Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 Reynt að fylgja löngum skref- um Einars Þ. Guðjohnsen eftir Friðrik Haraldsson Hinn ágæti ferðagarpur Einar Þ. Guðjohnsen er um þessar mundir langstígur á ferð í DV., samanber greinar hans 10. og 24. marz sl. Einar hefur áratuga reynslu á sviði ferðamála en hefur á stundum þótt vera á annarri skoðun um ýmsa þætti þeirra en samferðamenn hans í ferðaþjón- ustunni. Þetta kemur skýrt fram í ofangreindum skrifum hans, þótt margt, sem þar stendur, sé þðrf viðbót við þá umræðu, sem fram hefur farið um ferðamál undan- farið. Neðanrituðu er ætlað að vera til nokkurs mótvægis ýmissa fullyrð- inga E.Þ.G. um fáeina þætti ferða- málanna, sem fólk kynni ella að taka trúanlegar án frekari um- hugsunar. Er úttekt á stöðu ferðamála óþörf? Er framtíðar- skipulag óþarft? E.Þ.G. er jafn ljóst og öðru fólki, sem ferðast um hérlendis, hve alvarlegt mál það er að hleypa stöðugt fleira óarðbærum ferða- mönnum inn i landið. Fólki, sem kemur á eigin bifreiðum, hlöðnum mat, víni, benzíni o.fl. og þarfnast engrar þjónustu áður en það kveð- ur. Ef svo má að orði komast, þá þurrkar þetta fólk aðeins af fótum sínum hér, notar landið eins og mottu, hleður bíla sína af íslenzk- um náttúrugripum, misvel fengn- um, og segir svo bless án þess að skilja nokkuð eftir sig annað en e.t.v. nokkur hjólför á viðkvæmum stöðum og nokkrar tómar niður- suðudósir og plastpoka á þúfum til skrauts. Þessu sama fólki verður ekki að öllu leyti kennt um jarð- raskið eða ruslið, sem eftir kann að verða, heldur einnig og ekki síður þeim yfirvöldum, sem ber lögum samkvæmt að gera upplýs- ingaskyldu og eftirlit fjárhagslega mögulegt. Þar er sannarlega sofið svo fast á verðinum, að hroturnar heyrast um allt landið og miðin. Jú, það er nauðsynlegt, að við stöldrum við einmitt nú og gerum okkur grein fyrir stöðu ferðamál- anna og skyggnumst fram á veg- inn áður en hættir að sjá út úr augum. Miðað við forgangsröðun þá á aðkallandi verkefnum í ferðamál- um okkar, sem E.Þ.G. setur fram í pistlum sínum, er ekki skrítið, þótt hann missi sjónar af þessari nauðsyn. Hann spennir vagninn fyrir hestinn í þeirri upptalningu: „Fyrst að auka ferðamanna- strauminn og síðan að gera eitt- hvað til að taka á móti honum." Svona höfum við einmitt farið að fram til þessa og búum við þá stöðu, að við erum ekki einu sinni í stakk búin til að taka sómasam- lega við þeim fjölda ferðamanna, Friðrik Haraldsson sem sækir okkur heim ár hvert. E.Þ.G. segir líka, sem satt er, að við getum tekið við miklu fleiri ferðamönnum, ef við fáum að stjórna móttökunni og gæta landsins. Ummæli E.Þ.G. um rallið er grein af sama meiði. Það er einnig hluti þeirrar framtíðarsýnar, sem greinar hans túlka, og verður því að bíða síns vitjunartíma eftir að forgangsverkefnum hefur verið sinnt. Það er óhætt að taka undir þá fullyrðingu E.Þ.G., að kynstur til- lagna og ályktana frá ferðamála- ráðstefnum og öðrum mannamót- um liggja fyrir. Þær eru bara vita gagnslausar, ef stjórnmálaflokkar og viðkomandi stjórnvöld halda áfram að hunza þær framvegis sem hingað til. Verðlag á íslandi Þeir, sem til þekkja, vita, að E.Þ.G. hefur um árabil verið harð- asti talsmaður þeirra, sem vilja ekki, að greitt sé fyrir að fá að tjalda og njóta þjónustu á auglýst- um tjaldstæðum. Hópum á hans vegum var skipað að reyna með öllum tiltækum ráðum að sneiða hjá þeim en nota sér samt þá þjónustu, sem upp á er boðið. Allt þetta var gert í sparnaðarskyni, því að ísland er dýrt ferðamanna- land. E.Þ.G. finnst fleira dýrt en þetta og nefnir því til sanninda- merkis launakjör íslenzkra leið- sögumanna og íslenzk hótel. Ljóst er, að hann hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um, þegar hann fullyrðir að íslenzkir leiðsögumenn séu meðal þeirra dýrustu í heimi. Laun sömu stétta á Norðurlöndum eru frá 51% — 126% hærri en hér og svo mætti lengi telja. Leiðsögumenn kippa sér ekki upp við slík slagorð, þótt fleiri en E.Þ.G. leyfi sér að taka sömu orð í munn, þegar sá gállinn er á þeim. Þá er oft fleira látið fjúka um leið og til að undirstrika, að þessi stétt er á góðri leið með að setja ferða- þjónustuna á hausinn. Hvað sem líður langlundargeði leiðsögumanna á þessu sviði, er svona bull og hnútur í garð einnar hinna mörgu stétta ferðaþjónust- unnar ákaflega hvimleiður ósiður og alls óverðskuldaður. Launabarátta íslenzkra leið- sögumanna hefur hreint ekki ver- ið dans á rósum og hefur heldur miðað aftur á bak en áfram og full þörf er á rækilegum leiðrétting- um. Þessi stétt hefur sýnt ábyrga afstöðu í undanförnum samninga- lotum og frekar sætt sig við minni hlut en að grípa til róttækra að- gerða. Þetta hafa viðsemjendur þeirra fundið og gengið á lagið og eru vafalaust þeirrar skoðunar, að þetta séu meinleysisgrey, sem hægt sé að bjóða hvað sem er. Það er varhugaverður hugsunarháttur og bezt væri að þeir þyrftu ekki að komast að því, hvenær járnið er fullhamrað. Lokaorö Að lokum skal það ítrekað, að margt gott er að finna í skrifum E.Þ.G. en það skemmir óneitan- lega fyrir, hve mikilla mótsagna gætir í þeim á sumum sviðum, líkt og lýst er hér að framan. Við verð- um að gæta þess, að láta hug- myndaflugið ekki hlaupa með okkur I gönur, þótt raunveruleik- inn sé ekki sem fallegastur. Það dugar ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að allt, sem þjakar, hverfi við það eitt. Við verðum að takast hraustlega á við vandann í stað þess að láta reka á reiðanum áfram. Reykjavík, 30. marz 1983, Friðrik Haraldsson. Á afinæli ríkisstjórnar — eftirSvein Kristinsson Nú fer ríkisstjórn „hinna vinn- andi stétta" senn að kveðja okkur íslendinga. Mál er að linni, segja sumir. Að minnsta kosti ef höfð eru í huga öll hin fögru fyrirheit er guðfeður hennar gáfu okkur í öndverðu. Bjarga virðingu Alþing- is, minna mátti það ekki heita. Eða þá niðurtalningin, álið og allir togararnir. Að ógleymdum félags- málapökkum og nú síðast lág- launabótum. Gunnar Thoroddsen hefði kom- ist sæmilegast frá þessu brölti sínu, hefði hann farið að tillögu flokksystkina sinna í ágúst að kanna þingmeirihluta við bráða- birgðalögin strax þegar þing kom saman. Og fyrst hann var ekki fyrir hendi, rjúfa þá þing og efna til kosninga fyrir jól. Hefðum við þá væntanlega fengið starfhæft þing eftir jól. I staðinn sitjum við uppi með óstarfhæft þing í allan vetur og landið stjórnlaust fram á næsta haust. Ekki glæsilegt það hjá þjóð sem er þegar á meðal skuldugustu þjóða heims. Fjár- málaráðherra meira að segja telur okkur vera að sökkva í skuldir. „Bragð er að þá barnið finnur." Eftir þriggja ára hagstjórn Al- þýðubandalags hyggst það beita sér fyrir svokallaðri neyðaráætlun til nokkurra ára. Það þætti ekki góður vitnisburður um ríkis- stjórnina ef hann hefði komið frá íhaldinu, eða hvað? Félagsmála- ráðherra lengir orlofið, þrátt fyrir svokallaða efnahagsörðugleika. í Morgunblaðinu 5. janúar síð- astliðinn taiar Björgvin Jónsson um að „hagblinda hefði heltekið ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen", og er það ekki of sterkt að orði kveðið miðað við aðgerðaleysi í efnahags- og peningamálum. Nú geta menn naumast varist brosi þegar minnst er á niðurtalningu. f upphafi var þetta orð fundið upp af framsóknarmönnum og undir því flaggi sigldu þeir inn í þetta stjórnarsamstarf. Það sem þeir kváðust ætla að telja niður var nú reyndar verðbólgan. Ef dæma má eftir verðlagi og opinberum tölum, hefur þeim orðið þó nokkuð ágengt nema hvað verðbólgan hef- ur aukist en ekki minnkaö eins og lofað var. Það er annað sem þess- ari blessaðri ríkisstjórn hefur gengið betur að telja niður, nefni- lega lífskjör fólks, kaupgjald og þess háttar. Ekki sjaldnar en 13 sinnum hefur hún skert umsamd- ar vísitölubætur á laun. Hvað gerði Guðmundur J. þá? Ná- kvæmlega ekkert, engin verkföll eða útflutningsbann. Hafa ber I huga að kosningar ku vera kjara- barátta. Ég undirstrika, kjarabar- átta fyrir þá sem komast í stólana. Þetta hafa háttvirtir kjósendur eitthvað misskilið því að „það er dýrlegt að drottna". Þó hefur nú einkum kastað tólf- unum hvað varðar stjórn á sjávar- útveginum, hann hefur hvað eftir annað rekið upp á sker og verið bjargað með drullureddingum, eins og kjaraskerðingu hjá sjó- mönnum. Þjóðhagsstofnun telur að það vanti um 13% á fiskverð miðað við almennar launahækk- anir frá 1977, þó skertar séu. Og hefur vinsælasta bjargráðið verið að skerða skiptaprósentu sjó- manna og nefni ég dæmi: 1. mars árið 1979 er fiskkaupendum gert að greiða 2,5% olíugjald utan skipta, síðan er gjaldið hækkað í 7% 15. maí. Ekki dugði það nú lengi, því að 20. júlí er olíugjaldið hækkað úr 7% í 15%, af þessum 15% komu 3% til skipta. Báðar þessar hækkanir voru gerðar með bráðabirgðalögum, Þann 1. októ- ber var gjaldið lækkað úr 15% i 9% til ársloka. Hér voru 3% felld inn í fiskverðið, sem áður komu til skipta. Fyrir tímabilið 1. janúar 1980 til 1. mars lækkar olíugjald úr 9% í 5%, og 1. mars til 31. maí úr 5% í 2,5%. Þann 9. október hækkar olíugjald úr 2,5% í 7,5%. Síðan helst það óbreytt til 18. febrúar 1982, er það lækkar í 7% og var lofað að það yrði ekki nema út árið. Samt var 7% gjaldið „Drepið er á nokkur atriði til marks um hinn dæmalausa seinagang við allar meiriháttar ákvarðanir. Og raunar hið algjöra stjórnleysi, er ríkt hefur í tíð þessar- ar ríkisstjórnar á mörg- um sviðum.“ framlengt um ár í viðbót. Um áramót 1982—1983 var bætt um betur og sett á 4% útflutn- ingsgjald á allar sjávarafurðir, sem þýðir í raun lægra fiskverð til útgerðar og sjómanna, trillukarlar og bátamenn borga þar með hluta olíunnar á togarana. Hér hefur oft verið höggvið í sama knérunn. Það segir að einhvers staðar sé mikið að þegar aldrei er hægt að ákveða fiskverð nema í kjölfarið komi kukl í skiptaprósentu sjó- manna, þrátt fyrir hvert metárið á fætur öðru í þorskinum, sem heldur uppi tekjum sjómanna. Þótt dregið hafi úr þorskafla árið 1982, miðað við árið 1981, er aflinn þó um það bil meðalaflamagn ár- anna 1978—1981. Það er nú hinn mikli aflabrestur. Þó að strax árið 1979 væri vitað að draga þyrfti úr, eða stöðva, loðnuveiðar og sá floti færi í þorskinn, var haldið áfram stjórnlausri stækkun togaraflot- ans allt fram á sumar 1982, þegar farið var að spyrna við fótum. Hér er sem sagt að finna eina aðalor- sökina fyrir efnahagsvanda nú. Eins og LÍÚ hefur oft bent á versnar afkoma allra við hvert skip sem bætist við, eftir að fullri nýtingu fiskimiðanna hefur verið náð. Enn er talið niður, nú er það þorskurinn. Á Vestfjarðamiðum voru um 40 skip í desember í reiðileysi vegna brælu og skyndilokana Hafrann- sóknastofnunar. Skip flæktust á milli veiðisvæða án mikils árang- urs. Hafa má í huga eyðslu skip- anna, um 200—350 lítrar á hverja klukkustund eftir skipum og álagi véla hverju sinni, eða ca. 40.000 kr., sem fara í brennsluolíu á sólarhring. En verð gasolíu og þorsks l.fl. pr./tonn var svipað í haust. Togari með þessa eyðslu, um 6 klst. á sólarhring, þarf að taka um 70 tonn af brennsluolíu eftir 12 daga túr. Það sýnist ekki mikið mega út af bera með fiskerí til þess að fljótt fari að hallast á merinni (skiptaverð er það sem hér er miðað við). Svo koma skrapdagar. Þá dettur verð niður um helming og afkoman tilsvar- andi. En af hverju skrapdagar? Jú, þeir eru m.a. ein afleiðing hinna of mörgu skipa, og einnig skyndilokanir. Því fleiri sem skip- in eru á takmörkuðu svæði þeim mun fyrr kemst aflasamsetningin að lokunarmörkum. Dæmi um lokun á grunnhalan- um austur í Djúpál 11. desember 1982. (Hér voru neðstu mörk 30% undir 60 sm.) 56% undir 60 sm, ca. 26% undir viðmiðunarmörkum, eða 18% yfir 60 sm. Nú fóru grátkerlingar í flotan- um að láta til sín heyra, með þeim árangri að útgerðarmenn þinguðu um málið þann 16. desember. f kvöldfréttum sama dag var síðan tilkynnt um breyttar forsendur lokana, þannig að stærðarmörkin færu úr 60 sm í 53 sm og leyfilegt magn í prósentu af heildarafla úr 30% í 25%. Síðan þetta skeði hef- ur lítið heyrst um lokanir vegna smáfisks í afla togaranna. Sem næstu aðgerðir til björgun- ar útgerðinni (og þjóðinni) væri hægt að hugsa sér að minnka und- irmálsfiskinn úr 50% í 40%. Þá hefur Steingrímur þarna eina 13 sm upp á að hlaupa (til að telja niður). Forstjóri Hafrannsóknastofn- ununarinnar segir í Morgunblað- inu 17—12 árið 1982 að þetta sé „pólitísk ákvörðun sem við getum ekki tekið ábyrgð á“. Á hann þá bæði við breytingu á viðmiðun- armörkum þannig að ekki sé grip- ið til skyndilokana veiðisvæða fyrr en hlutur þorsks undir 53% færi yfir 25% í afla en miðað við 60 sm og 30% áður. Auk þess að aflétta banni á þorskveiðum í Þverál og Strandagrunni. Þá er það um álið. Hjörleifur hefur látið svo um- mælt að það væri hrein sveita- mennska að vilja öðruvísi á því máli halda en hann. Að mínu viti geta bændur verið ánægðir með samlíkinguna. Hver byrjar á því að gefa andstæðingum á kjaftinn áður en til samninga kemur, jafn- vel þó maður viti hann brotlegan? Fyrir um það bil tveim árum geystist Hjörleifur fram á sviðið með blaðamannafundum og bumbuslætti, ásamt tilheyrandi undirleik Þjóðviljans. Kvað hann ÍSAL hafa svikist undan skatt- greiðslum, sem nú sannast hefur, að eru að upphæð rúmar hundrað milljónir ísl. kr. Þetta hefði ekkert hlaupið frá okkur. Hefði hann aft- ur á móti fengið orkuverðið hækk- að um svo sem helming (nú 6,45 mills pr./kwh) þýddi það um 130 milljónir ísl. kr. á ári fyrir Lands- virkjun. Nú hefur Hjörleifur verið um fjögur ár í iðnaðarráðuneytinu en ekkert hefur gerst með hækkun á raforkunni. Hann hefur talað um að þrefalda orkuverðið til ÍSAL, en aðeins tvöföldun hefði gefið yfir 500 milljónir ísl. kr. á þessum fjórum árum. Hér hefur tíminn unnið á móti okkur. Verið er að hætta við byggingu á orkuverum sem byrjað er á úti um allan heim vegna minnkandi eftirspurnar eftir raforku til orkufreks iðnaðar. Sem auðvitað þýðir í reynd lækkandi orkuverð, og í leiðinni lakari samningsað- stöðu fyrir okkur við Svisslend- ingana. Hafa hér ráðið að hluta pólitískir fordómar eða dóm- greindarleysi? Hér hef ég lauslega drepið á nokkur atriði til marks um hinn dæmalausa seinagang við allar meiriháttar ákvarðanir. Og raun- ar hið algjöra stjórnleysi er ríkt hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar á mörgum sviðum. Oft hefur manni fundist að ein meginregla gilti hvað varðar ákvarðanir stjórn- valda. Þ.e.a.s að geyma allt til morgundagsins sem hægt er að gera í dag. Að lokum ein spurning til alþingismanna. „Eruð þið á þingi fyrir þjóð ykkar eða eruð þið aðeins þar fyrir ykkur sjálfa? Mosfellssveit 26. febrúar 1983, Sveinn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.