Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.04.1983, Qupperneq 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. APRÍL 1983 Gölluð aðferð í ævisögu eftir Jón Kristvin Margeirsson, fil. lic. I Morgunblaðinu 18. desember sl. birtist kafli úr fyrra bindi sjálfsævisögu Steindórs Stein- dórssonar, sem kenndi við Menntaskólann á Akureyri í ára- tugi og lauk starfsferli sínum þar sem skólameistari. Steindór grein- ir að sjálfsögðu frá skiptum sínum við fyrirrennara sína, Sigurð Guð- mundsson og Þórarin Björnsson, og fjallar kafli sá, sem Morgun- blaðið birti, einmitt um Sigurð. Hann sleppur ekki fremur en aðrir samferðamenn Steindórs við ein- kunnagjöf og kemst Steindór svo að orði í lýsingu sinni á þessum forvera sínum í skólameistara- embættinu: „Mjög vildi Sigurður innræta nemendum sínum hlutlægni og fór um það mörgum áhrifaríkum orð- um ekki síður en lýðræðið. En sjálfur var hann sá skapmaður, að hlutlægnin kom oft lítt til greina í skiptum hans við nemendur. Hann hafði þar sína hvítu og svörtu sauði, og hagaði sér eftir því. Þetta hefði verið náttúrlegt, ef mátt hefði rekja það til framkomu og atferils nemenda í skólanum, en svo var hvergi nærri ætíð. Oft þurfti ekki annað en ætterni manna til að ráða því, í hvern dilkinn þeir voru dregnir. Kom það jafnvel fram í einkunnagjöf. Einn alvarlegasti áreksturinn í því efni varð einu sinni út af með- mælum með nemanda. Þá var regla, að Menntamálaráð veitti einum nemanda stóra styrkinn svonefnda, sem var til nokkurra ára og ætlaður til utanfara. Var það orðin viðtekin hefð, að dúx skólans hlyti styrkinn, ef hann sótti. Þegar ólafur Jóhannesson síðar ráðherra varð stúdent, hafði hann mjög hug á utanför, og hafði hann lengstum verið dúx bekkjar- ins. En svo gerðist það, að Ólafur missti dúxsætið í 6. bekk fyrir Há- mundi Árnasyni, geysimiklum námsmanni en lítillar ættar, og hafði hann aldrei notið hylli Sig- urðar, enda þótt hann rækti nám sitt og skólaskyldur af mestu prýði. Ölafur hafði hins vegar frá öndverðu verið eftirlætisgoð, enda hvorki hægt að setja út á námsfer- il hans né hegðan. Að loknu prófi fór Hámundur til skólameistara og bað hann um meðmæli til Menntamálaráðs. Sigurður tók honum fálega og harðneitaði hon- um um meðmælin, enda hafði hann fyrir löngu verið búinn að heita Ólafi þeim og ákveða, að hann skyldi fá styrkinn. Hámund- ur leitaði nú ásjár hjá dr. Kristni, þótti honum sem von var næsta ómaklegt, að dúx skólans skyldi vera neitað um meðmæli frá skól- anum. Hafði Kristinn síðan sam- ráð við mig og gáfum við Hámundi meðmælin í sameiningu og hlaut hann styrkinn ... Síðar heyrði ég á Barða Guðmundssyni, að Menntamálaráð hefði furðað sig mjög á þessari afstöðu Sigurðar að neita skóladuxinum um með- mæli og talið það óheyrt." Ekki verður annað séð, en Steindór sé hér að bera Sigurði það á brýn, að hann hafi misbeitt valdi sínu sem skólameistari. Það er leitt, að Sigurður Guðmundsson skuli ekki vera hér til andsvara. Hann hefði vafalaust haft frá ýmsu að segja og honum hefði varla orðið skotaskuld úr því að svara þessari ádrepu frá Stein- dóri. En þeir sem lifa, geta þó flett upp í skólaskýrslum Menntaskól- ans á Akureyri, og komast þá að raun um, að Steindór hefur rangt fyrir sér. Hámundur Árnason var ekki skóladúx þetta umrædda ár. Þeir tóku stúdentspróf árið 1935 Ólafur Jóhannesson og Hámundur Árnason og eru einkunnir þeirra birtar í skólaskýrslum M.A. Hvor- ugur þeirra var dúx. í því sæti var Jóhann L. Jóhannesson. Hann var hæstur á stúdentsprófi þetta ár með einkunnina 7,22. Næstur kom Hámundur Árnason með einkunn- ina 7,13. ólafur Jóhannesson var Jón Kristvin Margeirsson „Þad er engu líkara en margir samferðamenn Steindórs hafi gert hon- um eitthvað til miska ... og hann telji það eðlileg viðbrögð ... að Uoma á prent lýsingum á meintum göllum og veikleikum þeirra.“ þriðji. Gefið var fyrir samkvæmt Órstedsskala. (Sjá skólaskýrslur Menntaskólans á Akureyri 1935, bls. 56-57). Það er því ekki rétt hjá Stein- dóri, að Sigurður Guðmundsson skólameistari hafi neitað skóla- dúxinum um meðmæli til Mennta- málaráðs vegna ætternis og vin- fengis við þann nemanda, sem lengstum hafði verið dúx bekkjar- ins en misst af því í 6. bekk. Við ritun sjálfsævisögu er að sjálfsögðu hægt að viðhafa ýmsar aðferðir. Eftir að hafa lesið bók Steindórs hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að hún muni vera morandi af efnisvillum vegna galla á aðferð hans. Athugun á að- ferð hans hefur orðið mér mun auðveldari fyrir þá sök, að hann lýsir á bls. 273 og 274 máli, sem ég kann full skil á, þar eð það snertir mig persónulega, en Steindór lýsir sem áhorfandi. Á einni blaðs.íðu neðri hluta af blaðsíðu 273, og efri hluta af blaðsíðu 274, gerir Stein- dór 18—20 efnisvillur. Nú er bók hans 324 síður alls, og sé reiknað með svona mörgum efnisvillum í allri bókinni (19 villum á síðu), væru efnisvillurnar alls 6.156 (sex þúsund eitt hundrað fimmtíu og sex!). Ég tel þó fullvíst, að þær séu óvenju margar á þessari umræddu blaðsíðu, en þær ættu þó varla að vera nema svona fimmfalt fleiri heldur en á öðrum síðum bókar- innar að meðaltali. Þá væru vill- urnar (efnisvillur) alls 1.231 í ævisögunni. Þótt þær væru jafn- vel ekki nema þúsund, væri það mikið. Ástæðan til þess, að bókin er vafalaust morandi af villum, er, sem fyrr var nefnt, gölluð aðferð. Á hinni umræddu blaðsíðu sé ég, að Steindór notar ekki prentaðar heimildir á borð við skólaskýrslur. Ef hann hefði lesið skýrslur skól- ans fyrir árið 1959 hefði hann sloppið við að gera efnisvillu, sem er í texta hans á bls. 273. Annar galli á aðferð hans er sá, að per- sónur og atriði ruglast saman. Sbr. grein um ævisögu Steindórs í slendingi 16. desember 1982.) Þriðji gailinn er sá, að hann nýtur aðstoðar frá skáldgyðjunni. Neðst á bls. 273 lýsir hann upphafi máls þess, sem er til meðferðar á næstu síðum, og er þessi lýsing Steindórs á upphafi málsins skáldskapur hans. Að sjálfsögðu leiðir af þessu efnisvillur. Fjórði gallinn á aðferð hans er sá, að hann notar slúður- sögur. Hann lýsir efst á bls. 274 atviki úr matsal heimavistar M.A. og er sú útgáfa þessa atviks sem Steindór tekur upp í bók sína, slúðursaga. Vart þarf að taka það fram, að þetta leiðir til þess, að hann gerir efnisvillur. (Um þetta mál, sjá Tímann 4. desember 1960; þar eru engar teljandi villur.) Hér hafa nú verið taldir upp fjórir gallar á aðferð Steindórs. Ljóst er, að torvelt yrði að gera fullnægjandi könnun á því, hvern- ig þessi gallaða aðferð fæðir af sér efnisvillur í ævisögu hans. Einna auðveldast er að byrja á því að bera bókina saman við prentaðar heimildir, t.d. skólaskýrslurnar. Lesendur þessarar greinar hafa þegar kynnzt einu atriði úr slíkum samanburði. Ég læt þeim eftir að halda samanburðinum áfram. Enda þótt ég ætli ekki að ræða hér annað en aðferð Steindórs, verð ég þó að segja, að það er ein- kennilegt að lesa þessa bók, þar sem saga Menntaskólans á Akur- eyri er svo mjög í brennipunkti, og rekast hvergi á frásögn af hinu svonefnda Möðruvallamáli. Kannski hefur Steindóri þótt rétt að hlífa einhverjum, sem þar kom við sögu, og væri slík afstaða vissulega lofsverð. En þá vaknar spurningin hvers vegna hann hlíf- ir ekki öðrum. Það er engu líkara en margir samferðamenn Stein- dórs hafi gert honum eitthvað til miska eða verið eitthvað að þvæl- ast fyrir honum, og hann telji það eðlileg viðbrögð af sinni hálfu að semja og koma á prent lýsingum á meintum göllum og veikleikum þeirra í því skyni að smækka þá og rýra þá virðingu og álit, sem þeir kunna að hafa aflað sér. Ef allir forstöðumenn ríkisstofnana færu eins að, mundu verkefni dómstóla og lögfræðinga væntanlega aukast að mun, þar eð ætla má að mörg „fórnarlambanna" mundu telja sig knúin til að reyna að rétta hlut sinn. Fórnarlömb Steindórs geta þó huggað sig við það, að ástæðu- laust er að taka mikið mark á ævi- söguritara, sem notar jafn gallaða aðferð og hann. Landbúnaðarráðuneytið á villigötum — Hver ræður? eftir Pétur Behrens „Hrossabúið Aegidienberg, fremsta ræktunarstöð eðlistöltara í Þýskalandi auglýsir 5 úrvals stóðhesta, Vörð frá Kýrholti, Jarp frá Sandhólaferju, Hákon frá Aegidienberg, Hrafn frá Aegidi- enberg og Perú-töltarann E1 Paso“. Þessi auglýsing birtist í þýska hestatímaritinu Freizeit im Sattel mars 83. Síðan er lýst afrekum og ágæti hestanna hvers og eins. Um Pasó-hestinn er m.a. þessi athygl- isverða vitneskja' „Hann þjónar hryssum af Perú-kyni, Pasó-kyni og 20 völdum íslenskum hryssum." Á öðrum stað í blaðinu stendur eftirfarandi: Tilkynning varðandi sumar- exem. Eftirtaldir aðilar hafa látið útbúa spurningaform fyrir hesta- vini sem eiga exemsiúk hross: Dýrala-knastofnun á fslandi við landbúnaðarráðuneytið. Stofnun í heilbrigðisfræðum húsdýra við háskólann í Bonn, Rínarlanda- deild landssambands eigenda ís- lenskra hesta og Ræktunarbúið Aegidienberg. Auglýsandinn og eigandi rækt- unarbúsins heitir Walter Feld- mann (eldri). Þessi kappsfulli áhugamaður um islenska hesta lánaði heimaaðstöðu undir fyrsta Evrópumótið (1970) og keypti á-ur fyrr hross á Islandi í verulegum mæli. Síðar varð hann frægur að endemum meðal hestamanna af því að berjast hatrammlega ásamt syni sínum, fyrir þyngingum á framfótum keppnishrossa. Hr. Feldmann tók sér m.a. ferð á hendur til íslands þeirra erinda að fá ráðamenn ýmsa svo og þekkta knapa á sitt band og rægja þá sem vöruðu við afleiðingum þyng- inganna. Þetta strið er nú að heita má um garð gengið, en alltaf virð- ast vera til Þjóðverjar sem vilja berjast hversu oft sem þeir tapa og hversu fáránlegt sem markmið baráttunnar er hverju sinni. Það kom illa við marga þegar önnur tötlhestaræktun en sú ís- lenska var stofnsett fyrir u.þ.b. þremur árum einmitt há íslands- hestavininum í Aegidienberg. Kom þá til tals mjög fljótlega í hinum þýsku landssamtökum eig- enda íslenskra hesta að reka Feldmann úr félagsskapnum. Var þó ákveðið að bíða átekta (hrossa- verslun er frjáls sem betur fer) en láta til skarar skríða, yrði hann uppvís að kynblöndun. Nú er sú blöndun í fullum gangi, blendingarnir eru auglýstir skarpt og blendingstrippi voru meira að segja sýnd á Equítana í mars sl. Rís nú kröftug mótmælabylgja meðal evrópskra íslandshestaeig- enda, þeim er ekki síður illa við hina „erfðafræðilegu mengun" Pétur Behrens eins og Gunnar Bjarnason hefur kallað þetta furðulega uppátæki. Hreinrætkun að íslenskri fyrir- mynd hefur alltaf verið aðal- markmið hjá öllum samtökum eigenda íslenskra hesta allsstaðar í Evrópu. Dálæti útlendinga á ís- lenska hestinun á m.a. rót sína að rekja til þeirrar staðreyndar að þetta kyn er upprúnalegt, sterkt mótað og óblandað. Nú munu menn vera búnir að fá sig full- sadda af uppátækjum fslands- hestavinarins W.F. Vinafár er hann orðinn nú þegar, en virðist þó eiga ítök á íslandi. Eða hvernig má það vera að „dýralæknastofn- un á íslandi við landbúnaðarráðu- neytið" (Hvaða stofnun er það?) er einmitt núna að hefja samstarf við ræktunarbúið Aegidienberg? Samkvæmt blaðatilkynningum sendir eigandi þess plögg frá sér í nafni þessarar opinberu stofnun- ar. Líklega má einu gilda hvaðan gott kemur, það er verið að vinna á móti exeminu. Hví skyldi mað- urinn ekki auglýsa sig? (íslenska ræktun, suðurameríska ræktun, blendingar og Aegidienberg- exem-áburðinn.) Það er aðeins eitt sem illa skilst erlendis: Hversvegna leita íslend- ingar ekki samvinnu við aðra en W.F.? Hví er ekki leitað til manna sem eru heilir í áhuga sínum um íslensk hross og vinna heilshugar að framgangi þeirra en ekki er- lendra kynja um leið? Það krefst glöggskyggni að skynja hvort sá er margt mælir og fagurt er vinur í raun. Seinheppn- ir hafa einhverjir verið hér heima, GESTUT aegidienberg Deulschlands erste Adresse fur Natuhölter- zuchl prásöntiQrt 1983 funf Spitzenv©rerbor VÖRDUR FBA KYRHOLTI ot r Hvn *uch 31 anflekort* l&hne. CnMM vntf Ur«nk*l SptUnntwngiie <rMi Hekon • Anflúftrfibrtffl. StMlwHr Or A*#nr. Hralrt • i.e-ihri • -ai Btict.pt, Tnp*t ■ H. SMbntö- <*r Jnrptir At>orílln.'.h.wa, Oin*u*. Hr/Jf, Or W Oúlrttl*r (MmtMrifl -W Weprier urnl viHfi nrufttu Hnd UtruHt eir.iiwtieli duitti í.'ire Hnr.l'- /ucMar||*öiuae« uné W»re Vuriuartir IftAAitrM tftrt WjtcWrewrnw.-. *on Vörður nnfrftn.. *•« ** «r*c-lq nWrh *n f uropiuftHrtorw.Witftn W Vrvrtm tftckl tftH « Jftwnr. •**■ Oftul At>W«*wr>ber9 E.mrftnftnt untf örtofltftrfttftf [W.»un m AOO. JAMÞUR fra SanOholaferju awvjwn nr». fiapun i3«.» c*a, ntrfr.r: iw.ner. Zun»r«r- töi«j ijeprMtaH Sof.n »on ytydur ‘r* Ky»ro«« mta Zur.M*óH (ftt. 0***..», A«jWftno*,q rt-jkunftnMrnr: Oft Fonftn vur Hr*fo nrrmiftti ta«cr:»m Fr**«ftn.n tftn Hftatn iftOl ifttM G*»li.* AoQrfftir-Jwru !)*bor*r> IS73, Rrnunor Srochrruifi fJ7,S cm, itift fttaHif*Hi«wprt.>iriK *ftnfl*i «n m!*nrt a*xofl*nur femn rt«’» rH'Wnr.nfff'i i-«»c*u»»*eo*<» Mytur lr« K irkltilMtn .f*ry.-ur ftnefltp*ft. iftn r<*ti««*ftn T itt*nftist*r»cfmft«n d*r Ducir'inc IHf «50, • EL PASO flrfftfen 107?. Fjr.nv Srockm»fi IM crn Ei l»»»u l«l der *t»«w ln pui >mt hn fluw M»t»»m«.ltaen m i»- l»nrt. *octa ue.no m Oew'uctalurrfl ge- '•llerftn Fohwrt ftrtmcftm «h.<cf. inr F»»*rft.tr unrt ftr R»n<jvnrinftft<, Dncirtaixn 0«* «50,- Oeckzeit vom 1 Mai • 1 August ^ iffirtn'n Sre fttt* tevr.Uvitifl , i.nsere Geslul*l>ea*nflun*ftin «n j tr i.Hiiorjin f,pi tf*,t t 0«Ol»cftu: Paiitmtni*torvrl»*lhtn mnhrere nr»t« P.Mce. 6i P*«o »t*mm' „»»n o*n r.ft- Mnn ttkiWinton P*ru» m> Ef rew.tatwH irf.ii i»u* ntocta tfertttm Ai.Mruck. T*rm|ftt»m»fM urul viH Aift! uerbun rtttn ntrt nmom hon«"ftv.é-<r*.n Cr-u rnkfti urMl wrW'tan rJeftrfiun, 5340 Bad Honnef 6, Teiefon: 02224 80030. uo í auglýsingiinni eni tíunduð gæði .stóðhcstanna sem notaðir eru I Aegi- dienberg. Neðst til hægri er Perú- hesturinn El Paso sem notaður er á tuttugu íslenskar hryssur. sé augiýsingin makalausa á rökum reist. Samstarf landbúnaðarráðu- neytisins við fyrirtækið Aegidien-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.