Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 25 JUí»r0«iM&M$> Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinssqn. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 15 kr. eintakið. Gerviblómin fölna Ragnar Arnalds, fjármála- ráðherra, hefur verið skrautblóm ríkisstjórnarinnar og íhaldssemi hans hefur verið dæmd sem fyrirmyndar rót- tækni af Alþýðubandalaginu. Aðdáunin á Ragnari Arnalds stafar af því að hið eina sem ráðherrar og stuðningsmenn þeirra hafa getað bent á þegar allt annað er í kalda koli undir þeirra forsjá er að ríkissjóði sé sko vel stjórnað. Við ríkiskass- ann sitji maður sem kunni sitt fag og sjái til þess að hann tæmist ekki. Að stjórnvisku Ragnars Arnalds í fjármálum má margt finna. Hún minnir á það ef stórskuldugur maður sem hefur aðstöðu til að hafa margfalda reikningsfærslu kastaði öllum erfiðu málunum og skuldunum yfir á aðra en gengi sjálfur um og segði: Þið segið að ég hafi ekki vit á fjár- málum. Sannið þið það. Ég skal sýna ykkur tékkheftið mitt og innistæðuna í því! Þannig hefur Ragnar Arnalds talað um ríkissjóð og afkomu hans, að það skipti öllu og væri til mikillar fyrirmyndar að innistæða væri á tékkhefti hans í Seðlabankanum, hvað svo sem skuldasúpunni og geigvænlegum vandræðum opinberra fyrirtækja liði. Nú er hins vegar svo komið að ávísanareikningur Ragnars Arnalds og ríkisstjórnarinnar í Seðlabankanum er tæmdur og meira en það. Skuldir ríkis- sjóðs við Seðlabankann hafa margfaldast, þær eru nú margfalt meiri en á sama tíma árið 1982. 30. mars 1983 námu heildarskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann 938 milljónum króna en 306 milljónum króna sama dag 1982, síðan hefur staða ríkissjóðs gagnvart bankanum enn versnað og var þessi skuld komin í rúmlega 1.200 milljónir króna 7. apríl 1983 en þann dag á síðasta ári nam hún 630 milljónum. Stað- an á ávísanareikningi ríkis- sjóðs í Seðlabankanum ræðst af ýmsum þáttum og þá hröðu neikvæðu þróun sem nú blasir við má fyrst og fremst rekja til þess að tekjur ríkissjóðs af innflutningi hefur snarminnk- að. Það er nefnilega staðreynd að hvað svo sem líður tali Svavars Gestssonar um inn- flutning á kökum og tertu- botnum og nauðsyn þess að stöðva hann með öðru þá hef- ur „róttækni" Ragnars Arn- alds í ríkisfjármálum einkum verið sú að sjá til þess að ríkis- sjóður hagnaðist sem mest á öllum innflutningi þótt hann stafi af eyðslu langt um efni fram. Hin „góða“ staða ríkissjóðs, skrautblóm ríkisstjórnarinn- ar, hefur í raun verið gervi- blóm frá útlöndum, byggt á innflutningi og skuldasöfnun hjá erlendum bankastofnun- um, og meira að segja gervi- blómið er tekið að fölna. Ragn- ar Arnalds, fjármálaráðherra, sagði í júlí 1982, að íslenska þjóðin væri óneitanlega að sökkva á kaf í ískyggilega skuldasöfnun. Sú spá hefur gengið fram í samræmi við önnur óþurftarverk ríkis- stjórnarinnar. Alusuisse og „svikin“ Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, efndi til blaðamannafundar 16. des- ember 1980 og lagði þar fram gögn til að sanna að Alþýðu- bandalagið hefði rétt fyrir sér þegar það teldi Alusuisse, eig- anda álversins í Straumsvík, óalandi og óferjandi, enda hefði það fengið „hækkun í hafi“ á súráli frá Ástralíu. Mál sitt flutti Hjörleifur í ríkis- stjórninni 9. desember 1980 og þá notaði iðnaðarráðherra orðin „sviksamlegt athæfi" um súrálið og Alusuisse. Það sem eftir var þessa vetrar skrifaði Þjóðviljinn ekki um annað en „svik“ Alusuisse og níðings- skap fyrirtækisins í garð Is- lendinga. Allur þessi áróður hefur meðal annars haft þau áhrif á efsta mann Kvenna- listans í Reykjavík, að hún gefur til kynna í útvarpinu að stjórnendur Alusuisse eigi heima á Litla-Hrauni. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, var þó ekki á því að Alusuisse hefði gerst Sekt um „sviksamlegt at- hæfi“ þegar hann kynnti kosn- ingastefnu flokks síns í út- varpinu á sunnudag. Svavar sagði þvert á móti að það væri bölvað íhaldið sem hefði blásið þetta upp um „sviksamlegt at- hæfi“ órökstutt eins og annað! Síðan í desember 1980 hefur Hjörleifur Guttormsson notað það sem ástæðu fyrir því að hann gæti ekki rætt um hækk- un á raforkuverði við Alsuisse, að deilurnar um súrálið væru óleystar. Nú segir Svavar hins vegar, að það allt hafi verið jlásið upp af íhaldinu! Um hvað vill Alþýðubandalagið aftur að þjóðin sameinist? Frakklandsheimsókn forseta íslands: Utanríkisráðherrar Islands og Frakklands undirrita menn ingar- og vísindasáttmála Frú Vigdís Finnbogadóttir tekur við viðurkenningu frá Sorbonne-háskóla, en þar stundaði hún nám fyrr á árum. Lengri fundur forsetanna en búist hafði verið við Frá Elínu Pálmadóttur í París, klukkan 6 síðdegis í gær. í FEGURSTA veðri hóf forseti íslands fjögurra daga opinbera heimsókn sína til Frakklands, er Frónfari Flugleiða lenti á Orly-flugvelli klukkan tvö í dag. Alain Saveri, fræðslumálaráðherra, tók á móti forsetanum á flugvellinum. Kannaði forset- inn heiðursvörð franska hersins með ráðherranum og höfðu menn orð á því hve Vigdís væri glæsileg í blárri dragt úr antilópuskinni og með sams konar húfu. Tók hún sig sérlega vel út þegar hana bar við rauða heiðursdregilinn í flugstöðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem forseti lýðveldisins íslands fer í opinbera heimsókn til Frakklands. Fjárskortur Hitaveitunnar bitnar á viðhaldi og nauðsynlegum borunum: Afl vinnslusvæða HR minnk aði um liðlega 7% á einu ári Frá E-Pá. í P»rís. Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra og Claude Cheysson utan- ríkisráðherra Frakka undirrituðu í gærkvöldi samkomulag um menn- ingar- og vísindasamvinnu milli ís- lands og Frakklands í veizlu sem franski utanríkisráðherrann hélt til heiðurs forseta íslands í aðsetri ráðuneytisins á Quai d’Orsay. Er samkomulagið gert til að auðvelda og efla samskipti og samvinnu ís- lands og Frakklands á sviði kennslu, menningar, lista og vísinda og til að treysta þannig vináttubönd ríkjanna, að því er segir í upphafskafla. Hafa samningsaðilar komið sér saman um að hafa nána samvinnu um að efla þekkingu hvor á annars tungu og menningu í landi sínu. Og þeir hyggjast einnig gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að samvinna í visindum megi eflast. Er ætlast til þess að hvor aðili um sig leiti heppi- legustu leiða til að efla og bæta kennslu í tungumáli og menningu hins aðilans í samráði við hann í almennum skólum og háskólum. talað er um að báðir geri sér ljóst mikilvægi menntunar og þjálfun- ar kennara til að annast slíka fræðslu. Og að þeir muni hlynna að fræðslu í tungu, bókmenntum f SAMBANDI við heimsókn forseta fslands til Frakklands er mikil kynning á fslandi og íslenzkum mál- um í fjölmiðlum hér. Fimm frönsk- um blaðamönnum og sjónvarpsupp- tökufólki hafði áður verið boðið til fslands af því tilefni, m.a. frá stór- blöðunum Monde, Figaro og Paris Match og eru nú að birtast greinar þeirra, á sama hátt sem þremur ís- lenskum blaðamönnum var áður boðið til Frakklands til efnissöfnun- ar. Hér í París hafa t.d. verið tekin upp sex stutt erindi í þættinum „Menningarmál", sem er kl. 8 og talar forseti íslands þá um ís- og menningu hins utan skóla. Einnig að þeir auðveldi starf- rækslu menningar- og vísinda- stofnana hins ríkisins hjá sér svo sem lög og reglugerðir leyfa. Þá er talað um skiptiheimsóknir kenn- ara og forgöngumanna á sviði menningar, lista, vísinda og fræða. Einnig um náms- og rann- sóknastyrki á sameiginlegum áhugasviðum, svo og auðveldari aðgang styrkþega að námi og rannsóknum í hinu landinu. örvuð verði samskipti á sviði íþrótta, al- þýðumenningar og tómstunda, hvatt til hljómleika, sýninga, leiksýninga, kvikmyndasýninga og hvers kyns annarra listviðburða sem miði að gagnkvæmri kynn- ingu á menningu landanna. Hvor ríkisstjórn um sig auðveldi sam- vinnu og skipti á sviði útvarps, sjónvarps og kvikmynda. Sam- bönd sérhæfðra stofnana verði efld og fleira. Svipað samkomulag mun vera til milli Noregs og Frakklands að því er talsmaður utanríkisráðu- neytisins tjáði fréttamanni Mbl. En hann sagði að Frakkar hefðu á undanförnum árum lagt mikla áherzlu á að efla samskiptin við Norðurlönd á öllum sviðum. lenzka menningu. Þá hefur rás II i útvarpinu í kvöldfréttum sínum þátt um ísland, meðan forsetinn er hér í París, og einnig í hádegis- fréttum. Franska sjónvarpið send- ir út viðtal við forseta Islands í fréttatíma. f síðdegisþætti út- varps er þessa dagana þáttur um íslenzka tónlist. Vísindaþáttur út- varpsins franska hefur sérstaka dagskrá frá íslandi og hefur m.a. fengið lánaða eldgosakvikmynd hjá íslenska sendiráðinu, Og loks hefur fréttamaður Mbl. fregnir af sunnudagseftirmiðdagsþætti France Inter um ýmislegt efni tengt íslandi og hefur íslenzk stúlka, búsett í París, Ragna Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, á Orly-flugvelli í gær. Með henni á myndinni er franski fræðslumálaráð- herrann, Alain Savery, og kanna þau heiðursvörð franska hersins. Sveinsdóttir, aðstoðað við gerð hans. Er þetta engan vegin tæm- andi upptalning. Ekki eru hér i París uppi fánar þjóðlandanna í tilefni af heimsókn forseta íslands, en það er ekki háttur Frakka nema ef um er að ræða svonefnda „Visit d’Etat", sem er æðsta tegund opinberra heimsókna milli þjóðhöfðingja, að því er fréttamanni var sagt í utan- ríkisráðuneytinu. Opinber heim- sókn forseta íslands er er svonefnd „Visit officielle de Tra- vail“ og heilsar hún þá upp á for- seta í Elysée-höll við komuna og situr hádegisverðarboð hans. Síðdegis tók forseti Frakklands, Francois Mitterrand, á móti Vigdísi á tröppum Elycée-hallar og var þar mikið af ljósmyndurum til að taka myndir, bæði þar og inni í hinum glæsilegu salarkynnum Elycée- hallar, þar sem forsetar hafa haft aðsetur allt frá tímum Napoleons, en Mitterand er 22. forseti Frakk- lands. Heiðursvörður stóð úti á meðan forsetinn sat á tali við for- seta Frakklands og tók það lengri tíma en búist hafði verið við, svo mjög að erfiðleikar urðu í umferð- inni að komast á næsta áfangastað. í Sorbonne-háskóla, þar sem for- seti hafði stundað nám, sæmdi rekt- or, frú Helen Ahrweiser, forseta ís- iands heiðursmerki háskólans. Hún sagði m.a. í ræðu sinni: „Forseti, þér eruð hér heima hjá yður í háskólan- um, þér stunduðuð hér nám, og þér eruð hér í dag að fá heiðurspening sem veittur er þjóðhöfðingjum ein- um, og þér eruð sú eina af nemend- um skólans sem hefur komist svo langt að verða forseti." Hún sagði það vera sérlega ánægjulegt að veita Vigdísi Finnbogadóttur þessa orðu, svo óþreytandi talsmaður sem hún hefði verið fvrir franska tungu og bókmenntir. I hinum glæsilega hátíðarsal sátu prófessorar í göml- um skrautlegum búningum. Þetta var mjög hátíðleg athöfn og tónlist leikin. Vigdís þakkaði fyrir hönd allra þeirra Islendinga sem í gegn- um aldirnar hefðu stundað nám við þennan skóla. Hún minntist á Sæm- und fróða í Odda sem hafði komið þangað fyrstur íslendinga 850 og sagði að síðan hefðu íslenskir námsmenn sótt í franska háskóla uppsprettu erlendrar menningar sem auðgaði andann. Síðan færði hún Sorbonne-háskóla að gjöf Skarðsbók. Nú í kvöld er að hefjast veisla hjá Claude Cheysson, utanríkisráð- herra, og verður þar margt gesta. í ræðu sinni sem forseti er að hefja núna, vakti hún athygli á tengslum Frakklands og íslands sem hún ■ sagði langt frá því að vera nýtil- komin, rifjaði upp skólagöngu Sæm- undar á 9. öld og minnti á Göngu- Hrólf, sem kom til Normandí og um voru skrifaðar sögur á Islandi þegar á 12. öld. Á morgun, miðvikudag, snæðir forseti íslands hádegisverð í Elycée-höll í boði Frakklandsfor- seta, skoðar forn handrit í þjóðar- bókhlöðu Frakka, hittir borgar- stjóra Parísar, Jacques Chirac, tek- ur þátt 1 kynningu íslenskra út- flutningsaðila hér í París, og loks mun hún annað kvöld verða við- stödd sýningu á Útlaganum, kvik- mynd Ágústs Guðmundssonar. Á FUNDI borgarráðs í dag var lögð fram greinargerð um fjárhagsstöðu Hitaveitu Reykjavíkur og getu henn- ar til að veita þjónustu þegar mest á reynir. Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær var gerð grein fyrir fjárhagsstöðunni, en tilefni fundar- ins var uggvænleg staða Hitaveitu Reykjavíkur og ennfremur 42% hækkunarbeiðni Hitaveitunnar, sem samþykkt var með 4 samhljóða at- kvæöum á fundi borgarráðs í gær. I greinargerðinni sem vitnað er til segir meðal annars: 1. Hitaveita Reykjavíkur þjónar nú 121 þús. manns eða rúmlega helmingi þjóðarinnar. Orka frá HR kostar nú um 11% af því sem kosta myndi ef kynt væri með olíu. Veitan sparar notendum á verð- lagi dagsins um 2.400 m. kr. eða hverju mannsbarni 20.000 krónur á ári. Þetta segir okkur að hver 4ra manna fjölskylda nýtur sem næst 80.000 kr. í auknu ráðstöfun- arfé fyrir tilstuðlan Hitaveitu Reykjavíkur. Þessar tölur eru að vísu falskar þar sem veitan hefur verið neydd til að selja þjónustu sína langt undir réttu verði svo sem nánar verður vikið að. Til fróðleiks má benda á að ef hús á orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur væru kynt með olíu hefði olíunotkun á árinu 1982 ver- ið 375.000 tonn. Á því ári hefði gjaldeyrisverðmæti þessarar olíu verið 1.300 m. kr. á sama tíma og heildarinnflutningur til landsins var að verðmæti 11.600 m. kr. Heildarinnflutningur til landsins hefði verið um 12% hærri á árinu 1982 nyti Hitaveitu Reykjavíkur ekki við. 2. Stjórnvöld landsins gerðu um það samkomulag við borgaryfir- völd á vorinu 1982 að stefna skyldi að því að Hitaveitan fengi leið- réttingar á gjaldskrá sinni í á- föngum þannig að fjárhagur hennar yrði kominn á réttan kjöl fyrir árslok 1983. Frá þeim tíma hefur veitan fengið nokkrar hækk- anir umfram vísitölu eins og hún mældist hverju sinni, en vaxandi verðbólga hefur valdið því að fram til þessa hafa rauntekjur veitunn- ar ekki nálgast neitt verulega það mark, sem að var stefnt. 3. Frá því að verðstöðvun var sett árið 1970 hefur verðlag á heitu vatni frá HR farið jafnt og þétt niður á við og stendur nú í ca. 55% af því sem það var að raungildi á miðju ári 1970. Óhætt er að fullyrða að ekkert fyrirtæki hefur hlotið jafn hrapa- lega útreið úr hendi stjórnvalda. 4. Fjárskortur Hitaveitunnar á umliðnum 13 árum hefur bitnað á viðhaldi dreifikerfa og því sem alvarlegra er á nauðsynlegum bor- unum og könnun nýrra vinnslu- svæða. Hinsvegar hafa allar ný- byggingar og ný borgarhverfi ver- ið tengd veitunni, og hefur árleg aukning veitukerfisins numið 3,5—4% árlega. Þetta svarar til þess að Hitaveitan leggi árlega dreifikerfi í bæ rúmlega á stærð við Keflavík svo dæmi sé tekið. 5. Vinnslusvæði Hitaveitunnar eru nú á 3 stöðum, í Mosfellssveit, á Laugarnessvæði og í Elliðaárdal. Vaxandi orkuþörf hefur verið mætt annars vegar með fullnað- arvirkjun borhola á þessum svæð- um og nú síðari ár með síkkun borholudæla sem stafar af því að æ lengra er gengið á vatnsforða vinnslusvæðanna samfara vax- andi vatnsborðslækkun. Vatns- borðslækkun frá sumri til vetrar- loka nemur nú a.m.t. um 60 metr- um. Við lægstu vatnsborðsstöðu minnkar dælugetan og vaxandi niðurdráttur á svæðunum er far- inn að valda verulegri kólnun á vatninu. Þannig hefur afl vinnslu- svæðanna minnkað frá jan. 1982 til janúar 1983 um rúmlega 7%, sem samfara 4,2% aukningu tengds húsrýmis sýnir best hversu uggvænleg þróunin er. Þetta getur ekki endað nema á einn veg, afl- þurrð í kuldakasti á síðari hluta vetrar þrátt fyrir aukið geyma- rými og varaafl í kyndistöð. Slíkur viðburður flokkast undir það ástand sem almannavarnir fást við og vandséð hvernig við skuli bregðast í augnablikinu. 6. Fjárhagsáætlun ársins 1983 nær engan veginn því markmiði að bæta verulega úr ástandi vinnslusvæða og dreifikerfa. Reiknað er með m.a. að bora í vinnsluholu að Nesjavöllum til frekari könnunar á vinnslugetu þess svæðis. Ennfremur er reikn- að með að bora 4 vinnsluholur á núverandi vinnslusvæðum, og að lokið skuli við smíði 2ja geyma á Grafarholti til lúkningar á því geymarými sem eðlilegt er að nýta megi með núverandi vinnslugetu svæðanna. Venjulega hefur fjárvöntun ver- ið mætt með niðurskurði á borun- um. Miðað við það ástand sem lýst hefur verið má slíkt ekki gerast nú. Fjárhagsáætlun ársins 1983 var miðuð við verðbólguspá sem gerði ráð fyrir meðalvísitölu bygg- ingarkostnaðar 1800 stig. Hér er gert ráð fyrir því að meðalbygg- ingarvísitala ársins 1983 verði 2040 stig skv. áætlun borgar- hagfræðings. Tekjur veitunnar voru áætlaðar tæpl. 396 m. kr. en þurfa að verða 489 m. kr. miðað" við þessa verðlagsspá og til þess að endar nái saman. Hækkunar- þörf nú frá 1. maí til 1. ágúst, og aftur frá 1. ágúst til 1. nóvember og enn frá 1. nóvember til ársloka er 42% hverju sinni. Stjórn veitu- stofnana og borgarráð hafa því samþykkt að fara fram á 42% hækkun á gjaldskrá veitunnar frá og með 1. maí nk., með það í huga að sömu hækkanir fáist þ. 1. ágúst og 1. nóvember nk.“ Borgarstjóri sagði siðan: „Hita- veitustjóri hefur tekið saman yfir- lit um veðurfar undanfarinna 15 ára. Á þessum 15 árum hafa kom- ið 23 kuldakaflar sem Hitaveitan hefði ekki ráðið við í núverandi ástandi. I greinargerðinni er þessu lýst sem vá sem almannavarnir fást við. Það verður ekki gaman- mál þegar þetta gerist, það mun frjósa í hita- og vatnskerfum þeirra húsa sem missa af heita vatninu því að Hitaveitan hefur engin ráð til þess að láta aflskort bitna jafnt á öllum. Við á orkuveitusvæði Hitaveitu Reykjavíkur getum ekki lengur horft á það aðgerðarlaus að lífs- hagsmunum okkar sé fórnað í bar- áttunni við verðbólguna. Ég leyfi mér að vona að stjórnvöld séu sama sinnis og heimili þær hækk- anir sem geri okkur kleift að ráð- ast gegn vandanum. Eftir sem áð- ur munum við búa við orkuverð sem aðrir landsmenn munu telja mjög lágt. Með þá staðreynd í huga að orka á vinnslusvæðum Hitaveitunnar fer þverrandi, verður Hitaveitan nú þegar að ráðast með öllum til- tækum hraða í undirbúning virkj- unar á Nesjavöllum. Þessi undir- búningur mun taka nokkur ár af tæknilegum ástæðum. Það er skoðun mín að þegar til virkjunar kemur ætti Hitaveitan að eiga í sjóði verulegan hluta af virkjun- arkostnaði, allt annað væri fá- sinna hjá fyrirtæki sem orðið er rúmlega 40 ára gamalt og jafn arðbært sem raun ber vitni. Gjaldskrá Hitaveitunnar verður á næstu árum einnig að draga mið af þessu. Hitaveitan vinnur nú að frumáætlun um Nesjavallavirkjun sem lögð verður fyrir borgaryfir- völd á næstunni. Mikið um ísland í fjölmiðlum Viðbót við kosningasögu SL. sunnudag birtist í Morgunblað- inu leiðrétting á kosningasiigu um Olaf Ragnar Grímsson, sem birzt hafði í Staksteinum á laugardag um meinta heimsókn hans á sauma- stofu Karnabæjar, en þingmaður- inn hafði samband við Morgunblað- ið og kvaðst ekki hafa komið á þennan vinnustað í þessari kosn- ingabaráttu. Af þessu tilefni hafði Guðlaug- ur Bergmann, forstjóri Karna- bæjar samband við Morgunblaðið og sagði að meira en flugufótur væri fyrir frásögn Staksteina. Forstjóri Karnabæjar sagði, að yfirleitt hefðu frambjóðendur eða skrifstofur flokkanna samband við fyrirtækið og óskuðu eftir leyfi til að heimsækja vinnustað- inn. Þetta hafði Alþýðubandalag- ið hins vegar ekki gert í kosn- ingabaráttu fyrir nokkrum árum og hefði Ólafur Ragnar Grímsson birzt á vinnustaðnum ásamt Guð- mundi J. og fulltrúa Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, án þess að tala við kóng eða prest. Guðlaugur Bergmann kveðst hafa hitt Ólaf Ragnar Grímsson að máli nokkrum dögum síðar og haft orð á þessu við hann. I fram- haldi af því lét Guðlaugur í ljós aðdáun á því í hversu fallegum jakka frambjóðandinn væri og hafði nokkur orð um. Þegar ólaf- ur Ragnar spurði af hverju Guð- laugi væri svo tíðrætt um þennan jakka, sagði forstjóri Karnabæj- ar að það væri vegna þess, að hann hefði farið inn um bakdyr á fyrirtæki sínu í fylgd með full- trúa frá Iðju til þess að tala við starfsfólkið um nauðsyn þess að efla íslenzkan iðnað. Hins vegar hefði hann vafalaust keypt þenn- an jakka í Vinnufatabúðinni og játti frambjóðandinn því. Guð- laugur benti honum þá á, að jakk- inn væri fluttur inn frá Banda- ríkjunum en saumaður í Kóreu, þar sem vinnuafl væri ódýrt. Kvaðst Guðlaugur hafa spurt Ólaf Ragnar um það, hvort hann ætlaði kannski að lækka launin á Islandi til þess að íslenzk fata- framleiðsla gæti keppt við ódýra framleiðslu frá Suðaustur-Asíu. Guðlaugur Bergmann sagði að lokum, að það ætti við um flesta íslenzka stjórnmálamenn, að þeir hefðu uppi stór orð um eflingu íslenzks iðnaðar en sýndu það í verki á svipaðan hátt og Ólafur Ragnar. Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Húsnæðisvandamál unga fólksins aldrei meiri en í valdatíð Svavars Gestssonar — talnablekkingar breyta ekki þeirri staðreynd saman byggingarkostnað í uppphafi árs og lán á síðari hluta árs í þeirri verðbólgu, sem hér hefur geysað á undan- förnum árum og einnig vegna þess að fram til ársins 1981 var lánsupphæð byggingar- sjóðs sama upphæð í krónut- ölu frá upphafi til loka ársins. Talnablekkingar af þessu tagi breyta ekki þeirri staðreynd að húsnæðisvandamál unga fólksins hafa aldrei verið meiri en í valdatíð Svavars Gestssonar," sagði Friðrik Sophusson að lokum. „ÞAÐ er Ijóst að mikil taugaveiklun hefur gripið um sig í herbúðum Alþýðubandalagsins vegna stefnuyfirlýsingar sjálfstæðismanna í húsnæðismálum. Ástæðan er augljóslega sú að þeir finna fyrir því hve illa þeim hefur tekist til í þessum málaflokki," sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morg- unblaðið í gær. „í stefnu Sjálfstæðisflokks- ins er að sjálfsögðu gert ráð fyrir því að viðbótarlán til þeirra sem fá lán vegna fjölskyldustækkunar, verði talið frumlán og við viljum lána 80% af þeirri viðbót af íbúðarverði sem til kemur við slíkar aðstæður. Við miðum lánshlutfallið við svokallaða staðalíbúð fyrir tveggja til fjögurra manna fjölskyldu, en verð hennar var, miðað við 1. janúar sl., nálægt 1300 þúsund krónurn," sagði Friðrik. „Ólafur Jónsson, sérstakur fulltrúi Svavars Gestssonar í stjórn húsnæðisstofnunar og helsti verjandi hans í þessum málum, birtir mjög villandi tölur í blaðagrein í gær um þróun lánshlutfalls miðað við svokallaða „vísitöluíbúð" á sl. 10 árum. Staðreyndin er sú að í janúar 1971 kostaði „vísitölu- íbúðin" 11.126 nýkrónur og lán í janúar 1971 var 5.450 krónur, eða 49% af íbúðarverðinu. í janúar 1983 kostaði samsvar- andi íbúð 838.600 krónur, en lán byggingarsjóðs ríkisins var 268.000 krónur, eða 32% af íbúðarverðinu. Þessar tölur sýna betur en flest annað hver þróunin hefur verið í þessum málum. Það dugir ekki að bera

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.