Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 43 Séð inn í einn af stjörnusjónaukun- um í Calar Alto-athugunarstöðinni í Almería á S-Spáni. inu. Margir þeirra eru fjöl- skyldumenn og fara til heimila sinna að loknum vinnudegi. Þeir heimta að þeim sé ekið til og frá vinnustað. Spænska stjórnin neitar og segir þetta mál Max Planck-stofnunarinnar enda komi allt fjármagn til stöðvar- innar þaðan. 1 spænsku hvelfingunni hafa verið uppgötvaðir þrír nýir hóp- ar af hnöttum. Þeir hafa verið skírðir eftir Calar Alto-fjallinu; fyrsti, annar og þriðji. Þetta er þó ekki það mikilvægasta heldur þróun sú sem stjörnufræði á Spáni hefur náð síðustu árin. Auk þessarar stjörnuathugun- arstöðvar í Almería og annarra í Madrid og Barcelona eru tvær nýjar athugunarstöðvar á Kan- aríeyjum og á Sierra Nevada. Þær leyfa að spænsk geimeðlis- fræði nálgist það sem best gerist annars staðar í heiminum. fund embættismanna borgarinn- ar, en svo virtist sem þeir skildu ekki vandamál íbúanna, að sögn Ginars Gústafssonar. Þannig hefði verið eftir því óskað að strætisvagnaferðum yrði hætt um götuna, en því þá svarað að það yrði ekki hægt fyrr en í fyrsta lagi 1. september þegar ný leiðabók vagnanna yrði prentuð. Kvað Ein- ar ibúa Hjallasels þá hafa boðist til að kosta prentun nýrrar leiða- skrár, en því ekki verið tekið. Einar sagði að það væri ósk íbúa við Hjallasel að götunni yrði lokað þar sem hún mætir Heiðarseli. Ef ekki yrði fallist á það mætti búast við enn meiri gegnumkeyrslu um Hjallasel eftir að nýtt íþróttahús hefur verið tekið í notkun við Seljaskóla, og hrysi íbúum hugur við tilhugsunina um það ástand sem þá skapaðist. Akranes: Sigrún Jónsdóttir sýnir batíkmuni og messuhökla Akranesi, 20 aprfl. ÞESSA dagana heldur Sigrún Jóns- dóttir, myndlistarkona, sýningu á batíkmunum og messuhöklum. Sýn- ing þessi er haldin í samvinnu við Sigurfarasjóðinn, en listakonan hef- ur ákveðið að hluti ágóða af sýning- unni renni til endurbyggingar kútt- ers Sigurfara. Sýningin er í bókhlöðunni á Akranesi og er opin til 23. apríl. Sigrún Jónsdóttir er fædd í Vík í Mýrdal. Eftir nám hér heima, meðal annars í Myndlista- og handíðaskólanum, lá leið hennar til Svíþjóðar þar sem hún stund- aði nám í vefjarlist í fimm ár. Ár- ið 1956 fluttist hún heim til ís- lands að nýju. Síðastliðin 26 ár hefur Sigrún unnið verk, aðallega hökla, fyrir um 80 kirkjur bæði innanlands og utan. Höklarnir hafa verið handofnir úr íslenskri ull og útsaumaðir. Má þar til dæmis nefna hátíðarhökla fyrir Skálholtskirkju. Hún hefur einnig gert fjölmarg- ar skreytingar fyrir aðrar opin- berar byggingar svo og heimili, bæði innanlands og utan. Sigrún Jónsdóttir hefur haldið margar sýningar á verkum sínum bæði vestanhafs og austan. Fyrir þátt- töku í sýningu á vegum UNESCO í Mónakó árið 1973 hlaut hún heið- ursviðurkenningu. Hún rekur nú Gallerí kirkjumunir, Kirkjustræti 10, Reykjavík, og vinnur þar að verkefnum, sem beiðnir berast um. Á þessari sýningu er fyrsta altaristaflan, sem hún hefur selt, en hið nýja safnaðarheimili Akra- ness hefur keypt hana. Allar myndir á sýningunni eru til sölu og eru Akurnesingar hvattir til að fjölmenna og sjá þessa sérstöku list. J.G. 9 atriði sem skera úr um hæfileika þína til aksturs: 1. Lítur þú á það sem tímaeyðslu að spenna öryggisbeltin? 2. Telurðu þig vera að spara með því að nota ekki ökuljósin? 3. Veitirðu skapinu útrás undir stýri? 4. Hættir þér til að missa einbeitinguna í umferðinni? 5. Trúir þú því að ölvun við akstur sé réttlætanleg? 6. Finnst þér þú vera niðurlægður þegar ekið er fram úr þér? 7. Stærirðu þig af því að taka „sénsau og sleppa? 8. Stendurðu á rétti þínum í umferðinni hvað sem á dynur? 9. Áttu bágt með að brosa í umferðinni? Góður ökumaður þekkir eigin annmarka og gætir þess að láta slæmu hliðarnar ekki endurspeglast í ökumátanum. I Látum af ósiðum í umferðinni og sýnum okkar betri hliðar - alltaf. SAMVINNU TRYGGINGAR Félög sem vilja þig heila(n) heim!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.