Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
7
Utankjörstaðakosning
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í VALHÖLL
Háaieitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962.
Upplýsingar um kjörskrá og fl.
Sjálfstæðisfólk. Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um
alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi.
Utankjörstaöakosning fer fram í Miðbæjarskólanum
alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22.
Sunnudaga kl. 14—18.
31. leikvika — leikir 9. apríl 1983
Vinningsröö: 122 — X1X — X12 — 121
1. vinningur: 12 réttir — kr. 240.135.-
6105 (Reykjavík)
2. vinningur: 11 róttir — kr. 7.916.-
11143 42214 67207+ 78028 Úr 30. viku
16833+ 43800+ 73411 96563 8708
17541+ 47770 77584 96782
Kærufrestur er til 2. maí kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera
skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og á skrif-
stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kærur
veröa teknar til greina.
Handhafar nafnlausra seöla (+) veröa aö framvísa stofni eöa
senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til
Getrauna fyrir lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiöstööinni - REYKJAVÍK
á kjördag
D-listann vantar fjölda bifreiöa til aksturs frá hinum
ýmsu bifreiðastööum D-listans á kjördag.
Frambjóöendur heita á stuöningsmenn iistans aö bregö-
ast vel viö og leggja listanum liö, m.a. meö því aö skrá
sig til aksturs á kjördag, 23. april.
Vinsamlegast hringiö í síma 85730.
TT^-lisfinn
FYRIRLIGGJANDI
STURTUVAGNAR
5 tn., 71/2 tn. og 10 tn. Ótrúlega hagstætt verö,
t.d. 5 tn. vagn á kr. 67.000.-
1ÍIUI ■ <
Sundaborg 10, sim 46655
Húshitun í
strjálbýli og
orkujöfnun-
argjaldið
M er ekki ígreinings-
efni ad húshitun er þungur
baggi hvarvetna jiar sem
olía og RARIK-textar á
rafmagni koma við sögu.
Af þessum sökum sam-
þykkti Alþingi með lögum
1980 að leggja á sérstakt
orkujöfnunargjald, 1,5% á
söluskattsstofn, er verja
átti til verðjöfnunar á hús-
hitunarkostnaði í landinu.
hessi skattur gefur af sér
um 300 m.kr. áríð 1983.
Hinsvegar er framkvæmd-
in sú að innan við þríðjung-
ur þessarar skattheimtu
gengur til jöfnunar á hús-
hitunarkostnaði. Megin-
hluti skattsins rennur beint
í ríkishítina, eins og um-
ferðarskattarnir, en ekki til
þeirra verkefna, er ætlað
var, þá þeir vóru á lagðir.
Hér ráða fyrst og fremst
tveir ráðherrar ferð, Ragn-
ar Arnalds, fjármálaráð-
herra, og Hjörleifur Gutt-
ormsson, orkuráðherra.
I*etta er ekki eina dæmið
um að Alþýðubandalagið
hafi breytt samkvæmt orð-
skviðnum „að fagurt skuli
mæla en flátt hyggja".
Gömul öfl
í hliðar-
farvegum
l*orsteinn Pálsson, efsti
maöur á lista Sjálfstæðis-
flokks f Suðurlandskjör-
dæmi, segir m.a. f nýlegri
grein í Fylki:
„Aðstæður í okkar þjóð-
arbúskap um jressar mund-
ir eru mótaðar af óhóflegri
eyðshtskuldasöfnun, alvar-
legri dýrtfðarkreppu en
nokkru sinni fyrr og hættu
á atvinnubresti. Það liggur
því í augum uppi, að þessar
kosningar munu snúast um
stjórnmálastefnu, tvo kosti:
Annars vegar óbreytt
ástand á grundvelli mið-
stýringar og skömmtunar-
stjórnar eða atvinnuupp-
hyggingar- og valddreif-
ingarleið Sjálfstæðisflokks-
ins. Öllum þorra fólks er
Ijóst, að fara þarf nýjar
leiðir. Úrslit kosninganna
munu óhjákvæmilega ráöa
úrslitum um þróun efna-
Skattar af umferð
og vegagerö
Skattar af benzíni hafa hækkaö aö
raungildi um 438 m.kr. milli áranna 1978
og 1983. Ef þessi skattahækkun rynni öll
til vegamála — eins og til stóö — væri
tvöföld upphæö til ráöstöfunar í sumar til
nýbygginga vega og brúa miöaö viö
vegaáætlun Steingríms Hermannssonar.
En þessi skattahækkun á umferðina er
svo til öll til almennrar eyöslu rtkissjóös,
nær ekkert gengur til vegagerðar. Hins-
vegar hafa lántökur til vegagerðar tvö-
faldazt aö raungildi frá 1978, án þess þó
aö nýframkvæmdir hafi aukizt neitt aö
ráöi. Vegaáætlanir síöustu ára hafa alltaf
veriö skornar miskunnarlaust niöur og
stefnumótun Alþingis í vegamálum þann
veg hunzuö. Þessar upplýsingar koma
fram í nýlegri grein Lárusar Jónssonar,
alþingismanns, í íslendingi, en Lárus á
sæti í fjárveitinganefnd Alþingis.
hags- og atvinnumála á
næstu árum.
Lfnurnar eru þannig á
margan hátt skýrari og
gleggri en oftast nær áður.
Eigi að síður er þetta kosn-
ingauppgjör í flóknara lagi.
Það stafar m.a. af því, að
nú hafa komið tvö ný fram-
boð inn í hina hefðbundnu
mynd stjórnmálanna. Ræt-
ur þessara nýju framboða
eru óeining og ólík sjón-
armið á vinstri væng
stjórnmálanna. í raun
réttri er því ekki um ný
framboð að ræða. Það eina
sem gerst hefur er, að öfl
úr Alþýðuflokki og Alþýðu-
bandalagi hafa brotist
fram í öðrum farvegi en
þau hafa verið í. Þessar
hræringar hljóta að vekja
menn til umhugsunar um
það, hver verður uppistað-
an í vef stjórnmálanna aö
kosningum loknum. Og
það er mjög mikilvægt, að
menn geri sér grein fyrir
því. Það mat hlýtur að ráða
úrslitum um það, hvernig
menn knýja fram breyt-
ingar í kosningunum."
Látum reyna á
besta bátinn
Árni Johnsen, 2. maður
á lista Sjálfstæðisflokks f
Suðurlandskjördæmi, segir
í sama blaði:
„Alþýðubandalagið og
Framsóknarflokkurínn
biðja þjóðina nú að endur-
nýja umboö sitt til þess að
herða á ofstjórn ríkisvalds-
ins sem þrengir að atvinnu-
vegunum og launafólki og
Alþýðuflokkurinn og
Bandalag jafnaðarmanna
skírskota einnig til sósíal-
isma og rikisforsjár f
stefnuskrám sínum.
Á hinn bóginn er um að
ræða stefnu Sjálfstæðis-
flokksins sem byggir á
krafti frjálslyndis, einstakl-
ingsfrelsis og þjóðlegrar
umbótastefnu. Það þarf
nýja viöreisn þjóðarbúsins,
stefnu, sem treystir at-
vinnu landsmanna með því
að leysa atvinnulifíð undan
ofstjórn ríkisvaldsins og
miðar að því að auka fram-
leiðslu og bæta afkomu
heimilanna. Stefnu sem er
stefna en ekki stefnuleysi
eins og ráðið hefur ferðinni
undanfarin ár.
Látum reyna á stærsta
og best búna bátinn í fs-
lenska stjórnmálaflotan-
um, Sjálfstæðisf1okkinn.“
18 manns tóku þátt í skákmóti á Stokkseyri
31. MARZ sl. var haldið á Stokks-
eyri hraðskákmót til minningar
um Tómas Böðvarsson skákmeist-
ara. Tómas var fæddur á Stokks-
eyri 23. júlí 1917 og lést 26. des-
ember 1965. Árið 1963 gaf Tómas
bikar til eflingar skákíþróttinni í
Árnessýslu og er það farandbikar
sem keppt er um árlega. Úrslit á
nýafstöðnu móti urðu sem hér seg-
ir, en keppendur voru 18 talsins:
vinningar
1. Þorlákur Karlsson 16
2. Helgi Hauksson 15
3. Páll Jónsson 13V4
4. Stefán Sigurjónsson 13
5. Þorvaldur Ágústsson 11 Vi
Hrunamannahreppur:
Blárefur varð 160. fórnardýr
Siggeirs Þorgeirssonar refaskyttu
Syðra-Langholti, 6. aprfl.
NU FYRIR nokkrum nóttum skaut
Siggeir Þorgeirsson refaskytta á
Kaldbak í Hrunamannahreppi ref,
sem staðfest er að er blárefur,
sloppinn frá einhverju refabúinu.
Siggeir skaut refínn við skothús
sitt sem er skammt innan við
Kaldbak, og fyrr sömu nótt vann
hann á tveimur íslenskum villiref-
um. Blárefurinn var 160. dýrið sem
Siggeir vinnur við skothúsið síðan
1963.
Bændur hér um slóðir og víðar
eru mjög óánægðir með hve mik-
ið virðist vera um að refir sleppi
úr búum, og benda menn á að
þótt lítið sé nú um skaða af völd-
um refa, þá geti slíkt verið fljótt
að færast í vöxt ef refum fjölgar.
Skammt er enda slðan síðast
varð vart við dýrbít hér eystra.
Er ekki laust við að sumum þyki
vart tímabært að ræða nú um
friðun refa, á sama tíma og fleiri
og fleiri dæmi eru um það að
blárefir sleppi úr refabúum.
Þorvaldur Björnsson hjá Bún-
aðarfélagi íslands sagði í sam-
tali við Morgunblaðið, að vand-
ræði væru hve mörg dýr virtust
sleppa, og hve mikið kæruleysi
væri við gæslu refanna. Sagði
hann búið að veiða að minnsta
kosti átta refi, sem sloppið hefðu
úr refabúum, og væru þeir refa-
bændur sem ekki gættu búa
sinna að koma óorði á heila
atvinnugrein með óaðgæslu
sinni. — Sig.Sigm.