Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.04.1983, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983 Um hvað er kos- ið? — hamingju eða hörmungar eftir Jósep Helgason Ágætu Selfossbúar. Nú hefur þaö gerst án fjöldahreyfingar að tveir menn, sem kosnir voru í bæj- arstjórn Selfoss í síðustu kosning- um, þeir Guðmundur Sigurðsson hjá S.G.-einingahúsum og Guð- mundur Kr. Jónsson, íþróttafröm- uður og formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins, hafa borið fram tillögu í bæjarstjórn Selfoss um opnun áfengisútsölu hér á staðnum. Þar var tillagan samþykkt með atkvæðum þessara tveggja manna og fengu þeir til liðs við sig þá Grétar Jónsson, trésmið, Örn Grétarsson, formann Félagsmála- stofnunar Selfossbæjar og Óla Þ. Guðbjartsson, skólastjóra gagn- fræðaskólans. Á móti tillögunni voru Sigurjón Erlingsson múrari, Jónas Magnússon, framkvæmda- stjóri og Ingvi Ebenhardsson, skrifstofumaður; ólafur Helgi Kjartansson, sýslumannsfulltrúi, sat hjá. Finnst ykkur, Selfyssingar, það ekki undarlegt að í þessari upp- talningu um þá menn, sem sam- þykktu þessa tillögu, eru þrír sem gefið hafa kost á sér til að fara með trúnaðarstörf fyrir okkur, trúnaðarstörf um að veita börnum okkar fræðslu sem á að fylgja þeim inn í framtíðina. örn sem formaður Félagsmálastofnunar bæjarins, Guðmundur Kr. sem fyrirmynd æskunnar í því hvað íþróttir og líkamsrækt gefur þeim og ÓIi Þ. skólastjóri, uppalandinn sjálfur. En óli Þ. hefur gert meira en að samþykkja þessa tillögu. Hann hefur leyft það að vínveit- ingar séu haföar í skóla þeim sem hann stjórnar á sama tíma og kennsla fer fram. Mun það vera einsdæmi hér á Islandi að slíkt sé leyft. Þessi tillaga um opnun áfengis- útsölu hér á Selfossi kemur á sama tíma og þjóðin er að safna stórfé til byggingar sjúkrahúss fyrir fólk sem lent hefur í klóm áfengisins og orðið sjúkt af. Það er viðurkennd staðreynd að í öllum löndum þar sem fyrirhafnar- minna er að ná í áfengi en hér, er meira drukkið. Á Akranesi gerðist það 15. mars sl., að þar var opnuð áfengisút- sala. Vínbúðir eru ekki opnar á laugardögum svo hún var aðeins opin í 12 daga í mars. Á þessum 12 dögum seldist áfengi fyrir 1,5 milljónir. Því miður eru engar töl- ur til að gera samanburð um áf- engiskaup þessa fólks áður, en mér var sagt af kunnugum þar, að þessi miklu kaup á áfengi hafi bersýnilega komið fram í aukinni drykkju. Getur þetta orðið okkur til leiðbeiningar er við göngum að kjörborðinu 23. apríl nk. Þið mæð- ur og feður hér í bæ; Ég bið ykkur að hugsa ykkur vel um þegar þið greiðið atkvæði um opnun áfengis- útsölu hér á Selfossi. Ég bið ykkur að leiða ekki þetta eitur, frekar en nú er, til okkar. Þið mæður og feð- ur sem hafið lent í því að sjá börn ykkar eða maka falla fyrir þessum bölvaldi, áfenginu, þið þekkið vandamál drykkjuskaparins. En þið hin sem hafið ekki horft upp á börn ykkar eða maka falla fyrir þessum bölvaldi, sem betur fer, hugsið um framtíð fjölskyldu ykk- ar og forðið henni frá óhamingju lífs þess er áfengið skapar. Ungu vinir, þið sem enn eruð laus og liðug. Ykkur treysti ég til þess að skera upp herör gegn ákvörðun meirihluta bæjarstjórn- ar. Sum ykkar hafið horft á for- eldra ykkar, annað eða bæði, eða systkini ykkar lenda í klóm áfeng- isins. Kallið ekki slíkt yfir ykkur sem enn hafið ekki lifað þær hörmungar. Megi Guð gefa ykkur, kjósendur góðir, skilning á því sem okkur öll- um er fyrir bestu í þessu máli og kjark til að framkvæma það. Fellum tillöguna um opnun áfengisútsölu hér í okkar fagra Selfossbæ. 28 fyrirtæki fá 59 milljónir: Fiskiðjan Freyja, Suðureyri, er hæst með 7 milljónir kr. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú verið gerð tillaga um að samtals verði falið Fiskveiðasjóði að afgreiða lán að að þessu sinni veitt 61 milljón króna upphæð samtals 59 milljónir króna til til 31 fyrirtækis að auki, uppfylli þau 28 fyrirtækja í sjávarútvegi. Er þetta skilyrðin, sem þeim eru sett. gert í framhaldi bráðabirgðalaga um Hér fer á eftir listi yfir þau fyrir- aðstoð til fyrirtækja í sjávarútvegi og tæki, sem öðlast hafa heimild til lán- með hliðsjón af því, að þessi fyrirtæki töku og uppfyllt hafa viðkomandi skil- uppfylla skilyrði til lántöku. Þá hefur yrði: 1. Fiskiðjan hf., Vestmannaeyjum kr. 500.000 2. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja hf. kr. 2.000.000 3. Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum kr. 1.000.000 4. Samtog sf., Vestmannaeyjum kr. 3.000.000 5. Hraðfr.hús Stokkseyrar, Stokkseyri kr. 2.000.000 6. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar kr. 5.500.000 7. ísbjörninn hf. Reykjavík kr. 5.000.000 8. Sjóli hf., Reykjavík kr. 500.000 9. Haförninn hf., Akranesi kr. 500.000 10. Haraldur Böðvarsson, Akranesi kr. 2.000.000 11. Krossvík hf., Akranesi kr. 1.000.000 12. Lóndrangar hf., Ólafsvík kr. 3.000.000 13. Guðmundur Runólfsson hf., Grundarfirði kr. 500.000 14. Hraðfrystihús Grundarfjarðar hf. kr. 500.000 15. Hraðfrystihús Tálknafjarðar hf. kr. 500.000 16. Fiskiðjan Freyja hf., Suðureyri kr. 7.000.000 17. Fiskiðja Sauðárkróks hf. kr. 1.500.000 18. Útg. félag Skagfirðinga hf. kr. 2.500.000 19. Sædís hf., Ólafsfirði kr. 1.000.000 20. Söltunarfélag Dalvíkur hf. kr. 1.000.000 21. Útgerðarfélag KEA, Hrísey kr. 3.000.000 22. Kaldbakur hf., Grenivík kr. 500.000 23. Tangi hf., Vopnafirði kr. 2.000.000 24. Fiskvinnslan hf., Seyðisfirði kr. 3.000.000 25. Síldarvinnslan hf., Neskaupstað kr. 3.000.000 26. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. kr. 3.000.000 27. KASK, Hornafirði kr. 3.000.000 28. Stemma hf., Hornafirði kr. 1.000.000 59.000.000 AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir SVEIN SIGURÐSSON Andreas Papandreou fagnar sigri í kosningunum 1981. Þá naut hann víðtæks stuðnings kommúnista og annarra vinstriflokka. Stjórnarandstaðan sakar hann nú um að hafa ýtt undir vaxandi hryðjuverk í Grikklandi með undanlátssemi við öfgafulla vinstrimenn. Vinstri öfgamenn í gríska hernum sakaðir um hryðjuverkastarfsemi Gríska sósíalistastjórnin vinnur nú að því að fletta ofan af samtökum öfgafullra vinstrimanna innan herafla landsins en þessi samtök eru talin bera ábyrgð á fjöldamörgum hryðjuverkum í Grikklandi að undanfórnu, meðal annars á morði gríska blaðaútgefandans Tzortzis Athanasiades. Þegar þessi samtök létu fyrst til sín heyra á síðasta ári kölluðu þau sig „Hermanna- nefndina" en hafa nú tekið upp nafngiftina „Baráttusamtökin gegn hernaði". Þau lýstu sök á hendur sér þegar blaðaútgefand- inn fyrrnefndi var myrtur, en hann var hægrisinnaður og hafði unnið það sér til óhelgi að neita að taka alvarlega kröfur sam- takanna um betri aðbúnað að hermönnum. Þótt Tzortzis hafi verið íhaldsmaður var hann mjög andvígur herforingja- stjórninni á sínum tíma og var blað hans, Vradyni, bannað á stjórnartíma þeirra. Miklar umræður hafa orðið í Grikklandi um vaxandi hryðju- verkastarfsemi og hefur stjórn- arandstaðan áfellst stjórnina harðlega og sagt hana í raun bera ábyrgð á henni með undan- látssemi og alls kyns gælum við öfgafulla vinstrimenn í landinu. I umræðum á þingi í síðustu viku sagði Antonis Drossoyannis, að- stoðarvarnarmálaráðherra, að öryggislögreglan hefði „náið eftirlit með samtökum þessara stjórnleysingja. Við erum ekki hræddir við þá og þeim mun eng- in miskunn verða sýnd. Þetta er fámennur hópur og hann verður barinn niður.“ Fyrir þremur mánuðum sagði Drossoyannis, að rannsóknir hefðu sýnt, að vinstri öfgamenn- irnir innan gríska hersins nytu stuðnings samtaka, sem hefðu aðsetur í Stokkhólmi og væru þekkt undir nafninu „Samevr- ópsku baráttusamtökin fyrir réttindum hermanna". Sagði Drossoyannis, að þessi félags- skapur ynni ekki að hagsmuna- málum hermanna, það væri að- eins haft að yfirvarpi. Raun- verulegur tilgangur hans væri allur annar. Eftir öðrum heim- ildum er haft, að þessi samtök í Stokkhólmi séu ákaflega vinstri- sinnuð og hafi rekið áróður með- al hermanna ýmissa ríkja, sem aðild eiga að Átlantshafsbanda- laginu. Grískir félagar í samtök- unum hafa a.m.k. þrisvar sinnum tekið þátt í mótmæla- göngum, sem beint hefur verið gegn Bandaríkjamönnum, en hafa alltaf haft grímur fyrir andlitinu til að ekki sé unnt að bera kennsl á þá. „Hermannanefndin" hefur staðið fyrir útgáfu á alls kyns dreifiblöðum, sem dreift hefur verið meðal grískra hermanna. Jafnan er látið í veðri vaka, að réttindi hermannanna standi „nefndinni" hjarta næst en ekki fer á milli mála að tilgangurinn er fyrst og fremst að sá fræjum úlfúðar og upplausnar. Varnar- málaráðherranum og öðrum yfirmönnum hersins eru ekki vandaðar kveðjurnar og sósíal- istastjórn Andreas Papandreou sögð handbendi heimsvalda- sinna og beint framhald á fyrr- verandi hægri-stjórnum. Haft er eftir heimildum innan gríska hersins, að þessi samtök vinstri öfgamanna hafi komið fyrir sprengjunum, sem sprungu á hóteli nokkru skammt frá tyrknesku landamærunum í lok síðasta mánaðar en þar var þá haldinn fundur íhaldsflokksins gríska. Á siðustu sex árum hefur vopnum margsinnis verið stolið úr fórum gríska hersins og í upp- hafi þessa árs var eldflaug, sem ætluð er gegn skriðdrekum, skotið að herbúðum á lítilli, grískri eyju. Þessi eldflaug var ein af 17, sem horfið höfðu úr vopnabúrum hersins, en Drosso- yannis, aðstoðarvarnarmála- ráðherra, heldur því þó fram, að tekist hafi að hafa upp á 15 þeirra aftur. Stjórnarandstaðan hefur gert harða hríð að stjórn sósíalista vegna þessarar þróunar og segir hann bera meginábyrgð á því hvernig komið er. Andreas Pap- andreou og Sósíalistaflokkur hans unnu stórsigur í síðustu kosningunum undir merkjum eindreginnar vinstrimennsku og fengu út á það stuðning jafnt kommúnista sem annarra hópa vinstrimanna. Þeim þykir því sem þeir eigi hönk upp í bakið á Sósíalistaflokknum og geti óáreittir farið sínu fram um ýmislegt, sem ekki hefði verið látið viðgangast á stjórnartíma hægrimanna. Eins og svo oft áð- ur hefur kommúnistum heldur ekki orðið skotaskuld að finna hverjir bera ábyrgðina á hryðju- verkunum. Dagblaðið Ethnos, sem jafnan tekur málstað Sov- étmanna, sagði nú nýlega, að leyniþjónustur á Vesturlöndum stæðu að baki þeim og formaður kommúnistaflokksins, Harilaos Florakis, nefndi sérstaklega Bandaríkjastjórn í því efni. Papandreou hefur átt við ær- inn vanda að stríða síðan hann komst til valda. Efnahagssam- drátturinn hefur ekki gengið hjá garði í Grikklandi fremur en annars staðar, atvinnuleysi hef- ur vaxið og ókyrrð er á vinnu- markaðnum. í kosningabarátt- unni létu sósíalistar að því liggja, að þeir myndu segja sig úr EBE en um það er ekki lengur rætt. Þeir ætluðu einnig að loka bandarískum herstöðvum í land- inu en nú er um þáð rætt hve dýru verði Bandaríkin skuli kaupa aðstöðuna. Hryðjuverkin og undirróður öfgafullra vinstri- manna í hernum er heldur ekki til að bæta um betur og munu að líkindum verða vatn á myllu stjórnarandstöðunnar í næstu kosningum. Þau eru líka talin munu verða til þess að Sósíal- istaflokkurinn reyni að draga skýrari mörk á milli sín og þeirra hópa vinstrisinna, sem eru til vinstri við hann. (Heimildir: NYTNS, AP)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.