Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.05.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 17 „Namm, namm, mikið eru þetta girnilegar pylsur." ramar“ býst við að halda því áfram eftir því sem tími vinnst til. Ég samdi ballett- inn eignlega fyrir nemendurna í skól- anum, fyrir þeirra árlegu sýningu, og þeir sem fram úr sköruðu tóku þátt í sýningunni. Ég held að það liggi beinast við að ég snúi mér að því að semja og kenna þegar ég verð að draga mig í hlé frá sviðinu, og það er aldrei að vita nema þetta áhugamál taki við og maður skelli sér meira út á þessa braut fyrst svona vel tekst til. Ég er að vísu í fullu fjöri ennþá, en það kemur senn að því að ég verði að minnka við mig dansinn, og það eru til dæmis ýmsar rullur sem mér finnst ég eigi ekki að dansa lengur." Helgi sagði í samtalinu að það væri jafnan gaman að skreppa heim til ís- lands og kvaðst hann vonast til að svo gæti orðið bráðlega. .,En eins og er veit ég ekki alveg hvenær það getur orðið. Vonandi gefst tækifæri tii þess öðru hvoru megin við ferðalag flokks- ins til London, Kaupmannahafnar og Parísar í ágústlok." Ályktun miðstjórnar ASÍ og stjórnar BSRB: Til viðræðu um aðrar leiðir en núverandi vísitölukerfi „AÐ MATI Þjóðhagsstofnunar rýrna þjóðartekjur á mann um 8—9% á árunum 1982—1983. Sömu áætlanir gera ráð fyrir því að heild- artekjur heimilanna að frádregnum beinum sköttum rýrni að öllu óbreyttu um 9—10% á sama tíma- bili. Flest bendir til þess, að hér sé sízt um vanmat að ræða,“ segir m.a. í ályktun miðstjórnar ASÍ. Stjórn BSRB gerði ennfremur samhljóða ályktun. Þá segir í ályktunum samtak- anna, að af framansögðu sé ljóst, að sá samdráttur, sem orðið hefur í þjóðarframleiðslu á sl. tveimur árum hafi af ríflegum þunga kom- ið niður á pyngju launafólks. Tekjurýrnunin sé þeim mun al- varlegri sem full verðtrygging lána miðast við óskerta lánskjara- vísitölu og íþyngi mjög þeim sem skulda vegna eigin húsnæðis. „Einnig skal minnt á, að lægstu laun eru aðeins 9.581 króna á mán- uði. Af þeim tekjum er útilokað að draga fram lífið ef greiða þarf háa húsaleigu eða standa undir klyfj- um orkukostnaðar. Með skírskot- un til þessa vekur það furðu, að í þeirri efnahagsumræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu skuli kaupmáttur launafólks og verð- bótakerfið talið höfuðorsök þess vanda sem þjóðarbúið nú stendur frammi fyrir," segir ennfremur. Þá segir, að miðstjórn ASl og stjórn BSRB vilji enn á ný árétta, að verðbótakerfið sé engan veginn fullkomið. „Verðbótakerfið er með þeim göllum, að í 60% verðbólgu verða launþegar að sækja 6—7% grunnkaupshækkun á ári eigi kaupmætti ekki að hraka. Verð- bótakerfið tekur tillit til við- skiptakjara þjóðarbúsins, það mælir þætur vegna verðhækkana sem þegar eru orðnar og getur engan veginn talizt undirrót þess verðbólguvanda, sem nú er við að etja. Verkalýðshreyfingin hefur æ ofan í æ ítrekað, að hún er ekki bundin á klafa tiltekins kerfis, það er kaupmátturinn sem gildir. Finnist aðrar leiðir sem tryggi kaupmátt launafólks er verka- lýðshreyfingin reiðubúin til þess að ræða þær leiðir," segir enn- fremur. Þá er í ályktunum fjallað al- mennt um ástandið og hvernig sigið hefur á ógæfuhliðina. Mið- stjórn ASÍ og stjórn BSRB benda síðan á eftirfarandi atriði við upp- bygginguna: „Skipulega verði unn- ið að hagnýtingu orkulinda lands- ins samhliða uppbyggingu stór- iðnaðar og eflingu annarrar atvinnustarfsemi. Starfsskilyrði íslenzks iðnaðar verði bætt og hagræðing aukin. Útflutnings- greinar almenns iðnaðar verði efldar og sett ákveðin stefnumörk um markaðshlutdeild einstakra samkeppnisgreina á innlendum markaði. Samræmt verði skipulag veiða og vinnslu. Lögð verði áherzla á aukin gæði og full- vinnslu sjávarafurða innanlands, markaðsleit og uppbyggingu nýrra markaða. Framleiðsla landbúnað- arvara miðist við þarfir innlends markaðar og stefnt verði að auk- inni hagkvæmni í framleiðslu og vinnslu landbúnaðarvara. Skipu- lag opinberrar þjónustu verði bætt þannig að betri þjónusta ná- ist með minni tilkostnaði. Áherzla verði Iögð á hagræðingu í banka- starfsemi, verzlun og annarri þjónustu. Fjárfestingarlánasjóðir verði sameinaðir og fjármagni beint í þær framleiðslugreinar og til þeirra fyrirtækja, sem bezt nýta það til atvinnuuppbyggingar og hagræðingar. Skipuleg úttekt fari fram á atvinnumálum með sérstakri hliðsjón af áhrifum nýrrar tækni á mannafla." Aukning karfaveiðanna veldur okkur áhyggjum — segir Jakob Magnússon, fiskifræðingur „ÞAÐ hefur valdið okkur miklum áhyggjum að karfaveiðar, ekki að- eins veiðar íslendinga, heldur einnig Þjóðverja úr stofninum við ísland, Færeyjar og Austur-Græn- land hafa aukizt stórlega ár frá ári og farið fram úr því, sem við höf- um talið ráðlegt. Það virðist þó enn ekki hafa komið að verulegri sök, en rétt er að taka það fram, að karfinn er ákaflega hægvaxta og fer ekki að koma inn í veiðina fyrr en um 13 ára og verður ekki kyn- þroska fyrr en þremur árum seinna," sagði Jakob Magnússon, fiskifræðingur, er Morgunblaðið innti hann eftir ástandi karfa- stofnsins. „Ég óttast ekki að gengið verði frá karfastofninum á fáum árum, en hættan er sú, að verði haldið áfram á þessari braut til lang- frama, verði svo gengið á karfa- stofnana, að veiðar verði ekki arðbærar. Með svona hægvaxta Jakob Magnússon stofn tekur langan tíma að byggja hann upp að nýju. Við viljum reyna að koma í veg fyrir, að hann verði svo ofveiddur, að ekki verði talið arðbært að veiða hann. Síðustu úttektir benda til þess, að sá karfastofn, sem við byggjum veiðar okkar á, sé í sæmilegu ástandi. Hann þolir því talsverða veiði og þó hún fari eitt eða tvö ár dálítið mikið fram úr tillögum okkar, er ég ekki hrædd- ur um að það skipti sköpum. Samkvæmt seiðarannsóknum bendir margt til þess nú síðustu árin, að seiði séu miklu færri en þau voru fyrrihluta síðasta ára- tugar. Þetta merkist ekki í veiði fyrr en áratug seinna. Þá byggj- um við um 15 til 20% karfaveiða okkar á svokölluðum djúpkarfa og þann stofn teljum við mun verr farinn, en gögn okkar um hann eru því miður ekki full- nægjandi," sagði Jakob. Cavalleria Rusticana: Nýr tenór til landsins í dag BÚIÐ EH að útvega nýjan tenórsöngvara í hlutverk Turiddus- ar í óperunni Cavalleria Rusticana, sem Þjóðleikhúsiö hefur nýlega hafið sýningar á. Eins og kom fram í blaðinu í gær treysti Kúmeninn, sem sungið hafði hlutverkið á fyrstu tveim- ur sýningunum, sér ekki til að halda áfram vegna veikinda. Tenórinn, sem mun taka við hlutverki hans, heitir Maurice Stern og er Bandaríkjamaður sem starfar í Þýskalandi. Hann kemur til landsins í dag og verður æft af kappi í kvöld og á morgun, en þriðja sýning verður annaö kvöld. í samtali Mbl. við leikstjórann Bene- dikt Árnason í gærdag kom fram að það var fyrir velvilja Ríkisóperunnar í Dússeldorf sem tókst að fá Maurice Stern til landsins með svo skömmum fyrirvara. Söngvar- inn var bundinn samningi við ríkis- óperuna um að syngja þar í þessum mánuði, en forráða- menn Ríkisóperunn- ar samþykktu að losa hann undan þeim samningi. Sagði Benedikt að þessi söngvari væri kunnur í Þýskalandi og færi þar af hon- um gott orð. Rúmenski tenór- inn Konstantín Za- haria fór utan í gær. Svo virðist sem hann hafi verið með ein- hverjar eftirhreytur af flensu þegar hann kom til landsins, hafi pínt sig í gegn- um frumsýninguna og yfirkeyrt sig á annarri sýningu. Ráðamenn Þjóð- leikhússins buðust á mánudaginn til að koma til móts við hann með því að breyta sýningardög- um, en hann treysti sér ekki til að syngja frekar. Fjórða og fimmta sýning á Cavalleria Rusticana og ball- ettinum Fröken Júlíu verða á föstu- dagskvöldið og sunnudagskvöldið að öllu forfallalausu. Engin raforkufram- leiðsla í Kröflu Myvatnssveit, 9. maí. HÉR í Mývatnssveit hefur verið fremur kalt að undanfórnu. Síðustu daga þó heldur hlýrra, en frost um nætur. Aðeins hefur verið ein frost- laus nótt um langan tíma. Gróðri fer lítið fram. Sauðburður er hafinn. Mikil íshella er enn á Mývatni. Raforkuframleiðsla er hætt í bili bæði í Bjarnarflagi og við Kröflu. Verið er að taka upp vélarnar og yfirfara þær. óvíst er hvenær gangsett verður aftur. Ekki er tal- in, eins og er, þörf fyrir raforku- framleiðslu á þessum stöðum. Eiga nienn erfitt með að skilja slíka hagfræði, samtímis og verið er að hefja framkvæmdir við Blöndu- virkjun. Manni skilst að nú þegar sé orðin meiri framleiðsla en mark- aður er fyrir. Væri ekki ráð að lækka raforkuna til almennings- nota í stað þess að hækka hana sífellt? Spyr sá sem ekki veit. Sumum finnst það nokkuð ein- kennileg ráðstöfun hjá Bifreiðaeft- irlitinu að boða bifreiðaskoðun hér í Mývatnssveit í gær, sunnudaginn 8. maí, á hinum almenna bænadegi Þjóðkirkjunnar enda var messað í Reykjahlíðarkirkju þann dag. Mér er ekki kunnugt að bifreiðir hafi áður verið skoðaðar á sunnudögum. Eftir því sem næst verður komist voru um 200 bílar skoðaðir á sunnudag. Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.