Morgunblaðið - 27.04.1983, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983
Tage Voss og georgjedde.
Drik eller druk
— eftir Tage Voss og georgjedde
Jóhanna Kristjónsdóttir
I þessari bók hefur danski höf-
undrinn og . furðufuglinn
georgjedde skrifað um ofneyzlu
áfengis, með dyggri aðstoð lækn-
isins Tage Voss. Bókin er þó ekki
í skrúðugum játningabókastíl,
heldur miklu fremur skýringa og
upplýsinga frásaga og sú aðferð
sem þeir félagar hafa valið: að
láta þá svona hálfpartinn skrif-
ast á í bókinni kemur bara vel til
skila. Tage Voss er ekki í dóm-
arahlutverki, hann segir reyndar
einhvers staðar á fyrstu blaðsíð-
unum, „Ef maður finnur létti við
það að drekka og líður betur full-
ur, er eitthvað sjúkt við það að
vera edrú“, en bætir þó við að
„hins vegar sé öllu skynsamlegra
að reyna að halda áfengisnotkun
innan ákveðinna takmarka, þar
sem fæstir hafa heilsu og pen-
inga til að vera sífullir. Og með-
an einhver þarf á manni að
halda og þykir vænt um mann er
þó nokkur ástæða til að reyna að
halda í sér líftórunni. Sé svo ekki
er út af fyrir sig skiljanlegt að
menn geri lítið til að berjast á
rnóti".
Út frá þessari skoðun Voss
ganga þeir síðan megnið af bók-
inni. Rithöfundurinn georgjedde
er 69 ára og hefur verið „manio-
depressiv" í áratugi og lesanda
skilst að hann telji sig hafa erft
þann sjúkleika frá móður sinni.
Sjúkdómurinn er honum erfið-
astur viðfangs á veturna, þá
drekkur hann sig augafullan
langtímum saman til að losa sig
undan fargi þungra þanka. End-
ar svo á sjúkrahúsi eftir hvern
túr. í hans augum er þessi bók
tilraun til að lifa af — ekki með
játningum eins og fyrr segir,
heldur öllu frekar með því að
átta sig á sjálfum sér. Hann seg-
ir: Alkóhólismi er sjúkdómsein-
kenni og ef flaskan er tekin frá
alkóhólistanum og honum gefn-
ar antabustöflur í staðinn, lok-
um við í raun og veru öllum
möguleikum á því að ná til
meinsémdarinnar. Hún blundar
en hún hverfur ekki.“ Og Tage
Voss segir: „Ástæðan fyrir því
að ég held áfengisneyzlu í skefj-
um er sennilega sú, að foreldrar
mínir innrættu mér ótta við það
sem maður hefur ekki stjórn á.
Áfengi getur örvað samræður og
víst getur fólk verið fjörugt og
skemmtilegt á vissu stigi áfeng-
isnotkunar. En ég drekk ekki
mikið, vegna þess að ef ég geri
það verð ég svo þreyttur og
timbraður daginn eftir og lífið er
of stutt til að eyða því í timbur-
mönnum og eymd. Mér leiðist að
vera innan um drukkið fólk, það
verður hávaðasamt, illþefjandi
og það hlustar ekki á aðra —
allra sízt mig (!). Þess vegna fer
ég snemma heim úr slíkum sam-
kvæmum. Þetta geta verið ein-
hvers konar anti-viðbrögð. Það
er misskilningur að fólk verði
langtum andríkara og skemmti-
legra undir áhrifum. Ef fólk
tæki upp á band fylleríissam-
kundu og spilaði hana svo þegar
það er edrú myndi það heyra,
hversu ömuleg líðanin verður
eftir nokkur glös, hversu fárán-
lega er talað og hve dómgreindin
fýkur fljótt út í bláinn."
Fram kemur að um 200 þús-
und áfengissjúklingar séu í
Danmörku, og þar af sé helming-
ur sem viðurkennir sjúkdóminn
sem slíkan. Þá er á það bent að
áfengisnotkun kvenna hafi auk-
izt þar mjög mikið og er það
sama þróun og hefur orðið t.d.
hér á landi og víðar. Á hinn bóg-
inn eru 90 prósent þeirra sem
leita sér lækninga í Danmörku,
karlmenn, enda eru þeir sam-
mála um að konur geti dulið
drykkju sína lengur en karlar og
drykkjuvenjur þeirra sé öðru-
vísi.
Hvort sem áfengismisnotkun
er nú aumingjaskapur, sjúkdóm-
ur sprottinn af félagslegum eða
geðrænum ástæðum, er vandinn
fyrir hendi. Það er nauðsynlegt
að horfast í augu við og bók
þeirra Voss og georgjedde er
gagnlegt innlegg í umræður um
þessi efni.
Ribli-Torre 3—2:
Ribli vann með svörtu
Skák
Margeir Pétursson
Þó Portisch sé kominn á síðasta
snúning í einvíginu við Korchnoi
eiga Ungverjar þó enn von þar sem
Zoltan Ribli er, því hann tók for-
ystuna í einvígi sínu við Kugenio
Torre frá Filippseyjum með því að
vinna fimmtu skákina með svörtu,
en hún var tefld á þriðjudaginn.
Þeir Ribli og Torre eru báðir 31
árs og nýliðar í áskorendakeppn-
inni. Lcngi vel gekk illa að finna
einvígi þeirra stað, enda er það af
mörgum talið minnst áhugaverðast
af einvígjunum fjórum, en það er
nú hafíð á sumardvalarstaðnum
Alicante á Spáni.
Báðir keppendurnir eru þekkt-
ir sem mjög rólegir og yfirvegað-
ir skákmenn og gangur fyrstu
skákanna var í samræmi við það.
Jafntefli var samið fljótlega eft-
ir byrjunina í fjórum þeim
fyrstu og það var ekki fyrr en
eftir gróf mistök hjá Torre í
tímahraki í fimmtu skákinni að
eitthvað fréttnæmt fór að ger-
ast. Taugaspennan í þessu ein-
vigi er meiri en margan grunar,
enda hangir mikið á spýtunni
fyrir báða. Ribli kemur frá
Úngverjalandi þar sem skák er í
miklum hávegum höfð og Torre
hefur fyrir löngu verið gerður að
þjóðhetju heima á Filippseyjum,
enda skákséní fáséð þar austur-
frá. Þar að auki er Campomanes
orðinn forseti FIDE og hann vill
ólmur auka hróður Asíubúa í
skákinni. Það er því mikið í húfi
hjá báðum að komast a.m.k.
áfram í undanúrslit þó ekki væri
nema til að afla sér dýrmætrar
reynslu fyrir næstu keppni.
Fyrirfram var Ribli almennt
álitinn sigurstranglegri því hann
hefur sigrað á öllu sterkari mót-
um en Torre. En þótt Filippsey-
ingurinn standi andstæðingi sín-
um að baki hvað reynslu og
þekkingu varðar, hefur honum
oft tekist að vinna óvænta sigra
með þolinmæði og taugastyrk.
Það er því of snemmt að afskrifa
hann þrátt fyrir tapið í fimmtu
skákinni.
Hvítt: Kugenio Torre
Svart: Zoltan Ribli
Drottningarbragð
1. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4 —
d5, 4. Bg5 — h6, 5. Bxf6 — Dxf6,
6. Rc3 - c6.
Hvítur hefur látið biskupapariö
af hendi en fær í staðinn nokkra
yfírburði í rými.
7. e3 - Rd7, 8. Bd3 - Dd8, 9. 0-0
- Be7, 10. De2
Mun hvassara er 10. e4, en
Torre kýs fremur að leita færa á
drottningarvængnum.
- 04), 11. Hfdl - f5!, 12. Habl -
a6, 13. b4 - Bd6, 14. a4 - Rf6,
15. Hdcl — Re4, 16. Dc2 — Bd7.
Ribli hefur stillt liði sínu upp
með það í huga að draga úr
áhrifum hvítrar árásar á drottn-
ingarvæng, en Torre ræðst samt
strax til atlögu:
17. b5 — axb5, 18. axb5 — I)e7,
19. c5
Hér kom einnig til greina að
leika 19. Re5.
- Bb8, 20. bxc6 — Bxc6, 21. Re2
- Df6, 22. Bb5 - f4!, 23. Rxf4 -
Bxf4, 24. exf4 — Dxf4, 25. Hfl
Það er greinilegt að byrjun-
artaflmennska Torre hefur
misst marks, en það eru þó enn
ýmsir Ijósir punktar í hvítu stöð-
unni, t.d. er möguleikinn Rf3-e5
fyrir hendi.
- Ha3!, 26. Hb3?
26. Bxc6 — Hxf3 er hæpið
fyrir hvítan, en langbezt er 26.
Bd3, sem heldur í horfinu. T.d.
ekki 26. - Ba4, 27. De2 - Rc3?,
28. Dxe6+
- Bxb5!, 27. Hxa3
Hvítur er varnarlaus eftir 27.
Hxb5 - Hxf3!, 28. gxf3 - Hf5!
— Bxfl, 28. Kxfl — g5!
Vegna slæmrar kóngsstöðu
sinnar fær hvítur nú enga björg
sér veitt.
29. h3 — h5, 30. Ha2 — g4, 31.
hxg4 — hxg4, 32. Re5 — Dh2, 33.
f3 — Dhl +, 34. Ke2 - Dxg2+, 35.
Kd3 — Hxf3+ og Torre gafst
upp.
Ótrú slær
eigin herra
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Bíóhöllin:
ÞRUMUR OG KLDINGAR
(„Creepshow")
Leikstjórn: George A. Romero
Handirt: Stephen King
Kvikmyndataka: Michael Gornick
Sérstakar förðunarbrellur:
Tom Savini
Aðalhlutverk: Hal Holbrook, Adri-
enne Barbeau, Fritz Weawer,
Leslie Nielsen, K.G. Marshall, Vi-
veca Lindfors, Stephen King
Bandarísk frá 1982.
Creepshow, eða Þrumur og eld-
ingar, er gerð í anda hryllings-
myndasagnanna sem nutu mik-
illa vinsælda um það leyti er
höfundar þessarar myndar uxu
úr grasi. Þ&E er nefnilega fimm,
gríni blandaðar hrollvekjur í
anda þessara bókmennta.
Líkt og sögurnar í myndablöð-
unum eru hinir fimm þættir
Þ&E ærið misjafnir að gæðum,
flestir nokkuð venjulegir og
koma lítið á óvart — allavega
þeim sem lesið hafa Night Shift,
Kings. Þetta eru alltsaman
nokkuð klassískar klisjur, eins
og The Crate, þar sem mannætu-
skrímsli finnst undir kjallara-
tröppum og er síðan nýtt af eig-
inmanni sem orðinn er lang-
þreyttur á naggi og aðdróttunum
drykkfelldrar ektakvinnu; They
are Creepin Up On You er dæmi-
gerð hryllingssaga af manni,
einskonar Howard Hughes-týpu,
sem hræðist og hatar kakka-
lakka í gerilsneyddum heim-
kynnum sínum og The Lonsome
Death of Jody Verrill segir af ein-
földum náunga sem fær send-
ingu utan úr geimnum sem boð-
ar ekkert gott. Saga af þeirri
gerðinni sem frekar er ætluð til
að örva brosið frekar en gæsa-
húðina.
Þá eru tveir kaflar enn
ónefndir og eru þeir bestu hlutar
myndarinnar. Annar, Father’s
Day, er saga af draug sem vill fá
kökuna sína en engar refjar á
bóndadaginn. Fyndin, vel leikin
og andrúmslofið oftast mettað
spennu. Líklega vandaðasti hluti
myndarinnar. Þá er ótalinn besti
þátturinn — Something to Tide
you Over, um hálfærðan, mynd-
bandasjúkan eiginmann sem
kemst að því að kona hans á í
ástarsambandi við nágrannann.
Hann hefnir sín á grimmilegan
hátt með djöfullega kænskulegri
aðstoð myndbandatækninnar.
En sagan er ekki öll, því Romero
gerði nú einu sinni Dawn of the
Dead.
Ég get ekki neitað því að í
heild er ég ekki eins hress með
Þ&E og ég reiknaði með. Ég er
það mikill aðdáandi Kings að ég
fæ bækur hans sendar í flugi er
þær koma út erlendis, hef enga
eirð í að þær skoli hér í hillur
einhverntíma. Hér virðist þess-
um, hvað mest lesna afþrey-
ingarrithöfundi Bandaríkjanna í
dag, nokkuð fatast flugið. í stað
þess að iáta áhorfendur öskra úr
hræðslu frekar en hlæja, líkt og
höfundar lofuðu fyrirfram þá
bregður manni jú, lítillega, ann-
að slagið, en skopþáttur myndar-
innar er mun sterkari. Hér svík-
ur King aðdáendur sína og er
ótrúr sjálfum sér og afleiðingin
er ári misjöfn mynd sem nær sér
aðeins tvisvar á flug af fimm
flugtökum. Hinir þrír eru svona
í meðallagi, minna eilítið á
gömlu, (að manni fannst þá,
góðu), AIP myndirnar í Hafnar-
bíó, sáluga, t.d. Tales of Terror
með höfðingjunum Vincent
Price, Karloff og Peter Lorre, en
tveir ná þeim gæðaflokki sem
maður á að krefjast af King og
Co.
Hlutur George A. Romero,
þess krassandi hryllingsmynda-
leikstjóra, (Dawn of the Dead,
Night of the Living Dead), er betri
en Kings. Það er auðséð á vinnu-
brögðum hans í Þ&E, að hann
lumar á ýmsu fleiru í handrað-
anum en þeim heljarhroða sem
hann kvaldi áhorfendur á í fyrr-
nefndum myndum. Hann á tví-
mælalaust eftir að gera enn
betri hluti í framtíðinni. (Þess
má til gamans getaað Romero er
einn uppáhaldsleikstjóri Kings,
sbr. Danse Macabre, e. King, útg.
1981).
Þ&E er ágætlega gerð tækni-
lega í flesta staði, rann allavega
snuðrulítið framhjá augum und-
irritaðs. Leikur og leikaraval er
með ágætum, minnisstæðastir
Viveca Lindfors, Adrienne
Barbeau, Leslie Nielsen og síðast
en ekki síst King sjálfur í hlut-
verki einfalds sveitamanns í
þættinum The Lonsome Death of
Jordy Verrill. Bara að hann hefði
lagt sig jafnvel fram í handrits-
gerð allra þáttanna. Þá hefði
Þ&E ekki orðið aðeins þokka-
legasta afþreying heldur þau
gæsahúðarupptök sem maður
reiknaði með frá hendi tveggja,
hvað mestu hrollvekjusnillinga
samtímans.
VfeKrSCAKyMO/ie
-m%eW 1
'M