilega þar til yfir lauk.
Þann 23. júlí 1949 kvæntist
hann móðursystur minni, Rósu
Jónatansdóttur. Foreldrar hennar
voru Helga Helgadóttir og Jóna-
tan Jónsson gullsmiður í Reykja-
vík. Sambúð þeirra hjónanna var
með miklum ágætum og tillits-
semi í hvors annars garð einstök.
Þau áttu eina dóttur, Helgu
sjúkraliða, sem gift er Antoni
Bjarnasyni forstjóra. Barnabörn-
in eru orðin tvö, systurnar Rósa og
Birna, sem voru afanum mikil
lífsfylling.
Samband móður minnar og
Rósu hefur alltaf verið mjög náið
og þær systurnar ólu börn sín upp
í mikilli samvinnu. Því var ekki
síður litið á okkur sem systkin,
þannig að einbirni Barmahlíð-
arhjónanna var meira og minna
þrefalt. Sambýlið á sumrum í
sumarbústaðnum á Laugarvatni
frá vori fram á haust er með
bjartari bernskuminningum og
þar er hlutur Torfa ógleymanleg-
ur. Einkum virðing hans fyrir
skoðunum þeirra yngstu og þol-
inmæði á öllum stundum ásamt
Móöir okkar og tengdamóöir,
SIGRIDUR JÓNA ÞORBERGSDÓTTIR
frá Látrum ( Aöalvík,
Háaleitisbraut 26,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 29. marz kl.
13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er
Sunnuhlíö.
Ragnhildur Ólafsdóttir,
Oddný Ólafsdóttir,
Ásta Olafsdóttir,
Kjartan T. Ólafsson,
Friörik Ólafsson,
Helga Ólafsdóttir,
bent á hjúkrunarheimiliö
Árni Ólafsson,
Gunnar Jónsson,
Ágústa Skúladóttir,
Kristín Lúövíksdóttir,
Ásgeir Leifsson.
Útför vinar okkar,
ÞORKELS GUNNARSSONAR,
Bankastraeti 11, Rvík,
fer fram miövikudaginn 30. mars klukkan 10.30 frá nýju kapellunni
í Fossvogi.
Fyrir hönd aöstandenda,
Grímur Guömundsson.
+
Útför
SNORRA ÓLAFSSONAR,
Suöurgötu 63, Hafnarfiröi,
fer fram í dag frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi kl. 13.30.
Vandamenn.
+
Minningarathöfn um son okkar,
VIGGO ODDSSON,
er lést í Jóhannesarborg 7. mars sl., veröur haldin í Dómkirkjunni
29. marz kl. 15.00.
F.h. aöstandenda,
Katrín Símonardóttir,
Oddur Helgason.
Þökkum auösýnda samúö við andlát og útför,
gudrIðar halldórsdóttur,
Grund, Súðavík.
Fyrir hönd vandamanna,
Gísli Sigurbjörnsson.
Minning:
Sigríður Jóna
Þorbergsdóttir
Fædd 2. desember 1899
Dáin 20. marz 1983
í dag fer fram frá Fossvogs-
kirkju útför sæmdarkonunnar
Sigríðar Jónu Þorbergsdóttur frá
Látrum í Aðalvík.
Sigríður var fædd í Efri-Miðvík
í Aðalvík, dóttir hjónanna
Oddnýjar Finnbogadóttur og
Þorbergs Jónssonar, bónda þar.
Hún ólst upp í Miðvík í stórum
systkinahópi við öll algeng störf
þeirra tíma. Þaðan giftist hún 17.
nóvember 1917 Ólafi Helga
Hjálmarssyni frá Stakkadal og
voru þau í hjónabandi í 57 ár. Þau
settu saman bú á Látrum og
bjuggu þar fyrstu búskaparár sín,
en síðan fluttust þau í Miðvík en
bærinn brann eftir tæpt ár og
misstu þau þar aleiguna. Var þá
aftur flutt að Látrum.
Ekki er hægt að minnast Sigríð-
ar svo að ekki sé ólafs getið, en
hann var kjarkaður drengskapar-
maður. ólafur hafði dvalist í æsku
í Bandaríkjunum á vegum frænda
sinna og svo fór, að árið 1928 ákv-
áðu þau hjón að halda vestur um
haf með börnin sín fjögur, sem þá
voru fædd, þau Ragnhildi,
Oddnýju, Ástu og Kjartan, en tvö
létust ung, Sveinn og Sigríður.
Ólafur varð að fara á undan fjöl-
skyldu sinni vestur og kom það í
hlut Sigríðar að takast á hendur
ferð með börnin, mállaus á enska
tungu, ferð sem tók í allt fimm
vikur og lýsir það ekki sízt kjarki
hennar og áræði, eiginleikum, sem
einkenndu hana svo mjög. Fjórum
árum síðar snéru þau aftur heim
til Aðalvíkur, einu barninu ríkari,
en Friðrik er fæddur ytra. Árið
1935 tóku þau á leigu kirkjujörð-
ina Stað í Aðalvík og bjuggu þar í
fimm ár. Þaðan lá leiðin enn að
Látrum. Á stríðsárunum fór fólk
að flytjast frá Aðalvík en eftir
stríðið lagðist hreppurinn í eyði á
nokkrum árum. Mun tæknileg
bylting í útgerð og hafnleysi hafa
verið aðalorsökin.
Tengdaforeldrar Sigríðar
bjuggu hjá þeim hjónum til dán-
ardags og að þeim látnum fluttust
þau til Reykjavíkur árið 1946 og
áttu þar heima síðan.
f Reykjavík urðu þau að reisa
heimili frá grunni enn á ný, þar
sem ekki nýttust einu sinni pottar
eða pönnur úr sveitinni. Yngstu
börnin, Helga 5 ára, Sveinn 9 ára
og Friðrik nýlega fermdur, fylgdu
þeim í nýju heimkynnin. Þar tókst
þeim fljótlega að eignast aftur þak
yfir höfuðið og héldu áfram að
veita ættingjum og vinum af
rausn sem fyrr. Börnin uxu úr
grasi og er nú kominn út af þeim
stór og mannvænlegur ættbogi.
Sigríður var vel af Guði gerð og
rækti störf sín af alúð og kost-
gæfni. Hún var sérstaklega snyrti-
leg og myndarleg í verkum. Kom
það sér oft vel með þennan stóra
barnahóp hve laghent og dugleg
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug við andlát og útför
foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu,
SIGURSTEINS MAGNÚSSONAR,
aóalræöismanns
°g
INGIBJARGAR SIGURDARDÓTTUR MAGNUSSON,
2 Orchard Brae, Edinborg, Skotlandi.
Siguróur S. Magnússon, Audrey Magnússon,
Margrét Bennett, Ronald Bennett,
Magnús Magnússon, Mamie Magnússon,
Snjólaug Thomson, Nigel Thomson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
hún var að sauma og vænt þótti
henni um saumavélina sína.
í litla eldhúsinu hennar í
Reykjavík var alltaf til brún kaka
fyrir barnabörnin sem oft komu
við hjá ömmu. Hún hafði líka tíma
til að hlusta á alls konar vanda-
mál og þegar próf voru í aðsigi
hafði hún ekki minni áhyggjur en
þeir, sem prófin áttu að taka. Eins
var það, þegar þau voru að byrja
búskap, þá var gott að leita ráða
hjá reyndri konu, sem alltaf gat
miðlað einhverju.
Árið 1971 veiktist Sigríður al-
varlega, en náði nokkurri heilsu
með dyggilegri hjálp ólafs. Hann
lést eftir þunga sjúkdómslegu árið
1974 og fluttist Sigríður þá á
heimili dóttur sinnar, Ástu, og
mitt og átti hún þar heima til
dáuðadags utan síðustu mánuðina,
er hún vegna mikilla vanheilsu
dvaldist á hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð. Hlaut hún þar frábæra
umönrun og hlýju starfsfólksins.
Sigríður naut umhyggju hinna
fjölmörgu afkomenda sinna til
hinztu stundar og er nú kvödd með
ást og virðingu. Ég trúi að hún
eigi góða heimkomu.
Gunnar Jónsson
Okkur barnabörnunum þótti
alltaf gott að koma til afa og
ömmu, og sum okkar dvöldust hjá
þeim um tíma vegna náms og ann-
ars. Alltaf beið kvöldhressingin
eftir okki.r á eldhúsborðinu og
rúmið uppbúið, færum við út að
kvöldlagi. Alltaf var skínandi