Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
37
Reksturinn mjög
þungur þótt verk-
efnin séu næg
— sagöi Ólafur Þorsteinsson, formaöur Verktakasam-
bandsins m.a. í ræðu á aðalfundi sambandsins
„ÞEGAK litiö er til baka yfir starfs-
árid má segja að verkefni hafi veriö
nægjanleg hjá byggingarverktökum
sunnanlands. en of lítil hjá jarð-
vinnuverktökum nú í vetur, frá októ-
ber-nóvember og marga vantar verk-
efni nú,“ sagöi Olafur Þorsteinsson,
formaöur Verktakasambands ís-
lands, m.a. í ræöu sinni á aðalfundi
sambandsins á dögunum.
„En það er alvarlegra mál að
hvort sem fyrirtæki hafa næg
verkefni eða ekki reynist rekstur-
inn mjög þungur, og það svo, að
tvö byggingarfyrirtæki úr okkar
sambandi hafa neyðzt til að stöðva
rekstur vegna fjárhagserfiðleika,
og ber að harma slíkt.
En þarna erum við komnir beint
að þjóðfélagsástandinu. Einn
ráðherrann okkar sagði nálægt
áramótunum. „Við erum komnir
út á yztu nöf í efnahagsmálum."
margir aðrir hafa sagt þessu líkt
en mig langar aðeins að leggja orð
í belg. Það hlýtur að vera farið að
reyna á þolrif verktaka og allra
atvinnufyrirtækja þegar ráða-
menn segja þessi orð. Það hlýtur
að reyna á þolrif verktaka í 80%
verðbólgu og lánskjarastefnu
samkvæmt því. Það hlýtur að
reyna á þolrif verktaka þegar
skattheimtan er því líkust að nat-
in húsmóðir ryksugaði heima hjá
sér. Það hlýtur að reyna á þolrifin
þegar stórlega skortir á að lands-
feður og almenningur skilji að
arðsamur atvinnurekstur er allra
hagur. Það hlýtur að reyna á þol-
rifin þegar hugsanagangurinn er
slíkur hjá fjölda manna, að rekir
þú fyrirtæki með tapi, ertu aum-
ingi, en ef þú græðir ertu þjófur,"
sagði Ólafur Þorsteinsson.
„Við verðum að stuðla að upp-
byggingu, ég vil segja endurhæf-
ingu efnahagslífsins. Við gerum
það með vönduðum vinnubrögð-
um, vönduðu verktakasiðferði. Við
gerum það með áróðri og fræðslu,
ekki bara á námskeiðum, heldur
alltaf og allstaðar. Við höfum þok-
að mörgum okkar stóru málum í
rétta átt. Skilningur ráðamanna
fer vaxandi á því að opinbert fé
nýtist bezt í framkvæmdir með
því að fela verktökum verkin. En
endanlegum árangri náum við
ekki fyrr en búið er að gjörbreyta
afstöðu fólks í landinu til atvinnu-
rekstrar, og það verður að gerast
allar götur frá barnafræðslunni,"
sagði Ólafur Þorsteinsson, for-
maður Verktakasambands ís-
lands, ennfremur.
Alþjóda gjaldeyrissjóðurinn:
Samdráttur varð í milli-
ríkjaviðskiptum iðnríkja
1982 annað árið í röð
Um 5,3% samdráttur í útflutningi og 6,1% í innflutningi
MILLIRÍKJAVIÐSKIPTI iönaöar-
ríkja heimsins minnkuöu á síðasta
ári, annað árið í röö, samkvæmt upp-
lýsingu, sem Alþjóða gjaldeyrissjóö-
urinn birti í síðustu viku. Sagði tals-
maöur sjóösins þessa staðreynd
cndurspegla það ástand, sem ríkt
hefði í efnahagsmálum heimsins á
síöustu árum.
Talsmaðurinn sagði útflutning
iðnríkja heimsins hafa verið að
verðmæti um 1.160 milljarða
Bandaríkjadollara, sem væri um
5,3% samdráttur frá fyrra ári.
Hins vegar hefði innflutningur
iðnríkjanna dregizt saman um
6,1% frá fyrra ári og hefði verið
að verðmæti um 1.220 milljarðar
Bandaríkjadollara á síðasta ári.
Útflutningssamdrátturinn var
mestur í Bandaríkjunum, eða
9,2%. Samdrátturinn í Frakklandi
var 9,1%, í Japan 8,2% og sam-
drátturinn í útflutningi Breta var
um 6%. í Vestur-Þýzkalandi var
hins vegar nokkuð stöðugt ástand,
þar sem útflutningur landsmanna
jókst um 0,2% á síðasta ári.
Verðmætasamdráttur í útflutn-
ingi olíuframleiðsluríkja varð um
19.9% á síðasta ári, en sem dæmi
varð um 33% verðmætasamdrátt-
ur í útflutningi Saudi-Araba.
Innflutningsminnkunin varð
mest í Japan eða um 8%. í Banda-
ríkjunum varð samdrátturinn um
6,8%, um 5,2% í Vestur-Þýzka-
landi, um 4,3% í Frakklandi, og
um 2,3% í Bretlandi.
Loks má geta þess, að verð-
bólguhraðinn í iðnríkjum heims-
ins var í febrúar sl. um 5,3%, borið
saman við 5,6% á sama tíma í
fyrra.
Reykjavíkurflugvöllur
— perla höfuðstaðarins
— eftir Halldór
Jónsson, verkfrœðing
Margt breyttist „hérna morgun-
inn 1940 því þá var komið stríð
hingað", eins og Jón heitinn Eyj-
ólfsson orðaði það.
Eitt af því, sem helltist yfir
okkur þá, var að Bretar gerðu 2
flugvelli hér. Kaldaðanesflugvöll,
sem auðvitað var ómögulegur
vegna flóðahættu, en Bretar
skildu ekki, og Reykjavíkurflug-
völl, sem var byggður á Vatnsmýr-
inni, á þeim stað sem íslendingar
höfðu þegar hafið flug á. Vanefnin
voru hinsvegar svo mikil, að Örn
Johnson, Agnar Kofoed og Siggi
flug þurftu að bruna á farkostum
sínum yfir trébrú á skurði, sem lá
þvert yfir miðja flugbrautina.
Stríðið og máttur stórveldisins
breyttu öllu á stuttum tíma,
Reykjavíkurflugvöllur, þetta gíf-
urlega mannvirki, var gerður á
skömmum tíma. Hefur hann þjón-
að okkur dyggilega til þessa dags
og er nú samofinn vitund allra
íbúa höfuðborgarsvæðisins, bæði
manna og fugla. Auk þess er hann
sá staður, sem landsbyggðarfólk
kemur fyrst og síðast á í höfuð-
staðarreisum, sjúkt eða heilbrigt.
Tilvist og framtíð
Flugvallarsvæðið er um margt
sérstætt eins og það lítur út i dag.
Það er víðsýnt og friðsælt og mikil
óspillt náttúra. Mikil fuglaparadís
er innan svæðisins og varplönd
fjölbreytilegra tegunda, útivist-
arsvæði gæsa, máva og fjölda ann-
arra tegunda fugla. Þarna eru
ennfremur leyfar stríðsins; sóða-
legir kumbaldar, skítur og drasl,
flugvélaflök gjaldþrota flugfélaga,
og ýmislegt svínarí til skammar
fyrir borgina og háðungar þeim
yfirvöldum, sem hafa átt að
standa fyrir umgengni þarna.
Að sumu leyti hefur tíminn
staðið kyrr í 40 ár á sumum svæð-
um flugvallarins. Á öðrum stöðum
er nútíminn kominn. Loftleiðahót-
elið er menningarmiðstöð. Flug-
garðar, glæsilegt og snyrtilegt
framtak einkaflugmanna, sóma
sér vel á svæðinu. Ennfremur eru
þær byggingar, sem Flugleiðir
hafa til umráða, afgreiðsla innan-
landsflugs og Skýli 4 snyrtilegar.
Flugturninn er glæsihús, þó máln-
igin mætti vera betri. Auk þess
sem Skýli 1 hefur verið málað til
prýði. Hafa verið góð mannvirki
Bretans, þegar þau eru.svo góð
sem raun ber vitni nú 40 árum
eftir að þau risu til bráðabirgða.
Já sólítt er Bretinn alltaf, þessi
gamla vinaþjóð okkar.
Hugmyndir okkar unga og efni-
lega flugmálastjóra um byggingu
einfaldrar afgreiðslubyggingar
fyrir innanlandsflug í tengslum
við Loftleiðahótelið eru athyglis-
verðar. Aðeins sýnist mér ekki
þurfa að rífa neitt til þess, þessir
„fingur" geta gengið til norðurs á
óbyggt svæði.
Yfir flugvöllinn gnæfir Öskju-
hlíðin, sem Skógræktarfélagið og
Reykjavíkurborg hafa breytt í
hreina paradís á sumardögum.
í skóginum er mikið líf og marg-
víslegt. Telja flugmenn ýmsir að-
flug yfir Öskjuhlíð geta verið afar
hættulegt á sólskinssunnudögum
vegna athyglisrænandi sjónar-
spila í rjóðrunum fyrir neðan
vængina!
Göngustígar liggja um 4 metra
háan skóg, sem hefur sprottið
þarna á um 20 árum og vex hröð-
um skrefum. Þarna er notalegt að
vera á sólskinsdögum og horfa á
rellurnar hringsóla, Fokkerana
koma og fara og horfa á borgina,
fjöllin og sjóinn.
Þarna er kyrrð og friður, sann-
kölluð náttúruvin inní miðri borg.
Þarna vaxa bláber, krækiber og
hrútaber og fjöldi annarra teg-
unda auk trjánna, birkis, furu og
sitka- og rauðgrenis.
Lækurinn í Nauthólsvík er sér-
„Flugvöllurinn, höfuð-
borgarsvæðið og ég höfum
nú lifað saman í meira en
40 ár. Það hefur farið vel á
með okkur og ég vona
fyrir mitt leyti að við verð-
um hér saman önnur 40
ár. Ég vildi óska þess að
sem flestir skynjuðu
flugvöllinn og umhverfi
hans á sama hátt og ég, þá
yrði þessi náttúruparadís
varðveitt innan höfuð-
borgarinnar.“
stætt baðhús og hefur mikinn að-
dráttarkraft, þegar fráskrúfað er.
Ættu borgaryfivöld að sýna hon-
um meiri sóma. Siglingaklúbbar
unglinga starfa í Nauthólsvík en
Fossvogskirkjugarður er á aðra
hönd með tign sína, frið og fagran
gróður. Ströndin geymir náttúru-
undur mikil og skeljalög í sjávar-
kömbum, sem fæstir hafa séð
vegna skorts á göngustígum.
Þeir, sem vilja njóta náttúru-
fegurðar þurfa ekki að fara iangt
yfir lækinn að sækja vatn, hana er
að finna í Öskjuhlíð.
Margt mætti gera á þessu svæði
til yndisauka fyrir lítið fé. Fjar-
lægja ruslaandstyggðina af vellin-
um, leggja göngu- og hjólreiða-
stíga meðfram ströndinni og
planta skógi á milli flugbraut-
anna. Ef til vill má gera golfvöll
þar sem nú er andstyggðarport
Esso og slökkviliðsins, jafnvel
smásundlaug undir Öskjuhlíð í
tengslum við lækinn, snyrta og
fegra þetta perlusvæði höfuðborg-
arinnar.
Öðru hverju rjúka upp arkitekt-
ar og teikna 5 hæða blokkir á
flugbrautunum, vindmyllur til
orkuframleiðslu í stað vindpok-
anna, gervitjarnir í fuglavarp-
landið og fleiri norrænuhús f mýr-
ina. Allt til þess, að mér skilst, að
það sé styttra í Landsbankann í
Austurstræti og atvinnutækifærin
þar. Þó er mýrin það lág að skolp
myndi ekki renna til sjávar frá
henni víðast hvar. Og almennt at-
vinnulíf líka löngu flúið bíla-
stæðalausan, kyrrstæðan, húsfrið-
aðan miðbæinn í Kvosinni hans
Flosa.
Flugvöllurinn, höfuðborg-
arsvæðið og ég
Flugvöllurinn, höfuðborgar-
svæðið og ég höfum nú lifað sam-
an í meira en 40 ár. Það hefur
farið vel á með okkur og ég vona
fyrir mitt leyti að við verðum hér
saman önnur 40 ár. Ég vildi óska
þess að sem flestir skynjuðu flug-
völlinn og umhverfi hans á sama
hátt og ég, þá yrði þessi náttúru-
paradís varðveitt innan höfuð-
borgarinnar.
Ég vildi líka óska þess, að yfir-
völd létu nú hendur standa fram
úr ermum og fegruðu vallarsvæðið
og bættu það með ræktun og jafn-
vel einhverjum byggingum fyrir
arkitekta. Þetta getur allt rúmast
þarna í sátt og samlyndi við fugl-
inn, kyrrðina og vornóttina, þegar
Akrafjall og Skarðsheiði blasa við
sem fjólubláir draumar frá björk-
unum í Beneventum.
Það er hægt að enda þessar árs-
tíðabundnu deilur um flugvöllinn
með því að menn fari í Öskjuhlíð
með jákvæðu hugarfari og reyní
sjálfir að sjá fyrir sér hver fram-
tíð þessa svæðis á að verða. Ég
held að jafnvel blindir skipulags-
fræðingar og reglustikumenn geti
fengið sýn í Öskjuhlíðarskógi nú í
maí.
Eftirmáli
í rauninni er hörmulegt hversu
illa er búið að íslenskum flugmál-
um. Aðeins tæplega 4 flugvellir á
landinu eru með bundnu slitlagi
og því stórskaðlegir flugvélum.
Ég hef ekki skilið það enn, hvers
vegna varnarliðið þarf að fljúga
yfir þvert ísland frá Keflavík, til
þess að fljúga í veg fyrir Rússana
austur af landinu. Því hafa þeir
ekki aðsetur á Egilsstöðum líka og
byggja þar boðlegan flugvöll, sem
við myndum nota líka? Svo gæti
það verið gott fyrir þá að hafa
Sauðárkrók til vara, sem þá þyrfti
að vera malbikaður líka með fín-
ustu græjum. Og gott væri fyrir
NATO að hafa varavelli á Höfn í
Hornafirði og Vestmannaeyjum
með góðum útbúnaði. Og flug-
björgunarsveitir okkar og Land-
helgisgæsla þurfa líka að hafa
besta útbúnað með tilliti til varna
landsins.
Er þetta ekki nauðsynlegt ör-
yggi landsins og samrýmanlegt
því sem talað er um við kosningar,
að við verðum sjálfir að vera virk-
ari í varnarmálum þessa lands?
Við skulum vona, að það verði
aldrei komið hingað stríð, einn
morguninn þegar við vöknum. En
til þess að draga úr líkum á því að
svo fari, þurfum við að halda vöku
okkar og vera viðbúnir hinu
versta, því hið góða mun ekki
skaða okkur.
7. aprfl,1983,
Halldór Jónsson verkfr.
Halldór Jónsson, verkfræóingur, er
einn af forstjórum Steypustöðvar-
innar hf.
Samband ísl. sveitarfélaga:
Fulltrúaráðsfund-
ur haldinn á Hellu
Fulltrúaráðsfundur Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga verður haldinn
í Verkalýðshúsinu á Hellu, Rangár-
vallahreppi, dagana 14. og 15. þ.m.
Á fulltrúaráðsfundinum verður
að venju gerð grein fyrir starfsemi
sambandsins sl. ár og fjallað um
reikninga og fjárhagsáætlun sam-
bandsins. Þá verða á þessum fundi
kosnir fulltrúar sambandsins í
stjórnir Lánasjóðs sveitarfélaga
og innheimtustofnunar sveitarfé-
laga til næstu 4ra ára. Auk þess
verður fjallað um hagræðingu og
aukna framleiðni í opinberum
rekstri, byggðaráætlanir og
reynsluna af þeim og stefnumörk-
un varðandi sameiningu sveitarfé-
laga.
Fundurinn hefst kl. 10.30
fimmtudaginn 14. þ.m. og fundar-
lok eru áætluð um hádegi föstu-
daginn 15. þ.m.