Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Merki- leg sýning Myndlist Valtýr Pétursson UNG kona er komin heim eftir að hafa stundað nám erlendis um tíma. Hún hefur efnt til sinnar fyrstu einkasýningar í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg, en því miður er svolítill seinagangur á þessum lín- um og mun sýningu Jóhönnu Kristínar Yngvarsdóttur verða lok- ið, þegar þær birtast. Þessi sýning stóð aðeins nokkra daga, og ég verð að játa, að ég varaði mig ekki á þeim hraða, sem nú virðist tíðkast á sýningum í Nýlistasafninu. Að mínum dómi hefði sýning sem þessi átt að standa hinar hefð- bundnu tvær vikur, og hún var það athyglisverð, að safninu hefði verið sómi að hafa hana sem Iengst. Þarna kemur fram málari af þeirri stærðargráðu, að furðu sætir, og ef maður svo fær að vita, að tæplega þrítug mann- eskja er þarna að verki, verður dæmið enn skemmtilegra og ætti að færa fólki heim þau sannindi, að í öllu því flóði, sem nú gengur yfir af fólki, sem fæst við mál- verk, er að finna einn og einn, sem sker sig frá meðalmennsk- unni og tískunni. Jóhanna Krist- ín málar myndir sínar af næmri tilfinningu fyrir styrkleika litar- ins, og formið virðist leika í höndum hennar. Hún vakti eftir- tekt á sýningu UM að Kjarvals- stöðum, en með þessari sýningu, sem á voru aðeins 12 olíumál- verk, haslar hún sér svo sannar- lega völl og það í fremstu víglínu ungra listamanna hérlendis. Hún hefur trausta þjálfun að baki sér í myndlist, og kemur það greinilega í ljós í þeim verk- um, sem hún sýndi. Þarna eru ástríðufull verk, sem gerð eru af mikilli innlifun og þróttmikilli tækni. Það verður að segjast eins og sannast er, að þessi verk Jó- hönnu Kristínar vöktu með mér traustvekjandi vonir um fram- hald íslenskrar myndlistar. Það hefur verið svo mikil demba af vafasömum hlutum í ferð að undanförnu, að það er eins og að koma úr reykhúsi út undir bert loft að sjá sýningu sem þessa. Það var eins og gaddurinn yrði að syngjandi vori og maður sæi grasrótina lifna til betri tíma. Það er eins og hafi verið nokk- ur lægð yfir Nýlistasafninu að undanförnu, og þar hefur hver sýningin rekið aðra, engin þeirra hefur komist í sama flokk og þessi einstæða sýning og hvergi hefur verið þar að finna mál- verk, sem jafnast á við „Flam- enco“, svo að ég skírskoti aðeins til einnar myndar eftir Jóhönnu Kristínu. Það mætti nefna margar myndir á þessari sýn- ingu, en látum þessa einu nægja. Þetta var ánægjulegt innlit, en- eins og ég hef áður vikið að, var ég nokkuð seint á ferðinni, og því er sem er. Þótt sýning þessi sé um garð gengin, finnst mér hún samt þess virði að geta hennar. Fólk verður bara að vara sig og láta ekki næstu sýningu Jóhönnu Kristínar fram hjá sér fara. Þarna er veruleg listakona á ferð, sem á framtíðina fyrir sér. Til hamingju. Vilja fá tolla fellda niður af grænmeti AÐALFUNDUR Hú.smæðrafélags Reykjavíkur, sem haldinn var nýlega, lýsir furðu sinni á því að svo nauðsynlegar og hollar vörur eins og grænmeti og ávextir, skuli vera í jafn háum tollaflokki og raun ber vitni, segir í frétt frá félaginu. Fundurinn skorar eindregið á fjármálaráðherra að beita sér fyrir afnámi tolla á þessum vöru- tegundum. Þá lýsir fundurinn vanþóknun sinni á þróun verðlags- mála, ráða- og viljaleysi stjórn- valda að takast á við verðbólguna sem brýnast er að kveða niður sem allra fyrst. Þá vill félagið taka undir álykt- un Neytendasamtakanna, og lýsa yfir undrun sinni á því að Fram- leiðsluráð landbúnaðarins hafi heimilað að komið verði á einka- sölu á eggjum. Félagið mun í sam- vinnu við Neytendasamtökin berj- ast gegn slíkum reglum af öllum mætti, og hvetja alla neytendur til slíks hins sama. Fræðslufundur um verðbréfaviðskipti KAUPÞING HF. gengst fyrir fræðslufundi um verðbréfaviðskipti heima og eriendis með yfirskriftinni: Hvernig getur þú tekið þátt í verðbréfaviðskipt- um? — segir í fréttatilkynningu frá Kaupþingi hf. Þar segir ennfremur: Erindi flytja Sigurður B. Stef- ánsson, hagfræðingur, sem mun fjalla um verðbréfaviðskipti er- lendis, og Kristín L. Steinsen við- skiptafræðingur, sem fjalla mun um helstu tegundir verðbréfa á fs- landi. Verðbréfaviðskipti eru mikil- vægur þáttur í efnahagslífi er- lendra þjóða. Verðbréfamarkaður- inn hér heima er í mótun og að mörgu leyti óþroskaður miðað við önnur lönd. Hér er ekki starfandi kauphöll og lítið um að fyrirtæki fjármagni fjárfestingar sínar með útgáfu skuldabréfa sem koma til sölu á almennum verðbréfamark- aði. Einnig hafa einstaklingar til- tölulega lítið sinnt þeim ávöxtun- armöguleikum sem felast í kaup- um og sölum á skuldabréfum. Fundurinn verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudag- inn 21. apríl og hefst kl. 20.30. All- ir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tónleikar í Bókasafni Kópavogs TÓNLEIKAR verða haldnir í Bóka- safni Kópavogs fimmtudaginn 14. apríl klukkan 20, segir í frétt frá safninu. Flytjendur tónlistar eru við nám í Tón- listarskóla Kópavogs. Nemendurnir eru: Hilmar Þórð- arson, trompet, Jóhann Moravec, klarinett, Þórunn Guðmundsdóttir, flauta, og Nicholas Hall, tenor. Þau munu flytja verk eftir Jóhann Mora- vec, Hilmar Þórðarson o.fl. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. Að höggva í hart helv...! 1982-83 (105. löggjafarþing) — 150. mál. Ed. 542. Nefndarálit um frv. til laga um cignarrctt íslenska ríkisins ad audlindum hafsbotnsins. Frá allshcrjarnefnd. Nefndin hefur rætt málid ítarlega og komist ad raun um að hór sé um að ræða svo þýðingarmikið og vandmeðfarið mál, að ógjörlegt sé að afgreiöa það efnislega án frekari athugunar. Ljóst er að í nánustu framtíð eru hafsbotnsréttindi íslands á Reykjaneshrygg. neðansjávarhásléttunni sem kennd er við Rokkinn, og á Jan Mayen-svæðinu fyrst og fremst tengd yfirborði hafsbotnsins. Samkvæmt 77. gr. hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna eigum við réttindi til þeirra lífvera, sem á þessum hafsvæðum finnast og botnlægar eru. Yfirborð hafsbotnsins er einnig otvíræð eign strandríkisins. Nefndin telur þess vegna að allri lagasetningu um hafsbotn þann, sem er ulan 2(K) mílna efnahagslögsögunnar, en tilhcyrir íslandi samkvæmt 76. gr., sbr. 83. gr. hafréttarsáttmálans, eigi að haga þannig, að einkaréttur okkar sé sem best tryggður og allar veiðar útlendinga við botninn bannaðar. Hins vegar sé rétt að örva íslenska fiskimcnn til að hagnýta þessi íslensku mið og bægja útlendingum af þcim í samræmi við alþjóðalög. Með hliðsjón af framansögðu telur nefndin eðlilegt að þau málcfni, sem varða yfirborö landgrunnsins utan 200 mílnanna á Reykjaneshrygg, Jan Mayen-svæðinu og Rockall- hásléttu falli undir sjávarútvegsráðuneytið, en leggur áherslu á að skynsamleg skipan þessara mála verði fundin sem skjótast og málið lagt fyrir næsta þing. Því leggur hún til að því verði nú vísað til ríkisstjórnarinnar til skjótrar en ítarlegrar athugunar hæfustu sérfræðinga, þar sem framangreind sjónarmið sitji í fyrirrúmi. Eiður Guðnason, form. Stefán Gudmundsson. Alþingi, 9. mars 1983. Ey. Kon. Jónsson, fundaskr.. frsm. Salome Þorkelsdóttir. Egill Jónsson. Jón Helgason. Stefán Jónsson. Nefndarálitið þar sem Alþingi markar nýja framtíðarstefnu í fiskvciðimál- efnum íslendinga. (Villa er í þingskjalinu, þar sem stcndur 77. gr. á að vera 76. gr.) — eftir Eyjólf Konráð Jónsson, alþm. f öllum gauraganginum fyrir þingslitin fór lítið fyrir merkri stefnumörkun Alþingis í fiskveiði- málefnum framtíðarinnar. Fyrir efri deild lá frumvarp um eignar- rétt íslenska ríkisins að auðlind- um hafsbotnsins, þar sem gert var ráð fyrir því, að iðnaðarráðuneyt- ið færi með þau málefni öll og þar með undirstrikað að hagsmunir okkar væru fyrst og fremst tengd- ir hugsanlegri vinnslu jarðefna. Allsherjarnefnd deildarinnar ræddi þetta mál ítarlega og varð sammála um að þessum sjónar- miðum bæri að hafna, þar sem fiskveiðiréttindin allt út að 350 mílum væru mikilvægust a.m.k. í nánustu framtíð. Nefndin taldi því „eðlilegt að þau málefni, sem varða yfirborð landgrunnsins utan 200 mílnanna á Reykjaneshrygg, Jan Mayen-svæðinu og Rockall-hásléttu, falli undir sjávarútvegsráðuneytið." Þetta sjónarmið hlaut einróma stuðning efri deildar. f umræðum um málið voru færð fyrir því fullgild rök, að fslend- ingar gætu hindrað allar botn- vörpuveiðar á umræddum haf- svæðum og smám saman helgað sér öll fiskveiðiréttindi. Fulltrúar í íslensku sendinefndinni á haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna einbeittu sér að umræðunum um 76. grein Hafréttarsáttmálans, en þó verður að segja þá sögu eins og hún er, að fulltrúar annarra Eyjólfur Konráð Jónsson strandríkja eins og t.d. Kanada voru enn ákveðnari. En sameigin- legur afrakstur er sá að ríki, sem helgað geta sér landgrunn út í 350 mílur eins og við, geta í raun, er tímar líða, náð sömu réttindum á öllu svæðinu eins og þau nú hafa innan 200 mílna efnahagslögsög- unnar, en auðvitað að því áskildu, að af manndómi sé haldið á mál- um, því að venjurétturinn mun á næstu misserum skera úr um framtíðarréttinn. En í fjögur og hálft ár hafa tillögur verið fluttar á Alþingi og jafnvel samþykktar, án þess að þeim hafi verið fylgt eftir af nokkurri festu. Enn þann dag í dag er engin leið að fá 76. grein Hafréttarsáttmál- ans í íslenskri þýðingu og hefur þó „Þótt 76. gr. Hafréttar- sáttmálans sé flókin og margslungin — enda meira verið um hana rif- ist og þæft en flestar greinar aðrar — geta ís- lendingar byggt á henni gífurlega þýðingarmikl- ar kröfur til réttinda jafnt yfir veiðum, vernd- un og vinnslu jarðefna.“ hart verið eftir því gengið, enda ekki vanþörf á að menn fari að gera sér grein fyrir efni málsins. Hans G. Andersen var þó að ósk utanríkismálanefndar Alþingis falið að semja greinargerð um málið. Þessari stórmerku greinar- gerð, þar sem allt er staðfest um réttindi okkar á Rockall-hásléttu, sem bent hefur verið á í hálft fimmta ár, skilaði hann á fundi nefndarinnar um síðustu áramót og skýrði og rökstuddi niðurstöð- urnar. Hefði mátt ætia að þá yrði málið tekið föstum tökum, en á því bólar ekki enn. Alþingi hefur itrekað ályktað í málinu, en það er eins og að höggva í hart helv....! Nú hefur Alþingi eins og áður segir fært málið inn á nýja braut, þar sem megináherslan er lögð á fiskveiðiréttindin. Eins og bent hefur verið á í umræðum byggist þessi stefna á margháttuðum ákvæðum og ályktunum, sem draga má af ýmsum greinum VI. og VII. kafla Hafréttarsáttmálans og köflunum í heild — og ekki síst gagnalyktunum, eins og rakið hef- ur verið hér í blaðinu fyrir skömmu. Þótt 76. grein Hafréttarsátt- málans sé flókin og margslungin — enda meira verið um hana rifist og þæft en flestar greinar aðrar — geta íslendingar byggt á henni gífurlega þýðingarmiklar kröfur til réttinda jafnt yfir veiðum, verndun og vinnslu jarðefna. En greinin er torskilin, líka fyrir þá sem reyna þó að kynna sér hana. Þess vegna verður það fram- kvæmdin og venjurétturinn sem úrslitum ræður. Og þess vegna er sinnuleysi stjórnvalda líka óafsak- anlegt. En Alþingi verður ekki um það kennt. Það hefur markað skýra stefnu, sem fylgt verður fram til sigurs þegar ófremdar- ástandi véfréttastjórnmálanna lýkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.