Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR13. APRÍL1983
17
undirleik, því nótnaútgefandi
tjáði mér að það væri með vin-
sælustu verkum hvað það snert-
ir.
Hitt verkið á efnisskrá Sin-
fóníuhljómsveitarinnar er
Skoska sinfónían, sinfónía nr. 3
eftir Felix Mendelssohn. Mend-
elssohn heimsótti Skotland og
hreifst svo af landinu að þetta
tónverk varð til. Hann segir
sjálfur frá því í bréfi að upp-
hafsstefið hafi mótast í huga
hans, þar sem hann fór einförum
um grónar kastalarústir. Verkið
er í fjórum þáttum og Mendels-
sohn tekur það mjög skýrt fram,
að það eigi helst að flytja án
nokkurs hlés. Þetta verk er að
mörgu leyti alvöruþrungnara, en
önnur verk Mendelssohns og það
er meðal annars þess vegna sem
ég valdi það með verkinu eftir
Fauré. Þau er bæði samin í dökk-
um litum, á lágsviðum strengj-
anna. Persónulega finnst mér
skoska sinfónían vera svona
dumbrauð."
Lærdómsríkt að starfa
með söngsveitinni
Hvernig hefur starfið með Fíl-
harmóníu gengið?
„Það hefur verið mjög lær-
dómsríkt fyrir mig að taka við
kór, sem er jafn mótaður og í
jafn föstum skorðum og söng-
sveitin er. Þeir kórar, sem ég hef
starfað með undanfarin 15 ár,
hafa oftar en ekki verið stofnaðir
af mér, fylgt eftir og mótaðir allt
frá tónmyndun upp í stjórnsýslu,
en að baki söngsveitinni er þessi
ríka hefð. Auk þess hefur hún
allflókið stjórnkerfi, þar sem er
stjórn hennar, stjórn Sinfóní-
unnar og verkefnavalsnefnd.
Maður er því langt í frá að vera
einráður, sem er bæði kostur og
galli í þessu samhengi. Fólkið í
söngsveitinni hefur sýnt mér al-
veg sérstaka velvild og hlýju og
það að kynnast því hefur virki-
lega gefið mér mikið. Við eigum
líka sameiginlegan vin, þar sem
er dr. Róbert Abraham Ottósson,
sem stofnaði Söngsveitina og
nafn hans höfum við í hávegum.
Ég hef álitið mig lukkunnar
pamfíl að fá að vinna með þessu
fólki öllu saman," sagði Guð-
mundur Emilsson að lokum.
Búin að vera í kórum
frá 10 ára aldri
„Ég er búin að vera í kórum
síðan ég var tíu ára gömul. Ég
var í kór hjá Guðmundi Emils-
syni í Hlíðaskólanum, þegar
Frá æfíngunni í gær.
hann kenndi þar og var með
stúlknakór og ég var einnig í
Hamrahlíðarkórnum, en þetta er
fyrsti veturinn minn í söngsveit-
inni,“ sagði Sigurlaug H. Grön-
dal.
„Mér .finnst gaman að syngja
og ekki skemmir félagsskapurinn
fyrir, það er skemmtilegt að vera
innan um fólk. Þetta gefur
manni mikið, og þó oft sé þetta
tímafrekt, sérstaklega fyrir tón-
leika, finnst mér það alveg þess
virði. Ég hef kunnað mjög vel við
mig í Fílharmóníu, þó hún sé
nokkuð frábrugðin þeim kórum
sem ég hef sungið í áður. Bæði er
verkefnavalið nokkuð ólíkt og
auk þess er ég óvön því að syngja
með hljómsveit. Þetta er tvennt
ólíkt, en ég hef haft mikla
ánægju af starfinu í vetur," sagði
Sigurlaug ennfremur.
„Ég er búin að vera sjö ár í
þessum kór, ég hef bæði gaman
af tónlist og finnst gaman að
syngja," sagði Jóhanna ög-
mundsdóttir. „Að vísu er þetta
ansi tímafrekt, einkum fyrir
tónleika, en það er samt þess
virði, þess vegna er maður að
þessu. Að vísu koma stundum
þau augnablik, þegar maður er
að gefast upp, einkum ef illa
gengur og það er illa mætt á æf-
ingar, en þetta eru bara augna-
blik og þau hverfa strax,“ sagði
Jóhanna.
Hvað er um þetta verk að
segja, sem þið flytjið á morgun?
„Þetta er mjög einfalt verk og
fallegt, en samt sem áður mjög
vandsungið, ef vel á að vera,“
sagði Jóhanna.
Alls ekki erfitt
að byrja
„Þetta er fyrsti veturinn minn
í söngsveitinni og ástæða þess að
ég fór að syngja með henni er
áhugi á tónlist, sérstaklega á
stærri verkum," sagði Jón
Hjaltalín Ólafsson. „Mig langaði
til að kynnast því af eigin raun,
hvernig er að vera flytjandi
svona verka, en ekki bara hlust-
andi. Þetta hefur verið mjög
skemmtileg reynsla og nú er ég
miklu betur í stakk búinn til að
vita hvað er gott og slæmt í mús-
ík. Fyrir fólk, sem hefur áhuga á
tónlist, getur haldið takti sæmi-
lega og er með tón, er þetta upp-
lögð tómstundaiðja. Auðvitað er
þetta mikil vinna, það er á
hreinu, en ég mundi ekki standa í
þessu, ef mér fyndist það of mik-
ið á sig lagt fyrir ánægjuna sem
maður hefur af þessu.“
Er erfitt að byrja í kór?
„Guðmundur Emilsson, stjórn-
andi kórsins var með námskeið í
nótnalestri í haust og þar lærði
maður undirstöðuatriðin. Það að
ná tón hefur komið með þjálfun-
inni og mér hefur alls ekki reynst
það erfitt að byrja í kór.“
Heldurðu áfram næsta vetur?
„Það fer dálítið eftir pví, hvað
maður verður að gera og hvernig
tíma manns verður háttað, en
hafi ég tíma þá held ég örugglega
áfram," sagði Jón að lokum.
„Þetta er fimmta árið mitt í
kórnum og ég kann mjög vel við
mig, það er gaman að þessu, tón-
listinni sem sungin er og félags-
skapnum," sagði Bragi Guð-
mundsson. „Þetta er að vísu
nokkuð tímafrekt tómstunda-
gaman, alltaf tvö kvöld í viku og
aukaæfingar fyrir konserta, en
þeim tíma er vel varið, finnst
mér. Ég söng í kór sem ungling-
ur, en síðan ekki nokkurn hlut,
fyrr en ég byrjaði hér. Sonur
minn var í kórnum og hann kom
mér af stað, en ég hef alltaf haft
mikinn áhuga á söng og tónlist.
Þetta er bæði upplífgandi,
mannbætandi, skemmtilegur og
góður félagsskapur," sagði Bragi.
Hvað um verkið sem þið æfið
núna?
„Þetta er sérstaklega skemmti-
legt verk, þegar maður fer að
kynnast því, og þess utan held ég
að þetta sé í fyrsta skipti sem
það er flutt hér á landi," sagði
Bragi Guðmundsson.
Félagar í söngsveitinni. Talin frá vinstri: Jóhanna Ögmundsdóttir, Sigurlaug H. Gröndal, Jón Hjaltalín t.uðmundur Emilsson og Robert Becker ræða saman.
Ólafsson og Bragi Guðmundsson.