Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Víðavangshlaup íslands: Sigurður og Ragnheiður öruggir sigurvegarar Víðavangshlaup íslands fór fram á Hamarsvelli við Borgarnes — golfvelli þeirra Borgnesinga — á laugardaginn. Til hlaupsins mættu um 200 keppendur frá ell- efu félögum eða héraössam- böndum, og hafa þátttakendur I hlaupinu sjaldan verið fleiri. Hlaupið var í umsjón UMSB og hlaupsstjórar voru Ingimundur Ingimundarson og Bjarni H. Ingi- bergsson. Sigurður Pétur Sig- mundsson sigraöí í karlaflokki. Var hann næstum einni og hálfri mín. á undan næsta manni, Sig- hvati Dýra Guðmundssyni úr ÍR. Tímar keppenda í karlaflokki uröu annars þessir: mfn. Sigurður Pitur Sigmundsaon FH 24,32 Sighvatur Dýri Guðmundston ÍR 25,50 Einar Sigurðsaon UBK 25,53 Hafatainn Óskarsaon ÍR 25,55 Magnús Púlsson FH 27,31 Magnús Friðborgsson UÍA 27,40 Gunnar Birgisaon ÍR 27,52 Lúðvfk Björgvinsaon UBK 28,12 Sigurður Haraldsaon FH 28,12 Gunnar Snorrason UBK 28,13 Stafnar Friðgairsson ÍR 28,29 Jöhann Svainsson UBK 28,38 Bðas Jónsaon UÍA 28,54 Ingvar Garðarsson HSK 29,08 Statén Friðgairsson ÍR 29,11 Sigurjón Andrésson ÍR 29,45 Guðmundur Ólafsaon ÍR 30,03 Jón Halidór Garðarsson FH 30,17 Siglús Halldórsaon FH 30,28 Kristjén Hilmarsson FH 30,44 Magnús Haraldsson FH 31,11 Birgir Jóakímsson ÍR 31,15 Hreggviður Ágústsson FH 31,24 Sighvatur Jón Þórarinsson HVf 31,50 Jón Þór Brandsson FH 32,05 Valur Helgason FH 32,13 Markús fvarsson HSK 33,00 Fjögurra manna sveit ÍR fékk 24 stig, sveit UBK fékk 33 stig og sömuleiöis sveit FH. 10 manna sveit FH fékk 137 stig. Elsti kepp- andinn var Sigurjón Andrésson, hann er 41 árs. Ragnheiöur Ólafsdóttir, FH, sigraði í kvennaflokki. Tími hennar var 10,09 mín., en önnur varö Hrönn Guðmundsdóttir, (R, á 11,15. Ragnheiöur vann því örugg- an sigur eins og félagi hennar úr FH, Siguröur Pétur, i karlaflokki. Tímar kvenfólksins uröu annars þessir: mín. Ragnhaiður Olafadóttir FH 10,09 Hrönn Guðmundsdóttir ÍR 11,15 Sigriður Sigurjónad. ÍR 12,37 Linda B. Loftsdóttir FH 12,40 Kriatin Jóh. Simonard. UMSB 12,47 Jóhanna Kr. Egilad. UMSB 12,48 Anna Björk Bjarnad. UMSB 12,53 Rakel Gylfadóttir FH 12,58 Halga Guðmundsdóttir UMSB 13,09 Kriatfn Eggartadóttir USVH 13,27 Sigrfður Sigurðardóttir UMSB 13,59 Liaa Birglsdóttir UMSB 14,12 Ingvaldur H. Ingibargsd. UMSB 14,44 Guðný Sigurðardóttir UMSB 15,14 Guðrún Haiðaradóttir UMSB 15,18 Margrét E. Þorgeirsd. UMSB 15,20 í flokki drengja og sveina sigraöi Ómar Hólm. Fékk hann tímann 9,59 mín. Annar varð Arnþór Sig- urösson UBK á 10,12 og þriðji Val- ur Árnason á 10,16. Fjórði var Þorsteinn Benónýsson, USVH, á 10,19. Bjarki Haraldsson, USVH, sigr- aöi í piltaflokki, hljóp á 5,20 mín., annar varö FH-ingurinn Finnbogi Gylfason á 5,31 og þriöji Einar P. Tamimi, einnig úr FH, á 5,35. Fríöa Þóröardóttir Aftureldingu sigraöi í telpuflokki á 6,20 mín., Súsanna Helgadóttir FH varö önn- ur á 6,29 og Hrönn Siguröardóttir USVH þriöja á 6,31. I strákaflokki var mjög jöfn og spennandi keppni eins og tölurnar sýna. Sigurvegari varö Haukur Snær Guömundsson, HSK, á 6,10 mín., annar Valdimar Hilmarsson UBK á 6,12 og Helgi Kolviöarson, UBK, þriöji á 6,15. Jón Jóhanns- son HSK varö fjórði á 6,16 og Unn- ar Erlingsson varö fimmti á 6,17. Síöan munaöi ekki nema einni sek. á næstu mönnum. Kristín Pétursdóttir, ÍR, sigraöi i stelpuflokki á 6,24, Anna Kr. Eyj- ólfsdóttir, UMSB, varö önnur á 6,28 og þriöja Sigríður Klara Bööv- arsdóttir, USVH, á 6,49. Belgi kemur til Víkings BELGÍSKUR þjálfari, Jean-Paul Colonoval að nafni, hefur verið ráðinn þjálfari íslandsmeistara Víkings I knattspyrnu næsta sumar. Kemur hann líklega eftir tæpa viku hingaö til lands. Guögeir Leifsson og Gunnar Örn Kristjánsson komu hingað til lands í gær en þeir ræddu við kappann. Hann þjálfaöi belgíska liöiö Charleroi fyrsta áriö sem Guögeir lék meö því fyrir nokkrum árum og þekkjast þeir því vel. Sagöi Guögeir hann mjög færan þjálfara. Nanna íþrótta- maður Akureyrar Nanna Leifsdóttir, skíöakonan snjalla úr KA, var kjörin íþrótta- maður Akureyrar 1982 um helg- ina. Kom það fæstum á óvart þar sem hún var mjög sígursæl á síð- asta ári. Haraldur Ólafsson, lyftingakappi úr Þór, sem hlaut þessa nafnbót áriö 1980 og 1981, varö í ööru sæti. Þórsarinn Gylfi Gíslason, lyft- ingakappi varö þriöji, knattspyrnu- maöurinn Erlingur Kristjánsson úr KA fjóröi og Guömundur Sigur- jónsson, skíöamaöur úr KA, fimmti. —SH. Þá gengu þeir frá því viö for- ráöamenn Stuttgart, liös Ásgeirs Sigurvinssonar, aö liöiö kæmi hingaö til lands í júní og léki hér tvo leiki. Verða allir bestu menn liösins meö í förinni. Liöiö kemur 8. júní og leikur síöan 9. og 11. júní. Annar leikurinn verður viö Viking í tilefni af afmæli félagsins en ekki er ákveöiö viö hvaöa liö hinn leik- urinn verður. Svo gæti fariö aö Lárus Guömundsson og Arnór Guöjohnsen léku meö Víkingi gegn Stuttgart. — SH. US Masters í golfi: Ballesteros sigraði — frábær byrjun hans í lokahringnum SPÁNVERJINN Severiano Ball- esteros tryggði sér í gær sigur á US Masters- mótinu í golfi. Fjórða og síðasta umferöin var þá leíkin. Ballesteros fór samanlagt á 280 höggum, en í öðru til þriöja sæti uröu jafnir Ben Crenshaw og Tom Kite. Ballesteros var í þriöja sæti fyrir síöustu umferöina, en lék frábær- lega vel í upphafi síöustu umferö- arinnar í gær. „Lykillinn aö sigrin- um voru fyrstu fjórar holurnar," sagöi hann í gær. „Ég lék þær á fjórum undir pari.“ Fyrstu holuna fór hann á einu undir pari, aöra á tveimur undir, þriðju holuna á pari og þá fjóröu á einu undir. „Ég var mjög heppinn. Ég náöi að byrja svona vel og komast þar meö í fyrsta sætiö og þaö hjálpaöi mér mjög mikiö,“ sagöi Ballester- os viö AP eftir keppnina. Severiano Ballesteros hafði svo sannarlega ástæðu til að fagna (gær. Tom Kite, sem varö i ööru til þriöja sæti, hefur aldrei unniö opna bandaríska meistaramótiö, en síðustu átta ár hefur hann sjö sinnum verið í fimmta sæti eöa ofar. Hann sagöi um hina frábæru byrjun Ballesteros i gær: „Það var eins og hann væri akandi á Ferrari, en allir hinir á Chevrolet.“ Röö efstu manna varö þessi í keppninni; höggafjöldi í hverri um- ferö og síöan samanlagöur árang- ur. Seve Balle«teros 68 70 73 89 280 Ben Crenshaw 78 70 70 68 2S4 Tom Kito 70 72 73 69 284 Tom Watson 70 71 71 73 2S5 Ray Floyd 67 72 71 75 285 Hale Irwin 72 73 72 69 288 Craig Stadler 69 72 69 76 288 Lanny Wadkins 73 70 73 71 287 Dan Pohl 74 72 70 71 287 Gil Morgan 67 70 78 74 287 Sigurður Pétur Sigmundsson á fullri ferði í hlaupinu um helgina. Ljósm. Helgi Bjarnason. Ragnheiður Ólafsdóttir, öruggur sigurvegari í kvennaflokki. „Göngu-bæirnir“ skiptu verðlaununum nokkuð bróðurlega Einstaklingskeppni í flokki stúlkna 13—15 ára og flokkum drengja 13—14 ára og 15—16 ára, fór fram viö Skíðastaði laugar- daginn 9. apríl. Keppendur voru komnir frá Dalvík, Isafirði, Ólafs- firöi og Siglufirði auk Akureyr- inga. Vegna samgönguerfiöleika tókst Fljótamönnum ekki aö mæta til leiks. I flokki stúlkna, en þær gengu 2,5 km, áttu ísfiröingar 3 fyrstu sætin. Stella Hjaltadóttir sigraði stöllur sínar meö nokkrum yfir- buröum. í flokki drengja 13—14 ára, sem gengu 5 km, sigraði Ingvi Óskarsson frá Ólafsfirði. Akureyr- ingar áttu þarna 2 fulltrúa, þá Rögnvald Ingþórsson og Ásgeir Guömundsson. Siglfiröingar höföu algera yfir- buröi í flokki 15—16 ára, sem gengu 7,5 km, en þeir skipuöu sér í 4 fyrstu sætin. Steingrímur Há- konarson varö þeirra fyrstur. Gunnar Kristinsson frá Akureyri átti í harðri baráttu viö Garðar Sig- urðsson, Reykjavík, og Bjarna Gunnarsson, ísafiröi. Lyktir uröu þær aö Gunnar varö 7. en þeir fé- lagar komu í markið á sömu 15 sekúndunum. Gunnar, eini Akur- eyringurinn í þessum flokki, hefur æft allvel frá því á síðastliönu sum- ri og árangurinn er nú aö skila sér. Keppt var í boögöngu sunnu- daginn 10. apríl. Sveit ísfiröinga sigraöi sveit Siglfiröinga í boö- göngu stúlkna, 3x2,5 km. Stella Hjaltadóttir átti bestan brautar- tíma,9:32. í boögöngu drengja 13—14 ára, 3x3,5 km, sigraði A-sveit Ólafsfiröinga sína eigin B-sveit, sem varö 3. og sveit Sigl- firöinga, sem varö önnur. Bestum brautartíma náöi Ingvi Óskarsson, Ólafsfiröi, 10:00. Boögöngu 15—16 ára drengja, 3x5 km, si- gruöu Siglfiröingar með miklum yfirburöum. Bestan brautartíma haföi Steingrímur Hákonarson, 1- 4:21. Aörar sveitir voru frá ísafiröi, Ólafsfiröi og síðan blönduð sveit Akureyringa og Fljótamanna. Ólafsfiröingar, ísfirðingar og Siglfiröingar skipta nú meö sér verðlaunum, nokkuö bróöurlega aö þessu sinni. Fróölegt veröur þó aö sjá hvort t.d. Akureyringum og Dalvíkingum tekst þó ekki aö ógna veldi þessara gamalgrónu „göngu-bæja“ á næstu árum. Titillinn færist æ nær Liverpool færöist skrefi nnr Eng- landsmeistaratitlinum í gærkvöldi er liötö gerði markalauat jafntefli við Coventry á útivelli. Liðið þarf nú að- eins fimm stig úr sex leikjum til að tryggja sér titilinn. Kenny Dalglish og Alan Kennedy fengu góð færl tll aö skora í fyrrl hálflelk en þau nýttust ekki. Coventry-liðiö var léttleikandi og haföi í fullu tré viö meist- arana. Þá sigraöl Luton Birmingham 3:1 í 1. deild i botnbaráttunni og hefur lík- legast bjargaö sér endanlega frá falli meö þeim sigri. . - f • Efstu stúikurnar í boðgöngu 13—15 ára, sveit ísafjaröar. Stella Hjaltadóttir og þær systur Auður og Ósk Ebenesardætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.