Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 ______________________3_ Sex handtek- in með hass á Keflavíkur- flugvelli SEX íslendingar — finun karlmenn og ein kona, voru handtekin með hass í Rockville fyrir skömmu. Þau voru hjá varnarliðsmönnum, sátu þar að sumbli og reyktu hass, sem þau keyptu í Reykjavík og fóru suður á Keflavíkur- flugvöll að loknum dansleik í Reykja- vík. Fólkið var fært til yfirheyrslna í Keflavík. Þau voru í haldi í um sól- arhring og var málinu lokið með dómsátt hjá fimm þeirra en einn neitaði dómsátt. Þau hlutu 1500 króna sekt fyrir neyzlu á hassi. íslenskir tóm- atar á markaðinn FYRSTU íslensku tómatarnir eru nú að koma í verslanir, en íslenskar agúrkur hafa verið til sölu í verslunum í nokkrar vikur. Kílóverðið á tómötunum í heild- sölu er eitt hundrað krónur, samanborið við 60 krónur á fyrstu tómötunumí fyrra, sem mun vera um 63% hækkun milli ára. Verðið á erlendu tómötunum sem verið hafa til sölu í búðum að undan- förnu, var rúmar hundrað krónur í heildsölu. Verðið kemur til með að lækka, þegar framboðið eykst. Til samanburðar má geta þess að kíló- ið af agúrkunum í heildsölu var 70 krónur fyrst eftir að þær komu, en er nú komið niður í 35 krónur kíló- ið. Einhverju af tómötum var dreift í verslanir út á landi í gær, og áætlað er að dreifa einhverju magni í verslanir á Reykjavíkur- svæðinu á morgun. Myndina tók ljósmyndari Morg- unblaðsins Ólafur K. Magnússon upp í Sölufélagi garðyrkjumanna á föstudag. Til almannaheilla ífjorutiuar Á 40 ára afmælinu sendum viö öllum viðskiptavinum okkar árnaöaróskir. Jafnframt leyfum við okkur að vona að félagið hafi náð því markmiði sínu að auka ön/ggi þeirra, og milda þau áföll sem sumir hafa orðið fyrir. Við vitum að vöxtur og viðgangur tryggingafélags er m.a. háður góðri afspurn - viðhorfum og umsögnum þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni og sækja síðan bætur í hendur tryggingarélags síns. Starfsemi okkar hefur aukist jafntog þétt á undanförnum 40árum. Nú eru starfsmenninmir 55 og sjálfstæðar skrifstofur á Akureyri, Akranesi, Selfossi og í Hafnafirði. Aðalskrifstofan er í hinum nýju og rúmgóðu húsakynnum í Síðumúla 39. Umboðsmenn eru um allt land. Starfsemi okkar spannar öll svið trygginga - smá og stór. Á seinni árum höfum við annast stærri verkefni en nokkru sinni fýrr - tryggingar fýrir íslenska verktaka íorku- og stóriðjuframkvæmdum. Um leið og við þökkum viðskiptin á liðnum árum viljum við nota tækifærið til að minna enn á nauðsyn fyrirhyggju ... ... það tryggir enginn eftir á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.