Morgunblaðið - 29.03.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MARZ 1983
41
fclk í
fréttum
Hljómsveitin The Who. Kenny Jones, John Entwistle, Roger Daltrey og Pete Townshend.
Laus undan áfengi
og eiturlyf jum
+ f hljómsveitinni The Who, sem
staðið hefur í eldlínunni í 20 ár, fer
jafnan mest fyrir söngvaranum,
Roger Daltrey, en það er þó gítar-
leikarinn, Pete Townshend, sem á
heiðurinn af flestum Ijóðunum og
lögunum.
Pete Townshend lætur yfir-
leitt fremur lítið fyrir sér fara
en dregur enga dul á, að hann
hafi bæði verið áfengissjúkling-
ur og eiturlyfjaneytandi.
„Ég drakk alveg ótrúlega mik-
ið og líkaminn gat ekki haldið
það út til lengdar. Fjölskyldan
var í upplausn og ég forðaðist að
horfast í augu við sjálfan mig.
Áður en ég vissi af var ég svo
líka orðinn háður kókaíni," segir
Pete.
Pete stundaði hið ljúfa líf í
London af miklum krafti og
drakk aldrei minna en tvær
koníaksflöskur yfir nóttina,
stundum fjórar, þangað til hann
fór að velta því fyrir sér hve
langt væri í endalokin fyrir hon-
um. Dag nokkurn horfði hann á
mynd sína í speglinum og viður-
kenndi fyrir sjálfum sér, að
hann væri alkóhólisti. Þau hjón-
in voru þá skilin en hann leitaði
þó á náðir fyrrverandi konu
sinnar og dætra sinna tveggja og
þær komu honum á stofnun fyrir
áfengissjúklinga þar sem hann
var í tvo mánuði. Nú er Pete
Townshend laus við áfengið og
eiturlyfin.
„Að vera saman aftur er dá-
samlegt fyrir okkur bæði. Mér
hefur alltaf fundist sem til
hjónabands okkar hafi verið
stofnað á himnum og ég get ekki
hugsað til þess hvað hefði gerst
ef ég hefði misst fjölskyldu mína
að fullu. Ég reyni heldur ekki að
hugsa um það.“
Pete Townshend hafði áður
fyrr engan áhuga á kerfinu og
kosningum þess en nú er hann
breyttur maður. Nú ætlar hann
að neyta kosningaréttarins í
fyrsta sinn og fylgist því vel með
því, sem fram fer í þjóðfélaginu,
annars staðar en á næturklúbb-
unum.
Söngskglinn í Reykjavik
Ljóöanámskeiö
Dr. próf. Erik Werba
heldur Ijóöatúlkunarnámskeiö á vegum Söngskólans
í Reykjavík dagana 7,—16. apríl nk.
23 söngvarar og píanóleikarar taka þátt í námskeiö-
inu en þaö er einnig opið áheyrendum. Nánari uppl. í
Söngskólanum í Reykjavík kl. 3—5 daglega.
Skólastjóri.
Geröu þaö
sjálfur HMBWSTUW
formhönnun sf
Metsölublad á hverjum degi!
SPUNNIÐ UM STALÍN
eftir MATTHÍAS JOHANNESSEÞ
Rithöfundurinn er aðgangsharður í spurningum sínum:
Af hverju þessa dýrkun á einum manni? Af hverju yfir-
gnæfandi styttu af Stalín á Rembrandtsýningu? spyr
hann.
Stalín kannast ekkert við það: Þetta er ekki mér að
kenna, segir hann rauður í andliti og vandræðalegur eins
og barn, sem skrökvar. Ég hef ekki verið spurður, ég er
aldrei spurður! En þetta er það, sem fólkið vill! En það er
ekki að dýrka mig persónulega, heldur sósíalismann.
Feuchtwanger þykir hann hégómlegur og þolir ekki lág-
an, innantóman hlátur hans. En honum þykir athyglisvert
þegar Stalín segir allt í einu: Það er aðeins til ein eilíflega
sönn goðsögn — um Júdas! Feuchtwanger hugsar oft um
jjessi orð, skrifar jafnvel heila skáldsögu um þau síðar,
Útlegð. En aldrei söguna um Stalín. Segir þó síðar, að
hann sé sú tegund rússnesks bónda og verkamanns „sem
hefur breytzt í snilling og hlýtur að sigra“).
Emil Ludwig spyr Stalín um örlögin. Hvernig getur
annað verið, rithöfundur og spyrill, sem hefur sagt um
Napoleon, að líf hans sé mikil saga — samin af örlögun-
um. Hann hefur þetta barnalega viðhorf íslenzkra sjó-
manna til örlaganna. En kannski var það einmitt þessi
frumstæða afstaða, sem gerir hann að skemmtilegum
rithöfundi. Og Stalín getur svo sannarlega tekið undir
með honum, j>egar hann leggur Napoleon í munn þessi
orð: Ég elska vald eins og listamaður; eins og fiðlari
elskar fiðluna sína ... Einmitt það sem hann sjálfur
hafði keppt að. Ná réttum tónum úr hljóðfærinu. En það
getur enginn stillt það. En hvað sem því líður horfir
spyrðillinn undrandi á þennan fræga spyril sinn og segir
óhikað: Bolshevikar, marxistar trúa ekki á örlög . .. Þaö
eru fordómar ... goðafræði. Án allra tengsla við náttúru-
lögmálin ... Dulspeki.
Það fer vel á með Stalín og Emil Ludwig. Stalín tekur
því jafnvel ekki illa, þegar hann fer að fullyrða í spurning-
um sínum, að andstæðingum stjórnarinnar sé ógnað. Læt-
ur liggja að harðstjórn. Stalín hlustar. Svo brosir hann út
í annað munnvikið og segir hægt, en ákveðið: Alger
misskilningur! Við gætum ekki stjórnað landinu, ef við
hefðum ekki fólkið með okkur. En 10—15% verðum við
að refsa. Leifum deyjandi stéttar, sem vill halda í forrétt-
indi sín. Við höfum verið hvattir til að útrýma mennta-
stéttinni, en neitað því. Auðvitað. Keisarastjórnin hafði
fólkið á móti sér, eilíf andspyrna og byltingartilraunir
sýna það.
Stalín hefur síður en svo á móti því að heilsa upp á
erlenda gesti í Kreml. Hann talar jafnvel við Emil Lud-
wig í íbúðinni sinni. Svo mikið er ekki haft við aðra
rithöfunda. Þeim er vísað í skrifstofur miðstjórnarinnar
eða Æðstaráðsins. En ekki Emil Ludwig! Stalín tekur
jafnvel á móti blaðamönnum. Af samtölum þeirra kvikna
samt engar heimssögulegar fréttaskýringar. Nema
kannski um atómbombuna löngu síðar: Hún mun ekki,
ein sér, ráða neinum úrslitum! Stalín er nauðsynlegt,
finnst honum, að opna hús sitt fyrir erlendum áróðurs-
mönnum, meðan dýrið Trotsky leikur lausum hala í
FRAMHALD