Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983
„Ormaskipið“
Ekki í fyrsta sinn, sem SÍF
er gert afturreka með fisk
Eftir Jóhönnu
Tryggvadóttur
Bjarnason
Það setti óhug að flestum lands-
mönnum þegar tíðindin bárust um
nýjustu „afrek“ SÍF á saltfisk-
markaðnum í Portúgal. það virðist
koma flatt upp á SÍF-menn að
Portúgalir skyldu ekki vilja salt-
fisk með ormum.
Eins og lesendur Mbl. vita ef-
laust margir, þá hef ég staðið í
áralöngu þjarki við ráðherravald-
ið og SÍF um að fá leyfi til að
flytja út saltfisk á mun hærra
verði en SlF fær í Portúgal og
Grikklandi.
í samningum þeim, sem ég gerði
á sínum tíma við Grikki, var gert
ráð fyrir að varan færi á markað
hrein af þeim ófögnuði sem
ormarnir eru. Portúgalir fengu
samþykki mitt til að hér yrði eft-
irlitsmaður frá þeim, hefði ég
fengið útflutningsleyfi, þannig að
þeir fengju ætíð nákvæmlega þá
vöru sem þeir vildu fá, verkaða
eftir þeirra eigin kröfum. Ber mál
þetta vitni lélegri samningagerð
SÍF umfram allt. Það er ekki að-
eins að samið sé um lágt verð,
heldur er engu líkara en að ekki
hafi verið samið um ástand vör-
unnar við afhendingu.
1.325 tonnum laumað af
Ítalíumarkaði til Portúgals
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
SÍF fær gallaðan farm aftur í höf-
uðið. Það hefur reyndar ekki kom-
ið fram í dagsljósið fyrr en í þess-
ari blaðagrein að í apríl 1981, þeg-
ar ms. Eldvík hafði losað farm af
saltfiski í Grikklandi, þá fékk
skipið fyrirmæli um að halda til
Napolí á Ítalíu. Þar lestaði Eldvík-
in 25.000 balla af Ítalíufiski, sam-
tals 1.325 tonn, sem ítalska gæða-
matið hafnaði. Með þennan farm
var siglt til Leixoes, hafnarborgar
Oporto. Einhver launung virðist
hafa hvílt yfir þessum flutningum
á saltfiskinum, þvl blaðaljós-
myndurum var meinað að taka
myndir af uppskipuninni, hvað þá
að blaðamenn fengju að skoða
matvælin í böllunum. Daginn eftir
mátti líta forsíðufréttir í blöðum
stórborgarinnar, Oporto, þar sem
Fyrir tveimur árum
var gölluðum Ítalíu-
fiski iaumað frá Nap-
ólí til Leixoes á Portú-
galsmarkað. Þau við-
skipti urðu forsíðuefni
þarlendra blaða.
greint var frá því að Portúgalir
væru látnir kaupa saltfisk frá ís-
landi sem ftalir hefðu hafnað.
Þótti þetta furðulegt mál.
Hvað var að gerast?
Nú væri fróðlegt að fá að vita
frá SÍF hvað þarna gerðist. Var
þétta uppbót á Portúgalssamning-
inn? Var þetta óhæfur fiskur á
Ítalíumarkað? Voru Portúgals-
menn neyddir til að kaupa gallaða
vöru eða voru einhverjir aðilar í
Portúgal að bjarga SÍF frá
skömminni? Það er mörgum
spurningum ósvarað I þessu máli.
Allt þetta ævintýri hefur að
sjálfsögðu kostað framleiðendur
hér heima, sem áttu fiskinn, dá-
góðan skilding.
Síðan ég fór að kynna mér saltf-
isksölumál árið 1977 hef ég smám
saman komizt að ýmsu sem virðist
hafa verið undir leyndarhjúpi. Hef
ég ritað margar greinar um þessi
mál í Morgunblaðið og kann ég
blaðinu beztu þakkir fyrir að ljá
mér rúm í blaðinu fyrir þær.
Reyndar hefur orðið fátt um
svör hjá þeim aðilum sem ég hef
karfizt svara af og hef ég varla
fengið annað en skæting frá þeim,
skrifaðan í lítilsvirðingarstíl.
Engu að síður eru þeir fleiri sem
hafa trú á að ég sé að gera rétt.
Það gladdi mig mjög nú nýlega
þegar ungir og dugmiklir nemend-
ur úr Fiskvinnsluskólanum komu
á minn fund og óskuðu eftir viðtali
við mig um saltfisksölumálin fyrir
blað sitt, Uggann, og birtist grein-
in í því hefti blaðsins sem kom út
nú um páskana. Þarna var á ferð-
inni ungt fólk sem í framtíðinni
mun verða í fararbroddi í íslenzkri
fiskverkun og -vinnslu.
Af gæfumönnum
og ógæfumönnum
Að mínu mati á þjóðin stórkost-
lega forystumenn þar sem eru
Ólafur Jóhannesson og Matthías
Bjarnason. ólafur þorði, einn
viðskiptaráðherra, að veita einka-
aðilum útflutningsleyfi á saltfiski
framhjá sölusamtökunum SÍF.
Núverandi ríkisstjórn lagði hart
að Tómasi viðskiptaráðherra að
veita mér útflutningsleyfi. Hafn-
aði hann því. Tómas Árnason lét
sig ekki muna um að hunza vilja
þingflokks Framsóknarflokksins
sem lagði hart að honum að ég
fengi þetta leyfi og mættu fram-
sóknarmenn hugsa til þess á kjör-
degi að mótmæla geðþóttaákvörð-
unum hans í saltfisksölumálum
okkar.
Opinber rannsókn vegna
einkennilegra vinnubragða
í viðskiptaráðuneyti
Áður hef ég skýrt frá ýmsum
undarlegum vinnubrögðum sem ég
hef kynnzt gegnum viðskipti mín.
Rek ég þau atriði ekki nánar. Ef-
iaust hljómar margt af því ótrú-
lega en eru engu að síður sönn
dæmi, enda er það svo að oft er
raunveruleikinn lygasögu líkastur.
Eitt af mörgum málum vakti þó
hvað mesta athygli. Það var þegar
ég vildi aðvara ráðherrana í núv.
ríkisstjórn (alla nema Tómas) við
undirboði SÍF á Portúgalsmark-
aði. Þá var SÍF að undirbjóða mitt
verð á markaðnum um 23%.
Skeytið frá mér var stílað til ráð-
herranna ólafs Jóhannessonar,
Pálma Jónssonar, Svavars Gests-
sonar, Ragnars Arnalds og Ingv-
ars Gíslasonar. En skeytið komst
aldrei til viðtakenda. Það barst
viðskiptaráðuneytinu kl. 8.53 að
morgni 12. ágúst 1980. Ráðuneyt-
isstjórinn reif frumrit og afrit
þess úr fjarritanum og komst það
aldrei í réttar hendur.
Þetta athæfi hef ég nú ákveðið
að kæra. Hef ég falið lögmanni
mínum að fara þess á leit við rík-
issaksóknara að fram fari opinber
rannsókn vegna hvarfs og með-
ferðar á umræddu telex-skeyti.
Ég vil gera orð Geirs Hall-
grímssonar að lokaorðum mlnum
en hann sagði, sem kunnugt er,
„að sækja bæri stjórnmálamenn
til ábyrgðar".
IV2 milljón
safnaðist
RÚMLEGA ein og hálf milljón króna
safnaðist I söfnun Samtaka um
kvennaathvarf, sem fram fór á fóstu-
dag og laugardag. Að sögn Ásdlsar
Rafnar, eins forsvarsmanna Samtaka
um kvennaathvarf, nægir þessi upp-
hæð, að viðbættri þeirri sem til var
fyrir, til kaupa á húsnæði fyrir at-
hvarfið, en sá var tilgangur söfnunar-
innar. Hundruð sjálfboðaliða unnu
sleitulaust að söfnuninni báða söfnun-
ardagana á höfuðborgarsvæðinu.
Gíróreikningur söfnunarinnar er
44400—6 og verður hann áfram opinn
um skeið fyrir þá sem vilja leggja
hönd á plóginn til að tryggja framtlð
Kvennaathvarfsins. Myndin er frá
söfnuninni.
Morgunbl»öið/KÖE
Heyrnar- og tal-
meinastöð Islands:
Læknasér-
fræðingar
í Eyjum
EINAR Sindrason, háls-, nef-
og eyrnalæknir, ásamt öðrum
sérfræðingum Heyrnar- og
talmeinastöðvar íslands
verða í Vestmannaeyjum
dagana 16. og 17. apríl 1983.
Rannsökuð verður heyrn og
tal og útveguð heyrnartæki.
(Fréttati lky n n i ng)
Heimsókn
í Hebrew University
í Jerúsalem
Toren fagnaði okkur vel, maður
fyrir æði löngu kominn af léttasta
skeiði, langtum áhugasamari að
heyra um lsland en segja mér frá
eigin hugverkum. Þó kom fram að
hann hefur skrifað 15 skáldsögur
og engin verið þýdd, hann er einn
af forsvarsmönnum ísraelska
PEN klúbbsins og hann kvaðst sjá
um alls konar útgáfur á safnritum
og heildarútgáfum, mér skildist
líka að hann væri duglegur að
skrifa formála. Eiginkona hans
Puah Shalev-Toren, honum langt-
um yngri, hress og kvik bar fram
sætar kökur og te og sagði I
óspurðum fréttum, að hún væri
skáld og aukin heldur sabra I
marga ættliði.
Toren var forvitinn að frétta af
hvernig heimsókn mín væri skipu-
lögð og stakk upp á ýmsum breyt-
ingum, sem hefðu gert að litlu
hina ágætu dagskrá sem frú Nic-
ole I utanríkisráðuneytinu hafði
útbúið. Þá fór að síga I fylgdar-
mann minn, Gafny, og var nú
fróðlegt að sjá þegar saman lentu
tveir gyðingar I rökræðum. Gafny
gaf sig hvergi og stóð undir lokin
upp og sagði að beðið væri eftir
okkur I hádegisverð og við gætum
ekki tafið lengur. Það dugði ekki
þótt Toren maldaði I móinn og frú
Puah otaði að okkur meira sæta-
brauði. Hvað sem því nú leið,
heimilið væri fallegt, hundarnir
tiltölulega prúðir og kökurnar
hennar Frú Puah gómsætar — allt
I allt hin athyglisverðasta heim-
sókn. Puah gaf mér áritað ljóð sitt
I kveðjuskyni. í afar lauslegri ís-
lenzkri þýðingu gæti það útlagst á
þessa leið:
„Árla morguns sá ég betlara ganga hús úr húsi,
hvarvetna var dyrun. skellt á hann.
Um kvöldid heyrdi ég fugl kalla í garðinum,
hann hjó goggnum í trjástofninn
og enginn svaraði kalli hans.
Kg kom ekki til að biðja um neitt — ekki til að
taka neitt
en dyrum hjartans var lokið upp
þegar ég barði léttiiega með einum fingri.
Sjá — allt hefur mér verið geúð.
I»ú hefur gefið mér hjarta þitt — og þar með
heim allan.
í heiminum sé ég betlara ganga frá einu húsi
til annars,
dag eftir dag
og alls staðar er dyrunum skellt.
Eg heyri fugl gogga dapurlega
í trjástofn í garðinum.
Og hans kalli svarar enginn.“
Við áttum hálftíma auka og þar
sem Sharvit starfar sem leiðsögu-
maður á ferðamannavertíðinni
fórum við I skoðunarferð um Jerú-
salem og ókum um hverfi, sem ég
hef aldrei komið I, meðal annars I
austur Jerúsalem, þar sem Arabar
búa. Það grýtti enginn bílinn
okkar, en það kann að vera skýr-
ing á því, það var ekki hundi út
sigandi I þessu veðri.
Svo héldum við I hádegisverð
með Amos Ganor, deildarstjóra I
utanríkisráðuneytinu og David
Rivlin, yfirmanni menningar-
deildar utanríkisráðuneytisins og
fyrrverandi sendiherra á íslandi,
auk þess stórmikill sjarmör og Is-
landsvin. Á veitingahúsinu Sólin
var okkur tekið með kostum og
kynjum og naut ég þar augljóslega
Rivlins og ég vil ekki láta hjá líða
að koma til skila kærum kveðjum
hans til margra islenzkra vina.
Svo að þrátt fyrir slagveður,
snjó og Toren varð þetta góður
dagur eins og allir þeir aðrir sem
ég átti I Jerúsalem að þessu sinni.
Texti: Jóhanna
Kristjónsdóttir