Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
23
Sigurvegararnir f.v.: Richard Attenborough, Meryl Streep og Ben Kingsley. sim»mynd ap
• Heiðurs-Óskarinn að þessu
sinni féll í hlut Mickey Rooney, en
í 60 ár hefur hann leikið meira og
minna í kvikmyndum.
Símamynd AP
„Gandhi“ Attenboroughs
fékk 8 Óskarsverðlaun
Los Angeles, 12. aprfl. AP.
KVIKMYNDIN „Gandhi" sópaði
að sér verðlaunum er Óskarsstytt-
urnar voru afhentar við mikla við-
höfn í Los Angeles i fyrrinótt.
„Gandhi“, sem fjallar um ævi og
störf Indlandsleiðtogans hreppti
alls átta Óskarsverðlaun, þ.m.t. tit-
ilinn „besta mynd ársins 1983,,.
Ben Kingsley, nýliði að heita má í
leikarahópnum, fékk Óskarsverð-
laun fyrir leik sinn, en hann fór
með hlutverk Gandhis i myndinni.
Richard Attenborough, sá er
leikstýrði myndinni var kjörinn
besti leikstjóri ársins, en auk
þess fékk myndin styttur fyrir
eftirtalin ágæti: besta handritið,
ET varð hálf-
drættingur með
fjórar styttur
besta sviðsmyndin, besta kvik-
myndunin, bestu búningarnir og
mestur frumleikinn.
Óskarsverðlaun fyrir besta að-
alkvenhlutverkið fékk Meryl
Streep fyrir hlutverk sitt i
kvikmyndinni „Sophies Choice",
en þar leikur hún unga konu sem
lifir af hörmungar gereyðingar-
búða nasista. Besta aukakven-
hlutverk lék Jessica Lange í
myndinni Tootsie. Luis Gossett
lék besta aukahlutverk karls í
myndinni „An officer and a
gentleman."
Þetta er annað árið í röð sem
bresk mynd hreppir Óskarsverð-
laun sem besta mynd ársins. Síð-
ast var það „Chariots of fire“ sem
kom sá og sigraði. Sú mynd söls-
aði þó ekki undir sig styttur í jafn
ríkum mæli og „Gandhi". Besta
erlenda myndin, þ.e.a.s. mynd
með öðru tali en ensku, var kjörin
„Volver a empezar", spænsk
kvikmynd um rithöfund sem er i
útlegð á tímum Francos, en kem-
ur síðan heim er stjórn hans er
öll.
ET, kvikmyndin um geimbúann
meinlausa sem óvart er skilin eft-
ir á jörðu niðri þar sem hann
vingast við nokkur börn, hjó næst
„Gandhi" í verðlaunasöfnuninni.
„ET, the Extra Terrestrial", fékk
alls fjögur Óskarsverðlaun.
Margar styttur voru veittar fyrir
hin ýmsu tækniatriði, t.d. fékk
mynd þeirra Costa Garvas og
Donald Stewart, „Missing", ein
slík verðlaun og „Quest for fire“
fékk styttu fyrir bestu förðunina.
Þá fékk gamla kempan Mickey
Rooney heiðurs-óskarinn.
Hubner
jafnaði
Vestur-þýzki stórmeistarinn Ro-
bert Hiibner jafnaði metin í einvígi
sinu við Vassily Smyslov í Velden í
Austurríki með því að vinna níundu
og næstsíðustu skákina á sunnudag-
inn í 36 leikjum. Hvor um sig hefur
nú hlotið fimm vinninga, því í gær
lauk tíundu skákinni með jafntefli.
Fjórar aukaskákir þarf því til að
skera úr um sigurvegara, en ef þá
verður enn jafnt, verður dregið um
hvor komist áfram.
í Bad Kissingen í V-Þýzkalandi
gerðu þeir Viktor Korchnoi og Laj-
os Portisch jafntefli í sjöundu skák
sinni. Staðan er nú þannig að
Korchnoi hefur hlotið fimm vinn-
inga en Portich aðeins tvo og næg-
ir Korchnoi þvi eitt jafntefli til
viðbótar til þess að bera sigur úr
býtum. Sigurvegarinn í þessu ein-
vígi mætir Sovétmanninum Garry
Kasparov í undanúrslitum áskor-
endakeppninnar.
Zoltan Ribli frá Ungverjalandi
og Eugenio Torre frá Filippseyjum
hafa farið rólega af stað í einvígi
sínu sem hófst í Alicante á Spáni
fyrir viku. Fyrstu fjórum skákun-
um lauk með jafntefli, öllum eftir
litla baráttu að sögn skák-
skýrenda. í fyrstu og fjórðu skák-
inni sömdu keppendur jafntefli
eftir aðeins 14 leiki.
I Alicante fer einnig fram eitt af
áskorendaeinvígjum kvenna. Þar
mætast þær Alexandria frá Sov-
étríkjunum og Lematschko, sem
baðst hælis sem pólitískur flótta-
maður í Sviss að loknu Ólympíu-
mótinu í haust. Lematschko er
fædd og uppalin í Sovétríkjunum,
en giftist síðar búlgörskum manni
og fluttist til Búlgaríu þar sem
hún bjó þar til hún flýði land. Hún
vann fyrstu skákina í einvíginu, en
Alexandria tvær þær næstu.
Veður
víða um heim
Akurayri
Amsterdam
Aþana
Barcelona
Berlin
BrUssel
Chicago
Dublin
Feneyjar
Frankfurt
Fasreyjar
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Mallorca
Malaga
Mexíkóborg
Miami
Moskva
Nýja Delhí
New York
Ósló
París
Peking
Perth
Reykjavík
Rio de Janeiro
Rómaborg
San Francisco
Stokkhólmur
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
7 skýjað
10 skýjaó
26 skýjaó
14 léttskýjaó
4 súld
92 rígning
7 skýjaó
10 heióskfrt 1
19 lóttskýjeð
16 rigning
7 skýjaó
16 skýjaó
5 skýjað
26 skýjaó
15 heiósklrt
25 heiðskfrt
5 rigning
23 Mttskýjaó
19 skýjaó
10 heióskírt
16 rigning
19 heióskfrt
15 Mttskýjaó
19 alskýjaó
28 heióskírt
24 heióskfrt
9 rigning
32 rigning
15 skýjaó
8 heióskfrt
8 skýjaó
21 heióskírt
24 heióskfrt
1 snjókoma
29 skýjaó
23 heióskfrt
13 skýjaó
9 heióskfrt
21 heióskfrt
31 heióskfrt
10 skýjaó
16 rlgnlng
Hersveitir Víetnama sauma
að kambódískum flóttamönnum
Bangkok, Thailandi, 12. apríl. AP.
HERSVEITIR Víetnama í Kambódíu
hafa hreiðrað um sig við tvær flótta-
mannabúöir á landamærum Kamb-
ódíu og Thailands eftir því sem hern-
aðaryfirvöld í Thailandi herma. Er
vfetnamska liðið mjög öflugt og
styrkt með miklu skriðdreka og fall-
byssuliði.
Búðirnar sem um ræðir eru Ban
Sangae, búðir KPNLF, en þar eru
um 23.000 óbreyttir borgarar, og
Nong Samet-búðir KPNLF-hóps-
ins, sem er andsnúinn kommúnist-
um. f búðunum eru um 77.000
manns. KPNLF mynda sam-
steypuútlagastjórn undir Shian-
ouks prins, sem stjórnar sínum
hóp, en rauðu Khmerarnir skipa
þriðja hópinn.
Yfirmenn KPNLF-armsins hafa
lýst yfir að þeir hafi yfir 11.000
hermönnum að ráða og séu þeir í
báðum búðunum sem nú eru í
hættu. Er víetnamska árásarliðið í
seilingarfjarlægð frá búðunum og
þykir sýnt að þeir muni gera árás.
Son Sann, leiðtogi KPNLF hefur
verið á þönum milli búðanna að
undanförnu og skipulagt vörnina.
Þá hafa verið gerðar ráðstafanir
til að senda tugi þúsunda flótta-
manna yfir landamærin til Thai-
lands ef á þarf að halda, en þegar
hafa 45.000 Kambódíumenn flúið
yfir landamærin.
Þá sendi Son Sann skeyti til
Sameinuðu þjóðanna um helgina
og óskaði eftir rannsókn á meint-
um fjöldamorðum víetnamskra
hermanna í flóttamannaþorpinu
Shianoukville. f skeyti sínu til
framkvæmdastjóra SÞ, Javier Per-
ez de Cuellar, segir Son Sann, að
víetnamskir hermenn hafi ráðist
fyrirvaralaust á þorpið, smalað
300 saklausum borgurum ofan í
skurð, varpað handsprengjum á
þá, og stungið síðan til bana með
byssustingjum þá sem eftir lifðu.
Mn
..-££2*1»
Byggt yfir Mary Rose
Hér má sjá hvernig byggt hefur verið yfir leifar miðaldahcr-
skipsins Mary Rose í l'ortsmouth í Englandi. Skipsskrokkurinn
er úðaður látlaust með söltu vatni til að hann fúni ekki. Skrokk-
urinn verður öndvegisgripurinn á safni sem stofnað hefur verið
um sögu miðaldaflotans.
Galtieri í
varðhald
Buenos Aires, 12. aprfl. AP.
YFIRMAÐUR landhers Argentínu
hefur úrskurðað Leopoldo Galtieri
hershöfðingja, sem fyrirskipaði innrás-
ina í Kalklandseyjar þegar hann var
forseti í fyrra, í 60 daga varðhald.
Ástæðan er gagnrýni Galtieris á
frammistööu yfirmanna í stríðinu í við-
tali við dagblað á ársafmæli innrásar-
innar.
Galtieri hefur búið einangraður í
íbúð á 19. hæð stórhýsis í Buenos
Aires síðan honum var vikið frá
völdum. Hann hefur ekki áður látið
í ljós álit sitt á stríðinu síðan því
lauk. Flest svör hans í viðtalinu fól-
ust í ásökunum um að samstarfs-
menn hans bæru ábyrgð á ósigrin-
um.
Hann sagði að landstjórinn á
Falklandseyjum, Menendez hers-
höfðingi, bæri höfuðábyrgðina.
„Menendez olli mér vonbrigðum.
Það er eitt að deyja og annað að tala
um að deyja," sagði Galtieri.
Hann sagði einnig að hann hefði
Leopoldo Galtieri
undrazt hve fall Port Stanley hefði
borið brátt að. „Ég hélt við hefðum
getað veitt harðara viðnám," sagði
hann.
Menendez hefur líklega krafizt
handtöku Galtieris. Samkvæmt arg-
, entínskum herlögum má ekki
ófrægja heraflann.