Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 39 Kunningsskapur okkar Júlíusar frá fyrri tíð þróaðist í vináttu, er hann kom aftur heim í Reykja- lundi 1968. Eftir það tók hann virkan þátt í félagslífi og starfaði um skeið sem hreppsendurskoð- andi. Sveitarstjórnarmál voru honum hugleikin að vissu marki, og fúslega tók hann sæti á fram- boðslista er til hans var leitað þó það gæfi ekki von um setu í hreppsnefnd. Hann starfaði af áhuga að hreppsmálunum ei að síður og var það mikill fengur að eiga slíkan mann að í þeim ólgusjó sem stundum var. Verður seint fullþakkað það viðmót og sá dyggi stuðningur, er hann sýndi mér er ég var oddviti Mosfellshrepps. Ég þakka sérstaklega gott samstarf í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi, en störf hans í þágu Sambands fsl. berklasjúklinga eru þá ótalin, en þar skipaði Július sér í fremstu raðir og á sinn stóra þátt í þeim afrekum sem þar hafa verið unnin á undanförnum ára- tugum svo víðfrægt er bæði inn- anlands og utan. Að leiðarlokum kveðjum við hann, vinir hans og samherjar með þökk og hlýju í hjarta. Ást- vinum sendi ég samúðarkveðjur. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson Látinn er einn af forvígis- mönnum Sambands fsl. berkla- og brjóstholtssjúklinga Júlíus Bald- vinsson. Sæti þessa mæta manns innan vébanda SÍBS verður vand- fyllt, því nú er hann farinn sá sem gleggst þekkti hin ýmsu vanda- mál, sem að okkur steðja er fylla þennan stóra flokk, sem haldinn erum hinum ýmsu ðndunarfæra- sjúkdómum. Júlíus var einn af stofnendum félags astma- og ofnæmissjúkl- inga. Allt frá barnæsku höfðu hin ýmsu vandamál öndunarfæra- sjúkdóma ekki farið fram hjá hon- um. Stöðug barátta við slíka sjúk- dóma jafnvel alla æfina, sem hann var mjög illa haldinn af, er hin daglega barátta upp á líf og dauða. Baráttan fyrir því að geta andað. Slíkt þekkir aðeins sá sem sjálfur reynir. Þessi arátta hans hafði þau áhrif á hann að hann marg efldist í starfi sínu því hver dagur er sá sem hinn síðasti. Hann marg efldist í því, að berjast fyrir betra lífi fyrir alla þá sem lífið hafði kramið í hendi sér. Það varð því að hans aðal lífsstarfi að veita þeim málum brautargengi er gátu létt þeim lífsbaráttuna er að Reykja- lundi dvöldu um lengri eða skemmri tíma. Ekkert var nægilega gott fyrir þá sjúku og sorgmæddu og ekki fóru börnin varhluta af störfum hans. Vert er að minnast á að námskeið sem nú nýlega var hald- ið að Reykjalundi fyrir astmaveik börn. Sjálfur kom hann ávallt síðast- ur, ég get beðið, sagði hann. Hann vakti athygli þessi lágvaxni bráð- skemmtilegi rauðhærði maður. Sá kraftur sem fylgdi orðum hans, þá sjaldan hann lét til sín heyra með sinni lágu röddu voru, sem gullkorn á vogaskálar þeirra góðu málefna, sem um voru rædd. Um astmasjúklingana er sagt af mikilsvirtum erlendum samtök- um: „Astmatíkusinn er gáfaður, velviljaður, duglegur og framlag hans til samfélagsins vegur mun þyngra en hins venjulega manns." Störf Júlíusar innan samtaka hinna sjúku renna stoðum undir þessa kenningu. Fari minn kæri vinur í friði og ekki er að efa að það verður mun léttara að anda hinum megin. Hjördís Þorsteinsdóttir sem líður fullyrðingum um lund- arfar okkar bjó í Júlíusi óspart allt í senn: hárfín kímni, djúp al- vara og allar lyndisnótur þar á milli. Þetta víðfeðmi tilfinn- inganna speglaðist í dagfari hans og duldist engum. Hann var fagn- aðarhrókur þar sem menn hittust, söngmaður ágætur af sannri nautn, háttvís og hlýr. Að sama skapi fann hann sárast til þegar svo bar undir og einatt var hlut- tekning hans óspör í vanda ann- arra og samúð hans ósvikin. Nú er Júlíus látinn og er það mikill missir samstarfsfólki og vistmönnum að Reykjalundi. Hann gengur þar ekki lengur um dyr og stéttir. Því mætum við ekki framar á þeim vettvangi góðlegu gamni hans og fagnandi í fasi og heldur ekki undiröldu tilfinninga hans. Þó skiptir meira að starf- semin að Reykjalundi nýtur ekki lengur ráða hans, hollustu og eldhuga. Starfsmenn jafnt og vistmenn votta einlæga samúð sína Guð- laugu Torfadóttur konu hans, dóttur hans og tengdasyni, fóst- urdóttur og telpunum litlu tveim- ur, þeim Gyðu og Guðlaugu. Haukur Þórðarson. Vinnufélagi er horfinn sjónum, eftir stendur söknuðurinn ásamt minningum. En minningunum fylgir þakklæti fyrir að hafa átt því láni að fagna að kynnast og starfa með jafn glaðlyndum og ágætum manni og Júlíusi Bald- vinssyni. Mér finnst nú, að hann hafi ver- ið ein aðalkjölfestan á okkar fjöl- menna vinnustað um árabil, þrátt fyrir sitt erfiða heilsufar á seinni árum. Hann mun hafa komið á Reykjalund 1945. Þar var víst flest ógert á þeim tíma, ef svo mætti segja. Hann var því frumbyggi þess samfélags og áreiðanlega mikill örlagavaldur í óskráðri sögu staðarins, enda mun þessi staður hafa verið honum hugstæð- ari en flestir aðrir. Þar varð hann líka heimilisfastur fyrir allmörg- um árum eða þegar hann réðst til starfa hjá stofnuninni. Árið 1951 lágu leiðir okkar fyrst saman, þá sem vistmenn á Reykjalundi. Síðar sem sam- starfsmenn og samherjar um vel- ferð staðarins og eyddum jafnvel saman nokkrum ógleymanlegum tómstundum við spilamennsku, leikhúsferðir svo og stórkostlega írlandsferð meðal annars. Minn- isstæðastar verða mér samt um- ræðurnar um okkar sameiginlega áhugamál, Reykjalund, í öllum sínum fjölbreytileika, þar truflaði ég æði oft vinnufrið hans og má alveg merkileg heita þolinmæði þessa skapríka manns í minn garð eins oft og við vorum nú ósam- mála. Þess vegna verður það áfram ráðgáta hvers vegna svo eftirsóknarvert það var fyrir mig að eiga skoðanaskipti við Júlíus, en ljúflyndi mun hafa verið einn kostur hans, af annars mörgum og ágætum kostum, sem hann var bú- inn. Vil ég hér einnig tilnefna þann sem sneri að uppgræðslu og fegrun umhverfisins og náttúru- vernd, en um þessa þætti var hon- um mjög umhugað. Margt tréð á Reykjalundi var lítil planta í hans höndum hér fyrr á árum. Þessi fátæklegu orð verða minn þakklætisvottur fyrir samfylgdina og það sem ég bar gæfu til að læra af henni. Stjórnum SÍBS og Reykjalundar samhryggist ég með fallinn samstarfsmann. Aðstand- endum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Kunólfur Jónsson Góður maður er genginn og skarð er fyrir skildi síðan Júlíus Baldvinsson lést þann 5. apríl sl. í sjúkrahúsi á Akureyri. Baráttu- maður lét loks í lægra haldi fyrir því óumflýjanlega, að vera kvaddur á fund almættisins. Hann fór á vit frænda og vina í Eyjafirði með konu sinni Guðlaugu Torfa- dóttur um páskana og reyndist það vera hans síðasta veraldlega vegferð hérna megin. Tjaldið er fallið en þó eru þetta einungis þáttaskil og nepja nálægðar dauðans nístir mann og minningar verða áleitnar. Stund- um er eins og það mannlega í líf- inu beri mann ofurliði og spurn- ingin er hvort við höfum lært þá lexíu sem til var ætlast eins og lögmál lífsins kveður á um. Þurf- um við ekki að læra betur meðan enn vinnst tími til og búa okkur undir þar til barið verður að dyr- um? Vandvirkni og gætni einkenndu allt fas Júlíusar og hegðun, og öll voru verk hans vönduð og vel skoðuð. Hann var vel máli farinn og beitti málsnilld sinni af velvild og sanngirni, en oft mátti merkja hina þungu undiröldu er hann lagði áherslu á skoðanir sínar. Gott mál og vandað málfar fær menn til að hlusta og hugsa en það er aðalsmerki þeirra sem eru málafylgjumenn og það var Júlfus. Á kyrrum stundum við annan mann átti hann það til að segja margt og útskýra hinar ýmsu niðurstöður sínar á hinni flóknu gátu lífsins. Þá var stundum raul- að líka, og bjartari tenórrödd sinni beitti hann af smekkvísi, en hann hafði mikið yndi af tónlist, einkum söng. Júlíus er eins og áður er getið Eyfirðingur að ætt og uppruna en þeim þáttum í lífi hans er ég ekki kunnugur og það munu aðrir fjalla um við þetta tækifæri. Okkar sporaslóðir lágu fyrst saman í Reykjalundi 1945 en hann var einn af þeim fyrstu sem þangað kom til heilsubótar. Barnanám Júlíusar var svipað og gerðist á þeim tíma en árið 1936 fór hann til náms í Samvinnuskólanum, og þann vet- ur kom áfallið, heilsan brást, Minning: Gylfason Fæddur 9. aprfl 1966 Dáinn 4. aprfl 1983 Sveinn Gunnar Gylfason, Hamragarði 11, sem í dag verður borinn til grafar frá Keflavíkur- kirkju, var fæddur 9. apríl 1964 og hefði því orðið 17 ára nú síðastlið- inn laugardag. Sveinn var sonur hjónanna Gylfa Guðmundssonar skólastjóra í Keflavík og Guðrúnar Jónsdóttur kennara. Sveinn var fæddur hér í Kefla- vík og ólst upp hjá foreldrum sín- um. Hann lauk grunnskólaprófi síðastliðið vor og stundaði í vetur nám við Fjölbrautaskóla Suður- nesja. Ekki var annað vitað en að Sveinn gengi heill til skógar uns hann veiktist hastarlega nú í dymbilvikunni af þeim sjúkdómi er dró hann til dauða á annan í páskum. Okkur sem þekktum Svein frá barnæsku, duldist ekki, að hann var frá fyrstu tíð gæddur miklum hæfileikum og góðri greind. Und- irrituðum er ógleymanlegur stutt- ur 5 ára snáði sem sat kotroskinn og las skýrt og skilmerkilega fyrir gesti sem andaktugir hlustuðu. Sveinn ólst upp á félagslyndu og hlýlegu heimili ásamt eldra bróð- ur og yngri systur og varð að auki þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga móðurforeldrar sína að hér í bæ en á heimili þeirra var hann ávallt velkominn heimagangur. Það mun hafa verið afi Sveins sem að kenndi honum að tefla en sá afi er einn þessara fágætu ungl- inga á sjötugsaldri sem eru jafn- öldrum sínum um fermingu lík- lega hollari félagsskapur en flestir aðrir. Það var notaieg sjón hér á árum áður meðan Sveinn var í æsku, að sjá þá koma saman á æf- ingar hjá taflfélaginu. Þar var nú ekki kynslóðabilið til trafala þótt framundan var sjúkrahúsið. Þrátt fyrir þetta tókst honum að afla sér staðgóðrar menntunar í bókhalds- og skrifstofustörfum, enda var honum síðar trúað fyrir vanda- sömum störfum á þessu sviði, fyrst sem skrifstofustjóri hjá Agli Vilhjálmssyni hf frá 1952 til 1968, en síðan í Reykjalundi. Er ný lög tóku gildi um sjúkrahús gerðist hann sjúkrahúsráðsmaður á sama stað þar til yfir lauk. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tókst Júlíusi að njóta lífsins og höndla hamingjuna. Hann kvænt- ist heitkonu sinni Gyðu Kjart- ansdóttur í apríl 1945 er þau voru bæði vistfólk í Reykjalundi, þá var eftilvill brotið í blað í baráttusögu berklasjúklinga og ýmsum for- dómum eytt. Þessi atburður var áfangasigur i baráttunni við berkla og vonleysi því í sjónmáli var sterk von eða vissa m að eðli- legt líf gat boðist er batinn var í höfn. # Þau Gyða og Júlíus bjuggu í ástríku hjónabandi og þeim fæddist dóttir, en það er Steinunn Þórdís sem gift er Björgvin Tóm- assyni tónlistarmanni. Hamingja og gleði ríkti með fjölskyldunni þar til syrti í álinn og þau feðginin urðu að sjá á bak húsfreyjunni, en hún lést 1970. Söknuðurinn var sár en dóttirinn bætti þar úr og linaði sárasta sviðann. Björt og glaðlynd gekk hún um stofur og minnti á liðna tíð.Atvikin haga því svo nú, að Steinunn dvelst er- lendis og á þess ekki kost að vera við útförina en þau hjón eiga von á öðru barni sínu hvenær sem er og því óhentugt með langferðir. Júlíus kvæntist aftur Guðlaugu Torfadóttur af ætt ólafsdælinga og hefur það hjónaband bæði verið hamingjuríkt og notalegt. Guð- laug hefir reynst þeim feðginum hið besta, og enn um skeið gat Júlíus notið lífsins og tilverunnar með henni. aldursmunurinn væri hálf öld. En hvað skákina snerti þá fór eggið þar fljótlega að kenna hænunni. Við, sem í upphafi voru nokkuð drjúgir með okkur af kunnáttu okkar í manngangi, urðum fljót- lega jafningjar og nú eru nokkur ár síðan að við urðum lærisveinar og áhorfendur. Áhugi Sveins á skák var mikill og hæfileikar hans ótvíræðir. Árið 1978 til 79 er hann dvaldist með foreldrum sínum í Danmörku, varð hann unglingameistari Kaupmannahafnar I sínum ald- ursflokki og varð annar á unglingameistaramóti Danmerk- ur það sama ár. Árið 1979 tefldi hann með meistaraliði Gladsaxe í dönsku deildarkeppninni. Árið 1980 er Sveinn var aðeins 14 ára gamall varð hann svo unglinga- meistari íslands í flokki 20 ára og yngri og mun hann vera yngsti maður sem borið hefur þann titil. Þessi ferill 16 ára unglings sýnir að með Sveini er genginn einn af efnilegri skákmönnum yngri kynslóðarinnar á fslandi. Hans verður saknað í þeim hópi. Það er sagt að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Það er ekki mikla huggun að sækja í þau orð, en hvaða orð mega sín einhvers gagn- vart þeim hörmungartíðindum að ungur maður sem er að stíga sín fyrstu skref til þroska skuli fyrir- varalaust hrifinn brott. Eftir stendur minningin ein, — minn- ingin um sviphýran og bjartleitan ungling, skapstóran nokkuð og viðkvæman í lund. Einn þeirra sem hnýta traust bönd vináttu við fremur fáa en nána vini. Bróður Sveins og lítilli systur, sem hann var svo fágætlega elskur að, foreldrum hans og öðrum að- standendum votta ég mína inni- legustu samúð. Ásgeir Sveinn Gunnar Gylfason lést annan páskadag tæpra 17 ára að aldri. Hann var fæddur 9. apríl 1966, sonur hjónanna Gylfa Guð- mundssonar, skólastjóra Gagn- fræðaskólans í Keflavík, og Guð- rúnar Jónsdóttur, kennara. Frændfólk og vinir standa högg- dofa og stara í torræði lífs og dauða. Vaskur og gjörvulegur ung- ur maður hefur kvatt okkur og við stillum sefann með draumi um endurfundi. Úr fjarlægð og ná- lægð fylgdumst við með honum þegar hann sökkti sér niður í leyndardóma flókinna viðfangs- efna eða þjálfaði meistaralega leikni í starfi eða leik. Kornungur varð Sveinn snjall skákmaður eins og margur fékk að reyna. Þegar hann var 12 ára gamall dvaldi hann með foreldr- um sínum í Kaupmannahöfn. Þar varð hann amtmeistari Stór- Kaupmannahafnarsvæðisins í sín- um aldursflokki og á unglinga- meistaramóti Danmerkur fyrir 12 ára og yngri náði hann öðru sæti. Árið 1980 varð hann unglinga- meistari íslands fyrir 20 ára og yngri. Þá var hann 14 ára gamall. Víða hafði hann komið og teflt bæði hér heima og við frændur okkar á hinum Norðurlöndunum við góðan orðstír. Hann hóf keppni á Skákþingi íslands 1983 og hafði lokið þremur umferðum þegar hann var lagður á gjör- gæsludeild Landakotsspítala. Þar þreytti hann sitt síðasta tafl á lífsins móti. Um sinn taldi hann möguleika á jafntefli. Svo þyngdi enn að hann horfðist æðrulaus í aupi við hinstu mátsóknina. I hugarheimi fylgjum við Sveini á hans hiklausu þroskabraut. Þar jafnar hann sig á vistaskiptunum yfir skák við mótshaldara tilver- unnar. óskir okkar umvefja hann og ást okkar styrkir stöðu hans. Þungi hvilir á brjóstum for- eldra, systkina, frænda og vina. Endurminningin um bjartan dreng og góðar stundir er dýr- mætur fjársjóður sem um síðir linar sársaukann. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við ykkur, Gylfi, Guðrún, Gylfi Jón og Bára Kolbrún, um leið og við þökkum ykkur fyrir að hafa fengið að kynnast Konum Sveini. Ragna Freyja Karlsdóttir Gísli Ól. Pétursson og börn Af hverju, hvers vegna. Þessar spurningar koma í hugann núna, en svör við þeim liggja ekki á lausu nú frekar en áður við svip- aðar aðstæður. Ég minnist þess núna, þegar við Sveinn fórum saman til skákæf- inga og á skákpiót, þegar hann var það ungur að reglur stóru mann- anna meinuðu honum að ganga úti við þegar kvöldsett var orðið nema þá í fylgd með „einhverjum göml- um“. Ég á margar góðar minningar frá þessum árum „úr skákinni". Sveinn tefldi alltaf til vinnings, enda varð hann oft á tíðum hans megin. En í síðasta taflinu tapaði vinurinn, enda bjóða leikreglur þar ekki upp á jafntefli. En hann tefldi mjög vel. Það vil ég minna foreldra Sveins og systkini á þegar þau harma góðan dreng. Hafi hann Sveinn minn bestu þökk fyrir þennan stutta tíma sem við áttum saman. Jón afi Sveinn Gunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.