Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 15 Dagbækur Hitlers: „Sannanirnar líka falsaðar? Hamborg, 10. maí. AP. GERD Heidemann, blaðamafturinn, sem sakaður er um svik- semi í sambandi við dagbækur Hitlers, er sagður hafa notað önnur fölsuð skjöl frá tímum nasista til að villa um fyrir sér- fræðingum og fá þá til að trúa því, að dagbækurnar væru ófalsaðar, að því er segir í tímaritinu Stern í dag. Stern segir frá þessu í fyrstu útgáfunni eftir að upp komst um svikin, en skýrði ekki frá því hvernig á því stóð, að ritstjór- arnir létu plata sig um 10 millj- ónir marka, um 85 milljónir ísl. kr. Því hafði þó verið lofað. Þess í stað var birt bréf frá útgefand- anum, Henri Nannen, þar sem sagði, að Gerd Heidemann hefði „vitandi vits blekkt ritstjórana" en ekki sagt hvernig hann fór að því. Það kemur þó fram í Stern í dag, að Heidemann hafi lagt fram ýmis gögn frá tímum nas- ista, sem renndu stoðum undir, að dagbækurnar væru ófalsaðar, en jafnframt viðurkennt, að þessi skjöl hafi líklega verið föls- uð enda komin beint úr safni Heidemanns sjálfs. Sagði Stern, að kunnir sérfræðingar, sem féllust á að dagbækurnar væru ófalsaðar, hefðu líklega „borið falsanir saman við falsanir". Henri Nannen boðaði í bréfi sínu „ýtarlega frásögn af rann- sókn málsins,, strax og henni lyki og hafði þau orð um Heide- mann, að hann væri „augljóslega fórnarlamb sinnar eigin blaða- mannsáráttu". Nannen vísaði á bug vangaveltum um, að ný- nasistar stæðu að baki svindlinu og sagði, að „sá Hitler, sem birt- ist í dagbókunum, er enginn eng- ill“. Heidemann, sem farið hefur huldu höfði síðustu daga, skaut skyndilega upp kollinum á heim- ili sínu í Hamborg í dag og boð- aði þar til blaðamannafundar. Hann lýsti því yfir, að hann hefði aldrei grunað, að dagbæk- urnar væru falsaðar enda „er ég enginn sérfræðingur í Hitler". „Hvernig átti ég líka að sjá það þegar jafnvel sérfræðingarnir létu sannfærast," sagði Heide- mann. Hann sagði, að Stern hefði greitt tæpar 70 milljónir ísl kr. fyrir dagbækurnar, en ekki 85 eins ritstjórarnir segja, og að féð hafi verið innt af hendi smám saman en ekki allt í einu. „Þeir hefðu getað hætt greiðsl- unum hvenær sem var,“ sagði Heidemann og bætti því við, að maðurinn, sem hefði haft dag- bækurnar undir höndum, byggi í „Vestur-Þýskalandi S t e r n fann hann eftir ábendingu minni". AP. ARGENTÍNSKAR mæður krefjast hér að lögum verði komið yfir þá menn, sem bera ábyrgð á hvarfi barna þeirra, en herstjórnin hefur viðurkennt, að 30.000 manns hafi „horfið“ í herferð hennar gegn vinstrisinnuðum skæruliðum. Nóbelsverðlaunaskáldið Adolfo Perez Esquivel, sonur hans og þrír menn aðrir hófu í gær hungurverkfall til að mótmæla hungri, atvinnuleysi og kúgun í landi sínu. Hjartaáfall en ekki lungnabólga sem olli sjúkralegunni?: Chernenko útskrifaður af sjúkrahúsi sl. föstudag Moskvu, 10. maí. AP. KONSTANTIN Chernenko, helsti and- stæðingur Yuri Andropov, leiðtoga Sov- étmanna, innan stjórnmálaráðsins, var útskrifaður af sjúkrahúsi á föstudag eftir að hafa legið þar um hríð vegna lungnabólgu. Undanfarna daga hefur sá orðrómur verið á kreiki, að Chern- enko hafi orðið fyrir hjartaáfalli og allt tal um kvef eða lungnabólgu sé upp- spuni frá rótum. Chernenko hefur ekki sést á opinberum vettvangi frá 30. mars og á þeim tíma hafa verið a.m.k. fjórar meiriháttar opinberar athafnir, sem hann hefur ekki sést á. Var sá orð- rómur um tíma á kreiki, að ljóst væri að hann hefði tapað stríðinu gegn Andropov. Að sögn einkaritara hans mætti Chernenko til vinnu um helgina, en aðeins stutta stund í senn. Sagði einkaritarinn í samtali við frétta- manna AP, að Chernenko færi fram með degi hverjum og hann myndi fyrst um sinn mæta til vinnu sinnar í klukkustund á degi hverjum. Einkaritarinn þvertók fyrir, að Chernenko hefði fengið slag. Mjög hefur reynst erfitt að fá eitt eða annað staðfest um Chernenko og ekki er lengra síðan en á fimmtudag, að einkaritarinn sagði hann þjást af lungnabólgu. Ekki var þá minnst á, að hann væri væntanlegur af sjúkra- húsi fyrir helgina. Fyrst eftir að Chernenko hvarf af vettvangi var fjarvera hans skýrð með því, að hann ætti við „lítilsháttar kvefpest" að stríða. Björgvin Stetán Hareld Garöar Þaö er frí á uppstigningardag og því höldum við næst síðustu rokkhátíðina í kvöld og hefst hún kl. 20.00 stundvíslega Það hefur vægast sagt verið æöisgengin stemmning á öllum rokkkvöldunum, enda eitt hressasta stuðlið allra tíma í rokkinu hér heima fyrr og síðar. Þau eru: Harald G. Haralds, Guðbergur Auðunsson, Þorsteinn Eggertsson, Astrid Jenssen, Berti Möller, Anna Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórsson, Garðar Guðmundsson, Stefán Jónsson, Einar Júlíusson, Siguröur Johnny og Ómar Ragn- arsson. Hljómsveit Björgvins Halldórssonar leikur rokktónlist. Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jónsson, Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. SÆMI OG DIDDA ROKKA, SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA. Auk þess að leika gömlu góöu rokklögin þá stjórnar Gísli Sveinn Loftsson frábær- um Ijósabúnaöi Broadway og Gunnar Smári Helgason leikur viö hvern sinn fingur við hljóðstjórnina. og næst síðasta rokkhátíðin ERCADmy í kvöld Sigurður Boröhald hefst kl. 20.00 stundvís- lega. Aðgangseyrir kr. 150,- Miðasala í Broadway í dag frá ------ oorsteínn kl. 9—5. Dansað til kl. 3. Astrid Matseðill Rjómaspergilsúpa Lambapiparsteik meö gráöost- sósu, gulrætum, belgbaunum, smjörsteiktum jaröeplum og hrá- salati. Kr. 300,- Guðbergur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.